Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 4. með ísl. tali. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12.Sýnd kl. 5.30, 8 og Powersýning kl. 10.30. B.i. 16. kl. 6, 8.30 og 11. B.i. 16. Kl. 10. B.i. 16 Sýnd kl. 6 og 8. Besta sérsveit sem sett hefur verið saman er að lenda í sínu erfiðasta máli. Mögnuð spennumynd! Frá framleiðanda Fast & the Furious og xXx Beint á toppinn í USA YFIR 15 000 GESTIR Beint á toppinn í USA 4 myndin frá Quentin Tarantino BLÓÐBAÐIÐ ER BYRJAÐ 3D gleraugu fylgja hverjum miða l l j j i Power- sýning kl. 10.30 3D gleraugu fylgja hverjum miða l l j j i Ný vídd í skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Settu upp 3víddar gleraugun og taktu þátt í ævintýrinu! Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 12. Besta sérsveit sem sett hefur verið saman er að lenda í sínu erfiðasta máli. Mögnuð spennumynd! Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16 ára. Beint átoppinní USA 4myndin frá Quentin Tarantino BLÓÐBAÐIÐ ER BYRJAÐ ÞÓNOKKUÐ verður af erlendum gestum á Airwaves-hátíðinni ogeru þeir af ýmsum stærðum og gerðum. Í gær heyrðum við hljóðið í nokkrum af þeim íslensku listamönnum sem koma fram á hátíðinni og því er ekki úr vegi að varpa nú ljósi á þá erlendu. Plötusnúðar Í kvöld kemur fram á Kapital kappi nokkur að nafni John B, maður sem talin er eitt mesta undrabarn sem trommu- og bassasenan hefur getið af sér. Með honum verður hinn sænski DJ Leaf sem er ein helsta driffjöðrin í trommu- og bassasenu Gautaborgar og hefur m.a. unnið að skipulagsmálum í þeim geiranum með Eldari Ástþórssyni hjá break- beat.is. Á morgun troða svo Audio Bullys frá Bretlandi upp, en plata þeirra Ego War sem út kom í sumar er ein umtalaðasta dansútgáfa ársins. Dans/ rafstílar eins og „garage“, „break- beat“ og „house“ eru framreiddir í sönnum pönkanda og af gáskafullum krafti sem minnir á Specials og Mad- ness. Fersk og frumleg blanda sem deilir viðhorfinu til lífs og lista með The Streets. Á laugardaginn munu þrír plötu- snúðar af erlendu bergi brotnir koma fram, þeir Raf Rundell, Matthew Herbert og Dig Thomas. Herbert þessi þykir einn mikilhæfasti lista- maður dans/raftónlistar síðasta ára- tuginn og hann hefur jöfnum höndum komið að hústónlist („house“), til- raunakenndri raftónlist (þar sem hann notast við umhverfishljóð) og nú síðast hefur hann verið að gera til- raunir með stórsveit (Matthew Her- bert Big Band). Sama kvöld standa Tommi White og félagar í New Icon Records fyrir gleðskap á Kapital. Þar mun breski djúphús-snúðurinn I.J. Catling troða upp, Detroitundrið Aaron Carl og húsgúrúinn og fyrrum fjármálaspek- úlantinn Stephan Prescott. Nadia Ksaiba spilar svo á laug- ardaginn á Nasa. Þessi unga Túnis- stúlka er á hraðri uppleið í dans- heimum; blandar saman elektró, húsi og tæknói og hefur þegar spilað með mönnum eins og Dave Clarke og DJ Hell. DJ Panik, sem verið hefur reglu- legur gestur hérlendis undanfarin ár, mun svo spila ljúfa „breakbeat“-tóna á Vídalín á sunnudagskvöldið. Blaðamaður ræddi stuttlega við John B vegna hingaðkomu hans. „Mér finnst frábært að vera að koma aftur til Reykjavíkur,“ sagði hann. „Ég kíkti aðeins á vefsíðuna hjá Airwaves í gær – ég verð að við- urkenna að ég hef lítið kynnt mér þetta. Þetta er einhvers konar menn- ingar- og tónleikahátíð er það ekki? (hlær kurteislega).“ John segist leiður yfir því að hann muni stoppa stutt og muni þar af leið- andi missa af hátíðinni, svona að mestu. En hann rekur í rogastans er hann heyrir hversu margir innlendir listamenn eru að spila í Reykjavík. „Það er nú talsverður slatti!“ segir hann og dæsir. [John B verður á Kapital í kvöld.] Hljómsveitir og listamenn The Kills er suddarokksdúó í anda White Stripes og Raveonettes sem vakti gríðarlega athygli á síðasta ári fyrir stuttskífu sína Black Rooster og stóð sveitin fyllilega undir vænt- ingum á fyrstu breiðskífu sinni, Keep on Your Mean Side, sem út kom í ár. The Kills þykir flott tónleikasveit en dúettinn er skipaður Bandaríkjakon- unni VV og Bretanum Hotel. Kills leika á Nasa á föstudagskvöldið. Margar New York-sveitir heim- sækja landann þetta árið en þar er allt að gerast um þessar mundir í rokkinu og nýbylgjunni, eins og sést á góðu gengi Strokes, Yeah Yeah Yeahs og Interpol um þessar mundir. Tv on the Radio, Calla og Prosaics gera allar út þaðan; sú fyrst- nefnda spilar tilraunakennt rafrokkspönk, Calla á farsælan feril að baki í nýbylgjuheimum á meðan Prosaics er að hefja innreið sína þangað. The Album Leaf er einherjaverk- efni Jimmy LaValle, sem fylgt hefur Sigur Rós á tónleikaferðalögum und- anfarin ár. Hann hélt tónleika í Aust- urbæ fyrir stuttu. Á vegum kvikt-hópsins verður haldið kvöld í Iðnó, þar sem sam- sláttur tóna og myndbandsverka verður í heiðri hafður. Bong-Ra, Kilimanjaro Darkjazz Ensemble, Telcosystems + dk og Eboman eru allt raftónlistarmenn frá Hollandi sem munu troða þar upp með íslensk- um andans bræðrum og systrum. Captain Comatose er rísandi dans- stuðband frá Berlín og International Pony koma og frá Þýskalandi og leika óskilgreinda blöndu af raflegn- um, stuðvænum tónum. Á laugardaginn á Gauknum leikur svo hin ógurlega og vel sveitta rokk- sveit Eighties Matchbox B-Line Dis- aster frá Bretlandi. Rokksveitin Richochets frá Noregi fylgir þá svip- uðum lögmálum. Lords Of The Underground eru gamlir stríðshestar í hipp-hoppinu sem munu troða upp í kvöld á Gaukn- um ásamt Killa Kela sem kemur frá Bretlandi og stundar hina eðlu list „beatbox“, það er að búa til takta og hljómlist með munninum einum sam- an. Blaðamaður sló á þráðinn til Kela og heyrði í honum hljóðið. „Ja ... ég vissi nú ekki að þetta væri svona stór hátíð fyrr en eftir á,“ segir Kela. „En ... jú ... ég hlakka mikið til að koma, sérstaklega til að athuga ís- lenska hipp hoppið.“ Kela gerir svo meira af því að spyrja en svara en virðist reyndar einlæglega forvitinn um hátíðina og Ísland. Um síðir kemur svo upp úr krafsinu að hann er að leggja loka- hönd á fyrstu stóru plötuna sína, en smáplatan The Permanent Marker kom út í fyrra. „Það er búið að vera mikið að gera að undanförnu og ég spilaði t.d. með Pharrel Williams úr Neptunes sem var rosalegt. Markmiðið og metn- aðurinn hjá mér er að þróa þessa raddlist áfram og ryðja brautina í átt að einhverju nýju og spennandi.“ [Killa Kela verður á Gauknum í kvöld kl. 23.00.] EINA hipp hopp-kvöld hátíð- arinnar er í kvöld á Gauknum, þar sem gefur að líta blöndu af nýju og gömlu. Twisted Mind Crew mun kynna efni af væntanlegri plötu og þá verður gaman að sjá hvað kapp- ar eins og Forgotten Lores og Bent & 7Berg munu gera. „Beat- boxarinn“ Killa Kela verður þá væntanlega með svalar æfingar og athyglisvert verður að sjá hvernig gömlu kempurnar í Lords of the Underground eiga eftir að standa sig. Kvöldið á Nasa er þá nokkuð þétt. The Lovers, nýja bandið henn- ar Þórunnar Antoníu, Eivör Páls með nýtt efni og Leaves að gíra sig upp fyrir CMJ. Gamlar hetjur, Tristian, troða þá einnig upp. Calla er líka spennandi band frá New York, en fyrstu tvær plötur sveit- arinnar eru hreinasta afbragð – fín- asta tilraunarokk. Á Grand Rokk ber helst að geta Dr. Gunna sem mun leika efni af væntanlegri skífu, Stóra hvelli. Vídalín kemur sterkt inn þar sem glæný sveit, Melodikka mun stíga á svið með nýstárlega blöndu af klassík, poppi og þjóðlagatónlist. Rúnar, fyrrum Náttfaragítaristi, mun þá leika og Ingibjörg Stef- ánsdóttir kynnir sjálfa sig til sög- unnar sem sólólistamann. Síðast en ekki síst verður Eberg þarna, lista- mannsnafn Einars Tönsberg, sem gaf út mjög spennandi og frumlega sólóskífu á dögunum, Plastic Lions. Í Þjóðleikhúkjallaranum leika Ampop eftir þónokkuð hlé og SKE, sem voru að fá frumflutta nýja tón- list í listdansverkinu The Match á dögunum. Þá er afar forvitnilegt kvöld í Iðnó þar sem tónlistarmenn og myndbandslistamenn leiða saman hesta sína. Kvöldið er haldið af kvikt, nýjum hópi sem stofnaður var um slík stefnumót. Á Kapital er það svo að sjálf- sögðu John B, hin lifandi goðsögn, sem menn verða að berja augum. Á Sirkus verður nýr gusgus mix- diskur kynntur og á Ellefunni er helst að nefna Varða, þann eina og sanna vertíðargaur sem jafnan er með óvænt spil uppi í erminni. Fimmtudags-Airwaves Af ýmsum stærðum og gerðum =.  0>           ! " #$  %" &'   (( )  !!!?!2!!                !" #$$ # $ %  & '( $   !) * +     )  !24?!2!!      *  ,  ,-%$ . ,  $$ )  2!!?!2!!/    0   1  '2  )  2!!?!2!!34 / ./ 15-  )% ., # 1     $ 1  )  !?!2!!' $&*6   6&&# )  !!?! !!3 ). $ # * #$ 5 ' 5  1$  '     $7 8   9  :3 1  ; ,  )-(.  3  ; $& #3 $  <$-)6 $  =2$ $   )$ ' 2!!'( )'((* ' 2!!> %)& ?@  , 2 2  '(6 A )  2!!?!2!!; B" !1$,   7*             %   John B er maðurinn. Munnur Killa Kela er gulls ígildi. arnart@mbl.is www.icelandairwaves.com Fjöldi erlendra listamanna á Airwaves The Eighties Matchbox B-Line Disaster er brjálað rokkband frá Bretlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.