Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 45 Almennur hluti 1b Almennur hluti 2a Þ já lf ar an ám sk ei ð ÍS Í Þjálfaranámskeið ÍSÍ www.isisport.is Aðrir viðburðir í október Málþing um íþróttalögfræði Rvk. 17. okt. Þjálfari 1b - Sund Rvk. 18. okt. Þjálfari 1b – Almennur hluti Ak. 18. okt. Þjálfari 1b – Almennur hluti Þórsh./Raufarh. 25. okt. Þjálfari 1b - Badminton Rvk. 31. okt. Knattspyrna 1. stig Ak. 31. okt. Knattspyrna 1. stig Rvk. 31. okt. Þjálfari 1c – Almennur hluti Rvk. 31. okt. Fjármálaráðstefna ÍSÍ 2003 Rvk. 31. okt. Reiðmennska og reiðþjálfun fatlaðra Sauðárkr. 31. okt. Helgina 24. – 26. október verður Þjálfari 1b – almennur hluti haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Lágmarksaldur þátttakenda er 16 ár. Þeir þurfa að hafa lokið Almennum hluta 1a. Námskeiðið sem er samræmt fyrir allar íþróttagreinar er 20 kennslustundir, að meginhluta bóklegt, og er ætlað leiðbeinendum barna í íþróttum. Haldið verður áfram að fjalla um þroskaferli barna, þ.e. vaxtarþroska og hreyfiþroska. Einnig er fjallað um undirstöðuatriði kennslufræði, mikilvægi rétt mataræðis, fyrstu viðbrögð við íþróttameiðslum og fleira. Helgina 24. – 26. október verður Þjálfari 2a – almennur hluti haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Lágmarksaldur þátttakenda er 18 ár. Þeir þurfa að hafa lokið fyrsta þjálfarastigi (almennum hluta) og hafa sex mánaða starfsreynslu frá því að því stigi var lokið (staðfest af viðkomandi íþróttafélagi). Þá þurfa þátttakendur að hafa lokið skyndihjálparnámskeið. Á þessu námskeiði verður haldið áfram með starfsemi líkamans með sérstaka áherslu á hraða- og viðbragðsþjálfun. Einnig verður farið yfir skipulag þjálfunar, sálarfræði og siðfræði íþrótta. Verð á hvort námskeið er kr. 8.000,- Skráningar þurfa að berast á netfangið andri@isisport.is eða í síma 514-4000 í síðasta lagi miðvikudaginn 22. október. Þeir sem hafa lokið Grunnstigi ÍSÍ eru gjaldgengir á Almennan hluta 1b. Þeir sem hafa lokið ÍÞF102, ÍÞG1x2 í framhaldsskóla og Skyndihjálpar- námskeiði eru gjaldgengir á Almennan hluta 2a. Þjálfaramenntun íþróttahreyfingarinnar fæst metin til eininga í framhaldsskólum samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla. Frekari upplýsingar má finna á www.isisport.is  MORTEN Olsen, landsliðsþjálfari Dana, er mjög ánægður með að fá tækifæri til að tefla sínum mönnum fram gegn Englendingum á Old Trafford 16. nóvember. Danir hafa einnig gengið frá tveimur öðrum vin- áttuleikjum í vetur – gegn Tyrklandi í febrúar og Spáni í mars. Leikirnir eru liðir í undirbúningi danska liðsins fyr- ir EM í Portúgal.  MARSEILLE vill fá franska lands- liðsmarkvörðinn Fabien Barthez að láni hjá Manchester United. Barthez hefur misst sæti sitt hjá United – er þriðji markvörður liðsins, en í mark- inu stendur Bandaríkjamaðurinn Tim Howard. Hans varamaður er n-írski landsliðsmaðurinn Roy Carroll.  ALPAY, tyrkneski landsliðsmaður- inn í knattspyrnu, segir að David Beckham, fyrirliði Englands, hafi skallað sig og hrækt á sig í leik þjóð- anna í Istanbúl á laugardaginn. „Mér hefði verið sama þótt hann hefði hrækt framan í mig en hann hrækti á merki Tyrklands á treyjunni minni. Þetta er ástæðan fyrir því að ég brást svona við,“ sagði Alpay í gær.  ALPAY hafði áður veist að Beck- ham með látbragði þegar sá síðar- nefndi skaut yfir mark Tyrklands úr vítaspyrnu. Beckham reis á fætur og Alpay segir að hann hafi þá skallað sig í andlitið.  ASTON Villa gaf Alpay frí frá æf- ingum framyfir næstu helgi og hann verður því ekki í leikmannahópi liðs- ins í nágrannaslagnum við Birming- ham í ensku úrvalsdeildinni á sunnu- daginn.  BRIAN Kerr, landsliðsþjálfari Íra, hefur boðið kollega sínum, Mark Hughes, landsliðsþjálfara Wales, alla þá aðstoð sem hann geti veitt við und- irbúning Wales fyrir leikina við Rússa í umspilinu fyrir EM. Írar voru í riðli með Rússum, en höfnuðu í þriðja sæti á eftir Rússlandi og Sviss. Kerr segist hafa undir höndum mikið efni sem hann glaður vilji deila með Hughes ef það komi honum að gagni fyrir leikina tvo sem skera úr um hvort Rússar eða Walesbúar tryggja sér keppnisrétt á EM í Portúgal. FÓLKPAOLO Maldini, fyrrverandi fyrirliði ítalskaknattspyrnulandsliðsins, ætlar ekki að verðavið áskorun Giovannis Trappatonis, landsliðs-þjálfara, og gefa kost á sér í ítalska landsliðið á nýjan leik fyrir Evrópumeistaramótið á næsta ári. Maldini, sem er 35 ára gamall, ákvað að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir HM í fyrra og einbeita sér þess í stað að því að leika með AC Milan. „Mín ákvörðun stendur óhögguð,“ sagði Maldini í gær þegar ummæli Trappatonis voru borin undir hann. Maldini er talinn einn besti varnarmaður sögunnar. Hann hefur leikið 126 landsleiki. Félagi Maldinis hjá AC Milan og fyrrverandi landsliðsmaður, Alessandro Cost- acurta, segir rétt hjá Maldini að standa við þá ákvörðun sem hann tók eftir HM í fyrra. „Það væri einnig rangt gagnvart þeim leikmönnum ítalska landsliðsins sem unnu því sæti á EM að Maldini kæmi inni í hópinn,“ segir Costacurta. Maldini segir að ekkert hafi breyst „ÞÓTT það sé dýrt að taka þátt í Evrópu- keppni í handknattleik lagði ég ríka áherslu á að við tækjum þátt í keppninni strax eftir að við urðum bikarmeistarar á síðasta vetri,“ segir Árni Stefánsson, þjálfari HK. „Ég þekki það vel frá þeim árum sem ég vann með KA hvað þátttaka í Evrópukeppninni skiptir miklu máli. Hún þroskar leikmenn og hefur einnig mikið að segja félagslega fyrir hópinn,“ segir Árni. Hilmar Sigurgíslason, formaður handknatt- leiksdeildar HK, sagði það kosta á milli 2,2 og 2,5 millj. króna að taka þátt í einni umferð í Evrópukeppni og því þyrftu margir að leggj- ast á árarnar til að ná endum saman. Meðal annars hefði Kópavogsbær styrkt HK um 700.000 kr. vegna þátttökunnar. Einnig hefði aðalstjórn HK hlaupið undir bagga auk fjöl- margra fyrirtækja. „Síðan þurfum við að fylla íþróttahúsið í Digranesi á laugardaginn til þess að fá þá peninga sem upp á vantar,“ sagði Hilmar, sem ótrauður stefnir að því að halda áfram með liðið í þriðju umferð Evrópukeppni bikarhafa þrátt fyrir mikinn kostnað. Morgunblaðið/Þorkell Ólafur Víðir Ólafsson, leikmaður HK, skoraði fjögur mörk gegn Stephan Razin frá St. Pét- ursborg um sl. helgi. HK leikur heimaleik sinn í Digranesi á laugardaginn. Evrópukeppnin er þroskandi Við verðum að mæta og vera klárirí slaginn til að ná markmiði okk- ar, annars getur illa farið,“ segir Árni sem væntir þess að íþróttahúsið í Digranesi verði fullskipað áhorfend- um þegar flautað verður til leiks á laugardaginn kl. 16.30. Árni segir að aðalástæðan fyrir því að HK tókst að ná hagstæðum úrslit- um í fyrri leiknum hafi verið vegna þess að liðið lék góðan varnarleik þar sem það náði að loka fyrir línuspil Rússana og stöðva skyttur þeirra. Því verði HK-liðið að halda áfram þar sem frá var horfið í vörninni, þá komi markvarslan um leið. „Í alþjóðlegum handknattleik í dag þá byggist allt orðið upp á vörn, markvörslu og hraðaupphlaupum, þessi atriði ráða oftar en ekki úrslitum í leikjum. Eftir að hafa farið vel yfir fyrri leikinn eftir að heim var komið þá sést vel að margt í sóknarleik okkar mátti betur fara.“ Árni segir að í fyrri leiknum í Pét- ursborg hafi HK-liðið leikið sína hefð- bundnu 6/0 vörn. Eftir vanda í upp- hafi leiks hafi tekist að loka fyrir skyttur Stepan-liðsins þegar á leikinn leið. „Skyttur rússneska liðsins eru sterkar og hávaxnar og nýta sín færi vel, en þær þurfa sitt pláss til þess að athafna sig, því er algjört lykilatriði hjá okkur að koma í veg fyrir að þær fái sitt rými,“ segir Árni og bætir því við menn hans verði að sýna þolin- mæði í sókninni. Ekki þýði að ætla sér að leika stuttar sóknir og skora mikið með langskotum. „Bæði er vörn Stepan-liðsins skipuð hávöxnum leikmönnum auk þess sem aðalmark- vörður liðsins er ekkert lamb að leika sér við, reyndur og stór,“ segir Árni og talar þá um Pavel Sukosian, sem var árum saman varamarkvörður rússneska landsliðsins. „Auk góðrar varnar þá verður lykilatriði fyrir okk- ur að leika af skynsemi og yfirvegun í sókninni. Takist þetta eigum við góða möguleika á að komast í næstu um- ferð eins og við stefnum að,“ segir Árni Stefánsson, þjálfari HK. Möguleikar HK ágætir „MÖGULEIKAR okkar eru að mínu mati ágætir vegna þess að við náðum hagstæðum úrslitum í fyrri leiknum í Pétursborg, en það er mikið verk fyrir höndum í síðari leiknum, það er ekkert í hendi ennþá,“ segir Árni Stefánsson, þjálfari handknattleiksliðs HK, sem í Digranesi á laugardaginn mætir Stepan Razin frá Rússlandi í síð- ari leik liðanna í 2. umferð Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik. HK tapaði fyrri leiknum með einu marki, 23:22, því leggja Kópa- vogsbúar allt í sölurnar á laugardaginn til að tryggja sér sæti í næstu umferð keppninnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.