Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 35 ✝ Óli Valdimars-son fæddist á Meðalfelli í Nesjum í Hornafirði 2. nóv- ember 1916. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Eir 8. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Valdimar Benediktsson mál- arameistari, f. 27.2. 1887, d. 15.3. 1968, og Sigríður Einars- dóttir húsmóðir, f. 26.6. 1890, d. 26.2. 1970. Sigríður giftist 21.12. 1930 Óskari Sigurðssyni skipstjóra, f. 30.11. 1892, d. 7.7. 1962. Dætur Sigríðar og Óskars eru Sólveig hjúkrunarfræðingur, f. 20.1. 1930, gift Magnúsi Marteinssyni útgerðarmanni, f. 21.7. 1921, d. 23.12. 1997, og Jóhanna húsmóð- ir, f. 26.7. 1931, d. 12.7. 1991, gift Víði Sveinssyni skipstjóra, f. 6.8. 1930, d. 19.9. 1968. Óli kvæntist 25.3. 1946 Rut Þórðardóttur húsmóður, f. 25.3. 1917, d. 10.6. 1995. Foreldrar hennar voru Þórður Stefánsson skipstjóri, f. 15.6. 1892, d. 9.11. 1980, og Katrín Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 24.10. 1892, d. 28.11. 1974. Börn Óla og Rutar eru: 1) Alda Sigríður hár- greiðslumeistari, f. 7.6. 1943, býr í Flórída í Bandaríkjunum, gift Manfred Bredehorst fv. her- manni, f. 25.8. 1948. Dóttir þeirra er Lisa-Marie f. 20.6. 1978. Áður gift Jan Jóni Ólafs- syni kerfisforritara, f. 15.3. mannfræðingur, f. 25.12. 1979, og Andri læknanemi, f. 29.9. 1982. 5) Eygló Rut húsfreyja, f. 31.1. 1960. Óli ólst upp á Meðalfelli í Nesj- um í Hornafirði. Hann fluttist árið 1930 til Neskaupstaðar með móður sinni og stjúpföður en fór árið 1937 til Reykjavíkur þar sem hann bjó síðan. Hann naut farandkennslu í heimasveit, var í gagnfræðaskóla í Neskaupstað og í Samvinnuskólanum í Reykjavík. Með námi vann hann í Síldarvinnslunni í Neskaupstað og sem háseti á sjó. Í Reykjavík starfaði Óli sem blaðamaður á Alþýðublaðinu en síðar sem bók- haldari hjá heildsölum og Eft- irliti bæjar- og sveitarfélaga. Hann var í ellefu ár aðalbókari hjá Jóni Loftssyni. Í yfir fjörutíu ár var hann deildarstjóri Reikni- skrifstofu sjávarútvegsins hjá Fiskifélagi Íslands og jafnframt erindreki félagsins um allt land og því í nánum tengslum við sjávarútveginn. Samhliða var hann framkvæmdastjóri vélbáta ábyrgðartryggingafélagsins Gróttu. Óli var þekktur skákmaður, tefldi í meistaraflokki og í lands- liðsflokki. Hann keppti fyrir Ís- lands hönd á Skákþingum Norð- urlanda. Hann tók virkan þátt í að útbreiða skáklistina um land- ið með því að taka þátt í fjöl- mörgum helgarskákmótum á vegum tímaritsins Skákar og kenna við Skákskólann víða um land. Óli var ritstjóri og útgef- andi Nýja Skákblaðsins 1940–41 og sat í stjórnum Taflfélags Reykjavíkur 1943–45 og Skák- sambands Íslands 1945–48. Útför Óla verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 1943, börn þeirra búa í Bandaríkjunum og eru: a) Valtýr Óli auglýsingastjóri, f. 20.5. 1962, hann á tvö börn, b) Lovísa Rut lögmaður, f. 22.6. 1966, hún á tvö börn, c) Anetta Björk hús- móðir, f. 2.9. 1968, hún á þrjú börn, og d) Birgitta Björk fé- lagsráðgjafi, f. 2.9. 1968, hún á tvö börn. 2) Erna Katrín hús- móðir, f. 28.8. 1944, d. 23.6. 2003. Dætur hennar og Gunnbjörns Fjölnis Björnssonar stýrimanns, f. 26.12. 1940, eru þrjár. Þær eru: a) Linda Kristín húsmóðir, f. 26.9. 1961, hún á fjögur börn, b) Rut húsmóðir, f. 19.8. 1964, hún á fjögur börn og eitt barnabarn, og c) Bergþóra húsmóðir, f. 27.10. 1965, hún á fimm börn. Börn Ernu með Sig- urjóni Magnúsi Halldórssyni bólstrara, f. 4.12. 1948, d. 3.6. 1994, eru: d) Óli Halldór íþrótta- kennaranemi, f. 4.4. 1973, hann á eitt barn, e) Sigrún Lína fjár- málastjóri, f. 16.9. 1974, og f) Sigurjóna Soffía ritari, f. 26.9. 1978. 3) Atli Þór læknir, f. 6.1. 1949, kvæntur Guðrúnu Hrefnu Guðmundsdóttur kennara, f. 8.2. 1957. Börn þeirra eru Óli Þór stærðfræðingur, f. 23.1. 1978, Sigurlín Björg, f. 23.8. 1988, og Þórður, f. 21.8. 1995. 4) Elfar fasteignasali, f. 26.1. 1955. Börn hans og Bjarneyjar Bergsdóttur, f. 9.8. 1958, eru: Ásdís María Óli Valdimarsson sleit bernsku- skóm hjá ömmu sinni, Jóhönnu Sig- ríði Snjólfsdóttur á Meðalfelli í Nesj- um í Hornafirði. Amma hans kenndi honum um lífið, t.d. að maður færi ekki á bæi eða truflaði fólk að óþörfu, og fékk hann til að dvelja yfir verk- um með því að segja honum sífellt nýjar sögur. Hestarnir komu í áttina til ömmu hans þegar hún gekk út á túnið og vissu að hún var með góð- gæti undir svuntunni, brauðbita eða nýhnoðað deig. Hundurinn fagnaði endurkomu Óla eftir vetrarvist á Norðfirði með því að stökkva upp á herðar honum þegar hann kom hjól- andi heim tröðina. Hann sat yfir fé inni í Laxárdal og byggði sér þar smalakofa. Eitt sinn í þoku sá hann álfkonu koma ríðandi. Að heyra frá- sagnir Óla úr æskunni var eins og að lesa skáldsögur frá fyrri hluta síð- ustu aldar. Óli las undir barnaskólapróf og lauk því fljótt og fór síðar í gagn- fræðaskóla á Norðfirði. Þar kynntist hann nýjum einstaklingum sem höfðu mótandi áhrif á hann, t.d. Lúð- vík Jósepssyni sem þá kenndi við gagnfræðaskólann. Hann var hvatt- ur til frekara náms og fór til Reykja- víkur í Samvinnuskólann þar sem hann lauk tveggja vetra námi á einu ári. Hann vann fyrir námsdvölinni með því að fara á sjóinn, fékk pláss á báti frá Grindavík, en á Norðfirði hafði hann einnig stundað sjósókn. Í Samvinnuskólanum naut hann kennslu margra góðra manna og minntist oft á Ólaf Jóhannesson sem naut mikillar virðingar meðal nem- enda. Óli starfaði alla tíð við bókhald og uppgjör, fór m.a. í kaupfélög úti á landi og hjálpaði til við fjármála- stjórnun. Skák var helsta áhugamál Óla. Hann var á tímabili meðal fremstu skákmanna landsins og fór með landsliði skákmanna í nokkrar keppnisferðir til útlanda. Hann var virkur í skákinni allt fram á áttræð- isaldur. Óli spilaði einnig bridge og tók í spil við okkur börn og tengda- börn allt fram á síðasta ár. Á Norð- firði kynntist hann einnig myndlist- inni, og nokkrar myndir sem hann gerði á þeim tíma bera vitni um næmi hans fyrir mynduppbyggingu. Hann hafði gaman af að horfa á mál- verk. Hann var einnig glöggur að sjá svip með fólki. Óli var bráðgreindur maður og hógvær. Hann hafði svo góða nálægð að maður vildi helst ekki víkja frá honum. Hann var ráðagóður að leita til, sýndi áhuga og umburðarlyndi en reyndi ekki að sannfæra fólk. Í sam- ræðum var sama á hverju var brydd- að, hann þekkti flesta hluti og var hafsjór af fróðleik. Í ferðalögum okk- ar um Suðurlandið þekkti hann hvert bæjarnafn og gat sagt til um fólk sem þar bjó eða hafði búið. Hann vitnaði oft í spaugileg tilsvör, laus við háðung. Hann átti fjölda kunningja, m.a. í skák- og bridgeklúbbum og sinnti börnum sínum og fjölskyldu af slíkri alúð að öll eiga þau minningar um sérstakar bæjarferðir með pabba eða gæluheiti sem hann gaf þeim hverju og einu. Í sjóði hans var urm- ull frásagna af orðalagi og háttum barnanna er lýstu persónueinkenn- um af hlýju. Og hann kenndi þeim að elska dýrin. Hann var einatt á tali við ketti sem voru á ferðinni í kringum Vífilsgötuna og hann lýsti oft óræðu háttalagi þeirra. Nokkur barna hans eru mestu kattarvinir sem ég hefi þekkt. Ég kveð Óla tengdaföður minn með söknuði. Hann var einstakur maður, með honum fer heilt bóka- safn af fróðleik og hafsjór af reynslu og lífsgildum liðinna kynslóða. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst honum og notið návista hans, velvildar og visku í hátt á þriðja áratug. Ég votta afkomendum Óla, börnum hans, barnabörnum og barnabarnabörn- um mína dýpstu samúð. Guð blessi minningu Óla Valdi- marssonar. Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir. Kveðja frá Skáksambandi Íslands Óli Valdimarsson er einn þeirra manna sem settu svip á skáklíf Ís- lendinga um áratuga skeið. Ásamt Sturlu Péturssyni gaf hann út Nýja Skákblaðið en það var málgagn Skáksambands Íslands. Blaðið kom fyrst út árið 1940 og prýddi forsíð- una mynd af hinum fræknu Ólymp- íuförum Íslands sem tefldu í Buenos Aires 1939 og unnu B-riðil mótsins og Copa Argentína, veglegan verð- launagrip sem nú er í eigu skák- minjasafns Íslands. Óli sat í stjórn Skáksambandsins frá 1945 til 1948. Hann var ágætur skákmaður og tefldi margsinnis í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands og náði þar best 3. til 4. sæti í landsliðskeppninni 1944. Óli setti sterkan svip á helgarmót tímaritsins Skákar sem Jóhann Þór- ir Jónsson stóð fyrir upp úr 1980 og fram til ársins 1997. Þríeykið Óli, Benóný og Sturla keppti um öld- ungaverðlaunin á þeim mótum og vakti mikla athygli sú alúð sem Óli lagði í taflmennskuna enda var frammistaða hans oft með miklum ágætum. Hann var rólyndismaður en jafnframt glaðlyndur og átti létt með að gera að gamni sínu.Skáksam- band Íslands sendir aðstandendum hans samúðarkveðju vegna fráfalls hans. ÓLI VALDIMARSSON Sambýliskona mín, móðir, tengdamóðir, dóttir, systir og mágkona, ÞORGERÐUR SIGURÐARDÓTTIR myndlistarmaður, Auðarstræti 9, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðju- daginn 14. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ólafur H. Torfason, Jón Gunnar Gylfason, Solveig Edda Vilhjálmsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Aðalbjörg Halldórsdóttir, Steinunn S. Sigurðardóttir, Ingólfur S. Ingólfsson, Halldór Sigurðsson, Ester Hjartardóttir, Guðmundur Sigurðsson, Sigrún Kristjánsdóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir, Bragi Guðmundsson. Elskulegur faðir okkar, GUNNLAUGUR ÞORFINNSSON JÓNSSON rafvirki, lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar miðviku- daginn 15. október. Útför auglýst síðar. Börn hins látna. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR, Miðhúsum, Akrahreppi, andaðist á Dvalarheimili aldraðra á Sauðár- króki þriðjudaginn 14. október. Útförin verður gerð frá Miklabæjarkirkju í Akra- hreppi laugardaginn 18. október kl. 14.00. Gísli Jónsson, Jón Gíslason, Guðbjörg Gísladóttir, Stefán Gíslason, Þrúður Gísladóttir, Gísli Gíslason, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi, bróðir og mágur, KRISTINN ÓLI KRISTINSSON, Torrevieja, Spáni, lést á sjúkrahúsinu í Alicante á Spáni þriðju- daginn 14. október. Eva Skullerud, Jens Pétur Kristinsson Jenssen, María Steinþórsdóttir, Kristinn Ragnar Kristinsson, Svava Margrét Kristinsdóttir, Anna Inga Kristinsdóttir, Anna María Garðarsdóttir, Jón Axel Tómasson, Jón Karlsson, Sigrún Gunnarsdóttir, Kristinn Þór Kristinsson, Nicole Kristinsson, Frímann Ægir Frímannsson, Sigríður Sveinbjörnsdóttir, Jórunn Ósk Frímannsdóttir, Sigurbjörn Jónsson, Einar Ágúst Kristinsson, Rebekka Ingvarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir mín, systir og mágkona, INGUNN HALLSDÓTTIR Boðagranda 7, Reykjavík, lést að morgni þriðjudagsins 14. október á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Hallur Örn Jónsson, Erlingur Hallsson, Ásta Tryggvadóttir, Aðalsteinn Hallsson, Ebba Stefánsdóttir, Sigríður Björg Eggertsdóttir, Guðmundur Geir Jónsson og aðrir aðstandendur. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Nánari upplýsingar eru á mbl.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.