Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. UM þessar mundir eru 50ár liðin frá því að LaxáII í Laxárvirkjun vargangsett. Laugardaginn 10. október 1953 var straumi hleypt á nýju línuna til Akureyrar en það gerði Guðmundur Steinþórsson, ný- bakaður raforkumálaráðherra, að viðstöddum allmörgum boðsgest- um. Laxá II var jafnframt stærsta virkjun landsins í sex daga, eða þar til Írafossvirkjun var gangsett þann 16. október sama ár. Fyrsti stöðvarstjóri Laxárvirkj- unar og stöðvarstjóri þegar Laxá II var byggð var Ágúst Halblaub, sem er látinn. Knútur Otterstedt, fyrr- verandi rafveitustjóri á Akureyri og svæðisstjóri Landsvirkjunar á Norðurlandi, þekkir vel sögu Lax- árvirkjunar en hann kom að vinnu við að setja saman rafalinn síðla árs árið 1951, þá nýkominn úr námi í rafmagnsverkfræði í Svíþjóð og orðinn starfsmaður Rafveitu Akur- eyrar. Knútur tók síðan við stöðu rafveitustjóra af föður sínum, Knut Otterstedt, árið 1965 og gegndi stöðunni til ársins 1983 en frá þeim tíma og til ársins 1997 gegndi hann stöðu svæðisstjóra Landsvirkjunar. Knútur þekkir vel reynsluna af virkjuninni og þeim vanda- málum sem upp komu. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að fram að fyrstu virkjun Laxár 1939, Laxá I, höfðu Akureyringar Glerárstöð eingöngu en með dísilvélinni var hún aðeins 300 KW og fyrir löngu orðin alltof lítil til að þjóna bæjarfélaginu. „Fyrri vélin í fyrirhugaðri tveggja véla stöð var 1.500 KW og menn töldu það mikið stökk frá Glerárstöðinni en vegna þess hversu mikill skortur hafði verið á rafmagni voru þessi 1.500 KW ekki lengi að nýtast. Strax 1944 var seinni vélin sett í gang en sú vél var 3.000 KW. Því héldu menn að um langa tíð yrði ekki frekari þörf á framkvæmdum á þessu sviði en það var nú eitthvað annað og kom þar ýmislegt til. Bæði var það að sveit- irnar kölluðu á rafmagn og vildu fá línur um sín svæði, Húsavík vildi línu frá Laxárvirkjun og það sem skipti ekki hvað minnstu máli að á þessum tíma var Akureyri ekki talin vera innan svæðis sem gæti fengið hitaveitu. Hér var því rafhitun alls- ráðandi, sem kallaði á geysimikla orku. Allt varð þetta til þess að þessi 3.000 KW urðu fljótlega fullnýtt líka.“ Hugað að viðbót 1944 Knútur sagði að strax árið 1944 hefðu menn því farið að huga að við- bótarvirkjun, eða strax og þessi við- bót við Laxá I var tilbúin. „Árið 1946 var bæjarstjóranum á Akur- eyri falið að útvega uppdrætti og áætlun um fullvirkjun efri hluta Laxárfossa. Á grundvelli þessarar áætlunar var leitað eftir samþykki ráðherra við þessa áætlun. Það tókst nú ekki, bæði vegna þess að ríkisstjórnin var að fara frá og eins gerðu ráðunautar ríkisstjórnarinn- ar ýmsar athugasemdir við áætl- unina og töldu að ríkið ætti að vera meðeigandi í þessari virkjun. Það féll heimamönnum hins vegar ekki vel í geð. Þetta varð til þess að ára- langt þóf upphófst og ótal fundir haldnir á milli fulltrúa Akureyrar og ríkisins um þessi mál. Ný virkjunar- tilhögun var rædd á þessum fundum og heimamenn féllust á að hún gæti verið hagkvæmari en sú áætlun sem upphaflega var lagt af stað með. Eftir að aðilar höfðu komist að sam- komulagi voru samþykkt ný lög um Laxárvirkjun 25. maí 1949. Í þeim lögum var m.a. ákvæði þess efnis að ríkið geti gerst meðeigandi að Lax- árvirkjun. Strax árið eftir voru sam- þykktar breytingar á þessum lögum en þær voru taldar nauðsynlegar til þess að hægt væri að ganga til samninga um sameign og sam- vinnuframkvæmdir og einnig til þess að gera lántökur vegna fram- kvæmdanna auðveldari.“ Framkvæmdir við Laxá II hófust í ágúst 1950. Rafmagnsveitur ríkis- ins tóku að sér framkvæmdastjórn á verkinu samkvæmt beiðni, að sögn Knúts og sáu um uppsetningu véla- og rafbúnaðar. Eiríkur Briem, raf- magnsveitustjóri Rarik, var í for- svari fyrir þeim framkvæmdum en hann varð síðar forstjóri Lands- virkjunar. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen sá um alla verkfræði- lega hönnun og Sigurður var sjálfur tæknilegur ráðgjafi. Arkitekt var Sigvaldi Thoroddsen en verkið framkvæmdi byggingafélagið Stoð hf. Knútur sagði að allur vé búnaður hefði verið key Bandaríkjunum. „Það var Íslendingur, Grettir Eg sem var ráðunautur við va um búnaði þarna fyrir vest um hér heima þótti Grett var hann spurður að því f hann var að taka greiðslu sagði það vera fyrir; „br responsibility and experien er þetta mjög minnisstætt þetta ansi gott svar hjá Bæjaryfirvöld á Akureyri það mikla áherslu að Akur sætu fyrir störfum við fram ina og sagði Knútur að þ gengið eftir. Kostnaður um 59 mil Hann sagði að fram hefðu gengið nokkuð vel, þ ýmsar tafir. „En virkju gangsett og tengd við ker 10. október 1953 og aflget var um 9.000 KW. Lán til a ins hljóðuðu upp á 60 króna en endanlegt uppgj aði upp á 58,8 milljónir krón var Marshallaðstoðin frá B unum 18,1 milljón króna þessu var meira en framkv staðnum, því lína var lögð un til Akureyrar, alls um 6 þá þurfti að stækka aðalsp ina við Þingvallastræti á Ak Rekstur Laxá II gekk e áfallalaust, en sandburður rennslistruflanir vegna í þar mikil áhrif. „Áður e virkjunin tók til starfa, var það hefðu orðið verulegar Séð til suðurs þar sem m.a. er verið að vinna við aðrennslispípuna a Stöðvarhús virkjunarinnar við Laxá II og sést í stífluna þar fyrir Fimmtíu ár frá því Laxá II í Laxárvirkjun va Stærsta virk landsins í sex Knútur Otterstedt Kostnaður við Laxár- virkjun II var 59 millj- ónir króna á sínum tíma. Fyrri virkjun þar var tekin í notkun ár árið 1939 og þjónaði einkum Akureyringum. MENNINGARÁFALL R-LISTANS Steinunn Birna Ragnarsdóttirpíanóleikari hefur sagt af sérstörfum sem varaborgarfulltrúi Reykjavíkurlistans í borgarstjórn og varaformaður menningarmálanefndar Reykjavíkur. Hún segir í viðtali við Morgunblaðið í gær að ástæður afsagn- arinnar séu margþættar og tengist vax- andi óánægju hennar með framgöngu borgarinnar í menningarmálum. Sérstaklega nefnir Steinunn Birna tvö mál. Annars vegar er túlkun borgarinnar á kjarasamningi við tónlistarkennara, en Steinunn Birna segir hana eina sveitarfé- lagið sem haldi við þá túlkun. Stefnu borgarinnar í tónlistarmenntun kallar Steinunn Birna aðför að tónlistarskólum Reykjavíkur. Hins vegar nefnir Steinunn Birna Austurbæjarbíó, en Reykjavíkur- listinn hefur þá stefnu að brjóta niður þá sögufrægu og merkilegu byggingu, sem lengi hefur þjónað menningarstarfsemi í Reykjavík, og byggja í staðinn íbúða- blokk. Í viðtalinu segir Steinunn Birna að það sé óásættanlegt í samstarfi eins og hjá R-listanum ef sjónarmið eins flokks eða fulltrúa fái ekki að njóta sín, hver svo sem hin endanlega niðurstaða verði. „Það sem ég sakna er lýðræðisleg um- ræða þar sem leitast er við að niðurstað- an sé samhljómur af mismunandi sjón- armiðum, þ.e. að tekið sé mið af fleiri en einu sjónarmiði í hvert sinn og að um- ræðan spegli alla fleti. Það hefur mér ekki fundist vera uppi á teningnum nægi- lega oft,“ segir hún. „Mér hefur fundist erfitt að vinna að menningarmálum borg- arinnar á þann hátt sem ég hefði viljað og umbjóðendur mínir hefðu valið. Þegar maður hefur á tilfinningunni að eigin sjónarmið í mikilvægum málum komist í raun hvorki upp á borðið né nokkuð áleið- is renna auðvitað á mann tvær grímur um hvort einhver tilgangur sé með starfinu. Og það getur t.d. ekki verið æskileg framvinda að umræða fari fram eftir að ákvarðanir hafa verið teknar.“ Þessi lýsing Steinunnar Birnu á stefnumótun og ákvarðanatöku Reykja- víkurlistans í menningarmálum er í hróp- andi mótsögn við það, sem lofað var í mál- efnaáherzlum R-listans fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar: „Efnt verði til skapandi umræðu og samstarfs bæði við áhugafólk um menningarstarfsemi og þá sem bera hina faglegu og listrænu ábyrgð. Þannig verði mótuð metnaðar- full menningarstefna þar sem hinir fjöl- breyttu menningarstraumar sem bærast meðal borgarbúa fái notið sín.“ Sú spurning gerist jafnframt áleitin, hvort þetta séu hin svokölluðu „sam- ræðustjórnmál“ sem fyrrverandi leiðtogi R-listans, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hefur svo mjög haldið á lofti, m.a. með þessum orðum: „Við eigum enga aðra leið í stjórnmálum en leið samstarfs og sam- ræðu.“ Um langa hríð töldu vinstrimenn á Ís- landi að þeir ættu tvö höfuðvígi; verka- lýðshreyfinguna og menningargeirann, þótt innan beggja væru auðvitað margir, sem aldrei fylgdu þeim að málum. Með breyttu hlutverki og stöðu verkalýðs- hreyfingarinnar hefur dregið úr vægi hennar í áherzlum vinstrimanna, en menninguna hafa þeir gjarnan viljað eigna sér áfram. Að undanförnu hefur hins vegar borið á óánægjuröddum hjá vinstrisinnuðum framámönnum í menn- ingarlífi vegna stefnu R-listans, m.a. í áð- urnefndum málum en einnig fleirum. Í þessu ljósi er afsögn Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur verulegt áfall fyrir Reykjavíkurlistann, sem hlýtur að taka stefnu sína og starfshætti til endurskoð- unar. MISRÁÐIN BYGGÐAPÓLITÍK Einar K. Guðfinnsson alþingismaðurlét þau ummæli falla í utandag- skrárumræðum um stöðu hinna minni sjávarbyggða fyrr í vikunni að stærsti atvinnuveitandi landsins, ríkisvaldið, yrði að leggja áherslu á uppbyggingu sína úti á landi ekki síður en á höfuðborg- arsvæðinu. Lýsti þingmaðurinn þeirri skoðun að ríkið ætti að leggjast á árarn- ar í atvinnusköpun á landsbyggðinni og flytja opinber störf til byggðarlaga þar sem skortur er á vinnu. Hér skal ekki gert lítið úr þeim vanda sem blasir við ýmsum byggðarlögum úti á landi. Og engan skal undra að lands- byggðarþingmönnum sé umhugað um at- vinnuástandið í kjördæmum sínum. Það er hins vegar full ástæða til að vara við „lausnum“ sem felast í því að ríkisbáknið sé þanið út með óhagkvæmum ráðstöf- unum. Fyrir nokkrum árum voru miklar von- ir bundnar við svonefnda fjarvinnslu og hvatti Morgunblaðið m.a. mjög til þess, að ný byggðastefna yrði mótuð á grund- velli þeirrar byltingar, sem orðin var í tölvuvinnslu og fjarskiptum. En raunin hefur orðið sú að erfiðara hefur reynst að byggja upp atvinnu með slíkum fjar- vinnsluverkefnum en vonir stóðu til. Og ráðuneytin, sem ættu að minnsta kosti að kappkosta að spara í rekstri sínum, hafa ekki séð hag í því að miðla verkefnum. Frá sjónarmiði bæjaryfirvalda í byggð- arlögum þar sem atvinnuleysi ríkir eru fyrirheitin um fjölgun opinberra starfa vitaskuld kærkomin. En frá sjónarmiði skattgreiðenda verða ráðuneytin að gæta ýtrustu hagkvæmni í rekstri. Eink- um og sér í lagi í ljósi þess að ávinning- urinn af sértækum aðgerðum er að feng- inni reynslu í besta falli skammgóður vermir. Að sama skapi hefur ekki alltaf verið friður um flutning ríkisstofnana út á land. Burtséð frá þeirri óhagkvæmni og þeim mikla kostnaði sem því fylgir að flytja stofnanir í heilu lagi frá höfuðborg- inni er erfitt að sjá að það skili í raun og veru miklu í byggðalegu tilliti. Þó eru dæmi um að þetta hafi tekizt. Öðru máli gegnir um nýjar stofnanir, sem settar eru upp á vegum opinberra aðila. Sterk rök geta verið fyrir því að staðsetja þær á landsbyggðinni. Það er líka athyglisvert að sjá, hvað mennta- stofnanir geta haft mikil og örvandi áhrif á umhverfi sitt. Það á við um háskólana á Akureyri og í Borgarfirði svo að dæmi séu nefnd. Þá er ástæða til að gera athugasemd við það sjónarmið að einmitt nú sé lag að gera sérstakt átak í því að færa störf á vegum hins opinbera út á land vegna þess að uppsveiflu sé vænst í efnahagslíf- inu. Vonandi er það ekki almennur skiln- ingur meðal þingmanna að upplagt sé að nota tækifærið þegar efnahagurinn glæðist til að auka umsvif hins opinbera enn frekar en orðið er. Hlutverk ríkisins í byggðamálum á fyrst og fremst að felast í því að tryggja að nauðsynlegt stoðkerfi sé til staðar og skapa þannig skilyrði fyrir frjálst at- vinnulíf. Ríkið á að sjá til þess að sam- göngur séu greiðar, að fjarskiptaleiðir séu opnar og að fólk geti sótt menntun og heilbrigðisþjónustu í sinni heimabyggð. Ef túlka má orð þingmannsinns í þá veru er unnt að taka undir með honum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.