Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR 44 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK  VÖLSUNGAR frá Húsavík, sem unnu sér í haust sæti í 1. deildinni í knattspyrnu, hafa lagt hart að Baldri Aðalsteinssyni, Húsvíkingn- um í liði Skagamanna, að ganga til liðs við þá fyrir næsta tímabil. Bald- ur hóf meistaraflokksferilinn með Völsungi áður en hann fór í raðir Skagamanna. Hann er með lausan samning og ÍA hefur boðið honum nýjan, en auk þess hafa nokkur önn- ur félög sýnt áhuga á að fá hann í sín- ar raðir.  KRISTBJÖRG Ingadóttir, sem lengi lék með Val en einnig með KR og á 4 A-landsleiki að baki, hefur verið ráðin þjálfari kvennaliðs Fylkis í knattspyrnu ásamt Hafsteini Steinssyni. Fylkir hefur ákveðið að senda meistaraflokkslið til keppni á ný eftir nokkurt hlé og tekur þátt í 1. deildarkeppninni næsta sumar.  KRISTINN Jakobsson dæmdi leik MTK Búdapest og Dinamo Zagreb í UEFA-bikarnum í knattspyrnu sem fram fór í Ungverjalandi í gærkvöld. Aðstoðardómarar voru þeir Gunnar Gylfason og Ingvar Guðfinnsson og varadómari var Egill Már Markús- son.  SIGURÐUR Hannesson var eftir- litsmaður með dómurum á UEFA- leik Malmö FF og Sporting frá Portúgal í Svíþjóð í gærkvöldi.  SAMMY McIlroy hefur sagt starfi sínu lausu sem landsliðsþjálfari N-Írlands í knattspyrnu. Undir hans stjórn hafa N-Írar leikið þrettán leiki í röð án þess að skora og þeir fengu aðeins þrjú stig í undankeppni EM sem lauk um síðustu helgi. McIlroy tekur við knattspyrnustjórn hjá Stockport sem er í 20. sæti ensku 2. deildarinnar.  STEVEN Gerrard, enski lands- liðsmaðurinn í knattspyrnu, hefur verið gerður að fyrirliða hjá Liver- pool. Hann tekur við af finnska varn- armanninum Sami Hyypiä sem hef- ur verið fyrirliði liðsins undanfarin ár.  GERARD Houllier, knattspyrnu- stjóri Liverpool, sagði í gær að hann hefði lengi séð Gerrard sem leið- togaefni í sínu liði, og auk þess hefði verið nauðsynlegt að létta álaginu af Hyypiä, sem ekki hefur náð sér á strik í vörn Liverpool það sem af er tímabilinu.  HOULLIER sagði að Hyypiä hefði reynst Liverpool frábærlega sem fyrirliði og tekið við sex stórum bik- urum. „Þessi breyting mun hjálpa Sami sem hefur oft tekið of mikla ábyrgð á sínar herðar,“ sagði franski knattspyrnustjórinn.  AÐ ósk lögreglunnar í Birming- ham hefur nágrannaleikur Aston Villa og Wolves 13. desember verið færður fram til kl. 12. Þessi tvö lið hafa ekki att kappi í efstu deild síðan í febrúar 1984. Þá vann Aston Villa í leik í gömlu 1. deildarkeppninni, 4:0. Peter Withe skoraði þá tvö mörk. BJÖRN Þorláksson hlaut gullverðlaun og Gauti Már Guðnason silfurverðlaun á meistaramóti Connecticut-ríkis í Bandaríkj- unum, US Cup, í bardagaíþróttinni taekwondo, sem fram fór í borginni Hartford um síðustu helgi. Björn var á meðal keppenda í -78 kg flokki og Gauti í -72 kg flokki en þeir keppa báðir fyrir Björk í Hafnarfirði. Björn var jafnframt valinn besti keppandi mótsins af móts- höldurum en hann afsalaði sér þeim titli, þannig að hann féll í skaut ungs Bandaríkjamanns. Að sögn Jóns Ragnars Gunnarssonar, yfirþjálfara hjá Björk og Ármanni, gerði Björn þetta þar sem hann taldi að sá piltur ætti titilinn frekar skilið. „Mótshaldarar voru uppnumdir af hrifningu yfir ákvörðun Björns og töldu að hann hefði sýnt af sér sannan taekwondo- anda sem er einmitt á þann veg að vera ekki eigingjarn og hjálpa öðrum,“ sagði Jón Ragnar. Björn og Gauti dvelja áfram í Bandaríkjunum og keppa þar á öðru móti, US Masters Cup, á laugardaginn. Valinn sá besti en afsalaði sér titlinum KNATTSPYRNUYFIRVÖLD í Króatíu og Slóveníu óttast mjög að upp úr sjóði þegar þjóðirnar mætast í tvígang á knattspyrnuvellinum í næsta mánuði í umspili fyrir Evrópukeppnina. Úrslit leikjanna skera úr um hvor þjóðin tryggir sér keppnisrétt á EM. Leikirnir eiga eftir að töfra fram það besta hjá knatt- spyrnumönnum þjóðanna en það versta hjá stuðningsmönnunum er haft eftir mörgum áhugamönnum um knattspyrnu í löndunum. Ekki bætir úr skák að sam- skipti þjóðanna á diplómatíska sviðinu er heldur ekki upp á það besta um þessar mundir, m.a. vegna óuppgerðra landhelgismála. Eftir að ljóst varð í fyrradag að þjóðirnar myndu mætast í umspilinu var strax sest niður og farið yfir öll öryggismál á völlunum þar sem leikið verður, þ.e í Zagreb og í Ljubliana. Þeirri vinnu er að sjálfsögðu ekki lokið en reiknað er með að fjölga gríðarlega í lögreglusveitum á völlunum fyrir, eftir og á meðan leik- irnir standa yfir til að forðast að upp úr sjóði, einkum í síðari leiknum sem fram fer í Slóveníu. Jafnvel hefur verið rætt um að hafa hersveitir til taks til að grípa í taumana. Króatar eru sigurvissir fyrir orrustuna á knattspyrnuvellinum. Þeir segjast hafa söguna með sér í viðureignum við Slóvena, en þjóðirnar hafa sex sinnum mæst og hafa Króatar fjórum sinnum haft betur og í tvígang hefur orðið jafntefli. Óttast að upp úr sjóði í Króatíu og Slóveníu ÍSLENSKIR landsliðsmenn takast á í tveimur leikjum í 32 liða úrslitum þýsku bikar- keppninnar í handknattleik. Dregið var til þeirra í gær og leikið verður 5. nóvember. Fé- lagarnir úr Val, Snorri Steinn Guðjónsson og Sigfús Sigurðs- son, eigast við þegar Gross- wallstadt fær Magdeburg í heimsókn. Þá leikur Wetzlar, með Róbert Sighvatsson og Gunnar Berg Viktorsson inn- anborðs, á heimavelli gegn Jal- iesky Garcia og félögum í Göppingen. „Við hefðum getað verið heppnari. Grosswallstadt er mjög sterkt lið og auk þess afar erfitt heim að sækja. Það verð- ur snúið fyrir okkur að komast í 16-liða úrslitin,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari Magdeburg, við Handball-World. Essen, lið Guðjóns Vals Sig- urðssonar, fékk erfitt verkefni en það sækir bikarmeistara Flensburg heim. Gylfi Gylfason og félagar í Wilhelmshavener leika við Stralsunder, nýliðana í 1. deildinni, á útivelli, Alex- anders Petersons og Düssel- dorf taka á móti Empor Rostock og Einar Örn Jónsson, Rúnar Sigtryggsson og félagar í Wallau-Massenheim fengu heimaleik gegn Eisenach. Íslend- ingaleikir í þýska bikarnum JÓN Arnór Stefánsson lék í 16 mínútur með Dallas Mavericks í fyrrinótt þegar lið hans beið lægri hlut fyrir LA Clippers, 128:107, í æfingaleik NBA-liðanna sem fram fór í Staples Center í Los Angel- es. Hann skoraði 6 stig í leiknum, átti 5 stoðsendingar og tók eitt varnarfrákast. Þeir Antawn Jami- son og Jiri Welsch skoruðu mest fyrir Dallas, 19 stig hvor, en þrettán leikmenn léku með liðinu í leiknum. Elton Brand skoraði mest fyrir heimamenn, 20 stig. Í byrjunarliði Dallas voru bak- verðirnir Steve Nash og Michael Finley, framherjarnir Dirk Now- itzki og Antawn Jamison og mið- herjinn Danny Fortson. Af skipti- mönnunum spiluðu þeir Jiri Welsch, Josh Howard og Raef LaFrentz meira en Jón Arnór. Skemur spiluðu þeir Marquis Daniels, Tariq Abdul-Wahad, Josh Powell og Shawn Bradley en þeir Travis Best, Chris Mills og Ed- uardo Najera komu ekki við sögu í leiknum vegna meiðsla. Þetta eru þeir 16 leikmenn sem nú skipa leikmannahóp Dallas. Lið Dallas verður aftur á ferð- inni um næstu helgi og mætir þá bæði Philadelphia 76ers og San Antonio Spurs. Í næstu viku er leikið gegn Utah Jazz og Sacra- mento Kings en fyrsti deildaleikur liðsins er gegn Los Angeles Lak- ers 28. október. Jón Arnór með sex stig gegn Clippers Jón Arnór Stefánsson Þetta verður þrettánda heims-meistarakeppnin sem Stefán dæmir á og sú fjórða hjá Gunnari. Þeir félagar hafa um árabil verið eitt besta dómarapar í heiminum. Á HM karla í Portúgal síðastliðinn vetur fengu þeir framúrskarandi einkunnir fyrir frammistöðu sína en þar dæmdu þeir meðal annars und- anúrslitaleik Króata og Spánverja þar sem einkunn þeirra hljóðaði upp á 88 stig af 100 mögulegum, sem var hæsta einkunn sem gefin var á mótinu. Þá voru þeir varapar í úrslitaleik Þjóðverja og Króata. HM kvenna fer fram á sex stöð- um í Króatíu og leika 24 þjóðir til úrslita. Í A-riðli sem leikinn verður í Split leika: Frakkland, Serbía/ Svartfjallaland, Króatía, Spánn, Brasilía og Ástralía. Í B-riðli sem spilaður verður í Porec leika: Rússland, Tékkland, Ástralía, S-Kórea, Angóla og Úr- úgvæ. Í C-riðli sem leikinn verður í Karlovac spila: Noregur, Rúmenía, Kazaktstan, Úkraína, Túnis og Argentína. Í D-riðli sem fer fram í Cakovac leika: Danmörk, Ungverjaland, Slóvenía, Þýskaland, Kína og Fíla- beinsströndin. Milliriðlar verða leiknir í Rijeka og leikirnir um sæti, undanúrslit og úrslit verða í Zagreb. Stefán og Gunn- ar á HM í Króatíu STEFÁN Arnaldsson og Gunn- ar Viðarsson, alþjóðlegir dóm- arar í handknattleik, hafa ver- ið valdir af dómaranefnd Alþjóða handknattleiks- sambandsins til að dæma í úr- slitakeppni heimsmeistara- móts kvenna í handknattleik ásamt 15 öðrum dómara- pörum. Keppnin fer fram í Króatíu dagana 2.–14. desem- ber næskomandi. Gunnar ViðarssonStefán Arnaldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.