Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Alltaf á laugardögum Smáauglýsing á aðeins 500 kr.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 500 kr.* Almennt verð er 1.689 kr. Pantanafrestur er til kl. 12.00 á föstudögum. *5 línur; tilboðið gildir til 31. desember 2003. Hafðu samband! Auglýsingadeild Morgunblaðsins, sími 569 1111 eða augl@mbl.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M O R 21 22 0 0 9/ 20 03 MEÐ SETNINGU bráðabirgða- laga í sumar er tekin í lög til- skipun Evrópusambandsins 91/67 EEC um frelsi til að flytja lifandi eld- isdýr, þ.m.t. lax- fiska, milli landa á EES-svæðinu. Bráðabirgðalögin eru samhljóma frumvarpi um sama efni sem landbúnaðarráðherra lagði fyrir alþingi sl. vor fáum dögum fyrir þinglok. Þar er lög- fest að brott fellur bann úr lögum um lax- og silungsveiði frá 1957 um innflutning á lifandi laxfiskum. Megintilgangur laganna er að leiða í lög og reglur tilskipunar 91/67 EEC sem kveður á um sam- ræmdar reglur um skilyrði á sviði heilbrigði eldisdýra sem hafa áhrif á verslun með lifandi eldisdýr á EES-svæðinu og koma á frjálsri verslun með lifandi eldisdýr (lax- fiska) á grundvelli þeirra reglna. Frumvarpið kom forsvars- mönnum veiðiréttareigenda al- gjörlega í opna skjöldu, enda málið unnið og lagt fram án nokk- urs samráðs eða vitundar hagsmunaaðila a.m.k. okkar í Landssambandi veiðifélaga. Stjórn LV fór þess eindregið á leit við landbúnaðarnefnd Alþingis að fá málið til athugungar og um- sagnar enda ljóst að okkar hags- munum var stefnt í óefni með lög- festingu þess. Það varð samkomulag í nefndinni um að málið var ekki afgreitt til ann- arrar umræðu í þinginu heldur var það sent hagsmunaaðilum til um- sagnar. Landssamband veiðifélaga ákvað strax að leita til færustu sérfræðinga, íslenskra, í Evrópu- rétti til að kanna þær samnings- skuldbindingar sem verið var að uppfylla með innleiðingu Evrópu- tilskipunarinnar og láta fara fram athugun á hvort þar leyndust und- anþáguákvæði sem nota mætti til verndar innlendum laxastofnum. Stefán Már Stefánsson prófessor tók verkið að sér og hefur unnið ítarlega álitsgerð um málið. Í álitsgerð hans sem er að finna á vef Landssambandsins, angling.is, kemur m.a. fram að í tilskipuninni sjálfri segir að hún gildi með fyr- irvara um innlend lagaákvæði um verndun tegunda. Þá bendir pró- fessorinn á fyrirvara í 13. gr. EES-samningsins þar sem kveðið er á um að aðildarríki getur gripið til einhliða ráðstafana til verndar lífs og heilsu dýra. Þetta virðist hafa farið fram hjá samn- ingamönnum landbúnaðarráðu- neytis í viðræðum þeirra við koll- ega sína í Brussel. Þegar álitsgerð Stefáns M. Stefánssonar lá fyrir var hún strax send landbún- aðarráðherra og óskað viðræðna um málið. Það kom því vægast sagt flatt upp á forystumenn LV þegar okkur var tilkynnt stuttu síðar að bráðabirgðalög hefðu ver- ið sett til að lögfesta frumvarpið sem Alþingi hafði skömmu áður ákveðið að hagsmunaaðilar skyldu hafa til skoðunar og umsagnar. Sú tilkynning barst okkur samdægurs og bráðabirgðalögin voru sett. Landssamband veiðifélaga krefst þess að Alþingi lagfæri bráða- birgðalög ríkisstjórnarinnar. Það liggur fyrir að innleiðing tilskip- unar 91/67 um skilyrði á sviði heil- brigðis dýra sem áhrif hafa á markaðssetningu eldisdýra er samrýmanleg innlendum laga- ákvæðum til verndunar íslensku laxastofnanna. Í tilskipuninni sjálfri 2. mgr. 1. gr. er kveðið á um gildi hennar með fyrirvara um innlend ákvæði um verndun teg- unda. Við teljum að bréf dags. 26. sept sl. þar sem Margot Wall- ström Commissioner for the En- vironment fjallar um tilskipun 91/ 67 EEC undirstriki með óyggjandi hætti að Evrópusambandið mun virða rétt okkar til að viðhalda verndarákvæðum af þessum toga í íslenskum lögum. Í bréfi hennar er fjallað um fyrirspurn vegna fyrirhugaðs innflutnings eldisseiða frá Noregi til Skotlands. Hún seg- ir m.a.: The UK or Scottish authorities should verify that all import comply with the provisions of this Directive and when requir- ed also with national rules on the conscervation and protection of local fish populations. In your letter you focus on potential spread of diseases but I would also stress the need to pro- tect biological diversity. I there- fore share your view that we need to be cautious with transport of populations betveen areas and regions in order not to risk that different genetic populations will become mixed. Þarna talar einn af æðstu yf- irmönnum umhverfismála hjá Evr- ópusambandinu. Það má sjá af orðum hennar að ekki er einungis heimilt að halda í lögum ákvæðum til verndar innlendum laxastofnum heldur virðist beinlínis gert ráð fyrir að svo sé. Ábendingar Wallström eru einnig í fullu sam- ræmi við niðurstöðu prófessors Stefáns M. Stefánssonar í álitgerð hans fyrir LV. Þegar þetta er skoðað í samhengi er ljóst að eng- in áhætta er í því fólgin fyrir Al- þingi að breyta lögunum með þeim hætti að setja ákvæði um verndun laxastofna í lögin um lax- og sil- ungsveiði. Slíkt þarf að sjálfsögðu að leiða til lykta við þá er ráða málum í Brussel. Í opinberri umræðu hefur land- búnaðarráðherra látið í veðri vaka að Íslendingar eigi á hættu að vera dregnir fyrir Evrópudómstól- inn vegna þessa máls. Svo kann vel að vera. En hafa ber í huga að vart eru forsendur fyrir því í lögum EES að á þeim vettvangi kveðinn upp dómur sem opnar frekar á inn- flutning á lifandi laxi en bráða- birgðalög ríkistjórnarinnar gera. Bráðabirgðalögin Eftir Óðin Sigþórsson Höfundur er formaður Lands- sambands veiðifélaga. MAGNÚS Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjáldslyndra, hefur miklar áhyggjur af þróun mála á Akranesi sagði í upphafi fréttakorns í Fréttablaðinu þann 13.10. sl. Var þar vísað til þess að hugsanlegt væri að stjórn Eimskipa- félagsins ákveði að selja rekstur HB til annarra en Skagamanna. Í þessu sambandi fannst þingmanninum smekklegt að halda því fram að „HB fjölskyldan“ og sú kynslóð sem þar ræður för, hafi brugðist trausti bæjarbúa þeg- ar Haraldur Böðvarsson hf. rann inn í Brim. Hvað gengur þingmann- inum til þegar hann heldur þessu fram? Þarna er vegið að ein- staklingum, sem um áratugaskeið hafa lagt lífsstarf sitt í að byggja upp fiskvinnslu og útgerð á Akra- nesi af einstökum myndarskap. Uppbygging HB með nýjum skip- um, framþróun í framleiðslu og öfl- un hlutafjár til að standa undir þeim fjárfestingum er fyrst og fremst verk þeirra aðila sem Magn- ús kýs að varpa rýrð á. Verður reyndar að telja fordæmalaust að kjörinn fulltrúi á Alþingi íslendinga skuli ganga fram með þeim hætti sem raun ber vitni. Framlag Magn- úsar er því ómerkilegt og reyndar fremur til þess fallið að skaða það samfélag sem hann telur sig hafa áhyggjur af. Og þar sem þingmað- urinn er sjálfur viðkvæmur fyrir því sem hann telur meiðandi orða- lag þá ber honum að mínu viti að biðjast afsökunar. Í stuttri grein verður hvorki rak- in saga útgerðar og fiskvinnslu á Akranesi né farið yfir þær breyt- ingar sem orðið hafa í þeirri at- vinnugrein á Íslandi. Hins vegar er öllum ljósar þær breytingar sem átt hafa sér stað á síðasta áratug. Breytingar sem vissulega hafa leitt af sér vanda vegna tilfærslu á veiði- heimildum, en einnig birtast þær breytingar okkur í öflugum og þró- uðum fyrirtækjum, sem eru grund- völlur þess að við höldum stöðu okkar á erlendum mörkuðum. Ýms- ir stjórnmálamenn virðast hafa á því einfalda lausn að þrátt fyrir takmarkaða auðlind megi gera öll- um til geðs og halda á sama tíma fiskvinnslu og útgerð í fremstu röð í heiminum. Slík einföldun á raun- veruleikanum hentar þeim sem vilja á ódýran hátt komast í umræðuna án þess að hafa í raun neitt upp- byggilegt fram að færa. Breyttu landslagi í atvinnumálum, hvort heldur er í sjávarútvegi eða land- búnaði, verður ekki mætt með ábyrgðarlausu og marklausu hjali. Breyttum aðstæðum á Akranesi hefur hingað til verið mætt af ábyrgð hvort heldur litið er til sjáv- arútvegs, málmiðnaðar eða sem- entsframleiðslu. Varðandi Harald Böðvarsson hf. þá er rétt að menn hafi það í huga að enn hefur enginn selt neitt frá Brimi. Haraldur Böðv- arsson hf. hefur yfir að ráð öflugu starfsfólki á öllum sviðum, góðum skipum og úrvals aðstöðu. Ég vona því svo sannarlega að sá grunnur sem lagður hefur verið að traustri starfsemi á liðnum 100 árum eigi eftir að skila Akranesi og þjóð- arbúinu ríkulegum arði til fram- tíðar, m.a. fyrir forgöngu og dugn- að þeirra sem borið hafa hag Akraness fyrir brjósti. Ómerkileg aðdróttun þingmanns Frjálslyndra Eftir Gísla Gíslason Höfundur er bæjarstjóri á Akranesi. Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060 • www.stepp.is www.thjodmenning.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.