Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 29 LÍKLEGA er Tony Blaireinhver einlægasti stjórn-málamaður sem ég hefnokkru sinni kynnst en ég tel að skoðanir hans geti ekki farið saman við starf hans sem leiðtogi Verkamannaflokksins. Blair er ekki jafnaðarmaður,“ segir Roy Hatt- ersley, varaleiðtogi breska Verka- mannaflokksins árin 1982–1993 og aðstoðarutanríkisráðherra í þorska- stríðinu við Íslendinga 1975–1976. Hattersley er vinsæll fréttaskýrandi í breskum fjölmiðlum, ekki síst þeg- ar fjallað er um flokkinn og Tony Blair sem hann telur að hafi sveigt stefnu flokksins allt of langt til hægri. Hattersley var aðlaður er hann dró sig í hlé í neðri deild þingsins 1997. Hann hefur ritað fjölda bóka, einkum á sviði sagnfræði og stjórn- mála og starfar enn sem blaðamaður þótt hann sé kominn yfir sjötugt. Hann hyggst rita hér grein fyrir Daily Mail um rannsóknir Íslenskr- ar erfðagreiningar. „Ég held að Blair hafi meiri trú á einkaframtakinu en nokkur pólitísk- ur leiðtogi sem ég hef kynnst í nokkrum flokki,“ segir Hattersley. „Thatcher reyndi ekki að koma á einkarekstri í heilbrigðisþjónust- unni, hún reyndi ekki að fá því fram- gengt að einkafyrirtækjum yrði falið að reka sjúkrahús og skóla, eins og Blair hefur gert. Þetta sýnir hve langt við erum komin frá hefðbund- inni jafnaðarstefnu. Við töldum að Thatcher væri sjálf holdtekja hinnar harkalegu íhaldsstefnu. Stefnu þeirra sem sögðu að menn ættu að berjast til að komast á tindinn, þeir hæfustu kæmust af, hinir yrðu ut- anveltu, samkeppnin ætti að stýra öllu. Blair hefur að sumu leyti farið fram úr Thatcher í þessum efnum.“ Of langt til vinstri – En getur ekki verið að þið hafið verið komin of langt í hina áttina? „Svo sannarlega, við vorum það. Almenningur gat ekki hugsað sér að kjósa Verkamannaflokkinn á níunda áratugnum. Neil Kinnock, þáver- andi leiðtogi flokksins, er hófsamur maður sem hefði getað fært flokkn- um sigur. En það var fólk í flokknum sem notaði sér klofning til að þvinga fram fáránleg mál. Og þótt við lýst- um ekki sjálfir yfir stuðningi við þau hafði fólk á tilfinningunni að í Verka- mannaflokknum væru öfgamenn sem lékju lausum hala.“ – Þú segir að rétturinn til að velja milli sjúkrahúsa muni ekki koma tekjulitlu fólki til góða. En hvernig viltu stytta biðlistana? „Menn leysa ekki biðlistavandann með því að koma á einkareknum sjúkrahúsum við hliðina á þeim op- inberu. Þessar hugmyndir eru að- eins dæmi um ofurtrú Blairs á sam- keppni, hún leysi allt. Hann leggur til að nokkur afburðasjúkrahús fái að starfa án yfirstjórnar ríkisvalds- ins, þau verða eftir sem áður í eigu ríkisins en fá sjálfstæði í rekstr- inum. Hugsunin er að í borg sé t.d. eitt sjúkrahús af þessu tagi, þar sem ekkert sé til sparað en önnur sjúkra- hús verði rekin með hefðbundnum hætti. Hin síðarnefndu muni hins vegar batna vegna samkeppninnar. Þetta tel ég að muni alls ekki ger- ast. Það sem gerist er að fólk eins og ég mun tryggja sér aðgang að besta spítalanum með því að notfæra sér talandann. Kröfuharðir millistétt- armenn kjafta sig inn. Fátækt fólk, sem á erfitt með að tjá sig, skortir sjálfstraust, verður að sætta sig við lélegri stofnun. Í stuttu máli: sjálf- stæða sjúkrahúsið verður betra, það laðar til sín besta starfsfólkið en hin verða sennilega verri en ella. Ég veit ekki hvernig þetta er hjá ykkur en mín reynsla af bresku samfélagi hefur kennt mér að þegar reglunni um sams konar þjónustu er fórnað og boðnir valkostir hverfi líka jafnréttið. Í gamla kjördæminu mínu voru um 60% kjósenda inn- flytjendur, þar var þetta alltaf þann- ig þegar valkostir voru fyrir hendi að hvítir, vel menntaðir millistétt- armenn tryggðu sér stærsta skerf- inn. Hinir fengu leifarnar.“ Hattersley segist hafa verið talinn á hægri væng flokksins þangað til Blair náði völdum og bendir á að þekktir vinstrisinnar á borð við Tony Benn hafi ávallt barist hart gegn sér. Nú segist Hattersley yf- irleitt vera talinn vinstra megin, það sýni vel hvaða umskipti hafi orðið. Hann segist þó aldrei munu ganga úr flokknum. „Ég hef aldrei verið í hópi þeirra sem segja að Blair sé óheiðarlegur,“ segir Hattersley. „Ég held að hann hafi mjög sterka sannfæringu fyrir því sem hann segir og gerir. Ég þekki Blair ágætlega, hann vann fyrir mig í nokkur ár. Sumir íhalds- menn kalla hann nú lygara og það finnst mér forkastanlegt. Ég held að enginn klófesti atkvæði með svo öfgafullum málflutningi. Lítum á Írak. Ég er sannfærður um að Blair taldi það vera siðferðislega skyldu sína að gera það sem hann gerði.“ Rétturinn til „fyrirbyggjandi aðgerða“ – Varst þú á móti stríðinu? „Ég snerist að lokum gegn því en fyrst var ég ekki viss. Ég skrifaði grein í Guardian áður en stríðið byrjaði og kallaði hana „Játningar óvænts hauks“. Ef við álitum að Bretlandi eða breskum bækistöðv- um væri raunverulega ógnað taldi ég að við hefðum rétt til að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða gegn þeirri ógn. En þegar mér varð ljóst að þessi ógn var ekki til staðar skipti ég um skoðun. Það kom í ljós að menn nefndu ýmsar ástæður fyrir hern- aðinum og þá skildi ég að ekki var nein traust ástæða fyrir stríði. En almennt tel ég að ríki geti haft rétt til að verjast því sem gæti gerst ef ekki væri gripið til árásar.“ Hattersley lauk á sínum tíma námi í hagfræði við háskólann í út- gerðarborginni Hull. Hann segist þó ekki hafa kynnst sjómönnum að ráði „en við fórum oft á hafnarkrárnar af því að þær voru opnar svo lengi á kvöldin“ segir hann og brosir. – Þú varst ekki beint vinsæll hér- lendis 1975, menn sögðu að þú værir ósvífinn og helltu yfir þig skömm- unum í fjölmiðlum. Var þetta þýtt fyrir þig á ensku? „Já þetta var þýtt fyrir mig, East sendiherra lét gera það, allt saman þýtt. Ég tók þetta ekki neitt óskap- lega nærri mér þá enda ungur og metnaðargjarn! En ég get sagt frá því að ég vildi að við sættumst á lægri þorskveiðikvóta en menn ákváðu í London að væri algert lág- mark og ástæðan var að ég vissi að við myndum á endanum tapa þessu reiptogi. Sjómenn í Grimsby og ann- ars staðar vildu heldur ekki slags- mál, þeir voru sammála mér og vildu sætta sig við tilboð Íslendinga þótt það væri ekki gott. En þeir sem ekki vildu láta undan voru útgerðarmenn, eigendur skip- anna og ráðuneyti landbúnaðarmála sem fór með sjávarútvegsmálin. Hefðin í ráðuneytinu hafði lengi ver- ið að taka fyrst og fremst tillit til sjónarmiða stórbænda og útgerða. Þeir vildu einfaldlega ekki láta okk- ur um að reyna að semja um lausn á grundvelli venjulegra aðferða í al- þjóðasamskiptum. Ljóst frá upphafi að Íslendingar myndu sigra Það var ljóst frá upphafi að Ís- lendingar myndu vinna og ég er sammála þeim sem segja að við höf- um ofmetið stöðu okkar. Ég vildi reyna að fá eins háan kvóta og hægt var en mér var falið að þrýsta enn meira á ykkur. Þetta var auðvitað rökrétt stefna og fullkomlega verj- andi og sanngjörn frá sjónarhóli lag- anna. Ég man að Callaghan utanrík- isráðherra var ekki endilega svo mikið á móti rökum ykkar um stöðu fiskstofnanna en hann fordæmdi einhliða aðferðina sem þið beittuð til að stækka lögsöguna. Aðferðin var ólögleg og óviðunandi. Hvers vegna gátu stjórnvöld í Reykjavík ekki far- ið eftir alþjóðlegum reglum í þessu máli og samið? Ég held að við hefð- um samþykkt kröfur ykkar þegar í stað ef þið hefðuð farið þessa leið en ekki beitt einhliða aðgerðum. En reiði Callaghans og hörð afstaða landbúnaðarráðuneytisins varð til þess að allt fór í hnút.“ – Er það rétt að þú hafir lesið rit Laxness til að reyna að skilja þjóð- arkarakter okkar? „Já ég las Sjálfstætt fólk og á enn bókina, hún lýsir reyndar nöturlegu lífi. Sendiherrann gaf mér bókina eftir fyrstu ferðina mína hingað og sagði að ég myndi skilja Íslendings- eðlið betur ef ég læsi hana. East var indæll maður og hafnaði stöðuhækk- un eftir landhelgisdeiluna. Hann vildi vera hér lengur og taldi sig hafa góða möguleika á að græða sárin eftir deilurnar vegna þess að hann þekkti orðið vel til hérna. Smáþjóð þjösnast á risa En hvers vegna þið unnuð? Nú verð ég víst að gæta mín og sleppa allri ósvífni en ég held að skynsem- isskorturinn í almenningsáliti heimsins hafi komið ykkur til hjálp- ar. Þið eruð lítil þjóð og menn töldu að við værum stórveldi. Fólk virtist ekki telja að það skipti máli að þjóð- artekjur ykkar voru um 30% hærri miðað við mannfjölda en hjá okkur. Menn sögðu að við værum risinn sem væri að þjösnast á smáþjóðinni en í reynd vorum við heldur illa staddir þá og það var rík þjóð sem traðkaði á okkur. Staða sjómann- anna okkar var verri en ykkar. En þótt við gætum bent á öll þessi rök vissi ég að þið mynduð vinna, að nokkru leyti vegna þess að ég vissi að þið mynduð berjast með kjafti og klóm, ekkert gefa eftir. Ég ætla að nefna dæmi. Þegar ég lenti á flug- vellinum haustið ’75 hafði ég fengið þau fyrirmæli að semja alls ekki undir þrýstingi. En sendiherrann sagði mér þá að rétt eftir að vélin hóf sig á loft með samninganefndina í Englandi hefði komið til átaka á miðunum, íslenskur fallbyssubátur hefði klippt á togvíra. Ef ég hefði farið eftir bókstaf fyr- irmælanna frá Wilson forsætisráð- herra hefði ég farið strax aftur heim. Fyrirmælin voru mjög skýr. En ég velti fyrir mér hvort þið mynduð klippa á togvíra í hvert skipti sem við kæmum hingað, eins og til að fagna komu okkar! Ef ég neitaði allt- af að semja vegna slíkra atburða myndum við alls ekki semja svo að ég ákvað að vera hér áfram og reyna. Ekki vegna þess að ég væri sammála ykkur en ég vildi draga eft- ir mætti úr tjóninu sem óumflýj- anlegt niðurlag okkar myndi valda.“ Hattersley virðist ekki lengur erfa skammirnar við Íslendinga. „Kannski trúirðu mér ekki en ég á ágætar minningar héðan. Mér var ekki hlíft, það er rétt, en mér líkaði vel við landið. Innst inni er ég alltaf mjög hrifinn af Norðurlöndunum og heima var ég oft ásakaður fyrir að vilja gera Bretland að stórri Svíþjóð. Landslagið er fallegt og mér líkar vel við loftslagið og fólkið. Stjórn- málamennirnir ykkar voru ein- staklega ljúfmannlegir. Ég man að forsætisráðherrann [Geir Hall- grímsson] kom til London og var einstaklega prúður og kurteis mað- ur. Maður hafði jafnvel á tilfinning- unni að honum þætt leitt að þurfa að vera svona þver en hann útskýrði að um grundvallaratvinnuveg þjóð- arinnar væri að ræða og honum bæri skylda til að verja hagsmuni þjóðar sinnar,“ segir Roy Hattersley að lokum. Roy Hattersley um landhelgisdeiluna 1975–1976: „En þótt við gætum bent á öll þessi rök vissi ég að þið mynduð vinna, að nokkru leyti vegna þess að ég vissi að þið mynduð berjast með kjafti og klóm, ekkert gefa eftir.“ Aukið val grefur undan jafnrétti Roy Hattersley var varaleiðtogi Verkamannaflokksins breska í mörg ár og nokkru áður aðstoðarutanríkisráðherra þegar deilt var við Íslendinga um landhelgismál. Kristján Jónsson ræddi við hann um bresk stjórnmál og gagnið af því að lesa Laxness. kjon@mbl.is ’ Sendiherranngaf mér bókina eftir fyrstu ferðina mína hingað og sagði að ég myndi skilja Ís- lendingseðlið betur ef ég læsi hana. ‘ Morgunblaðið/Kristinn él- og raf- yptur frá r Vestur- ggertsson, al á þess- tan. Sum- tir dýr og fyrir hvað ur. Hann rainwork, nce“. Mér t enda var honum.“ i lögðu á reyringar mkvæmd- það hefði lljónir mkvæmdir þrátt fyrir unin var rfið þann ta hennar alls verks- milljónir jör hljóð- na. Þar af Bandarík- a. Inni í væmdin á frá virkj- 66 KV og pennistöð- kureyri.“ ekki alveg r í ánni og íss höfðu en fyrsta r vitað að r truflanir á rennsli árinnar að vetrarlagi vegna íss. Steinn Steinsen, bæjar- stjóri á Akureyri, hafði gert sér ferð til að heimsækja bændur í Laxárdal árið 1937 til þess að fá hjá þeim upp- lýsingar um þessar rennslistruflan- ir. Það kom á daginn að fljótt urðu truflanir á fyrstu virkjuninni, sem höfðu áhrif á reksturinn og afhend- ingu á orku. Þetta varð til þess að menn fóru að leita leiða til þess að minnka þessar truflanir og árið 1947 var fyrsta stíflan við Mývatns- ósa gerð og syðsta kvíslin af þremur stífluð með svokallaðri Haganes- stíflu. Í ágúst 1953 veitti atvinnu- málaráðuneytið Laxárvirkjun heim- ild til þess að fara í frekari stífluaðgerð og þá var stíflað í Mið- kvísl og Geirastaðakvísl. Það sýndi sig fljótt að þessi framkvæmd hafði veruleg áhrif til batnaðar, rennsli varð stöðugra úr Mývatni. Áhrif truflananna voru fyrst og fremst á notendur, afhending rafmagns var óstöðug. Ég get nefnt dæmi, að einn veturinn stíflaðist áin alveg, þannig að Laxárvirkjanir stöðvuðust alveg og var ekkert rafmagn á staðnum. Þá var gripið til þess ráðs að gang- setja dísilvélar í síldarverksmiðj- unni á Hjalteyri til að útvega raf- magn austur í virkjun. Þá var Akureyrarbær rafmagnslaus í tvo heila sólarhringa en á þeim tíma fór frostið ekki niður fyrir 10 gráður. Í 4–5 sólarhringa til viðbótar var meira og minna rafmagnslaust í bænum og næsta nágrenni. Þetta var alvarlegasta dæmið um áhrif þessara truflana.“ Sandburður valdið erfiðleikum Knútur sagði að sandburður í Laxá hefði valdið miklum erfiðleik- um og sliti á vélum. Eftir aðeins 10 ár hefði þurft að fara í viðgerðir á vatnshjólinu í Laxá II. „Árið 1982 var hjólið svo tekið til gagngerrar viðgerðar og m.a. soðið um 900 kg af rafsuðuvír á hjólið. Menn höfðu ekki mikla trú á þeirri viðgerð en þetta var nú gert og gekk bara mjög vel.“ Svokallaður þrýstijöfnunartank- ur var reistur við enda aðrennsl- ispípunnar. Á veturna myndaðist þykkur ís á yfirborði tanksins en þegar svo gerði blota losnaði ísinn frá járninu og vildi hrynja niður í vél og valda töluverðum skemmdum. „Menn leituðu leiða til að koma í veg fyrir þetta og niðurstaðan varð sú að koma fyrir járnmottum við vatnsborðið innan á hringnum og þar hékk ísinn þar til hann fór að bráðna.“ ð Laxá II. r ofan. Framkvæmdir hófust í ágúst 1950. ar tekin í notkun kjun daga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.