Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HVERJUM nýjum vinnudegi fylgja ný nef. Dr Majid Navab gerir að minnsta kosti tvær nef-lýtaaðgerð- ir á dag. Íhaldssömum ráðamönn- um í Íran er í nöp við margt sem landsmenn taka upp á, en lýtaað- gerðir eru ekki eitt af því. „Síminn hringir látlaust,“ segir Navab. Og í sífellt fleiri tilvikum eru það karlmenn sem eru að panta tíma. Í Íran voru nefaðgerðir hér á árum áður bara fyrir konur, en sí- fellt fleiri karl- menn leggjast nú undir hníf lýta- læknisins og af ná- kvæmlega sömu ástæðum og kon- urnar hafa löngum gert: Hégóma og breyttum áherslum í samfélaginu, sem er smám saman að brjóta af sér af- dráttarlaus gildin sem fylgdu ísl- ömsku byltingunni 1979. 50 þúsund nefaðgerðir á ári Navab er einn þekktasti lýta- læknirinn í Teheran. Hann segir að um 20% þeirra sem gangast undir nefaðgerðir séu nú karlmenn. Það eru um það bil 150 tálguð karl- mannsnef á ári. Ekki eru til neinar opinberar tölur um fjölda aðgerða á þeim lýtalæknastofum sem hafa rekstrarleyfi í Íran, en alls eru þær um 100. Varlega áætlað eru gerðar rúmlega 50 þúsund nefaðgerðir ár- lega í landinu, og eru þá kannski um 15 þúsund þeirra á karl- mönnum. „Þeim mun fara fjölgandi,“ segir Navab, sem lærði í Frakklandi og Bandaríkjunum. „Þetta end- urspeglar sjálfsmynd karlmanna eftir því hvernig þjóðfélagið þróast. Hvers vegna skyldi nokkur halda því fram að það sé eitthvað óíslamskt að reyna að líta betur út?“ Í persneskri menningu hefur alltaf þótt mikið varið í fegurð og glæsileika. Margir Íranar geta vitnað í ástarljóð frá 14. öld, eftir skáldið Hafez. Vandað, pers- neskt teppi er miðpunktur svo að segja hvers einasta heimilis í landinu. Þegar klerkastjórnin tók völdin í land- inu var eins og menningin væri sett í kæli. Stríðið við Írak 1980–88, sem kostaði alls eina milljón mannslífa, breytti líka í grundvall- aratriðum áherslunum í lífi ír- anskra karlmanna. Fórnfýsi og hugdirfska urðu það sem mestu skipti. Hver sá karlmaður sem leit út fyrir að hafa snurfusað sig – til dæmis með því að skerða hár sitt – átti á hættu að harðlínumenn gerðu hróp að honum, og þarf ekki að fara lengra aftur en til síðari hluta síðasta áratugar til að finna dæmi um það. Vill bara verða myndarlegri „Á fyrstu árum byltingarinnar hefði verið óhugsandi fyrir karl- menn að láta sér svo mikið sem detta í hug að fara í nefaðgerð, á sama tíma og hermenn voru að koma heim af vígvellinum og höfðu misst fótleggina,“ segir Hasan Yazidi, 24 ára námsmaður sem lét mjókka á sér nefið í fyrra. „En nú eru breyttir tímar.“ Félagsfræðingurinn Saeed Mad- eni telur að fjölgun nefaðgerða meðal íranskra karlmanna megi að hluta rekja til „bjargarleysisheil- kennanna“ sem ungt fólk í Íran sé haldið vegna dapurlegs atvinnu- ástands og þversagna í kerfinu sem til dæmis heimilar Netaðgang en bannar kaup á flestum vestrænum kvikmyndum og tónlist. Nefaðgerð sé ein þeirra leiða sem ungir menn geta fundið til að taka sjálfir ákvörðun um líf sitt. En Amin Fatalizadeh, sem er 24 ára, vill bara verða myndarlegri. „Ég held að ef ég fæ mér nýtt nef fái ég meira sjálfstraust og verði ánægðari,“ segir hann þar sem hann bíður þess að leggjast undir hnífinn hjá Navab. „Ef ég er ánægður með sjálfan mig getur verið að mér fari að ganga betur.“ Móðir hans, Sohelia, var í fyrstu andvíg því að hann gengist undir aðgerðina. En hún lét á endanum eftir og greiddi kostnaðinn, sem svarar um 150 þúsund krónum, en það er umtalsvert fé fyrir flesta Ír- ana. Fyrir tólf árum fór Sohelia sjálf í nefaðgerð hjá Navab. Aðgerðin á Amin tekur um hálfa klukkustund og Navab segir hana hafa tekist vel. Á annarri stofu á næstu hæð fyrir ofan bíður hans annar sjúklingur, kona sem ætlar í andlitslyftingu. Daginn eftir á ann- ar ungur maður pantaðan tíma í nefaðgerð. Ungir menn í Íran flykkjast í lýtaaðgerðir AP Amin Fatalizadeh með umbúðir á nefinu eftir að hafa gengist undir nef- aðgerð á stofunni hjá dr. Majid Navab í Teheran. Teheran. AP. ’ Hvers vegnaskyldi nokkur halda því fram að það sé eitthvað óíslamskt að reyna að líta bet- ur út? ‘ Amin Fatalizadeh bíður eftir að komast í lýtaaðgerðina. EVRÓPSKA matvælaeftirlitið hvatti í gær framleiðendur barnamatar til að skipta um lok á krukkunum sem fyrst vegna efnis, sem fundist hefur í þeim og getur hugsanlega aukið lík- ur á krabbameini. Í tilkynningu frá matvælaeftirlitinu sagði, að engin ástæða væri þó fyrir fólk að hætta að nota barnamat í krukkum vegna þess, að hætt- an væri afar lítil. Efnið semicarbazide, SEM, hefur fundist í sumum tegund- um krukkna með málmloki en innan í því er einnig plast til að auka einangrunina. Talið er, að úr því hafi SEM borist í mat- inn. Hafa lok af þessari tegund verið notuð í meira en 20 ár. Efni skyld SEM hafa valdið krabbameini í músum á til- raunastofum en áætluð neysla barna á SEM, miðað við það magn, sem fundist hefur í krukkunum, er 40.000 sinnum minni en sá skammtur, sem músunum var gefinn. Unnið að breytingum Hefur SEM fundist í ávaxta- safa, ávaxtasultu, ýmsu niður- soðnu grænmeti, majonesi, sinnepi, sósum og tómatsósu. Mest kveður þó að þessu í barnamatnum sem líklega skýrist af því hversu krukkur með barnamat eru litlar. Ýmsir stórir framleiðendur barnamatar eru nú að vinna að því að breyta lokunum. Óæskileg efni í barnamat London. AP. KÍNVERJAR sendu sitt fyrsta mannaða geimfar á loft í gær en þar með varð Kína þriðja þjóðin á eftir Rússum og Bandaríkja- mönnum til að senda mann út í geim. Geimflauginni Shenzhou 5 var skotið á loft kl. 1 í fyrrinótt að ís- lenskum tíma og gekk allt samkvæmt áætlun síðast þegar fréttist en flaugin átti að lenda aftur á jörð- unni kl. ellefu í gærkvöldi. Fjörutíu og tvö ár eru nú liðin síðan Rússinn Júrí Gagarín varð fyrstur manna til að fara út í geim. Kínversk stjórnvöld hafa um nokkurt skeið stefnt að því að ná þessum áfanga einnig og varð sá draumur þeirra að veruleika í gær. Shenzhou 5 var skotið á loft með eldflaug frá Gobi- eyðimörkinni í innri Mong- ólíu í norðurhluta Kína. Flaugin átti að vera úti í geimnum í tuttugu og eina klukkustund og átti hún að fara umhverfis jörðu alls fjórtán sinnum. Geimfarinn heitir Yang Liwei og er þrjátíu og átta ára gamall liðsforingi í kínverska hernum. „Mér líður vel, sé ykkur á morgun,“ sagði hann við vísindamennina á jörðu niðri stuttu eftir að geimflaugin var komin á loft. Kínverskir fjöl- miðlar greindu frá því að seinna um daginn hefði hann hringt í eigin- konu sína, Zang Yumei, sem einnig er viðriðin geim- ferðaáætlun Kínverja. Sagði hann henni að útsýn- ið í himingeimnum væri „fallegt“. „Mér líður vel hérna úti í geimi,“ sagði hann. Rússar urðu fyrstir til að óska Kínverjum til ham- ingju með árangurinn en kínversku geimfararnir voru í þjálfun í Moskvu. Kofi Annan, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, sendi kínverskum stjórn- völdum einnig skeyti þar sem hann óskaði þeim til hamingju. Hu Jintao, forseti Kína, var viðstaddur geimskotið og lýsti hann Yang sem hetju áður en geimflauginni var skotið á loft. Sagði hann geimskotið auka hróður Kína gífurlega. Yang var valinn til far- arinnar úr hópi þriggja manna og var honum til- kynnt um valið einungis skömmu áður. Yang ræddi við Cao Gangchuan, varnarmálaráðherra Kína, eldsnemma í gærmorgun þegar hann hafði verið um átta klukkustundir úti í geimn- um. Sagði hann ráðherranum að allt gengi vel. „Þakka þér fyrir, herra, en þú þarft engar áhyggjur að hafa,“ sagði Yang. „Mér líður vel hérna úti í geimi“ Reuters Geimfarinu var skotið á loft kl. 1 í fyrrinótt að ísl. tíma, um kl. 9 að morgni að kínverskum tíma. Kínverjar senda sitt fyrsta mannaða geimfar á loft – var væntanlegt aftur til jarðar seint í gærkvöldi Jiuquan. AFP. Geimfarinn Yang Liwei skömmu áður en hann hélt í ferðalag sitt út í geim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.