Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ 10% kynningarafsláttur og fallegur kaupauki Ertu á breytingaskeiðinu? www.laprairie.comwww.laprairie.com 3 KYNNINGAR í dag fim. 16. okt. í HYGEU Kringlunni, sími 533 4533 Föstud. 17. okt. í HYGEU Laugavegi, sími 511 4533 Laugard. 18. okt. í HYGEU Smáralind, sími 554 3960 Alla daga frá kl. 12-17. Með CELLULAR RADIANCE CREAM geislar húð þín á ný! STEFÁN Jón Hafstein, borgar- fulltrúi Reykjavíkurlistans og for- maður fræðsluráðs og menningar- málanefndar, segir afsögn Stein- unnar Birnu Ragnarsdóttur sem varaborgarfulltrúa og varaformanns menningarmálanefndar, valda von- brigðum. Steinunn Birna hefur sagt af sér vegna óánægju með framgöngu borgarinnar í menningarmálum og ólýðræðislegra vinnubragða. „Hún hefur verið sá félagi minn í Reykjavíkurlistanum, sem ég hef haft einna mestar mætur á, enda höfum við unnið mikið saman,“ segir hann og bendir m.a. á í sambandi við gagnrýni Steinunnar Birnu að hún sé formaður stefnumótunarhóps um tónlistar- fræðslu í borginni. „Það ábyrgðar- starf fól ég henni sem formaður fræðsluráðs. Ég vona svo sannarlega að hún ljúki þeim störfum, þó hún sé hætt sem varaborgarfulltrúi.“ Kveðst skilja sjónarmið hennar Steinunn Birna nefnir sérstaklega að hún sé mjög ósátt við túlkun borg- arinnar á kjarasamningum tónlistar- kennara og að það geti ekki verið æskilegt að umræður fari fram eftir að ákvarðanir hafi verið teknar. Stefán Jón bendir á að það sé auð- vitað sérstakt hagsmunamál Stein- unnar Birnu og margra annarra. „Hún stóð framarlega í flokki þeirra sem voru í verkfallsbaráttu og börð- ust fyrir réttmætri hækkun launa. Ég hef sagt sem formaður fræðsluráðs að það væri mjög vafasamt fyrir stjórn- málamann að fara inn á þá braut að taka að sér að túlka kjarasamninga, þegar ekki væri búið að reyna á hina formlegu áfrýjunarleið sem samning- ar fela í sér, sem eru launanefnd og fé- lagsdómur. Við höfum talið að við hefðum leyfi til að haga þjónustu- kaupum af tónlistarskólunum, eins og við höfum lagt til og höfum viljað láta á það reyna eftir lögformlegum leið- um. Hvað tónlistarskólana í heild varðar þá er alveg ljóst að það hefur búið um sig áralöng deila og úlfúð. Sumt af því snýr að Reykjavíkurborg og sumt mjög alvarlega að ríkinu en ég á nú í viðræðum við ríkið um að það taki framhaldsnámið til sín. Á meðan skilur maður að starfsmenn þessara stofnana telji sig eiga erfitt uppdrátt- ar. Ég skil því Steinunni Birnu að mörgu leyti sem foringja í þeirri bar- áttu. En ég sé mjög mikið eftir henni,“ segir Stefán. Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi R-listans, segist ekki sammála mál- flutningi Steinunnar Birnu um ólýð- ræðisleg vinnubrögð innan Reykja- víkurlistans. „Þar fara fram miklar umræður sem hún hefur tekið þátt í,“ segir Alfreð og bætir við að sjónarmið meirihlutans hljóti að teljast lýðræð- isleg niðurstaða. „Mér þykir það leitt að hún skuli hafa tekið þessa ákvörð- un. Hún lagði mjög margt gott til málana þannig að það er eftirsjá af henni,“ segir Alfreð. Einn okkar bestu liðsmanna Árni Þór Sigurðsson, forseti borg- arstjórnar og borgarfulltrúi R-list- ans, segist harma afsögn Steinunnar Birnu „Hún er einn af okkar bestu liðsmönnum og ég hef mjög vel kunn- að að meta hennar störf,“ segir Árni Þór. „Ég held að í öllum meginatrið- um ræðum við málin fyrirfram í okkar borgarstjórnarflokki,“ segir Árni Þór um þessi rök Steinunnar Birnu. „Ég held að við höfum borið gæfu til þess að bera virðingu fyrir sjónarmiðum hvers annars. En auðvitað geta verið dæmi um það í einstökum tilfellum að skort hafi umræðu um mál áður en ákvörðun hefur verið tekin. Það getur vel verið að það hafi komið illa við þau mál sem Steinunn Birna hefur sér- staklega borið fyrir brjósti og unnið að. Við hin sem erum úr VG í þessu samstarfi höfum ekki sömu sögu að segja í samskiptum okkar við fulltrúa annarra flokka þarna inni.“ Árni Þór segir þó að röksemdir Steinunnar Birnu varðandi kjarasamninga tón- listarkennara geti átt við rök að styðj- ast. Segir innbyrðis átök staðfest Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir afsögn Steinunnar Birnu staðfesta það sem sjálfstæðismenn hafa haldið fram um ástandið í R-listanum og Reykvíkingar hafi margoft orðið vitni að á þessu ári. „Innbyrðis átök milli flokkanna þriggja og einstaklinga eru mikil og fara greinilega vaxandi. Af- sögn Steinunnar Birnu staðfestir þetta enn frekar. Steinunn Birna seg- ist sakna lýðræðislegrar umræðu inn- an R-listans og segir enn fremur að það geti ekki verið æskileg framvinda að umræða um málefni fari fram eftir að ákvarðanir eru teknar. Ég spyr: Þarf frekari vitna við?“ segir Vil- hjálmur og bætir við að það væri fróð- legt að fá álit oddvita VG í borgar- stjórn á þessum skorti á lýðræðislegri umræðu. Harma afsögn Steinunnar Birnu SÝNING Ólafs Elíassonar í túrb- ínusal Tate Modern listasafnsins í London hefur þegar vakið mikla at- hygli, ekki bara í breska listheim- inum heldur einnig í hinum al- þjóðlega listheimi, þrátt fyrir að formleg opnun fyrir almenning sé ekki fyrr en í dag. Tate Modern er eitt af örfáum söfnum í heiminum sem álitið er standa í fremstu röð, ekki bara hvað nýstárlega sýningar og framsækna list varðar, heldur einnig vegna þeirrar hug- myndafræði sem safnið hefur mót- að um gagnvirkt samband almenn- ings og safnsins er önnur söfn líta í vaxandi mæli á sem fyrirmynd. Í gær var hátíðleg foropnun sýn- ingar Ólafs, er hann nefnir „Verk- efni um veðrið“ eða „The Weather Project“, og var Friðrik krónprins Danmerkur heiðursgestur af því tilefni, enda hefur löngum verið lit- ið á Ólaf sem danskan listamann í hinum alþjóðlega listheimi. Það vakti því óneitanlega athygli margra að þessu sinni að í kynning- arefni Tate-safnsins er sérstaklega tekið fram að Ólafur sé dansk- íslenskur. Tvö risavaxin verkefni á einu ári Í hádegisverðarboði Ólafi til heiðurs sagði Nick Serota, er stýrir öllum Tate-söfnunum í Bretlandi og er meðal mestu áhrifamanna í sam- tímalistum í dag, m.a. að túrbínu- salurinn hefði reynst öllum sem unnið hafa með hann erfiður biti að kyngja. Hann sagði arkitektana sem gerðu tillögur að endurhönnun hússins sem listasafns hafa glímt við salinn í langan tíma, en flestum hefði mistekist að gera rýmið þann- ig úr garði að hægt væri að nota það sem áhugaverða umgjörð um list. „Síðan kom að listamönnunum að glíma við salinn og þótt þær fjór- ar sýningar sem hingað til hafa ver- ið settar þar upp hafi allar verið stórkostlegar þarf ekki að efast um að þetta er einhver mesta ögrun sem nokkur listamaður getur feng- ið að takast á við.“ Nick Serota sagði einnig að það væri ekki á færi allra listamanna að takast á við tvö risavaxin verkefni á einu ári og vísar þar til þess að Ólafur er fulltrúi Dana á Fen- eyjatvíæringnum sem enn stendur yfir, en það taldi hann krefjast óvenjulegra hæfileika og úthalds. Fleira en fiskur, álbræðslur og barir á Íslandi Dorrit Moussaieff, forsetafrú Ís- lands, var einnig viðstödd hátíð- aropnunina í gær og lofaði list- sköpun Ólafs óspart. Hún sagði sýningu hans fela í sér ómetanlegt tækifæri fyrir íslenskan listheim, þar sem athygli alls heimsins, ekki síst sýningarstjóra og safnara, beindist nú að Íslandi. „Í gegnum Ólaf Elíasson mun heimurinn gera sér grein fyrir til- vist annarra íslenskra listamanna og átta sig á því að það er fleira að finna á Íslandi en fisk, álbræðslur og bari,“ sagði Dorrit í samtali við Morgunblaðið. „Þess vegna megum við ekki láta Dani eigna sér Ólaf al- farið.“ Tvinnar saman veðrið og safnastarfið Almenningur í Bretlandi mun ekki fara varhluta af auglýsinga- herferð Tate-safnsins í tengslum við sýninguna, því Ólafur hefur sjálfur haft hönd í bagga með markaðsetningu safnsins á verkinu sem er í hæsta máta óvenjuleg. Í stað þess að auglýsa hinn áþreif- anlega hluta sýningarinnar er blas- ir við í sjálfum túrbínusalnum, eins og gert hefur verið fram að þessu, verður margvíslegum upplýsingum um veðrið komið á framfæri í borg- inni, m.a. í leigubílum Lund- únaborgar. Þar kemur t.d. fram að „73% allra leigubílstjóra ræða veðr- ið við farþega sína“, auk þess sem spurt er hvort fólk hafi „talað um það að tala um veðrið í dag“. Á boðskorti því er sýningargestir fengu kom einnig fram að „veðrið muni hafa áhrif á mætinguna á opn- unina sem nemur 27%“, sem þó kann reyndar að vera rangt þar sem veðrið í London var með ein- dæmum gott í gær. Upplýsingarnar eru afrakstur skoðanakönnunar er Ólafur framkvæmdi í safninu til að rannsaka tengsl almennings við umhverfi sitt, en þau tengsl eru ein- mitt meginþema sýningarinnar sem heildar. Á fjölmennum blaðamannafundi, er haldinn var í gærmorgun, sagði Susan May, sýningarstjóri verkefn- isins, að Ólafi hefði tekist að tvinna saman í eitt listverkefni þætti, sem við fyrstu sýn virtust eiga fátt sam- eiginlegt; veðrið og safnastarfið, „sem leið til að rannsaka hvernig samskipti og miðlun hafa áhrif á skilning okkar“. Sýning Ólafs Elíassonar í túrbínusal Tate Modern Ljósmynd/Ari Magg Ólafur Elíasson myndlistarmaður í túrbínusal Tate Modern-safnsins. „Ómetanlegt tækifæri fyrir íslenska list“ London. Morgunblaðið. LANDSTJÓRI Kanada, Adrienne Clarkson, og eiginmaður hennar, John Ralston Saul, heimsóttu Vest- urfarasetrið á Hofsósi á síðasta degi opinberrar heimsóknar landstjórans hér á landi. Fjölbreytt dagskrá hafði verið undirbúin fyrir landstjóra- hjónin í Vesturfarasetrinu en þaðan hélt Clarkson að Glaumbæ í Skaga- firði þar sem Guðríðar Þorbjarnar- dóttur var minnst. Síðasti áfanga- staður landstjórahjónanna var álver Alcan á Íslandi í Straumsvík en það er stærsta einstaka fjárfesting Kan- adamanna á Íslandi. Í samtali við Morgunblaðið sögð- ust landstjórahjónin einkar ánægð með heimsóknina og ekki síst með að fara norður í land: „Við hjónin höfum komið til Íslands í allnokkur skipti en ég hef ekki áður farið um Norðurland eða komið til Akureyr- ar. Mér þótti mjög áhugavert að sjá starfsemi háskólans þar og eins Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og við hjónin nutum tímans fyrir norð- an,“ sagði Clarkson. Þau sögðust hafa dregið þann lærdóm af ferð sinni til Akureyrar að nauðsynlegt sé að koma á fót háskólum á hinum norðlægari og fámennari stöðum. „Við höfum menntaskóla í norður- héruðum Kanada en við höfum enga háskóla þar en ég er sannfærður um að þeim þurfum við að koma á fót. Akureyri hefur fært okkur heim sanninn um að þetta er vel hægt.“ Landstjórahjónin sögðust vera sammála í því mati að Ísland væri af- ar nútímalegt land að öllu leyti en samt haldi Íslendingar fast í gamlar hefðir. Ísland væri einstakt land og þótt þau hefðu ferðast vítt og breitt um heiminn væri ekkert land sam- bærilegt. Þau sögðust hafa fundið fyrir miklum hlýhug og vinsemd í ferðinni allri. Nauðsynlegt að stofna háskóla í fámennum norðlægum héruðum Morgunblaðið/Ásdís Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, tók á móti Adrienne Clarkson og John Ralston Saul í Straumsvík áður en þau héldu af landi brott í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.