Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 27 LAGERÚTSALA Á ELDRI VÖRUM - ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR BÓKAVERSLANIR hafa nú tekið upp nýstárlegt samband við Rit- höfundasamband Íslands, en rit- höfundar setja nú upp innsetning- ar eftir eigin höfði í bókaversl- unum á höfuðborgarsvæðinu sem byggjast á lífi þeirra, störfum og verkum. Hver rithöfundur fær svæði í bókaverslun sem hann get- ur svo hannað eftir eigin höfði, ímyndunaraflinu eru engin tak- mörk sett. Fjöldi rithöfunda tekur þátt Í dag, fimmtudag, verða fyrstu innsetningarnar opnaðar: Guðjón Friðriksson og Elísabet Jökuls- dóttir verða með innsetningar í Eymundsson Austurstræti, Sig- urður Pálsson og Áslaug Jónsdótt- ir setja sínar innsetningar upp í Bókabúð Máls og menningar Laugavegi, Viktor Arnar Ingólfs- son og Vilborg Davíðsdóttir kynna verk sín í Eymundsson Kringlu og innsetningar eftir Andra Snæ Magnason og Þórunni Valdimars- dóttur verða settar upp í Ey- mundsson í Smáralindinni í Kópa- vogi Færast milli verslana Innsetningar þessara höfunda munu standa uppi í viðkomandi verslunum í tvær vikur, en um mánaðamótin færast þær milli verslana. Stefnt er að því að sem flestir höfundar fái tækifæri til þess að kynna sig og verk sín á þennan hátt. Rithöfund- ar með inn- setningu í bókaversl- unum Elísabet Jökulsdóttir Vilborg Davíðsdóttir Austurbær kl. 19.30 og kl. 22 Kvennakór Reykjavíkur, undir stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttur, verður með skemmtidagskrá í kvöld og annað kvöld á sama tíma. Með kórn- um koma fram Páll Óskar Hjálmtýsson og hljómsveit undir stjórn Vignis Stefánssonar. Aðrir hljómsveitarmeðlimir eru Ólafur Hólm á trommur og Gunn- ar Hrafnsson á bassa. Skemmt- unin er liður í tónleikahaldi kórs- ins í tilefni 10 ára starfsafmælis hans. Lögin sem flutt verða eru m.a. frá sjötta og sjöunda ára- tugnum eins og Lollipop, My guy, Stop in the name of love, Hljóma- syrpa og Ævintýri enn gerast, en það er yfirskrift skemmtunar- innar. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Páll Óskar LISTASAFN Sigurjóns Ólafssonar stendur að málþingi í Norræna húsinu í Reykjavík á laug- ardag í samvinnu við Norræna húsið og Listahá- skóla Íslands. Þingið stendur frá kl. 9 til 17. Á málþinginu verður fjallað um list á almanna- færi allt frá fyrstu opinberum minnismerkjum hérlendis í lok 19. aldar til stöðu listamanna í dag gagnvart opinberum aðilum. Sérstaklega verður fjallað um opinber listaverk Sigurjóns Ólafssonar. Gro Kraft, forstjóri Norræna hússins, og Vigdís Finnbogadóttir setja þingið. Charlotte Christen- sen listfræðingur fjallar um höggmyndir á al- mannafæri í Danmörku á árunum 1920–1945. Lise Funder listfræðingur fjallar um granít- myndir Sigurjóns á Ráðhústorginu í Danmörku. Júlíana Gottskálksdóttir listfræðingur, for- stöðumaður Listasafns Einars Jónssonar, fjallar um minnisvarða yfir merka menn. Standmyndir á almannafæri í Reykjavík 1875–1945. Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur og forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands, fjallar um hið þríeina samræmi. Pétur H. Ármannsson arkitekt, deild- arstjóri við byggingarlistadeild Listasafns Reykjavíkur, fjallar um samstarf arkitekta og Sigurjóns 1945–1982. Æsa Sigurjónsdóttir list- fræðingur nefnir erindi sitt Andleg næring, list á almannafæri í nútíma borgarskipulagi. Pipilotti Rist kallar erindi sitt Kristinn E. Hrafnsson, Anna Líndal og Helgi Gíslason kalla erindi sín Hvunn- dagslistin þín. Reynslusaga listamanns. Jóhannes Þórðarson fjallar um arkitektúr og myndlist – nokkrar reynslusögur. Að erindum loknum verða pallborðsumræður: Susanne Eriksson, upplýs- ingafulltrúi listskreytingasjóðs Svíþjóðar, Vivian Moen, framkvæmdastjóri listskreytingasjóðs Nor- egs, Sveinbjörn Hjálmarsson, formaður listskreyt- ingasjóðs, Jóhannes Þórðarson arkitekt og Anna Líndal prófessor. Loks verður opnuð ljós- myndasýningin Listaverk Sigurjóns í alfaraleið. Sigurjón Ólafsson og list á almannafæri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.