Morgunblaðið - 16.10.2003, Side 27

Morgunblaðið - 16.10.2003, Side 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 27 LAGERÚTSALA Á ELDRI VÖRUM - ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR BÓKAVERSLANIR hafa nú tekið upp nýstárlegt samband við Rit- höfundasamband Íslands, en rit- höfundar setja nú upp innsetning- ar eftir eigin höfði í bókaversl- unum á höfuðborgarsvæðinu sem byggjast á lífi þeirra, störfum og verkum. Hver rithöfundur fær svæði í bókaverslun sem hann get- ur svo hannað eftir eigin höfði, ímyndunaraflinu eru engin tak- mörk sett. Fjöldi rithöfunda tekur þátt Í dag, fimmtudag, verða fyrstu innsetningarnar opnaðar: Guðjón Friðriksson og Elísabet Jökuls- dóttir verða með innsetningar í Eymundsson Austurstræti, Sig- urður Pálsson og Áslaug Jónsdótt- ir setja sínar innsetningar upp í Bókabúð Máls og menningar Laugavegi, Viktor Arnar Ingólfs- son og Vilborg Davíðsdóttir kynna verk sín í Eymundsson Kringlu og innsetningar eftir Andra Snæ Magnason og Þórunni Valdimars- dóttur verða settar upp í Ey- mundsson í Smáralindinni í Kópa- vogi Færast milli verslana Innsetningar þessara höfunda munu standa uppi í viðkomandi verslunum í tvær vikur, en um mánaðamótin færast þær milli verslana. Stefnt er að því að sem flestir höfundar fái tækifæri til þess að kynna sig og verk sín á þennan hátt. Rithöfund- ar með inn- setningu í bókaversl- unum Elísabet Jökulsdóttir Vilborg Davíðsdóttir Austurbær kl. 19.30 og kl. 22 Kvennakór Reykjavíkur, undir stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttur, verður með skemmtidagskrá í kvöld og annað kvöld á sama tíma. Með kórn- um koma fram Páll Óskar Hjálmtýsson og hljómsveit undir stjórn Vignis Stefánssonar. Aðrir hljómsveitarmeðlimir eru Ólafur Hólm á trommur og Gunn- ar Hrafnsson á bassa. Skemmt- unin er liður í tónleikahaldi kórs- ins í tilefni 10 ára starfsafmælis hans. Lögin sem flutt verða eru m.a. frá sjötta og sjöunda ára- tugnum eins og Lollipop, My guy, Stop in the name of love, Hljóma- syrpa og Ævintýri enn gerast, en það er yfirskrift skemmtunar- innar. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Páll Óskar LISTASAFN Sigurjóns Ólafssonar stendur að málþingi í Norræna húsinu í Reykjavík á laug- ardag í samvinnu við Norræna húsið og Listahá- skóla Íslands. Þingið stendur frá kl. 9 til 17. Á málþinginu verður fjallað um list á almanna- færi allt frá fyrstu opinberum minnismerkjum hérlendis í lok 19. aldar til stöðu listamanna í dag gagnvart opinberum aðilum. Sérstaklega verður fjallað um opinber listaverk Sigurjóns Ólafssonar. Gro Kraft, forstjóri Norræna hússins, og Vigdís Finnbogadóttir setja þingið. Charlotte Christen- sen listfræðingur fjallar um höggmyndir á al- mannafæri í Danmörku á árunum 1920–1945. Lise Funder listfræðingur fjallar um granít- myndir Sigurjóns á Ráðhústorginu í Danmörku. Júlíana Gottskálksdóttir listfræðingur, for- stöðumaður Listasafns Einars Jónssonar, fjallar um minnisvarða yfir merka menn. Standmyndir á almannafæri í Reykjavík 1875–1945. Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur og forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands, fjallar um hið þríeina samræmi. Pétur H. Ármannsson arkitekt, deild- arstjóri við byggingarlistadeild Listasafns Reykjavíkur, fjallar um samstarf arkitekta og Sigurjóns 1945–1982. Æsa Sigurjónsdóttir list- fræðingur nefnir erindi sitt Andleg næring, list á almannafæri í nútíma borgarskipulagi. Pipilotti Rist kallar erindi sitt Kristinn E. Hrafnsson, Anna Líndal og Helgi Gíslason kalla erindi sín Hvunn- dagslistin þín. Reynslusaga listamanns. Jóhannes Þórðarson fjallar um arkitektúr og myndlist – nokkrar reynslusögur. Að erindum loknum verða pallborðsumræður: Susanne Eriksson, upplýs- ingafulltrúi listskreytingasjóðs Svíþjóðar, Vivian Moen, framkvæmdastjóri listskreytingasjóðs Nor- egs, Sveinbjörn Hjálmarsson, formaður listskreyt- ingasjóðs, Jóhannes Þórðarson arkitekt og Anna Líndal prófessor. Loks verður opnuð ljós- myndasýningin Listaverk Sigurjóns í alfaraleið. Sigurjón Ólafsson og list á almannafæri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.