Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞORGERÐUR Sig- urðardóttir myndlist- armaður lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut í gær, 14. október, 58 ára að aldri. Hún fæddist á Grenjaðarstað í Suð- ur-Þingeyjarsýslu 28. nóvember 1945. For- eldrar hennar eru séra Sigurður Guðmunds- son vígslubiskup og Aðalbjörg Halldórs- dóttir. Þorgerður var grafíklistamaður, vann einkum tréristur og hélt fjölda einkasýninga hérlendis og erlendis og var einkum þekkt fyrir verk sem byggðust á kirkjulegum myndlistararfi Íslendinga á miðöld- um. Hún tileinkaði sér einnig gerð íkona og stafræna myndvinnslu í tölvum og vann verk með þeirri tækni. Sýning á síðustu verkum hennar er nú í Grensáskirkju í Reykjavík. Fjölmörg listasöfn öfluðu sér verka eftir Þorgerði, m.a. Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur, Lista- safn Hafnarfjarðar, Hafnarborg, Listasafn Háskóla Íslands og Listasafn Seðlabanka Íslands. Einnig eru verk hennar í eigu fjölda kirkna. Þorgerður lauk námi frá grafíkdeild Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands 1989 en sótti víðar nám, í Háskóla Íslands, Listaháskólanum og víðar. Hún dvaldi einnig erlendis í rannsóknarferðum, meðal annars í Frakklandi, Kína og á Ítalíu. Hún var einn þeirra listamanna sem fengnir voru til að myndskreyta fyrstu útgáfu Íslendingasagna á kínversku árið 2000. Sama ár var hún einn af fulltrúum Íslands á sýningu á íslenskri myndlist á veg- um Alþjóðabankans í Washington. Þorgerður á einn son, Jón Gunn- ar Gylfason. Sambýlismaður Þor- gerðar var Ólafur H. Torfason rit- höfundur. Andlát ÞORGERÐUR SIGURÐARDÓTTIR VANGAVELTUR í veiðipistli Morgunblaðsins sl. sunnu-dag þess efnis hvort 22 punda hængur, sem veiddist fyrir nokkru í Eldvatni í Meðallandi, væri sjóbirtingur eða lax, hafa orðið til þess að nokkuð hefur verið hringt til Morg- unblaðsins og skoðanir skýrðar. Veiðimaðurinn sjálfur, Gunnar Andri Gunnarsson, taldi að um lax væri að ræða, en veiðifélagar hans voru annarrar skoðunar, svo og veiði- vörður Eldvatns. Rafn Hafnfjörð sendi okkur myndina sem hér fylgir og er af laxi og birtingi sem veiddust með nokkurra mínútna millibili í Straumunum í Hvítá í fyrra. Segja má að mun- urinn á birtingi og laxi sé þarna augljós. Rafn taldi augljóst að um lax væri að ræða, en áratugalöng veiðireynsla hans nær einnig til skaftfellskra sjóbirtinga. Á hinn bóginn hringdi einnig til okkar Þorvaldur Guð- mundsson, gömul kempa, uppalin á Bóndhóli í Borgarfirði og sonur Guðmundar „veiðimanns“ sem var þekktur stór- veiðikarl í sinni tíð, bæði í net frá Bóndhóli og seinna með stöng. Þorvaldur sagði ekki spurningu að fiskurinn úr Eldvatni væri sjóbirtingur, þekking frá föður hans og reynsla til ára- tuga segði honum að dílafjöldinn væri ekki alltaf örugg greiningarleið, heldur sýldur sporðurinn og einnig að ef Eld- vetningurinn væri lax, þá hefði krókurinn á neðri skolti átt að vera mun stærri. Þess má geta, að mjög margir hafa lagt orð í belg við Morgunblaðið og mikill meirihluti þeirra telur fiskinn vera lax. Fiskurinn verður greindur, en það verður bið á því vegna þess að hann á að fara í uppstoppun og ekki ljóst hvenær fagmaðurinn þíðir risann Fregnir um skot í Tungufljóti, Tungulæk og Vatnamót- um áttu sannarlega við rök að styðjast á dögunum, en von- ir manna um að þau væru byrjunin á stórbrotinni enda- rispu urðu að litlu. Allar götur síðan að holl í Tungufljóti veiddi 27 fiska um síðustu mánaðamót og holl í Vatnamót- um fékk 27 á einum degi í lok síðustu viku, hefur veiðin vart verið meiri en kropp í besta falli og sömu sögu er að segja um Fossála og Geirlandsá. Ólafur Vigfússon var að koma úr Tungufljóti á hádegi þriðjudags og fékk hollið fimm fiska. Að vísu var heili dag- urinn ónýtur vegna mikilla vatnavaxta í vitlausu veðri. Sagði Ólafur að síðan að „stóra hollið“ fékk 27 fiska hefðu hollin verið að fá þetta 2 til 6 fiska. Gunnar Óskarsson, formaður SVFK, tók í sama streng varðandi Geirlandsá og Fossála. „Menn voru að fá mest ekki neitt í Fossálum og lokatalan þar er aðeins um 40 birtingar. Í Geirlandsá veiddust alveg um hundrað urriðar í sumar- og haustveiðinni, en þar með- taldir eru staðbundnir fiskar sem voru þó nokkrir. Loka- hollið fékk þrjá, þrjú holl á undan fengu samtals einn birt- ing og tvær bleikjur, þannig að þetta var bara dauði,“ sagði Gunnar. Hann sagðist vonast til þess að eitthvað af öllum þeim fiski, sem sagt væri að héldi til í Vatnamótunum, færi þá að hafa sig upp í bergvötnin, því mál væri nú að hrygna. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Sitt sýnist hverjum um Eldvetninginn Morgunblaðið/Rafn Hafnfjörð Lax að ofan, birtingur að neðan, líkir en þó ekki. „SORGARDAGUR“ var orðið sem skotveiðimenn notuðu yfir gær- daginn, 15. október, þegar rjúpna- veiðitíminn átti að hefjast, en fór fyrir lítið þegar þriggja ára algjört rjúpnaveiðibann tók gildi. Á annað hundrað skotveiðimenn mótmæltu banninu með mótmælastöðu fyrir framan Alþingishúsið. Þeir komu á framfæri kröfum sínum við Hall- dór Blöndal, forseta Alþingis, um að þingið samþykki við fyrsta tækifæri breytingu á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum sem kveða á um bann við sölu á rjúpum og rjúpnaafurðum til ársins 2008. Þeir gengu síðan á fund Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráðherra og afhentu henni undirskriftalista með fjölmörgum nöfnum skotveiði- manna sem krefjast þess að bann- inu verði aflétt og að ráðherra leggi á ný fram frumvarp um tíma- bundið sölubann. Ívar Pálsson, varaformaður Skotvís, sagði í samtali við Morg- unblaðið að engin ástæða væri til þess að banna rjúpnaveiðarnar með þeim hætti sem nú hefur verið gert. „Við teljum að það sé hægt að vernda stofninn með öðrum að- ferðum, t.d. með friðun svæða og styttingu veiðitímans,“ sagði hann. Skotveiðimenn kvörtuðu undan yf- irgangi yfirvalda í málinu og sögðu þau þjást af skammsýni og skeytingarleysi. Að friða rjúpuna með öðrum eins örvæntingar- fullum aðgerðum væri eins og að lækna tannpínu með hand- sprengju. Siv Friðleifsdóttir sagðist skilja það vel að skotveiðimenn skyldu kalla daginn sorgardag. „Þannig er nú, að ástandið á rjúpnastofn- inum er bágborið,“ sagði hún við mótmælendur. „Stofninn vex ekki um 50% milli ára, eins og hann hefði átt að gera heldur 20 til 25%. Þess vegna þurftum við að grípa til þess að setja á veiðibann og það var ekki gert með gleði. Ég ber pólitíska ábyrgð á rjúpnastofn- inum og staðan er svona slæm. En ég deili tilfinningum ykkar, að þetta er fyrir ykkur sorgardagur.“ Þriggja ára rjúpnaveiðibanni ákaft mótmælt í gær Morgunblaðið/Þorkell Mótmælendur bannsins voru á annað hundrað talsins en inn á milli mátti sjá skilti sem tjáði stuðning við það. Segja daginn sorgardag TÓMAS Ingi Olrich menntamálaráð- herra sagði í fyrirspurnartíma í gær að engin formleg skref hefðu verið stigin í þá átt að huga að því að lækka endur- greiðslubyrði Lánasjóðs ís- lenskra náms- manna (LÍN) enda væri að mörgu að hyggja áður en ráðist yrði í svo veiga- miklar breyting- ar á högum sjóðs- ins. Kom þetta fram í svari hans við fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdótt- ur, þingmanns Vinstrihreyfingarinn- ar - græns framboðs. Kolbrún vitnaði í stefnuyfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar frá því í vor en þar segir m.a.: „Hugað verði að því að lækka endurgreiðslubyrði námslána og lög um sjóðinn endur- skoðuð.“ Hún sagði ljóst að lækkun á endurgreiðslubyrði námslánanna yrði kjarabót fyrir margar fjölskyld- ur og spurði hvernig ríkisstjórnin hygðist nálgast fyrrgreind markmið. Ráðherra minnti m.a. á að núver- andi stjórnarflokkar hefðu áður lækkað endurgreiðslubyrðina úr 7% í 4,75%. Síðan sagði hann: „Það er stefna ríkisstjórnarinnar nú að huga að því hvort lækka megi endur- greiðslubyrðina enn frekar en þegar hefur verið gert. Það er rétt að taka það fram að engin formleg skref hafa verið stigin enda er að mjög mörgu að hyggja áður en ráðist verður í svo veigamiklar breytingar á högum sjóðsins.“ Hann sagði ýmsar leiðir færar til að lækka endurgreiðslubyrðina, t.d. með því að lækka prósentu endur- greiðslunnar, með því að taka tillit til endurgreiðslunnar í útreikningi vaxtabóta eða með því að draga hluta endurgreiðslunnar frá skatti. Ráð- herra tók þó fram að lækkun á end- urgreiðslubyrðinni myndi leiða til verulegra útgjalda fyrir ríkissjóð ef ekki ætti að stefna grundvelli sjóðs- ins í tvísýnu. Nokkrir þingmenn stjórnarand- stöðuflokkanna kvöddu sér hljóðs eftir svör ráðherra. Voru þeir ekki sáttir við svörin. Steingrímur J. Sig- fússon, formaður VG, sagði margt benda til að enn eitt kosningaloforð ríkisstjórnarflokkanna væri í þann veginn „að gufa upp“, eins og hann orðaði það. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði að svo virt- ist sem ráðherra væri „á flótta með þetta kosn- ingaloforð fram- sóknarmanna eins og mörg önnur.“ Guðjón Ólafur Jónsson, varaþingmaður Framsóknar- flokksins, minnti á hinn bóginn á að eitt helsta stefnumál Framsókn- arflokksins fyrir síðustu kosningar hefði verið úrbætur í málefnum LÍN. „Við töluðum um að við vildum lækka endurgreiðslubyrði námslána úr 4,75% í 3,75% eins og var fyrir breyt- ingarnar 1992.“ Fullvissaði hann þingmenn um að framsóknarmenn myndu fylgja þessu máli fast eftir. Að mörgu að hyggja áður en ráðist verði í breytingar á LÍN ÞÓRUNN Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hef- ur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um skipan fimm manna sérfræðinganefndar sem móti stefnu á sviði þróunarsam- vinnu Íslands við önnur ríki. Legg- ur hún til að nefndin ráði starfs- mann og skili skýrslu um niðurstöður sínar til Alþingis innan árs frá samþykkt tillögunnar. Með- flutningsmenn tillögunnar eru fjórir aðrir þingmenn Samfylkingarinnar. Í greinargerð tillögunnar segir m.a. að til þess að þróunarsamvinna við fátæk ríki skili mælanlegum og góðum árangri þurfi markmið að vera skýr og verkefni vel skil- greind. Til grundvallar þurfi að liggja mótuð stefna stjórnvalda á hverjum tíma. „Þróunarsamvinnu- stofnun Íslands (ÞSSÍ) starfar skv. lögum nr. 43 frá árinu 1981. Hingað til hefur ÞSSÍ lögum samkvæmt einungis tekið þátt í tvíhliða verk- efnum á sviði þróunarsamvinnu. Flutningsmenn eru þeirrar skoð- unar að huga þurfi betur að kostum þess að íslenska ríkið leggi meira af mörkum á sviði fjölþjóðlegrar þró- unarsamvinnu og þá einnig með hvaða hætti slík samvinna ætti að fara fram. Fleira kemur til greina en tvíhliða samvinna ríkja, t.d. þátt- taka í fjölþjóðlegum verkefnum ellegar beinar fjárveitingar til ákveðinna verkefna á vegum við- urkenndra alþjóðlegra stofnana og félagasamtaka.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar Mótuð verði stefna á sviði þróunarsamvinnu Íslands HJÁLMAR Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um heimild til hægri beygju ökumanna á móti rauðu ljósi. Þetta er í þriðja sinn sem Hjálmar leggur fram frumvarp um þetta efni. Meðflutningsmenn að frumvarpinu eru Björgvin G. Sigurðs- son, Einar Már Sigurðarson og Guð- mundur Árni Stefánsson, þingmenn Samfylkingarinnar. „Markmið frumvarpsins er að taka upp þá meginreglu að bifreiðastjórum verði heimilt að beygja til hægri á um- ferðarljósum á móti rauðu ljósi. Að öðru leyti skulu almenn umferðarlög gilda, svo sem um stöðvunarskyldu og forgang umferðar úr öðrum áttum,“ segir í greinargerð frumvarpsins. „Þessi regla hefur um langt skeið ver- ið gildandi í Bandaríkjunum og Kan- ada og gefið góða raun.“ Þá segir að mikið hagræði væri að því að bifreiða- stjóri gæti haldið för sinni áfram án þess að bíða eftir grænu ljósi. Hægri beygja verði leyfð á rauðu ljósi ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.