Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 48
KVIKMYNDIR 48 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ EIN af gullnu reglunum í gerð af- þreyingarmiðaðra spennumynda er líklega sú að taka efniviðinn ekkert allt of alvarlega. Löggumyndin S.W.A.T. eða Sérsveitin heldur sér tvímælalaust réttum megin við strikið hvað þetta varðar, en þar er leikið í at- burðanna rás með alls kyns vísanir í það hefðbundna löggulífsdrama sem myndin er enn ein útfærslan á. Mynd- in er eins og nafnið gefur til kynna innblásin af gamalkunnum sjónvarps- þáttum sem hófu göngu sína á átt- unda áratugnum og fjalla um dagleg störf sérsveitar innan lögreglunnar í Los Angeles, sem starfar undir skammstöfuninni S.W.A.T. Sveitir þessar þykja (skv. myndinni a.m.k.) þær best þjálfuðu sinnar tegundar í heiminum og glíma við erfiðar að- stæður í viðleitni sinni við að vernda almenna borgara fyrir glæpum og öðrum ógnvöldum og eru því tilvalinn efniviður í spennudrama í anda S.W.A.T.-sjónvarpsþáttanna. Að- standendur kvikmyndarinnar fara þá leið að leitast við að fanga andrúms- loft þáttanna, og stilla hasarinn niður sem því nemur. Þannig er púðrið sett í að kynna þá hæfu, göfugu en dálítið biluðu einstaklinga sem helga líf sitt þjónustu af þessu tagi, og þar gilda reglur um drengskap og heilindi auð- vitað öðru fremur. Spennuplottið í myndinni er sömuleiðis ekkert allt of stórtækt, enginn illmennahópur með stórfellt hryðjuverk í huga, aðeins einn óþokki sem má ekki sleppa út úr fangelsi og nokkrar uppákomur sem „eðlilegar“ geta talist fyrir glæpalíf stórborgar. Þá minna hraðar klipp- ingarnar, tíð skipti milli sviðssetninga og snörp orðaskipti persónanna á stíl sjónvarpsþátta fremur en dæmi- gerðrar hasarmyndar og vísanir í þættina sem slíka eru léttar og skemmtilegar. Hið fræga kynningar- stef úr þáttunum er poppað upp (eða rappað upp) í mismunandi tilbrigðum og í sjónvarpstæki í myndinni glittir auðvitað í þáttinn og upprunalega stefið. Og þrátt fyrir að fara út í full- mikla drengskaparvæmni í lokin, heldur handritið sig nokkurn veginn við þá hörðu götustemmningu sem drífur hið dæmigerða löggulífsdrama áfram. Þá eru í myndinni nokkuð öfl- ug skotbardagaatriði, m.a. í upphafs- atriði myndarinnar, sem gefur nauð- synlega tilfinningu fyrir þeirri hörku sem meðlimir sérsveitarinnar geta þurft að takast á við. Leikararnir sem skipa lykilhlutverkin eru heldur engir viðvaningar, Samuel Jackson fer með kunnuglega en kröftuga rullu sem yf- irmaður sérsveitarinnar, og Colin Farrell og töffarastelpan Michelle Rodriguez koma með sjarma inn í myndina. Sem sagt bara ágætis löggumynd. Sérsveitarlíf KVIKMYNDIR Smárabíó, Borgarbíó Akureyri, Sambíóin Keflavík Leikstjórn: Clark Johnson. Handrit: David Ayer og David McKenna. Aðalhlutverk: Samuel L. Jackson, Colin Farrell, Mich- elle Rodriguez, LL Cool J, Brian Van Holt. Lengd: 118 mín. Bandaríkin. Columbia Pictures, 2003. S.W.A.T. / Sérsveitin  Heiða Jóhannsdóttir FRÉTTIR mbl.is Hafnarstræti 15, sími 551 3340 Djúpið og Galleríið Bjóðum upp á notalega aðstöðu fyrir 10-35 manna hópa Restaurant Pizzeria Gallerí - Café erling Fim 16.10. kl. 20.30 ÖRFÁ SÆTI LAUS Sun 19.10 kl 16 UPPSELT Sun 19.10 kl 20 UPPSELT Fös 24.10. kl. 20 UPPSELT Fös 31.10. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS Miðasala í síma 552 3000 Miðasala opin 15-18 virka daga Ósóttar pantanir seldar daglega loftkastalinn@simnet.is Einnig sýnt í Freyvangi Stóra svið Nýja svið Litla svið LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Lau 18/10 kl 14 - UPPSELT, Su 19/10 kl 14 - UPPSELT, Lau 25/10 kl 14 - UPPSELT, Lau 25/10 kl 17 - UPPSELT, Su 26/10 kl 14- UPPSELT, Lau 1/11 kl 14 - UPPSELT, Su 2/11 kl 11 - AUKASÝNING UPPSELT Su 2/11 kl 14 - UPPSELT, Lau 8/11 kl 14 - UPPSELT, Su 9/11 kl 14 - UPPSELT Lau 15/11 kl 14 - UPPSELT Su 16/11 kl 14 - UPPSELT Lau 22/11 kl 14, - UPPSELT Su 23/11 kl 14- UPPSELT Lau 29/11 kl 14, Su 30/11 kl 14 Miðasala: 568 8000 Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00 miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00 laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00 BORGARLEIKHÚSIÐ ER FJÖLSKYLDUVÆNT LEIKHÚS Börn 12 ára og yngri fá frítt í leikhúsið í fylgd með forráðamönnum Gildir ekki á barnasýningar og sýningar með hækkuðu miðaverði. ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN SÝNIR: THE MATCH eftir Lonneke Van Leth - heimsfrumsýning SYMBIOSIS eftir Itzik Galili PARTY eftir Guðmund Helgason 3. sýn lau 18/10 kl 20 - rauð kort 4. sýn fi 30/10 kl 20 - græn kort 5. sýn su 2/11 kl 20 - blá kort ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Fö 17/10 kl 20 , Fö 24/10 kl 20 Fö 31/10 kl 20, Lau 8/11 kl 20 KVETCH e. Steven Berkoff í samstarfi við á SENUNNI Lau 18/10 kl 20,- UPPSELT, Fö 24/10 kl 20, - UPPSELT Fi 30/10 kl 20, Fö 31/10 kl 20 Ath: Aðeins örfáar sýningar 15:15 TÓNLEIKAR Lau 18/10 kl 15:15 Voces Thules - Þá og Nú www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is Meira (en) leikhús! HÆTTULEG KYNNI byggt á sögu Laclos í samstarfi við DANSLEIKHÚS MEÐ EKKA Forsýning lau 18/10 kl 20 - kr. 1.000 Frumsýning su 19/10 kl 20, - UPPSELT fö 24/10 kl 20, su 26/10 kl 20 Aðeins 5 sýningar PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht Su 19/10 kl 20, Su 26/10 kl 20 Lau 1/11 kl 20, Su 9/11 kl 20 Lau 15/11 kl 20 Síðustu sýningar eftir Kristínu Ómarsdóttur sýn. fös. 17. okt Örfá sæti laus sýn. fös. 24. okt Örfá sæti laus sýn. sun. 26. okt sýn. fim. 30. okt Sýningar hefjast klukkan 20. Aðeins þessar sýningar Miðasala í 555 2222 eða á theater@vortex.is Mink leikhús MÁNUDAGINN 20/10 - KL. 20 UPPSELT ÞRIÐJUDAGINN 21/10 - KL. 20 UPPSELT MIÐVIKUDAGINN 22/10 - KL. 19 AUKASÝNING LAUS SÆTI FIMMTUDAGINN 23/10 - KL. 19 UPPSELT MÁNUDAGINN 27/10 - KL. 19 UPPSELT ÞRIÐJUDAGINN 28/10 - KL. 19 LAUS SÆTI MIÐVIKUDAGINN 29/10 - KL. 19 LAUS SÆTI Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Heimsmeistari sinfóníunnar á 20. öld Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Kór ::: Söngsveitin Fílharmónía FIMMTUDAGINN 23. OKTÓBER KL. 19:30 Hljómsveitarstjóri ::: Philippe Entremont Einleikari ::: Philippe Entremont Wolfgang Amadeus Mozart ::: Píanókonsert nr. 21 Sergej Prokofíev ::: Sinfónía nr. 5 FIMMTUDAGINN 30. OKTÓBER KL. 19:30 Hljómsveitarstjóri ::: Philippe Entremont Einsöngvari ::: Ginesa Ortega Juan Arriaga ::: Sinfónía í d-moll Enrique Granados/Guimovart ::: Goyescas svíta Jesús Guridi ::: Diez melodías vascas Manuel De Falla ::: El amor brujo TÓNLEIKAR Í HÁSKÓLABÍÓI FIMMTUDAGINN 16. OKTÓBER KL. 19:30 Dímítríj Sjostakovitsj ::: Sinfónía nr. 1 Dímítríj Sjostakovitsj ::: Sinfónía nr. 2 Dímítríj Sjostakovitsj ::: Sinfónía nr. 3 Tenórinn Sýn. laugard. 18. okt. kl. 20.00. Sýn. föstud. 24. okt. kl. 20.00. Sýn. sunnud. 2. nóv. kl. 20.00. Sellófon Gríman 2003: „Besta leiksýningin“ að mati áhorfenda Sun. 19. okt. kl. 21.00. UPPSELT Fim. 23. okt. kl. 21.00. UPPSELT Sun. 26. okt. kl. 21.00. Örfá sæti Fim. 30. okt. kl. 21.00. Örfá sæti Fös. 31. okt. kl. 21.00. Örfá sæti www.sellofon.is og sellofon@mmedia.is Ólafía Sýning á leikritinu eftir Guðrún Ásmundsdóttur í Fríkirkjunni og Iðnó Mið. 22. okt. kl. 20.00. UPPSELT Mið. 29. okt. kl. 20.00. UPPSELT Miðasala í síma 562 9700 www.idno.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.