Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 47 Hópa- og firmakeppni Breiðabliks haldin í Fífunni 18. okt. Spilað er á hálfum velli í 8 manna liðum á stór mörk. Glæsileg verðlaun fyrir 1.- 3. sæti. Þátttökugjald 17.000 kr. á lið. Upplýsingar og skráning í síma 510 6404 og knattspyrna@breidablik.is ROLAND Valur Eradze, markvörður Vals og landsliðsins í handknatt- leik, verður frá æfing- um og keppni næsta hálfa árið en eftir ít- arlega skoðun hjá lækn- um í gær reyndist fremra krossband slitið auk þess sem liðþófi er rifinn. Roland Valur fer í aðgerð en læknar vilja ekki framkvæma hana fyrr en eftir einn mán- uð. Fram að aðgerðinni verður hann í sér- stökum styrktar- æfingum fyrir hnéð en það eykur líkur á að batinn verði betri eftir aðgerðina. Þar með er ljóst að Roland Valur leikur ekkert meira með Valsmönnum á yf- irstandandi leiktíð og verður heldur ekki með íslenska landsliðinu á Evr- ópumótinu í Slóveníu í vor. Ef allt gengur hins vegar að óskum er góður möguleiki á að Roland Valur verði búinn að ná sér að fullu fyrir Ólymp- íuleikana sem fram fara í Aþenu í ágúst á næsta ári. Roland Valur verður frá í allt að hálft ár Roland Valur Eradze AP Steve McManaman, leikmaður Manchester City, í baráttunni við íslenska landsliðsmanninn Rún- ar Kristinsson, leikmann Lokeren, er liðin mættust í UEFA-keppninni í Belgíu í gærkvöldi. JALIESKY Garcia, fyrrverandi leikmaður HK, skoraði 8 mörk og var markahæstur í liði Göpp- ingen sem vann fyrsta sigur sinn í þýsku 1. deildinni í handknatt- leik í gær þegar liðið bar sig- urorð af Pfullingen, 34:28. Göpp- ingen hlaut þar með sín fyrstu stig en situr engu að síður á botninum með 2 stig eftir átta leiki. Grosswallstadt steinlá Snorri Steinn Guðjónsson skor- aði eitt mark úr vítakasti fyrir Grosswallstadt sem steinlá fyrir toppliði Flensburg, 32:19. Magdeburg, sem mætir Hauk- um í Meistaradeildinni á laug- ardaginn, átti ekki í vandræðum með Stralsunder og sigraði, 29:21. Pólski landsliðsmaðurinn Grzegorz Tkaczyk var marka- hæstur í liði Magdeburg með 7 mörk en Sigfús Sigurðsson lék ekki vegna meiðsla. Magdeburg er í öðru sæti deildarinnar með 14 sig á eftir Flensburg sem er með 16 stig. Gylfi Gylfason skoraði eitt mark fyrir Wilhelmshavener sem tapaði naumlega fyrir meisturum Lemgo, 26:25. Wilhelmshavener er með 4 stig í 14. sæti deildarinnar en Lemgo er í þriðja sæti með 14 stig. Garcia skoraði átta mörk Fjörið byrjaði á fyrstu mínútu þvíleikið var hratt og ekki hikað við skotin. FH-stúlkur gerðu meira af því að skjóta á aft- urliggjandi vörn FH og tókst vel upp en hinum megin freist- uðust leikmenn Gróttu/KR helst til að gefa inn á lín- una á Önnu Úrsúlu Guðmundsdótt- ur og það gekk líka vel. Eftir rúmar 20 mínútur var því staðan frekar jöfn, 11:12 en fór vörn FH að ganga upp og Jolanta lagði sitt af mörkum svo að staðan í leikhlé var 12:18. Eftir hlé jókst munurinn jafnt og þétt þar til munaði níu mörkum, 16:25. Þá tók Grótta/KR sér tak, jók áræðið í sókninni og bætti vörnina svo að markavarslan var fyrir vikið betri. Það dugði hinsvegar ekki til því of mörg færi fóru forgörðum og þegar bráði af þeim juku Hafnfirð- ingar muninn í 10 mörk. „Það var eins og við kæmumst aldrei alveg inn í leikinn,“ sagði Að- alsteinn Jónsson þjálfari Gróttu/KR eftir leikinn í gær. „Við vissum alveg að FH-liðið myndi spila hratt svo að ég freistaðist til að breyta úr 5-1 vörn, eins og við höfum spilað nokk- uð vel undanfarið, í flata 6-0 vörn í því ég taldi FH-stúlkur svo snöggar að við réðum ekkert við þær. Við vorum í sjálfu sér að skapa okkur jafnmörg færi en markvarslan var afgerandi betri hjá FH og í svona erfiðum leik er erfitt að halda sínu striki þegar færin eru ekki nýtt. Það voru nokkur heppnismörk hjá FH þegar boltinn fór til dæmis í stöng og síðan í bakið á markverði okkar og í markið en svona er handboltinn. FH var betra liðið í dag, eins sárt og það er að segja það.“ Hjá Gróttu/KR var Anna Úrsúla Guðmundsdóttir í miklum ham til að byrja með og gekk illa að hemja hana á línunni en Eva Margrét Kristinsdóttir lét líka til sín taka. Eva B. Hlöðversdóttir, Aiga Stephanie voru einnig ágætar. „Þetta var svo sem ekkert glæsi- legur handknattleikur en þetta hafðist,“ sagði Þórdís Brynjólfsdótt- ir fyrirliði FH eftir leikinn. „Sókn okkar small ekki saman fyrr en seint í fyrri hálfleik svo að við förum inn í síðari hálfleik með sex marka forystu og eftir hléið var baráttan allt önnur og betri svo að við unnum leikinn sem góð liðsheild. Við höfum lagt alla áherslu á vörnina og sóknin kemur smátt og smátt en við ætlum að spila hratt, það er líka miklu skemmtilegra.“ Þórdís telur deild- ina jafna og allt mögulegt. „Ég held að sigur á Val í bikarkeppninni um daginn hafi haft mikið að segja fyrir liðið, það gaf okkur mikið. Deildin er þannig að það er ekkert lið ósigr- andi, við þurfum ekki að hafa áhyggjur af einhverjum mótherja, frekar af okkur sjálfum því við erum okkar versti andstæðingur en á góð- um degi hjá okkur er allt mögulegt.“ Framan af fengu Dröfn Sæmunds- dóttir og Björk Ægisdóttir að skjóta að vild en síðan tóku Þórdís, Guðrún Hólmgeirsdóttir og Gunnur Sveins- dóttir við en sem fyrr sagði átti Jolanta stærstan þátt í sigrinum. Jolanta skellti marki FH í lás JOLANTA Slapikiene gerði gæfumuninn í tíu marka sigri FH á Gróttu/KR í stórskemmti- legum og hröðum leik á Sel- tjarnarnesinu í gærkvöldi. Hún hrökk ekki í gang fyrr en liðið var á fyrri hálfleik en varði 26 skot sem eftir lifði leiks og það var grunnurinn að 31:21 sigri Hafnfirðinga. Stefán Stefánsson skrifar FÓLK  ELDAR Hadzimehmedovic var á allra vörum í Noregi er hann skoraði öll mörk Lyn í 6:0 sigri liðsins gegn færeyska liðinu Runavik í 1. umferð UEFA-keppninnar í lok ágúst. Hadz- imehmedovic sem er 19 ára gamall hefur hinsvegar ekkert fengið að spreyta sig með liðinu frá þeim tíma og hafa norskir fjölmiðlar fjallað mik- ið um málið enda er ekki á hverjum degi sem leikmenn skora 6 mörk í Evrópuleik - 19 ára gamlir.  MANUELE Blasi leikmaður ítalska knattspyrnuliðsins Parma á yfir höfði sér keppnisbann en niðurstaða úr lyfjaprófi, sem hann gekkst undir í síðasta mánuði, var jákvæð en leifar af nandrolóni fundist í þvagi leik- mannsins.  TRYGGVI Guðmundsson lék með varaliði Stabæk í gær gegn Runar í norsku 2. deildinni. Stabæk tapaði 4:1 og fékk Tryggvi 4 í einkunn í stað- arblaðinu Budstikka. Hæsta einkunn er 1 og lægsta er 5.  WEST Ham og Norwich skildu jöfn, 1:1, í ensku 1. deildinni í gær. Marc Edworthy leikmaður Norwich skoraði sjálfsmark á 5. mínútu en Pet- er Crouch jafnaði leikinn á 62. mín- útu. West Ham er í fjórða sæti með 24 stig, en Norwich er í sjötta sæti.  COVENTRY hafði betur, 1:0, gegn Wimbledon í ensku 1. deildinni í gær. Craig Pead skoraði sigurmarkið í síð- ari hálfleik. Coventry er í 14. sæti með 15 stig en Wimbledon er neðst með 4 stig að loknum 12 umferðum.  BARNSLEY, undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar, lagði Notts County á útivelli í bikarkeppni neðrideildarliða í Englandi í gærkvöldi. Staðan var jöfn eftir framlengdan leik – ekkert mark skorað, en leikmenn Barnsley höfðu betur í vítaspyrnukeppni fyrir framan 1.220 áhorfendur, 4:2.  BARCELONA sigraði Valladolid, 32:29, í spænsku 1. deildinni í hand- knattleik í gærkvöld en Börsungar unnu sem kunnugt er 10 marka sigur á Haukum um síðustu helgi. Enric Masip skoraði 8 mörk fyrir Barcelona og þeir Laszlo Nagy og Iker Romero 4 hver. Ciudad Real er efst með 12 stig og Barcelona er stigi á eftir. PATREKUR Jóhannesson landsliðsmaður í handknatt- leik, sem leikur með spænska 1. deildarliðinu Bidasoa, gekkst undir aðgerð á hné í San Sebastian á Spáni í gær en liðþófi í hægra hné hans var skaddaður eftir högg sem hann fékk á hnéð í deildarleik á móti Barcelona á dögunum. Ráðgert er að Patrekur verði frá keppni og æfingum næstu sex vikurnar sem þýðir að hann verður ekki með íslenska landsliðinu í landsleikjum hér heima á móti Pólverjum um næstu mánaðamót. Hann verður hins vegar klár í slaginn með íslenska landsliðinu á Evr- ópumótinu sem fram fer í Slóveníu í janúar. Patrekur frá keppni í sex vikur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.