Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 26
LISTIR 26 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MIÐAÐ við ótrúlegan söngáhuga landans, stöðugt vaxandi sókn hans í söngnám (sennilega þó með tals- verða karlkynsslagsíðu) og blóm- legra kórstarf en víða þekkist, kann að þykja undarlegt að ekki skuli fleiri blandaðir söngkvartettar hafa komið fram á höfuðborgarsvæðinu – og oft- ar – en raun ber vitni. Og, ekki að gleyma, miðað við fádæma vinsældir karlakvartetta hér áður fyrr. En kannski er ein skýring öðrum fremri. Því þótt ekki sé það á allra vitorði, vita þeir er reynt hafa, að einskip- aðar raddir sóprans, alts, tenórs og bassa eru einfaldlega mun erfiðari viðfangs í samhljómgun en þéttskip- aðri raddir karlakvartetts. Hvað hin síðustu ár varðar koma aðeins tveir innlendir blandaðir kvartettar upp í hugann, hvorugur þeirra ýkja fyrirferðarmikill í tón- leikalífinu hingað til. M.a.s. söng Rúdólf lengst af aðeins á jólum, eins og nafn hans í höfuðið á forystuhreini jólasveinsins bendir til. Á þessu mikla ári tónlistarafmæla fagnaði kvartettinn tvítugsaldri fyrir skömmu og efndi í tilefni af því og ný- útkomnum hljómdiski til tónleika í Salnum við ágæta aðsókn. Rúdolf mun líklega orðinn elzti starfandi sönghópur okkar af fyrr- nefndu tagi. Fyrir um fimm árum færði hann verkaskrá sína út fyrir jólalagarammann, enda voru lög þriðjudagskvöldsins af margvíslegu tagi, oftast sígræn dægurlög ásamt fáeinum þjóðlögum. Sönghópurinn er í þeirri kjöraðstöðu að eiga færan útsetjara innan sinna raða, og útsetti tenórinn Skarphéðinn Þ. Hjartarson (kvæntur sópraninum Sigrúnu Þor- geirsdóttur) hvorki færri né fleiri en fjórtán af 23 lögum dagskrár. Báru flestar útfærslur hans vott um hald- góða innanbúðarreynslu og oft bráðsmellið hyggjuvit. Millimúsíkmeistarann Sigfús Hall- dórsson bar fyrst á góma með heilum fjórum lögum – Í grænum mó, Tondeleyjó, Lítill fugl og Játningu. Í kjölfarið fylgdu Frændi þegar fiðlan þegir (Atli Heimir Sveinsson v. lj. Laxness úr Sjálfstæðu fólki), got- lenzka þjóðlagið Uti vår hage og ann- að sænskt lag eftir Evert Taube. Eft- ir það And So it Goes (Billy Joel) og „latin“ syrpa úr eldri íslenzku dæg- urlögunum Kata rokkar, Litli tónlist- armaðurinn, Við gengum tvö og Marsbúa cha-cha-cha. Eftir hlé komu fyrst Við heimtum aukavinnu (Jón Múli Árnason), Leyndarmál (Þórir Baldursson), en síðan Broadwaylögin Try to Re- member (Schmidt, „The Fantast- icks“ 1961) og Love Walked In (Gershwin, „Lady, be good!“ 1924). Smile e. Chaplin (úr Nútímanum) leiddi í kyrrláta perlu Sherwins (úts. Maschwitz), A Nightingale Sang in Berkeley Square, eitt af glansnúm- erum Manhattan Transfer. Bítlalög- in af „Revolver“ (1966) – Eleanor Rigby (m. tilvitnun í Sorgarmars Chopins) og Got to Get You into My Life – dilluðu taktvisst í prýðilegum útsetningum Skarphéðins og Spil- verkslagið Icelandic cowboy sprang- aði fislétt og fyndið. Loks voru Vím- an (Magnús Eiríksson) og Því ertu svona uppstökk (Ólafur Gaukur), bæði flutt með smávegis slagverki, þ. á m. darabukka trommu og claves, er vel hefði mátt gera meira úr með skipulagðari hrynmynztrum. Rúdolf komst að mestu vel frá fjöl- breyttu dagskránni, bezt þó í seinni hlutanum þegar félagarnir voru upp- hitaðir og vanari staðháttum. Salur- inn telst varla meðal ómgæfustu sönghúsa, auk þess sem söngvarar ku hafa kvartað undan því hve erfitt sé að heyra í sjálfum sér á sviðinu. Mætti því hugsanlega rekja mis- örugga tónstöðu í fyrri hálfleik til þess arna. Þar að auki er á mörkum að léttur brjósttónasöngur skili sér nógu vel á staðnum án uppmögnunar um hljóðnema. Kom það ekki sízt fram í síðustu tveim lögum fyrir hlé, hinum einu með píanóundirleik. Aft- ur á móti hélzt söngurinn einatt sam- taka og raddjafnvægið til fyrirmynd- ar. Skipti þar e.t.v. mestu hvað sópraninum, trúlega skólaðasta með- limi hópsins, tókst einkum þegar á leið að halda hæfilega aftur af bel canto tækninni – m.a.s. stundum með fallega þéttingsfullum sléttum tóni. Betur má þó enn ef duga skal, ef markmiðið er að koma oftar fram en verið hefur. Ýmislegt mætti sömu- leiðis laga er að sviðsframkomu laut (aðallega hjá körlunum, er spöruðu brosið í lengstu lög), að ekki sé talað um kynningarhliðina, sem oft var allt of laus í reipum. Hinn kröfuharði léttleiki Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLIST Salurinn Ýmsar inn- og erlendar dægurperlur frá 20. öld. Söngkvartettinn Rúdolf: Sigrún Þorgeirsdóttir sópran, Soffía Stef- ánsdóttir alt, Skarphéðinn Þór Hjart- arson tenór og Þór Ásgeirsson bassi. Gestur: Vignir Stefánsson, píanó. Þriðju- daginn 7. október kl. 20. SÖNGKVARTETT ÁSTRALSKI rithöfundurinn Pet- er Finlay, sem notað hefur höf- undarnafni DBC Pierre, er betur þekktur fyrir skuggalega fortíð en bókmenntaafrek sín, og stend- ur skammstöfunin DBC, Dirty But Clean [Óhreinn en hreinn], fyrir þá löngun höfundarins til að hefja nýtt líf og snúa baki við fyrri mistökum. Finlay, sem hefur viðurkennt að vera óvirkur eiturlyfjasjúk- lingur og spilafíkill, vakti mikla athygli er hann hlaut Booker- verðlaunin á þriðjudag fyrir frumraun sína á skáldsagnasvið- inu, bókina Vernon God Little. En Finlay hefur m.a. gengist við að hafa selt heimili besta vinar síns og hirt hagnaðinn, auk þess að hafa safnað vænum skuldahala við tilraunir til kvikmyndagerðar í Mexíkó. „Féð lendir ekki í mínum hönd- um,“ sagði Finlay um verðlauna- féð er nemur um 6,4 milljónum króna. „Þetta er um þriðjungur af því sem ég skulda hér í heimi og ég ætla að greiða eitthvað af þeim skuldum upp,“ hafði Reuters-fréttastofan eftir höfund- inum, sem öllum að óvörum skaut höfundum á borð við Monicu Ali og Margaret Atwood ref fyrir rass. Vernon God Little fjallar með svörtum húmor um réttarhöld yf- ir unglingi í Texas sem er ásak- aður um fjöldamorð í mennta- skóla. Að sögn Johns Carey, yfirmanns dómnefndarinnar, tók það dómnefndina innan við klukkutíma að velja sigurveg- arann. Reuters Peter Finlay með verðlaunabókina. Booker-verðlaunahafinn Úr skugga fortíðar BJÖRN Birnir hefur ekki verið atkvæðamikill á sýningarvettvangi á ferli sínum. Sýning sem nú hangir uppi í Húsi málaranna á Eiðistorgi ætti því að vera fólki áhugasömu um list Björns fagnaðarefni, en þar gefur að líta alls 43 mál- verk frá tíu ára tímabili. Engin myndanna ber titil annan en lýsingu á því hvaða efni voru not- uð við sköpunina, og engin ártöl fylgja mynd- unum heldur. Því er í raun erfitt að rýna í þró- unina hjá listamanninum, nema geta sér til um hvaða verk eru frá hvaða tímabili. Verkin á sýningunni, sem öll eru óhlutbundin, eru eins misjöfn og margbreytileg og þau eru mörg. Bæði skiptast á ólíkar áherslur í form- vinnu inni á fletinum auk þess sem Björn nýtir nánast allan litaskalann, allt frá dauflegum jarð- litum upp í hreina og klára leikskólaliti, bleika, appelsínugula og ljósbláan o.s.frv. sem óneit- anlega stinga dálítið í stúf – og síðan allt þar á milli. Í geómetrísku abstraktverkunum, þar sem Björn Birnir er hvað sterkastur, eru um þrenns konar nálgun að ræða hjá listamanninum, og má leiða getum að því að verkin séu frá þremur tímabilum á ferlinum. Sterkust eru verkin þar sem fá hrein og klár form eigast við inni á flet- inum og ná þannig sterku sambandi við áhorf- andann. Veikari eru geómetrísku abstraktverkin þar sem formin eru nokkuð klárlega römmuð inn en ólga er innan formanna. Þá má nefna þriðja tilbrigðið þar sem formin hafa aðeins losnað út við jaðrana og eru mörg þeirra verka góð, eins og til dæmis mynd númer 12 í neðri sal sem gengur mjög vel upp á allan hátt, bæði í litum og formi og í vinnu inni á fletinum. Þá langar mig að nefna einnig mynd númer 13 en þar teflir Björn saman hita og kulda með at- hyglisverðum hætti. Myndin er ísköld með til- heyrandi bláum og hvítum litum, en í jöðrunum eru hitablettir sem stilla myndina af. Þá vil ég nefna að margar smámyndanna á sýningunni eru góðar, til dæmis sería þar sem gegnumgangandi er einn áberandi dökkur flötur í miðri mynd. Þetta eru t.d. myndir númer 1–4 í neðri sal, og myndir númer 6 í neðri sal og 29 í efri sal. Af þessari sýningu að dæma er Björn mis- tækur málari, en þegar honum tekst vel upp eru verk hans góðir fulltrúar íslensks abstraktmál- verks. Uppstækkanir Listmunir Stefáns Geirs Karlssonar eru mörgum kunnir enda hafa þeir gjarnan dúkkað upp í fréttatímum sjónvarpsins eða á síðum blaðanna í gegnum árin. Ástæðan er sú að lista- maðurinn hefur lengi unnið við að stækka upp þekkta hluti sem fólk kannast við úr hversdags- lífinu og hefur hann einnig gengist upp í því að slá heimsmet, t.d. með því að búa til stærsta herðatré í heimi, stærstu dómaraflautu í heimi og stærsta kokkteilglas í heimi svo eitthvað sé nefnt. Stefán segist reynar hafa látið af þessum heimsmetstilraunum, enda eiga þær ekkert skylt við myndlist. Í Listasafni Reykjanesbæjar hefur nú verið efnt til yfirlitssýningar á verkum Stefáns frá 25 ára tímabili og kennir þar margra grasa. Meg- instefið er hins vegar aðeins eitt að því er virð- ist; áhugi listamannsins á að stækka upp hluti, eins og lýst var hér að framan. Listamaðurinn virðist ekki fylgja neinni einni hugmyndafræði umfram aðra, verkin fjalla ekki um neitt sérstakt, ekki nema eins og listamað- urinn segir sjálfur; æsku hans. Hér er því nær eingöngu um skemmtiefni að ræða, nokkurs konar afþreyingu. Verk Stefáns eiga sér rætur í popplist og eru það einkum verk Andys Warhols og Claes Old- enburg sem hafa haft áhrif á listamanninn, en báðir unnu þessir erlendu listamenn með hluti úr neyslumenningunni. Popplistin eins og Stef- án Geir vinnur með hana hafði bit þegar hún kom fram á sjötta áratugnum og fram á þann sjöunda, en í dag er bitið farið og eftir stendur skemmtunin ein. Stefán er ekki menntaður í myndlist en með skólun hefði hann örugglega getað náð langt, því hann er hugmyndaríkur auk þess að vera góður handverksmaður. Í skránni er þess einnig getið að í nýrri verk- um Stefáns sé nokkuð um trúarlegar tilvitnanir, þá helst í indverska guðfræði. Innst í sýning- arsalnum hefur listamaðurinn einmitt reist eins konar altari þar sem fjallað er um jarðlífið og eftirlífið á léttpoppaðan hátt. Úblásin jörð er fremst og við tekur herskari engla og síðan stjarna og verkið endar svo í rauðri sól. Verkið heitir Heimferðin, sem styður trúarlegar mein- ingar listamannsins. Ennfremur er á stól inni í rýminu, sem afmarkað er með ódýru svörtu klæði, bæklingur frá Lótushúsi, sem er einhvers konar hugleiðsluhús. Í bæklingnumvitnar Stef- án Geir um gæði þeirrar þjónustu sem húsið veitir og tengir þannig saman líf sitt og list. Kannski er þetta áhugaverðasti hluti sýning- arinnar, merki um að Stefán sé að verða per- sónulegri í myndlist sinni. Önnur verk á sýningunni sem vert er að vekja athygli á eru uppstækkaður skiptimiði frá árinu 1991, Keilir frá árinu 2002–2003 og Kaffibætir frá árinu 2002. Þar er um að ræða meistaralega gerða eftirlíkingu af kaffibætisbauk. Stefán vitnar á nokkrum stöðum í listasöguna og aðra listamenn. Unnin ljósmynd af Hall- grímskirkju minnir á teikningu eftir Christo, Minnismerki um snjóflóð, sem er heilsteypt og gott verk, minnir á Duchamp og Þetta er pípa er tilvísun í málverk Magrittes. Í heild er sýningin ekki nógu vel skipulögð, hægt hefði verið að vinna betur með mismun- andi tímabil í list Stefáns, t.d. með ítarefni. Stefán Geir sagði í viðtali við Morgunblaðið nýlega að salur listasafns Reykjanesbæjar væri orðinn sambærilegur listasöfnunum í Reykjavík og á Akureyri. Undir það er engan veginn hægt að taka. Til þess er lofthæð of lítil, járnburð- arvirki í lofti er allt of frekt á athygli auk þess sem gólfefni eru heldur þung. En eins og ég sagði áðan er hægt að hafa góða skemmtun af sýningu Stefáns og miðað við yngstu verk listamannsins er hann að færa sig inn á áhugaverðar brautir og þroskast í átt frá uppstækkuðu hlutunum. Allur skalinn MYNDLIST Listasafn Reykjanesbæjar í Duus-húsum Opið alla daga frá klukkan 13:00 til 17:00. Til 19. október. STEFÁN GEIR KARLSSON Hús málaranna Opið alla daga frá kl. 13:00 til 17:00. Til 19. október. BJÖRN BIRNIR Morgunblaðið/Sverrir „Þú átt orðið“ eftir Stefán Geir Karlsson. Morgunblaðið/Þorkell Frá sýningu Björns Birnis. Þóroddur Bjarnason FÉLAGAR og listamenn í Sam- laginu Listhúsi á Akureyri opna sýningu í Iðnó kl. 16 í dag, fimmtudag. Með sýningunni lýkur hring- ferðalagi lista- mannanna sem hófst í apríl sl. Sýningin hefur komið við á Ak- ureyri, Blöndu- ósi, Stykkis- hólmi og á Egilsstöðum. Á sýningunum eru málverk unnin með olíu, vatnslit og akrýl og verk unnin í textíl, tré og leir, grafísk verk og verk unnin með ljós- myndatækni. Félagarnir eru: AMÍ-Anna María Guðmann, Anna Gunnarsdóttir, Anna Sigríður Hróðmarsdóttir, Einar Helgason, Guðmundur Ármann Sigurjónsson, Guðrún Hadda Bjarnadóttir, Hrefna Harðardóttir, Hugrún Ív- arsdóttir, H. Halldóra Helgadóttir, Nanna Eggertsdóttir, Ragnheiður Þórsdóttir og Rósa Kristín Júl- íusdóttir. Sýningunni lýkur 16. nóvember. Hringferð með listaverk lýkur í Iðnó Verk eftir Guðrúnu Höddu Bjarnadóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.