Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Elsku amma mín. Ég man allar góðu stundirnar okkar sam- an, þegar ég var yngri og núna seinna. Þú varst alveg frá- bær amma, sú besta sem hægt var að hugsa sér. Alltaf þegar ég var eitt- hvað fúl eða sár eða þegar eitthvað kom upp á, tókstu alltaf eftir því og þá sagðirðu mér bara að líta á björtu hliðarnar, og ná mér upp úr því. Við hefðum það svo miklu betra en marg- ir aðrir, og maður ætti ekki að vera að kvarta neitt. Bara að hafa gaman af lífinu og lifa því með bros á vör, þá yrði lífið svo auðvelt. Þú varst öllum svo góð og leyfðir öllum að komast að þér, þú sem varst alltaf svo hress og kát, alltaf með bros á vör, kvartaðir aldrei undan neinu og vildir ekki láta aðra hafa neitt fyrir þér. Þú vildir samt alltaf vera að gefa gjafir, þér fannst svo gaman að kaupa eitthvað fallegt og vandað sem maður getur átt alla ævi. Þú varst líka mikið í því að búa til hluti sjálf, þú saumaðir mikið í, þar sem þú mættir alltaf inn á elliheimili í föndrið einu sinni í viku. Það fannst þér voða gaman, búa til dúka, kodda og fleira. Þetta var þitt aðal áhugamál. Þú hafðir líka mikið gaman af því að spila og oft þegar ég var yngri, þá spiluðum við stundunum saman, og þú hefur reyndar kennt mér næstum öll spilin sem ég kann í dag. Þú varst líka konan sem var með allt á hreinu, alltaf þegar það var einhver skemmt- un eða hátíð, vildir þú skemmta þér út í ystu æsar, þó að þú værir jafnvel SIGRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR ✝ Sigríður Stefáns-dóttir fæddist á Svalbarða í Glerár- þorpi 3. desember 1926. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Vest- mannaeyja 3. októ- ber síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Landa- kirkju í Vestmanna- eyjum 11. október. komin yfir sjötugt. Þér fannst alltaf svo gaman á Þjóðhátíðinni, þú fórst alltaf inneftir og var alltaf jafn mikið stuð á þér. En þú varst samt mest bara inni í tjaldi með mömmu og pabba og vinum þeirra. Og þegar maður kíkti inn í tjald varstu alltaf svo ánægð að sjá mann og það var svo gaman hjá ykkur, gítarstemning og svona. Þú vildir ekk- ert vera að fara heim þó að klukkan væri orðin fjögur, þú vildir halda almennilega Þjóðhátíð og ekkert vera að fara heim fyrr en líða tók á morguninn. Þetta er mér mjög mikill missir, og ég mun aldrei gleyma stundunum okkar saman. Það var alveg frábært að hafa kynnst manneskju eins og þér. En nú ert þú komin á betri stað og sjáumst við einhvern tímann seinna. Hér vil ég kveðja þig, elsku amma mín, með þessu ljóði: Lof sé þér, Guð, þín líkn ei þver, lind allrar gæsku, dýrð sé þér. Lof þér, sem veitir hjálp og hlíf, himneska svölun, eilíft líf. (Sigurbjörn Einarsson.) Þín að eilífu, Elísa Guðjónsdóttir. Elsku Sigga. Það er erfitt að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur alltof snemma. Þú sem áttir svo margt ógert. Sigga fór ung til Vestmannaeyja frá Akur- eyri þar sem hún kynntist eiginmanni sínum en hann lést árið 1986. Hún bjó alla tíð í Eyjum að undanskildum þeim tíma sem þau hjónin voru í Reykjavík eftir gosið í Eyjum. Lífsgleði þín og kraftur var mikill og verður okkur systkinum þínum alltaf efst í huga þegar við minnumst þín. Þú varst alla tíð hrein og bein og komst alltaf til dyranna eins og þú varst klædd. Þú hafðir mikið yndi af að ferðast og þær voru ófáar ferðirn- ar þínar frá Eyjum til Reykjavíkur og Akureyrar og núna síðast í júlí til Hollands til að heimsækja dótturson þinn og sjá hvernig honum vegnaði þar og veit ég að sú ferð var þér mik- ils virði. Sigga mín, það er erfitt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að heyra hlátur þinn og taka lagið með þér á góðri stundu eins og við systk- inin áttum til að gera þegar við hitt- umst þó svo að þeim stundum fækk- aði með árunum. En minningin um lífsglaða og trausta systur gleymist okkur ekki og erum við þakklát fyrir það. Barátta þín við þennan illvíga sjúkdóm var stutt en erfið en ekki varst þú að kvarta þótt þessi tími væri þér erfiður, það var ekki þinn stíll heldur skyldir þú lifa lífinu. Sigga dvaldi síðustu vikurnar á sjúkrahúsi Vestmannaeyja þar sem vel var hugs- að um hana og þökkum við því góða starfsfólki fyrir það. Sigga mín, með þesum fátæklegu orðum viljum við systkinin þakka þér fyrir allt sem þú gafst okkur og gerðir fyrir okkur. Elsku Ragnheiður og Aðalheiður, missir ykkar er mikill og Guðjón minn, ekki síður hjá þér, þú varst tengdamömmu þinni sem besti sonur og mat hún þig mikils. Við systkinin og makar okkar sendum Ragnheiði, Aðalheiði, Guðjóni börnum þeirra og barnabörnum innilegar samúðar- kveðjur og biðjum góðan guð að vera með ykkur og gefa ykkur styrk á þessari erfiðu stund. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. (Sigurður Kristófer Pétursson.) Kæra systir, hafðu þökk fyrir allt. Minning þín mun lifa í hjörtum okkar allra um ókomin ár. Kveðja, systkinin og makar þeirra. AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Frágangur afmælis- og minning- argreina Elskuleg móðir mín, ÞÓRA GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR frá Vatnagarði, Landsveit, Stórholti 26, Reykjavík, sem lést á Droplaugarstöðum föstudaginn 10. október, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 17. október kl. 13.30. Brynhildur Ósk Gísladóttir. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, KRISTINS BÆRINGSSONAR frá Ísafirði, er andaðist á sjúkrahúsi í Växjö í Svíþjóð föstu- daginn 12. september síðastliðinn. Bryndís Sigurðardóttir, Svava Kristinsdóttir, Elínborg Ólöf Kristinsdóttir, Greger Karlsson og barnabörn. Elskulegi faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, BJARNI JÓNSSON, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudag- inn 17. október kl. 12.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á dvalar- heimilið Höfða, Akranesi. Ingibergur Vestmann, Jón Vestmann, Bjarni Vestmann, tengdabörn, afabörn, langafabörn og langalangafabarn. Móðir okkar og tengdamóðir, SVANFRÍÐUR SIGRÚN GÍSLADÓTTIR, Hlíf I, áður Hlíðarvegi 8, Ísafirði, lést þriðjudaginn 14. október. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardag- inn 18. október kl. 11.00. Gísli Hjartarson, Hjördís Hjartardóttir, Björgvin Guðjónsson, Sigurður Hjartarson, Kristín Karvelsdóttir, Viðar Hjartarson, Guðrún Bóel Guðjónsdóttir og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LILLY A. PJETURSSON, Álfheimum 31, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 12. október. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Barnaspítala Hringsins. Ósvald Ólafsson, Linda Ólafsson, Pétur Ólafsson, Guðrún E. Hafsteinsdóttir, Elías Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ÞÓREY RÓSA STEFÁNSDÓTTIR, Fornhaga 17, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 9. október, verður jarð- sungin frá Neskirkju föstudaginn 17. október kl. 15.00. Maríus Guðmundsson, Ingibjörg S. Maríusdóttir, Haraldur Benediktsson, Guðmundur St. Maríusson, Guðný Pétursdóttir, Guðrún Rós Maríusdóttir, Helgi Leifur Þrastarson og barnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLA MAGNÚSAR ÞORSTEINSSONAR, Kárastíg 13, Hofsósi. Sérstakar þakkir til sr. Sigfinns Þorleifssonar, starfsfólks 6A og gjörgæsludeildar Landspítal- ans í Fossvogi fyrir gott atlæti og frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Óladóttir, Kristbjörg Óladóttir, Hilmar Hilmarsson, Bryndís Óladóttir, Pálmi Rögnvaldsson, Þorsteinn Ólason, Guðrún Sigtryggsdóttir, Kristján Ólason, Birgir Ólason, Veronika S.K. Palamiandy, Ellert Ólason, Lára Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.