Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 19 aðrir nánir ættingjar,“ sagði Sverrir Páll. Hann sagði stefnt að því að fá af og til sérfræðinga á fundina nyrðra til að flytja erindi og svara áleitnum spurningum, en hann von- aði að sem flestir sem málið varðaði myndu koma til fundarins. HARPA Njáls félagsfræðingur verð- ur gestur á fyrsta fundi foreldra og aðstandenda samkynhneigðra á Ak- ureyri sem og annars staðar á Norð- urlandi, sem hefst kl. 20 í kvöld í Sig- urhæðum. Hópnum er ætlað að vera óformlegur fræðslu- og sjálfstyrk- ingarhópur nánustu aðstandenda homma og lesbía, svo þeir geti betur höndlað þann veruleika að eiga sam- kynhneigða ættingja og jafnframt að vera betri bakhjarlar en ella. Sverrir Páll Erlendsson, sem sæti á í undirbúningshópi, sagði um nýja starfsemi að ræða á Akureyri en hún væri sprottin af þeirri staðreynd að fjöldi einstaklinga hefði komið úr felum og fjöldi hefði ekki stigið það skref en biði á þröskuldi lífsins. Norðurlandshópur Samtakanna 78 hefur verið starfandi á Akureyri um rúmlega tveggja ára skeið. Hins vegar hafi foreldrar og ættingjar ekki átt í nein hús að venda utan Reykjavíkur. „Vissulega er stórt og oft erfitt skref fyrir þann að stíga sem kemur út úr skápnum. Hinir, sem verða eftir inni í skápnum og eiga erfitt með að sætta sig við þær aðstæður að sonurinn er hommi eða dóttirin lesbía, eru foreldrarnir og Aðstandendur samkyn- hneigðra hittast ÞÉTTING byggðar á Akureyri hef- ur nokkuð verið til umræðu innan umhverfisráðs bæjarins og hefur fjöldinn allur af svæðum verið skoð- aður með það í huga að þétta byggð. Guðmundur Jóhannsson formað- ur umhverfisráðs sagði að menn horfðu nú einkum til þriggja svæða með þéttingu í huga en enn væri þó verið að skoða alla fleti áður en af framkvæmdum gæti orðið. Eitt þeirra svæða sem um ræðir er við Vestursíðu, vestan Síðuskóla, en þar þykir fýsilegt að reisa nokkur fjölbýlishús. Þá er annað svæði á svipuðum slóðum, neðan við leik- skólann Síðusel, en Guðmundur sagði þar vera nokkuð stóra lóð sem vel mætti koma fjölbýlishúsi fyrir á. Nýtt kennileiti í bænum yrði til Loks eru menn að skoða svæði á svonefndum Melgerðisási, ofan Gler- árskóla, en þar sagði Guðmundur að væri tilvalið að byggja hátt, reisa þar 9-12 hæða háhýsi, tvö til þrjú alls. Á þessum stað kom til tals í eina tíð að reisa Glerárkirkju, eða á þeim tíma sem fyrst var rætt um að byggja kirkju í Glerárhverfi. „Þetta er kjörinn staður, þarna er grunnskóli í næsta nágrenni og stórt og gott íþróttasvæði innan seilingar. Staðurinn er áberandi og með því að reisa þarna háhýsi, eða svokölluð punkthús myndu skapast ný kenni- leiti í bæjarmyndinni,“ sagði Guð- mundur. Hann sagði að málið yrði rækilega kynnt bæjarbúum ef þessi kostur yrði ofan á, „en ég veit að bygging slíkra húsa verður mjög umdeild í bænum. En það er ágætt að menn takist á um hugmyndir,“ sagði Guðmundur en bætti við að menn hefðu sopið hveljur yfir hug- myndinni þegar hann kom fram með hana. Þarna gætu því orðið 50 til 80 nýj- ar íbúðir, ef húsin yrðu tvö til þrjú og á 9 hæðum. Yrðu par- eða raðhús fyrir valinu yrði nýting svæðisins mun lakari að sögn Guðmundar. Hann benti þó á að mörgum hugnað- ist slíkar byggingar betur á þessu svæði. Guðmundur sagði mjög hag- kvæmt að þétta byggð innan bæj- arins. Allt væri þá til staðar, s.s. lagnir, götur, skólar og annað, þann- ig að um væri að ræða hagstæða lausn fyrir bæjarfélagið. Alls hafa um 30 svæði verið skoðuð, en að sögn Guðmundar er nú einkum horft til þeirra þriggja sem áður eru nefnd. „Við erum á fullu við að byggja upp nýtt hverfi í bænum, Naustahverfi, og getum því ekki verið í of mikilli samkeppni við það.“ Bjálkahús og bryggjuhverfi Þegar hefur verið ákveðið að bjóða upp á lóðir undir bjálkahús á svæði við Krossanesbraut, í fram- haldi af Einholti. Alls þrjár lóðir og er þegar búið að sækja um eina þeirra. Þá nefndi Guðmundur að annað svæði neðar við Krossanes- brautina væri til skoðunar, svæði upp af Sandgerðisbót, en þar gæti risið nokkurs konar bryggjuhverfi. Tjaldstæði bæjarins við Þórunn- arstræti hefði einnig verið nefnt sem hugsanlegt byggingarsvæði í fram- tíðinni, en að sögn Guðmundar er ekki vilji til þess að byggja á því strax. Íbúðir, verslanir og þjónusta Loks má nefna að hugmyndum hefur verið varpað fram um að byggja á auðu svæði nyrst við Gler- árgötu, á móts við Glerártorg. Þar er nokkuð stór lóð á góðum stað í bænum og snúast hugmyndir manna um að byggja þar stórhýsi með verslunum og þjónustu á neðstu hæð en íbúðum á þeim efri. „Þetta er hugmynd sem á lengra í land, þar sem menn vilja ekki fara í meiri samkeppni við miðbæjarsvæðið en orðið er,“ sagði Guðmundur. Hugmyndir um háhýsi á Melgerðisási Það sem koma skal? Hér er sýnt með tölvutækni hvernig Melgerðisásinn liti út ef þar yrðu reist tvö háhýsi. Myndin er tekin frá athafnasvæði Háskólans á Akureyri og yfir Glerárskóla. Þrjú svæði eru til skoðunar varðandi þétt- ingu byggðar Heimspekitorg Þorvaldur Gylfason prófessor flytur erindi á Heimspeki- torgi Háskólans á Akureyri í dag, fimmtud. 16. október. Þar fjallar hann um anga af smættarvandanum í líf- fræði. Fyrirlesturinn verður fluttur í húsakynnum háskólans við Þing- vallastræti 23, stofu 14, og hefst kl. 17. Í DAG Leiklist í fortíð og nútíð Þráinn Karlsson leikari flytjur fyrirlestur sem hann nefnir Leiklist í fortíð og nútíð í Ketilhúsinu við Kaupvangs- stræti á morgun, 17. október, kl. 15. Þetta er annar af fjórum fyrir- lestrum á vegum listnámsbrautar Verkmenntaskólans og Gilfélagsins. Á MORGUN ÞRJÚ tilboð bárust í allar eignir Fasteigna Akureyrarbæjar í Skjaldarvík, sem auglýstar voru aftur til sölu í síðasta mánuði. Hæsta tilboðið átti eignarhalds- félagið Skjaldarvík ehf. og hljóðaði það upp á 57 milljónir króna, sem er sama upphæð og félagið hafði áður boðið í eignirnar. Fasteignir Akureyrarbæjar höfðu áður gengið að tilboði fé- lagsins en kaupin gengu til baka þar sem kaupendur stóðu ekki við gerðan samning. Haraldur Blöndal bauð 35 millj- ónir króna í eignirnar í Skjald- arvík, fyrir hönd óstofnaðs hluta- félags og Götusmiðjan bauð 10 milljónir króna í eignirnar. Þá barst eitt tilboð í íbúðarhús að Syðri-Skjaldarvík ásamt geymslu/ aðstoðarhúsi og lóðarleiguréttind- um, frá Ingibjörgu Sigtryggsdótt- ur og Atla Rúnari Stefánssyni upp á 8 milljónir króna. Stjórn Fast- eigna Akureyrarbæjar fór yfir til- boðin á síðasta fundi sínum en frestaði afgreiðslu til næsta fund- ar. Þrjú tilboð bárust í Skjaldarvík Mennta fé lag i› eh f S jómannaskó lanum v /Há te igsveg S ími 522 3300 www.menn ta . i sNámskei› A-námskei› fyrir vélstjóra skv. reglug. 246/2003 20. – 30. október ver›ur haldi› námskei› vi› Vélskóla Íslands ef næg fláttaka fæst. Námskei›i› er grunnur a› 375kW atvinnuréttindum vélgæslumanna á minni bátum. Allar nánari uppl‡singar og skráning eru í síma 522 3300 á skrifstofutíma milli kl: 08:00 og 16:00. Svi›stjóri vélstjórnarsvi›s N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 1 0 3 1 1 • s ia .is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.