Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 39 Traustur kaupandi óskar eftir 4ra-5 herbergja íbúð í Smárahverfi eða Lindum í Kópavogi. Nánari upplýsingar veitir Kjartan Hallgeirsson fasteignasali. 4ra herbergja íbúð óskast í Kópavogi Sími 552 1400 fax 552 1405 Laugavegi 170, 2. hæð, 105 Reykjavík Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur löggiltur fasteignasali Heimasíða: www.fold.is - Netfang: fold@fold.is 20 íbúðir - 2ja, 3ja og 4ra herbergja Okkur hefur verið falið af opinberum aðila að útvega 20 íbúðir, 2ja, 3ja og 4ra herbergja, í Reykjavík. Staðgreiðsla í boði fyrir réttar eignir. Skoðun og kaup ganga mjög hratt fyrir sig. Áhugasamir hafi samband við sölumenn Foldar fasteignasölu í síma 552 1400 eða í gsm-síma sölumanna: Böðvar 892 8934/Helgi 897 2451 Þorri 897 9757/Ævar 897 6060 NÝR banki, Kvennagagnabank- inn, www.kvennaslodir.is, verður opnaður föstudaginn 17. október kl. 15.30, við hátíðlega athöfn í Norræna húsinu. Vigdís Finn- bogadóttir opnar gagnagrunninn og Árni Magnússon, félags- og jafnréttismálaráðherra, flytur ávarp. Markmið kvennaslóða er að gera kunnáttu og hæfni kvenna sýnilega og aðgengilega. Kvenna- gagnabankinn er vettvangur fjöl- miðla, fyrirtækja og stjórnvalda til þess að finna með skjótvirkum hætti hæfar konur til álitsgjafar, ráðgjafar, leiðsagnar og til að taka sæti í ráðum, nefndum eða stjórn- um. Kvennagagnabankinn kvennaslóðir hefur verið opinn fyr- ir skráningu um nokkurt skeið og þegar hafa um 350 konur skráð sig í grunninn. Kvennagagnabanka er að finna víða í nágrannalöndunum þar sem þeir hafa verið reknir í nokkur ár með góðum árangri. Að gerð kvennaslóða stendur Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands í samstarfi við jafnréttisnefnd Há- skóla Íslands, Kvennasögusafn Ís- lands og Jafnréttisstofu fyrir til- styrk ráðuneyta, stofnana og fyrirtækja. Kvennagagnabanki opnaður á morgun Herrafataverslunin High and Mighty, Hlíðarsmára 13 í Kópa- vogi, verður ársgömul laugardaginn 18. október nk. Í tilefni þess býður verslunin upp á 15% af öllum vörum í dag, fimmtudag, á morgun, föstudag, og laugardaginn 18. októ- ber. Lauf, samtök áhugafólks um flogaveiki, halda fræðslufund í dag, fimmtudaginn 16. október, kl. 20 í Hátúni 10b, kaffistofu á jarð- hæð. Dögg Káradóttir, fram- kvæmdastjóri Umhyggju, flytur er- indi um starfsemi Umhyggju, tilgang og markmið, og mun svara fyrirspurnum að fyrirlestri loknum. Boðið verður upp á veitingar á vægu verði. Fyrirlestur um trúarbragðasál- fræði. Í dag, fimmtudag, mun pró- fessor Nils G. Holm frá guð- fræðideild háskólans í Åbo (Turku) í Finnlandi halda opinberan fyr- irlestur á vegum guðfræðideildar Háskóla Íslands um „Religons- psykologin i Norden ur en person- lig synvinkel“ (Trúarbragðasál- fræðin á Norðurlöndum af persónulegum sjónarhóli). Fyr- irlesturinn verður í stofu V í að- albyggingu HÍ og hefst kl. 12.15. Fyrirlestur um velferð og mæðra- hyggju í íslenskri kvennahreyf- ingu. Kristín Ástgeirsdóttir sagn- fræðingur flytur fyrirlestur á vegum Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum í dag, fimmtudag- inn 16. október, kl. 12.05–13 í stofu 301 í Árnagarði. Fyrirlesturinn kallar hún „Velferð og mæðra- hyggja í íslenskri kvennahreyfingu 1915–1930“. Í fyrirlestri sínum ræð- ir Kristín um hlutverk íslenskrar kvennahreyfingar eftir að konur fengu takmarkaðan kosningarétt árið 1915. Í DAG Doktorsvörn í næringarfræði. Á morgun, föstudaginn 17. október, kl. 10 fer fram doktorsvörn í hátíð- arsal Háskóla Íslands. Ingibjörg Gunnarsdóttir næringarfræðingur ver doktorsritgerð sína Næring og vöxtur snemma á lífsleiðinni – þátt- ur í forvörnum hjarta- og æða- sjúkdóma: Tengsl milli fæðing- arstærðar, vaxtar og næringar snemma á lífsleiðinni og áhættu- þátta hjarta- og æðasjúkdóma. Leiðbeinandi við doktorsverkefnið var Inga Þórsdóttir, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands, og samstarfsaðilar voru Hjarta- vernd og Barnaspítali Hringsins. Andmælendur eru Janet Rich- Edwards frá Harvard Medical School í Boston og Jóhannes Gísla- son, rannsókna- og þróunarstjóri hjá líftæknifyrirtækinu Prímex í Reykjavík. Hörður Filippusson, for- seti raunvísindadeildar, stýrir at- höfninni. Klæðskeri frá Armani í verslun Sævars Karls. Klæðskerameist- arinn Pino Basile frá Armani verð- ur í verslun Sævars Karls í Banka- stræti á morgun, föstudaginn 17., og laugardaginn 18. október, í til- efni af því að tuttugu ár eru frá því Sævar Karl byrjaði að flytja inn fatnað frá Giorgio Armani. Pino Basile þjálfar starfsfólk í vinnu- brögðum klæðskera, kynnist við- skiptamönnum, tekur mál af þeim og ráðleggur með snið og efni. Þá verður einnig hægt að panta tíma hjá Pino Basile, segir í frétta- tilkynningu. Öldrunarfræði – rannsókn- ardagur í Salnum í Kópavogi. Rannsóknarstofa Háskóla Íslands og Landspítala – háskólasjúkrahúss í öldrunarfræðum verður með rann- sóknardag í Salnum í Kópavogi föstudaginn 17. október kl. 13 en skráning hefst kl. 12.30. Fund- arstjóri er Jón Snædal læknir. Er- indi halda: Anna Björg Aradóttir hjúkrunarfræðingur, Pálmi V. Jónsson, sviðsstjóri lækninga á öldrunarsviði LSH, Gunnar Sig- urðsson prófessor og Halldóra Björnsdóttir íþróttafræðingur, starfsmaður Beinverndar. Verð 1.500 kr. Allir velkomnir. Á MORGUN MARÍA Carrasco og Stefán Claessen frá Dansdeild ÍR eru á leið á heims- meistaramót í suður-amerískum dönsum, í flokki unglinga 14–15 ára. Mótið fer fram laugardaginn 18. október nk. í Vilnius Concert and Sports Palace í Vilníus í Litháen. 65 keppnispör frá 40 löndum munu taka þátt í keppninni að þessu sinni. Keppnin er haldin af Lithuan- ian DanceSport Federation, sam- kvæmt reglum IDSF eða alþjóða dansíþróttasambandsins. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um keppnina á www.dancesport.lt, seg- ir í fréttatilkynningu. Heimsmeistaramót í suð- ur-amerískum dönsum Stefán og María fara á heimsmeistaramót í suður-amerískum dönsum. TALSMAÐUR Impregilo á Íslandi, Ómar R. Valdimarsson, hefur sent eftirfarandi athugasemd frá fyrir- tækinu: „Undanfarna daga hafa fjölmiðlar fjallað um fatnað og búnað starfs- manna Impregilo við Kárahnjúka- virkjun. Af fréttaflutningi sumra fjölmiðla mætti ætla að starfsmenn Impregilo hefðu ekki yfir hlífðarbún- aði að ráða þegar unnið er við log- suðu. Þetta er alls ekki rétt. Allir starfsmenn sem vinna við logsuðu við Kárahnjúka – hvort sem um er að ræða starfsmenn Impregilo eða undirverktaka – eru krafðir um að nota logsuðuhjálma, sem þeir hafa yfir að ráða, til þess að vernda sjón sína við vinnu. Einhverjir starfsmenn hafa óskað eftir að fá logsuðugleraugu í stað logsuðuhjálmanna og hafa forsvars- menn Impregilo á svæðinu orðið við þeirri bón. Von er á logsuðugleraug- unum á næstu dögum. Þá hefur komið fram í fréttum að portúgalskur verkamaður sem veikt- ist og var sendur á sjúkrahús hafi verið sendur heim. Í fréttaflutningi sumra miðla hefur verið látið í veðri vaka, að umræddur maður hafi verið rekinn fyrir það eitt að verða veikur. Þetta er síður en svo rétt. Viðkom- andi einstaklingur var alvarlega veikur og ljóst var að hann myndi ekki ná fullri heilsu, samhliða fullri líkamlega erfiðri vinnu. Þegar um- ræddur maður var sendur heim var það gert í þeim tilgangi að heilsu hans myndi ekki hraka frekar og að hann myndi hljóta skjótan bata. Þetta fæst staðfest af Hauki Valdi- marssyni, yfirmanni læknaþjónust- unnar við Kárahnjúka og starfs- manni Heilbrigðisþjónustu Austur- lands.“ Athugasemd frá talsmanni Impregilo LINSUMÁTUN hefur opnað nýja verslun á Laugavegi 60 í Reykjavík. Boðið er upp á allar helstu tegundir af linsum ásamt úrvali af gleraugum. Lögð er áhersla á að hafa úrval af litlinsum á boðstólum. Fáanlegar eru allar helstu tegundir af snertilinsum. Linsumátun sérhæfir sig í fram- leiðslu á sérslípuðum gleraugum fyr- ir stangaveiði, skotveiði, golf, sól, akstursíþróttir og skjávinnu, segir í fréttatilkynningu. Linsumátun á Laugaveg 60 ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.