Morgunblaðið - 16.10.2003, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 16.10.2003, Qupperneq 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 39 Traustur kaupandi óskar eftir 4ra-5 herbergja íbúð í Smárahverfi eða Lindum í Kópavogi. Nánari upplýsingar veitir Kjartan Hallgeirsson fasteignasali. 4ra herbergja íbúð óskast í Kópavogi Sími 552 1400 fax 552 1405 Laugavegi 170, 2. hæð, 105 Reykjavík Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur löggiltur fasteignasali Heimasíða: www.fold.is - Netfang: fold@fold.is 20 íbúðir - 2ja, 3ja og 4ra herbergja Okkur hefur verið falið af opinberum aðila að útvega 20 íbúðir, 2ja, 3ja og 4ra herbergja, í Reykjavík. Staðgreiðsla í boði fyrir réttar eignir. Skoðun og kaup ganga mjög hratt fyrir sig. Áhugasamir hafi samband við sölumenn Foldar fasteignasölu í síma 552 1400 eða í gsm-síma sölumanna: Böðvar 892 8934/Helgi 897 2451 Þorri 897 9757/Ævar 897 6060 NÝR banki, Kvennagagnabank- inn, www.kvennaslodir.is, verður opnaður föstudaginn 17. október kl. 15.30, við hátíðlega athöfn í Norræna húsinu. Vigdís Finn- bogadóttir opnar gagnagrunninn og Árni Magnússon, félags- og jafnréttismálaráðherra, flytur ávarp. Markmið kvennaslóða er að gera kunnáttu og hæfni kvenna sýnilega og aðgengilega. Kvenna- gagnabankinn er vettvangur fjöl- miðla, fyrirtækja og stjórnvalda til þess að finna með skjótvirkum hætti hæfar konur til álitsgjafar, ráðgjafar, leiðsagnar og til að taka sæti í ráðum, nefndum eða stjórn- um. Kvennagagnabankinn kvennaslóðir hefur verið opinn fyr- ir skráningu um nokkurt skeið og þegar hafa um 350 konur skráð sig í grunninn. Kvennagagnabanka er að finna víða í nágrannalöndunum þar sem þeir hafa verið reknir í nokkur ár með góðum árangri. Að gerð kvennaslóða stendur Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands í samstarfi við jafnréttisnefnd Há- skóla Íslands, Kvennasögusafn Ís- lands og Jafnréttisstofu fyrir til- styrk ráðuneyta, stofnana og fyrirtækja. Kvennagagnabanki opnaður á morgun Herrafataverslunin High and Mighty, Hlíðarsmára 13 í Kópa- vogi, verður ársgömul laugardaginn 18. október nk. Í tilefni þess býður verslunin upp á 15% af öllum vörum í dag, fimmtudag, á morgun, föstudag, og laugardaginn 18. októ- ber. Lauf, samtök áhugafólks um flogaveiki, halda fræðslufund í dag, fimmtudaginn 16. október, kl. 20 í Hátúni 10b, kaffistofu á jarð- hæð. Dögg Káradóttir, fram- kvæmdastjóri Umhyggju, flytur er- indi um starfsemi Umhyggju, tilgang og markmið, og mun svara fyrirspurnum að fyrirlestri loknum. Boðið verður upp á veitingar á vægu verði. Fyrirlestur um trúarbragðasál- fræði. Í dag, fimmtudag, mun pró- fessor Nils G. Holm frá guð- fræðideild háskólans í Åbo (Turku) í Finnlandi halda opinberan fyr- irlestur á vegum guðfræðideildar Háskóla Íslands um „Religons- psykologin i Norden ur en person- lig synvinkel“ (Trúarbragðasál- fræðin á Norðurlöndum af persónulegum sjónarhóli). Fyr- irlesturinn verður í stofu V í að- albyggingu HÍ og hefst kl. 12.15. Fyrirlestur um velferð og mæðra- hyggju í íslenskri kvennahreyf- ingu. Kristín Ástgeirsdóttir sagn- fræðingur flytur fyrirlestur á vegum Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum í dag, fimmtudag- inn 16. október, kl. 12.05–13 í stofu 301 í Árnagarði. Fyrirlesturinn kallar hún „Velferð og mæðra- hyggja í íslenskri kvennahreyfingu 1915–1930“. Í fyrirlestri sínum ræð- ir Kristín um hlutverk íslenskrar kvennahreyfingar eftir að konur fengu takmarkaðan kosningarétt árið 1915. Í DAG Doktorsvörn í næringarfræði. Á morgun, föstudaginn 17. október, kl. 10 fer fram doktorsvörn í hátíð- arsal Háskóla Íslands. Ingibjörg Gunnarsdóttir næringarfræðingur ver doktorsritgerð sína Næring og vöxtur snemma á lífsleiðinni – þátt- ur í forvörnum hjarta- og æða- sjúkdóma: Tengsl milli fæðing- arstærðar, vaxtar og næringar snemma á lífsleiðinni og áhættu- þátta hjarta- og æðasjúkdóma. Leiðbeinandi við doktorsverkefnið var Inga Þórsdóttir, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands, og samstarfsaðilar voru Hjarta- vernd og Barnaspítali Hringsins. Andmælendur eru Janet Rich- Edwards frá Harvard Medical School í Boston og Jóhannes Gísla- son, rannsókna- og þróunarstjóri hjá líftæknifyrirtækinu Prímex í Reykjavík. Hörður Filippusson, for- seti raunvísindadeildar, stýrir at- höfninni. Klæðskeri frá Armani í verslun Sævars Karls. Klæðskerameist- arinn Pino Basile frá Armani verð- ur í verslun Sævars Karls í Banka- stræti á morgun, föstudaginn 17., og laugardaginn 18. október, í til- efni af því að tuttugu ár eru frá því Sævar Karl byrjaði að flytja inn fatnað frá Giorgio Armani. Pino Basile þjálfar starfsfólk í vinnu- brögðum klæðskera, kynnist við- skiptamönnum, tekur mál af þeim og ráðleggur með snið og efni. Þá verður einnig hægt að panta tíma hjá Pino Basile, segir í frétta- tilkynningu. Öldrunarfræði – rannsókn- ardagur í Salnum í Kópavogi. Rannsóknarstofa Háskóla Íslands og Landspítala – háskólasjúkrahúss í öldrunarfræðum verður með rann- sóknardag í Salnum í Kópavogi föstudaginn 17. október kl. 13 en skráning hefst kl. 12.30. Fund- arstjóri er Jón Snædal læknir. Er- indi halda: Anna Björg Aradóttir hjúkrunarfræðingur, Pálmi V. Jónsson, sviðsstjóri lækninga á öldrunarsviði LSH, Gunnar Sig- urðsson prófessor og Halldóra Björnsdóttir íþróttafræðingur, starfsmaður Beinverndar. Verð 1.500 kr. Allir velkomnir. Á MORGUN MARÍA Carrasco og Stefán Claessen frá Dansdeild ÍR eru á leið á heims- meistaramót í suður-amerískum dönsum, í flokki unglinga 14–15 ára. Mótið fer fram laugardaginn 18. október nk. í Vilnius Concert and Sports Palace í Vilníus í Litháen. 65 keppnispör frá 40 löndum munu taka þátt í keppninni að þessu sinni. Keppnin er haldin af Lithuan- ian DanceSport Federation, sam- kvæmt reglum IDSF eða alþjóða dansíþróttasambandsins. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um keppnina á www.dancesport.lt, seg- ir í fréttatilkynningu. Heimsmeistaramót í suð- ur-amerískum dönsum Stefán og María fara á heimsmeistaramót í suður-amerískum dönsum. TALSMAÐUR Impregilo á Íslandi, Ómar R. Valdimarsson, hefur sent eftirfarandi athugasemd frá fyrir- tækinu: „Undanfarna daga hafa fjölmiðlar fjallað um fatnað og búnað starfs- manna Impregilo við Kárahnjúka- virkjun. Af fréttaflutningi sumra fjölmiðla mætti ætla að starfsmenn Impregilo hefðu ekki yfir hlífðarbún- aði að ráða þegar unnið er við log- suðu. Þetta er alls ekki rétt. Allir starfsmenn sem vinna við logsuðu við Kárahnjúka – hvort sem um er að ræða starfsmenn Impregilo eða undirverktaka – eru krafðir um að nota logsuðuhjálma, sem þeir hafa yfir að ráða, til þess að vernda sjón sína við vinnu. Einhverjir starfsmenn hafa óskað eftir að fá logsuðugleraugu í stað logsuðuhjálmanna og hafa forsvars- menn Impregilo á svæðinu orðið við þeirri bón. Von er á logsuðugleraug- unum á næstu dögum. Þá hefur komið fram í fréttum að portúgalskur verkamaður sem veikt- ist og var sendur á sjúkrahús hafi verið sendur heim. Í fréttaflutningi sumra miðla hefur verið látið í veðri vaka, að umræddur maður hafi verið rekinn fyrir það eitt að verða veikur. Þetta er síður en svo rétt. Viðkom- andi einstaklingur var alvarlega veikur og ljóst var að hann myndi ekki ná fullri heilsu, samhliða fullri líkamlega erfiðri vinnu. Þegar um- ræddur maður var sendur heim var það gert í þeim tilgangi að heilsu hans myndi ekki hraka frekar og að hann myndi hljóta skjótan bata. Þetta fæst staðfest af Hauki Valdi- marssyni, yfirmanni læknaþjónust- unnar við Kárahnjúka og starfs- manni Heilbrigðisþjónustu Austur- lands.“ Athugasemd frá talsmanni Impregilo LINSUMÁTUN hefur opnað nýja verslun á Laugavegi 60 í Reykjavík. Boðið er upp á allar helstu tegundir af linsum ásamt úrvali af gleraugum. Lögð er áhersla á að hafa úrval af litlinsum á boðstólum. Fáanlegar eru allar helstu tegundir af snertilinsum. Linsumátun sérhæfir sig í fram- leiðslu á sérslípuðum gleraugum fyr- ir stangaveiði, skotveiði, golf, sól, akstursíþróttir og skjávinnu, segir í fréttatilkynningu. Linsumátun á Laugaveg 60 ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.