Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Víkverji skrifar... ÞAÐ ER fagur júlí-morgunn, flugan komin á kreik, og við sláumst í för með Víkverja, þar sem hann axlar bakbokann sinn á Hesteyri í Jökulfjörðum, og hyggst troða íslenska byggðastefnu fótum í bók- staflegri merkingu. Það táknar að hann ætlar yfir að Látrum í Aðalvík og er þá gengið frá Hesteyri eftir manngerðum vegi sem nær nokkuð upp á heiðina. Til- gangurinn með vegi á þess- um stað? Jú, hann var að bjarga byggðunum í Aðalvík og á Hesteyri með því að leggja akfæran veg á milli byggðarlaganna, kannski átti að gera þau að einu atvinnusvæði. Hver veit? En hvernig sem því var varið sér Víkverji, þar sem hann gengur sporléttur eftir veginum, að menn hafa hvorki sparað fé né erfiði svo þessi mikla samgöngubót mætti verða að veruleika og hleypa nýjum krafti í þessar byggðir. x x x NÆGUR tími gefst til að láta hug-ann reika til baka til þessa tíma því gönguferðin tekur eina þrjá tíma og vanalega sér Víkverji fyrir sér mennina sem erfiðuðu þarna við mokstur og grjótburð. Hafist var handa um miðbik síðustu aldar við að leggja veginn, bæði frá Hesteyri og frá Látrum. En vegunum þeim var ekki skapað nema að skilja því það stóð á endum að þegar verkið var svo sem eins og tæplega hálfnað ákváðu síðustu íbúarnir að flytjast á brott og það þrátt fyrir veginn mikla og nýja. Af þessum sökum endar vegurinn skyndilega einhvers staðar í heiðinni, Víkverji þræðir nú ógreinilegan gönguslóða og sýtir það raunar ekki enda ekki frekar en aðrir hingað kominn í leit að akvegum til að ganga eftir. x x x HITT sýtir Víkverji frek-ar að fólkið sem flutti burt fékk enga aðstoð af nokkru tagi frá hinu op- inbera þótt fé lægi laust til samgöngufjárfestinga sem engum ábata skiluðu og grotnuðu niður engum til gagns. Fólkið hvarf hins vegar á brott til að hefja nýtt líf á nýjum stað með tvær hendur tómar. Vík- verji er nú kominn yfir á hinn hluta vegarins, sem lagður var frá Látrum, og hugsar með sér að þetta sé auðvit- að löngu liðin tíð. „Byggðastefna okk- ar tíma er vitaskuld miklu betur ígrunduð. Við höfum lært af reynsl- unni,“ hugsar Víkverji með sér. „Það skiptir engu þótt eins og einn bæj- arstjóri hafi kannski óvart misst út úr sér að ekki gangi að nota fé, sem fara á í dýra snjóflóðavarnargarða, til að kaupa húsin því þá færi fólkið nefni- lega burt. Og engum dettur lengur í hug að verja almannafé til óarðbærra samgöngufjárfestinga sem tryggja eiga að fólkið verði um kyrrt.“ Frá Hesteyri árið 1957. Fólkið farið fyrir rúmum áratug. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 ljóstíra, 4 álút, 7 málm- blanda, 8 þýtur, 9 greinir, 11 lélega, 13 fornafn, 14 skipulag, 15 glaða, 17 klæðleysi, 20 vöflur, 22 reiður, 23 drykkjurútum, 24 á ný, 25 öguð. LÓÐRÉTT: 1 blíðuhót, 2 hljóðaðir, 3 fífl, 4 lúður, 5 elda, 6 líf- færin, 10 á næsta leiti, 12 keyra, 13 greinir, 15 dorga, 16 tólf stykki, 18 rík, 19 frístundin, 20 ósoðinn, 21 góðgæti. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 skapillur, 8 svert, 9 nemur, 10 tin, 11 rofni, 13 aular, 15 hatts, 18 Egill, 21 tíð, 22 fleti, 23 lynda, 24 skeggræða. Lóðrétt: 2 kveif, 3 patti, 4 linna, 5 urmul, 6 ásar, 7 þrár, 12 net, 14 ung, 15 hæfi, 16 trekk, 17 sting, 18 eðlur, 19 iðnað, 20 lóan. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, bað og jóga, kl. 10 boccia, kl. 13 myndlist. Hársnyrting, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 9–12.30 bókband, kl. 9.30 boccia, kl. 10.30–10.55 helgistund, kl. 11 leik- fimi, kl. 13–16.30 smíðar og handavinna, kl. 13.30 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgr., kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–12 myndlist, kl. 9– 16 handav., kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13–16 bókband, kl. 14–15 dans. Félagsstarfið, Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9 bað, hárgr. og postulín, kl. 13 handavinna, kl. 9–16.30 púttvöllurinn. Félagsstarfið, Furu- gerði 1. Kl. 9 böðun, alm. handavinna, smíð- ar og útskurður. Kl. 13.30 boccia. Á morgun: messa kl. 14. Prestur sr. Ólafur Jóhannsson, Furugerðiskórinn. Kaffiveitingar. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 bað og glersk., kl. 10–11 leikf., kl. 9–12 hárgr, kl. 13.30 sönghópurinn, kl. 15.15 dans. Kl. 14.45 kynning á vegum Úr- vals-Útsýnar. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hár- greiðsla, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Kl. 9.45 gler- list, kl. 13 málun, kl. 13.15 leikfimi karla og bútasaumur. Félag eldri borgara, Hafnarf., Hraunseli, Flatahrauni 3. Kl. 9 víd- eókrókurinn, kaffi. Pútt kl. 10–11.30. Leikf. í Bjarkarhúsi kl. 11.20. Glerlist kl. 13, opið hús kl. 14. Kynning á dag- vistun aldraðra, ferða- saga og tónlistaratriði. Félag eldri borgara, Rvík, Ásgarði Glæsib. Brids kl. 13. Námskeið í framsögn kl. 16.15. Fé- lagsvist kl. 20. Félagsstarf eldri borg- ara, Mosfellssveit. Opið kl. 13–16, bókband, kl. 13 tréskurður, kl. 13.30 lesklúbbur, kl. 17 starf kórs eldri borgara, Vor- boða. Skoðunarferð á Stokkseyri mán. 20. okt. Skrán. í s. 525 6714 f.h. og 586 8014 e.h. Gerðuberg, félagsstarf, s. 575 7720. Kl. 10.30 helgistund. Frá hádegi spilasalur opinn. Vist, brids og skák. Á morg- un kl. 10 „Gleðin léttir limina“ Létt ganga o.fl. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–15 handavinna, kl. 9.05 og 9.55 leikfimi, kl. 9.30 glerlist og ker- amik, kl. 10.50 róleg leikfimi, kl. 13 gler- og postulín, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línu- dans. „Dagur vatnsins“ er í dag. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulín, kl. 10 ganga, kl. 13–16 handav., brids kl. 13. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, perlu- saumur, kortagerð og hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10 boccia , kl. 11 leikfimi, kl. 14 fé- lagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9–13 bútasaumur, kl. 10–11 boccia, kl. 13–16 hannyrðir, kl. 13.30–16 félagsvist. Korpúlfar, Grafarvogi. Sundleikfimi í Graf- arvogslaug föstud. kl. 9.30. Norðurbrún 1. opin vinnustofa kl. 9–16.45. Kl. 10–11 ganga, leir. Vesturgata. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 bað, kl. 9.15–15.30, handavinna, kl. 9–10 boccia, kl. 10.15–11.45 enska, kl. 13–14 leik- fimi, kl. 13–16 kóræfing. Kl. 10.30 fyrirbæna- stund. Þorvaldur Hall- dórsson syngur. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður, perlu- saumur og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og boccia, kl. 13 handmennt og brids. Gullsmárabrids. Brids- deild FEBK spilar í fé- lagsheimilinu, Gull- smára 13, mánu- og fimmtud. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leikf. í Bláa salnum kl. 11. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópav. Leikf. kl. 11.20 í Digraneskirkju. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. Kl. 19.30 tafl. Kristniboðsfélag kvenna, Háaleitisbraut 58–60. Fundur kl. 17 í umsjá Ingibjargar Ingvarsdóttur. Slysavarnarkonur á Stór-Reykjavíkursvæð- inu. Opið hús fyrir allar slysavarnarkonur í Höllubúð, Sóltúni 20, laugard. 18. okt. kl. 20. Hafið með ykkur nesti og nýja skó. Kvenfélag Kópavogs, Hamraborg 10. Fundur í dag kl. 20. Upplestur, söngur og kynning á kortagerð. Í dag er fimmtudagur 16. októ- ber, 289. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Hann svaraði þeim: sá sem dýfði hendi í fatið með mér, mun svíkja mig. (Matt. 26, 23.)     Frelsi.is, málgagnHeimdallar, tekur viðtal við Sigurð Kára Kristjánsson alþingis- mann. Hann segir frum- varp Samfylkingarfólks, um heimildir Samkeppn- isstofnunar til að leita á heimilum fólks, ganga allt of langt.     Samkeppnisstofnun erstjórnvald en ekki lögregla. Það er ekki rétt að veita stjórnvaldi svo ríkar heimildir og slíkt getur farið í bága við ákvæði 71. gr. stjórn- arskrárinnar, þar sem kveðið er á um friðhelgi einkalífs, heimilis og fjöl- skyldu,“ segir Sigurður Kári og bendir á að slík heimild myndi ekki að- eins bitna á stjórnend- unum sjálfum heldur einnig öðru heimilisfólki.     Það er engin ástæða tilað færa Samkeppn- isstofnun slík völd, ekki frekar en öðrum stjórn- völdum á borð við skatt- stjóra og Fiskistofu. Ef Samkeppnisstofnun telur þörf á slíkri húsleit á hún að beina þeim grunsemd- um til lögreglu. Það er hinsvegar ástæðulaust að stofna nýja lögreglu, eins og mér sýnist frumvarpið ganga út á,“ segir Sig- urður Kári að lokum.“     Ögmundur Jónassonsegir á ogmundur.is: „Ein af mörgum greinum sem ég staldraði við í Morgunblaðinu um helgina var fjörug grein Atla Harðarsonar um Frjálshyggjuna. Atli virð- ist mér áhugasamur um að strauja út allar póli- tískar átakalínur og í grein sinni giftir hann frjálshyggju og frjáls- lynda jafnaðarstefnu sem hann kallar svo; svo er að skilja að hann telji þessar stefnur vera af sama meiði og að þær byggi á mjög raunhæfum við- horfum.     Á móti þessum merk-isberum skyn- samlegra stjórnmála hafi hins vegar birst ýmsar „óheillakrákur“ í tímans rás. Sennilega er ég í þeim hópi sem Atli skil- greinir sem óheillakrák- ur.     Það skal fúslega við-urkennt að oft sé ég lítinn mun á frjáls- hyggjuíhaldi og kratísku íhaldi. Horfum til Bret- lands! Og með Bretland í huga ætla ég að leyfa mér að beina eftirfarandi spurningu til Atla Harð- arsonar: Ef þú værir ákafur frjálshyggjumað- ur, myndir þú þá ekki treysta Tony Blair ágæt- lega fyrir þínum hug- sjónum?     Og ef sú er raunin,hvar eiga þau okkar þá heima sem hvorugt íhaldið gútera? Varla getum við öll sem erum þessu markinu brennd flokkast sem óheillakrák- ur?“ STAKSTEINAR Samkeppnisstofnun og óheillakrákur MIG langar til að vekja at- hygli á bók Guðrúnar Berg- mann, sem heitir: Gerðu það bara. Þetta er lítil falleg bók sem verðugt er fyrir alla að lesa og lesa oftar en einu sinni, og oftar en tvisvar. Og einnig vil ég vekja at- hygli á www.gardar.com/ hugbrot. Þar er margt sem kemur á óvart og er árang- ursríkt að njóta eins og bók Guðrúnar. Kt. 200754-3529. Hið svokallaða velferðarkerfi Kópavogsbæjar VIÐ hjónin erum ekki ein af þeim sem kvarta þótt eitt- hvað bjáti á, erum svona af gamla skólanum. En nú stendur svo á að við þurfum að leita aðstoðar og þá í þeirri mynd að biðja fé- lagsþjónustu Kópavogsbæj- ar um heimilisaðstoð. Ástæða þess var að ég þurfti að fara í stóra hjartaaðgerð 18. sept. sl. og var ekki hraustur fyrir þar sem ég fékk krabbamein fyrir nokkrum árum. 6. okt. sl. þurfti eiginkona mín að fara í höfuðaðgerð (æxli), svo ástandið var ekki nógu gott. Samt þurfti ég að beita mig hörðu til að leita aðstoð- ar og með aðstoð félagsráð- gjafa á Landspítalanum við Hringbraut var sent bréf 25. sept. sl. til félagsþjónustu Kópavogs þar sem óskað var eftir aðstoð við þrif, já, aðeins þrif. Þar sem ég fékk engin viðbrögð við bréfi mínu hafði ég samband við minn heimlislækni 6. okt. sl. og sagði honum frá stöðu mála. Sagði hann mér síðar sama dag að ég ætti von á símtali frá áðurnefndri félagsþjón- ustu eða heimsókn. Það var ekki fyrr enn 8. okt. sl. að ég fékk heimsókn á mitt heimili frá félagsþjón- ustu Kópavogs. Útskýrði ég heimilisaðstæður aftur, en þess má geta að þær höfðu verið raktar allítarlega í bréfi því sem félagsráðgjafi Landspítala hafði sent. Að loknu viðtali tjáði félags- málafulltrúi mér að málið yrði tekið fyrir 14. okt. og þá hugsanlega, já, segi og skrifa hugsanlega, myndum við hjónin fá aðstoð en ekk- ert væri öruggt í svona mál- um. Miðað við þann tíma sem þetta hafði allt tekið og hve- nær hin hugsanlega aðstoð myndi berast (alls 22–24 dagar) sagði ég fyrrnefnd- um félagsmálafulltrúa að það væru eflaust einhverjir aðrir en við hjónin sem þyrftu meira á þessari að- stoð að halda og afþakkaði „gott“ boð Kópavogsbæjar þar sem ég og eiginkona mín höfum búið samanlagt í 100 ár. Segi og skrifa eitt hundrað ár. Höfum borgað skatta og skyldur til þessa bæjarfélags frá þeim tíma sem lög gera ráð fyrir. Í dag er ég með öllu búinn að missa trúna á þessu svo- kallaða velferðarkerfi míns bæjarfélags og vona að guð gefi að þetta sé ekki eins á mörgum stöðum. Íbúi á velferðarsvæði Kópavogsbæjar, 260838-2029. Dýrahald Elvis er týndur ELVIS er fjögurra ára fress, svartur með hvíta sokka á öllum loppum, með hvíta bringu, alveg svartur í framan en með löng hvít veiðihár. Annað augað er minna en hitt. Hann týndist 3. október líklega í Set- bergs- eða Áslandshverfi í Hafnarfirði. Hann er ólar- laus og ómerktur. Hans er sárt saknað. Þeir sem gætu gefið upplýsingar hafi sam- band í síma 565 1939 eða 695 3697. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Gerðu það bara Morgunblaðið/Ásdís
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.