Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 37 Áskirkja. Opið hús kl. 14–17 í neðri safn- aðarsal fyrir unga sem aldna. Organisti Áskirkju leiðir söng. Allir velkomnir. Fræðslukvöld kl. 20 í safnaðarheimilinu. Sóknarprestur fjallar um sorg og trú. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10– 12. Umsjón Lovísa Guðmundsdóttir. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Org- elleikur, íhugun. Léttur málsverður í safn- aðarheimilinu eftir stundina. Háteigskirkja. Taize-messa kl. 20. For- eldramorgnar frá kl. 10–12. Vinafundir frá kl. 13–15. Landspítali – háskólasjúkrahús. Grens- ásdeild. Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Birgir Ásgeirsson. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12 á hádegi. Gunnar Gunnarsson leikur á org- elið frá kl. 12. Þjónustu annast Sigurbjörn Þorkelsson. Kl. 12.30 er léttur málsverð- ur í boði í safnaðarheimilinu. Samvera eldri borgara kl. 14. Barnakór Laugarness syngur undir stjórn Sigríðar Ásu Guð- mundsdóttur. Umsjón hefur þjónustuhóp- ur Laugarneskirkju, kirkjuvörður og sókn- arprestur. Alfafundur kl. 19. Umsjón hefur Nína Pétursdóttir og með henni hópur sjálfboðaliða, sem langar að kynna gest- um sínum grundvallaratriði kristinnar trú- ar. Skemmtilegt og fræðandi samfélag þar sem matur er á borð borinn og friður og gleði við völd. Neskirkja. Krakkaklúbburinn kl. 14.30. Starf fyrir 8 og 9 ára börn. Sögur, leikir, föndur o.fl. Stúlknakór Neskirkju kl. 16. Kór fyrir 8 og 9 ára stúlkur. Stjórnandi Steingrímur Þórhallsson organisti. Uppl. og skráning í síma 896 8192. NEDÓ-ung- lingaklúbburinn. 8. bekkur kl. 17, 9. bekk- ur og eldri kl. 19.30. BaFa-fundur. Um- sjón Munda og Hans. Félagsstarf aldraðra laugardaginn 18. okt. kl. 14. Samvera á léttu nótunum með Þorvaldi Halldórssyni söngvara. Fram verður borin létt máltíð. Þeir sem ætla að neyta matarins þurfa að tilkynna þátttöku í síma 511-1560 milli kl. 10 og 13 fram á föstudag. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnarneskirkja. Helgistund í íbúðum aldraðra á Skólabraut kl. 13.30. Óháði söfnuðurinn. Tólf sporin, andlegt ferðalag í kvöld kl. 19. Árbæjarkirkja. Kl. 15.15 STN-starf með sjö til níu ára börnum í Selásskóla. Breiðholtskirkja. Biblíulestrar í samvinnu leikmannaskólans og Reykjavíkurpró- fastsdæmis eystra kl. 20–22. Kennari dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur. Digraneskirkja. Foreldramorgnar kl. 10. Leikfimi ÍAK kl. 11.15. Bænastund kl. 12.10. Unglingakór Digraneskirkju kl. 16.30–19. Alfa 2 kl. 19. Fræðslu annast sr. Magnús B. Björnsson. (Sjá nánar: www.digraneskirkja.is.) Fella- og Hólakirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12. Stelpustarf fyrir stelpur í 3., 4. og 5. bekk kl. 16.30. Biblíulestur og helgi- stund í Gerðubergi kl. 10.30–12 í umsjá Lilju djákna. Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl. 10. Dagskráin er fjölbreytt. Boðið er upp á áhugaverða fyrirlestra og skemmtilegar og fræðandi samverustundir. Kirkjukrakk- ar fyrir börn á aldrinum 7–9 ára kl. 17.30–18.30 í Grafarvogskirkju og einnig í Húsaskóla á sama tíma. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 8. bekk í Grafarvogskirkju kl. 20. Hjallakirkja. Opið hús kl. 12. Kirkjuprakk- arar, 7–9 ára starf, kl. 16.30. Lindakirkja í Kópavogi. Kl. 19 Alfa–nám- skeið í Salaskóla. Seljakirkja. KFUM 9–12 ára kl. 17.30. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni kl. 22. Bænarefnum er hægt að koma til prestsins fyrir stundina. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safn- aðarheimili Strandbergs, kl. 10–12. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund (sbr. mömmumorgunn) í dag kl. 13. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi foreldra til að koma saman og eiga skemmtilega stund í notalegu umhverfi. Kaffi og léttar veitingar, spjall, föndur, fyrirlestrar, kynn- ingar og fleira. Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10– 12 ára krakka kl. 16.30–18. Keflavíkurkirkja. Fermingarundirbúningur í Kirkjulundi: kl. 15.10–15.50 8.A. í Holtaskóla, kl. 15.55–16.35 8.B í Holta- skóla. Þorlákskirkja. Bænastund kl. 9.30. For- eldramorgnar kl. 10. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10 mömmumorgunn/foreldramorgunn í safn- aðarheimilinu. Sr. Þorvaldur Víðisson. Kl. 20: Tólf spora vinna heldur áfram í KFUM&K-heimilinu. Fjölskylduhópar hafa verið myndaðir og hefur þeim verið lokað. Sr. Þorvaldur Víðisson og umsjónarfólk. Kl. 20.30 kaffihúsamessa verður í safn- arheimilinu, húsið opnað kl. 20. Gríðar- lega öflugur sönghópur undir stjórn Ós- valds Freys Guðjónssonar bæjarlista- manns mun syngja. Unglingar úr æsku- lýðsfélagi Landakirkju og KFUM&K munu selja kaffi, heitt súkkulaði og vöfflur, og munu þjóna til borðs. Sr. Fjölnir Ásbjörns- son mun leiða stundina. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir vel- komnir. AD KFUM&K. Fundur í kvöld kl. 20. Kirkj- an og trúarlegar bókmenntir á miðöldum. Efni í umsjón Ásdísar Egilsdóttur dósents. Hugleiðing sr. Jón Dalbú Hróbjartsson dómprófastur. Allir karlmenn velkomnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Léttur hádegisverður á vægu verði í safnaðarheimili eftir stund- ina. Hjónanámskeið í safnaðarheimilinu kl. 20. „Á sama báti II:“ Málþing um sam- skipti fólks í ýmsum trúarbrögðum í ís- lensku fjölmenningarsamfélagi nk. laug- ardag í safnaðarheimili kl. 13–16. Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis. Skráning í síma 462-7700 kl. 9– 12. Glerárkirkja. Mömmumorgunn alla fimmtudaga kl. 10–12. Í dag verður sam- vera fyrir eldri borgara í Glerárkirkju. Sr. Sigríður Halldórsdóttir prófessor verður með erindi. Hildur Tryggvadóttir söngkona og Hjörtur Steinbergsson organisti verða með tónlistaratriði. Kaffiveitingar. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 20 ung- lingafundur fyrir 8. bekk og upp úr. Safnaðarstarf Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Áskirkja KIRKJUSTARF Elsku amma mín hefur fengið hvíldina. Þó svo að hún hafi kennt mér að trúa á líf eftir dauðann og hafi sjálf trúað sterkt á framhaldslíf er sársaukinn og söknuðurinn ekki minni. Sem betur fer á ég fjöldann allan af yndislegum minningum um stundir okkar saman sem aldrei verða teknar frá mér og eflaust gætu þær fyllt heila bók, því amma var mér miklu meira en amma. Hún hlúði að mér á þann hátt sem ég mun aldrei gleyma. Fiskbollurnar hennar voru það besta sem ég fékk og var mér ósjaldan boðið í bollur. Ég fékk m.a.s. bollur með mér til Danmerk- ur þegar ég kom síðustu jól. Fyrir nokkrum árum þegar kosningar stóðu yfir hringdi hún í mig og gerði mér tilboð, mér væri boðið í fiskbollur ef ég myndi kjósa „rétt“, að sjálfsögðu kaus ég „rétt“ og fékk bollur í verðlaun og við afi hlógum SIGURLÍN ÁGÚSTSDÓTTIR ✝ Sigurlín Ágústs-dóttir fæddist í Hjallabúð á Snæfells- nesi 1. júlí 1923. Hún andaðist á Landspít- alanum mánudaginn 29. september síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Hafnarfjarðarkirkju 14. október. mikið að ömmu sem vissi vel hvað hún vildi og fékk því framgengt. Amma var mikið náttúrubarn og fór ég ósjaldan með henni í göngur í kringum Hvaleyrarvatn, við gengum um kirkju- garðinn. Við tíndum ber fyrir ofan Hafnar- fjörðinn og gengum um „Hamarinn henn- ar“ eins og hún kallaði hann, hún sýndi mér þar steina sem hún sagði álfa búa í. Amma átti það til að hringja í mig og fá mig til að skreppa með sér í Kringluna og var þá yfirleitt komið við á Kentucky á heimleið- inni. Í Kolaportið fór ég oft með ömmu og afa og var þá keyptur há- karl eða harðfiskur, og komst ég þar að því að amma var mikill prúttari og afar hörð í viðskiptum. Hún amma var svo mikil pæja. Ég var alltaf svo stolt af henni hvert sem ég kom með henni, hún var svo glæsileg kona. Og ekki nema furða að vinkonur mínar í Danmörku héldu að konan við hlið pabba á brúðarmyndunum væri ekki degin- um eldri en 60 ára, þær héldu að hún væri kærasta pabba míns. Sú var montin þegar ég sagði henni þetta. Þetta er aðeins brot af öllum þeim minningum sem ég á um hana. En dýrmætast af öllu var þó kær- leikinn og hlýjan sem hún umvafði mig og alla þá sem hana þekktu. Fjölskyldan var henni afar kær og hún var alltaf stolt af sínum börn- um, barnabörnum og barnabarna- börnum. Við afkomendur hennar elskuðum hana ofurheitt, hve glöð hún tók á móti faðmlagi og kossum á kinn en hún átti þá skilið þús- undfalda. Minningarnar eru enda- lausar og gott að eiga þær til að hlýja sér um hjartaræturnar. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt ynd- islegan tíma með ömmu bæði síð- ustu jól þegar hún sat með okkur brúðhjónunum við háborðið og eins síðasta sumar þegar hún fékk að koma heim af spítalanum og við sváfum saman á Hringbrautinni eftir vel heppnaða afmælisveislu í tilefni áttræðisafmælis hennar. Ömmu hrakaði mikið þegar ég var nýkomin til landsins í stutta heimsókn í lok september, og er ég svo mikið fegin að ég gat setið hjá henni síðustu daga hennar. Hún var orðin mikið veik en hún þekkti mig, brosti til mín og leitaði eftir hendi minni. Að fá að sitja hjá henni og halda um hönd hennar er hún hætti smám saman að draga andann gerir mér sorgina þó léttbærari því ég fann hvernig friðurinn færðist yfir hana og hún fékk hvíldina. Í hjarta mínu veit ég að nú líður henni vel þótt það sé erfitt að sætta sig við að hún sé ekki hjá mér lengur. Þau afi dansa nú saman falleg, hamingjusöm og heilbrigð í paradís. Blessuð sé minning minnar ást- kæru ömmu. Heiða Björg Gústafsdóttir. ✝ Baldur Þórir Ein-arsson fæddist á Vattarnesi 19. sept- ember 1916. Hann lést aðfaranótt 7. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Einar Ásgeirsson, síðar bóndi að Hurð- arbaki í Kjós og Ragnheiður Ólafs- dóttir ættuð úr Rang- árvallasýslu, hún fluttist til Vancouver í Kanada. Baldur á fjögur hálfsystkini, Dóru og Thelmu, sammæðra, búsettar í Kanada og Þorstein og Hreindísi, samfeðra, búsett í Reykjavík. Baldri var komið í fóstur hjá hjónunum Jóni Steingrímssyni og Kristínu Jónas- dóttur í Steinholti á Eskifirði, þar var síðan heimili hans. Fóstur- systkini Baldurs eru Nikolína Guðmundsdóttir, látin og Jónas Þórðarsson, býr í Reykjavík. Við andlát Kristínar tók Nikolína við húsmóðurhlutverkinu. Hún tók í fóstur Svölu Auðbjörnsdóttur, sem er látin. Árið 1952 fluttist inn í heimilið í Steinholti Jóhanna Sigríður Jó- hannsdóttir, Jóhannsdóttir f. 21.3. 1911, d. 27.6. 1985, dóttir Jóhanns Sigurðssonar og Þórunnar Sig- urðardóttur. Jó- hanna var ekkja Hreggviðs Sveins- sonar í Dvergasteini, d. 3. júní 1946. Börn þeirra eru Sigtrygg- ur, Jóhann Sigurþór og Kristín Ingigerð- ur. Í Steinholt kom Jóhanna með syni sína en dótturinni var komið í fóstur hjá þeim Jóni Sig- tryggssyni og Sigur- björgu Jóhannsdótt- ur. Baldur og Jó- hanna hófu sambúð og er sonur þeirra Jón Steingrím- ur, kvæntur Friðgerði Marías- dóttur. Synir þeirra eru Pétur Friðgeir, Baldur Einar og Jóhann Örn. Baldur vann almenna verka- mannavinnu. Mest var hann við sjóinn og fór á vertíðir á Horna- fjörð og stundaði sjóinn frá Eski- firði. Hann gerðist utanbúðar- og lagermaður hjá Kaupfélaginu Björk árið 1947, tók á móti skip- um og flutningabílum og lestaði vörur og starfaði sem slíkur allt fram þar til hann komst á eftir- laun. Útför Baldurs fór fram frá Eskifjarðarkirkju laugardaginn 11. október. Ég hitti hann fyrst um hásumar fyrir um aldarfjórðungi. Veðrið var eins og best gerist á Eskifirði, sól og hiti, hnúkaþeyr. Sjálfsagt hefur hitinn samt verið undir tutt- ugu og fimm stigum því eins og alltaf var Baldur í sjóarapeysu með rauðan klút um hálsinn og sixpensarann á höfði. Við kynntum okkur og tókumst í hendur. Hand- takið var hvorttveggja í senn þétt og feimnislegt, höndin þykk og gróin siggi, kankvíslegt bros á andlitinu. Ég held við höfum orðið vinir samstundis. Fundum okkar bar saman vegna þess að það hafði orðið að ráði að sá sem þetta skrif- ar yrði kaupfélagsstjóri á Eski- firði. Það fór því ekki hjá því að samskipti okkar yrðu mikil næstu árin. Baldur hafði verið starfandi hjá Pöntunarfélaginu og þar áður Kaupfélaginu Björk sem verslun- armaður, pakkhúsmaður, skipaaf- greiðslumaður og „altmuglig- mand“ árum saman. Það var ekki ónýtt ungum stjórnanda að eiga hann að við hin ýmsu mál sem taka þurfti á. Reyndar var það þannig að okkur skipti ekki máli hver var undir- eða yfirmaður. Þannig gat ég átt von á ádrepu ef honum fannst eitthvað mega betur fara. Þá var talað tæpitungulaust en allt af góðum hug. Sjálfur var Baldur vakinn og sofinn við störf- in. Strandferðaskip komu yfirleitt alltaf um helgar, oftast á nóttunum en hann hafði ekki áhyggjur af klukkunni eða hvíldartímaákvæð- um. Að auki þurfti að sinna fénu, en Baldur hélt allnokkrar ær á þessum árum í litlu fjárhúsi bak við Steinholt. Mér er nær að halda að ósérhlífnari manni hafi ég ekki kynnst. Fjölskylduaðstæður Bald- urs voru erfiðar á þessum árum. Heima lá Jóa konan hans rúmföst vegna langvinnra veikinda og fötl- unar í kjölfar þeirra. Það gafst því ekki alltaf tími til hvíldar þegar heim var komið. En ekki varð hon- um misdægurt. Ja, að undanskild- um tveimur hjartaáföllum þegar hann var í hendingskasti fluttur á Norðfjörð. En von bráðar var hann kominn aftur eins og ekkert hefði í skorist og hlífði sér hvergi. Dugði þá lítt að vitna til ráðlegg- inga lækna um að fara sér hægt. Ef kvef sótti að var klúturinn hnýttur aðeins þéttar um hálsinn og á eldhúsborðinu heima var lögg sem var hellt út í kaffið þegar þangað var komið. Þrátt fyrir vinskap okkar kast- aðist stundum í kekki, enda báðir þrjóskir. Ég man að við fórum í þagnar-þrjóskubindindi sem tóku nokkurn tíma en lauk um síðir og við gátum þá þráttað ögn um hvor hafði gefið fyrr eftir. Eftir að við hjónin fluttum suður hittumst við Baldur örsjaldan, en heyrðumst stöku sinnum í síma þrátt fyrir ódugnað minn við að hringja í hann. Það voru fagn- aðarfundir, mikið hlegið og tvíræð- ar sögur á lofti. Alltaf lauk sam- tölum okkar með: „Og kysstu nú Mæju mína vel“. Við hittumst síð- ast fyrir nokkrum misserum þegar hann neyddist til Reykjavíkur í lækniserindum. Þá var skipt um augastein í karli og færðist hann allur í aukana við það. Við áttum þá góða stund saman, hlógum og gerðum að gamni okkar. Við kvöddumst með handabandi og faðmlagi. Handtakið var þétt, ennþá feimnislegt, höndin ennþá þykk og gróin siggi. Ég lofaði að kyssa Mæju vel þegar ég kæmi heim. Baldur var við góða heilsu, fór allra sinna ferða á bílnum og bjó heima í Steinholti allt þar til hann var fluttur á sjúkrahúsið á Norð- firði nokkrum dögum fyrir andlát- ið. Þar lést hann aðfaranótt þriðju- dagsins 7. október sl. Við Mæja sendum Jóni og Fríðu, barnabörn- unum, stjúpbörnunum og fjöl- skyldum þeirra innilegustu sam- úðarkveðjur. Ég er ríkari af því að hafa kynnst Baldri vini mínum. Því er hann kært kvaddur. Þorsteinn Sæmundsson. BALDUR EINARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.