Morgunblaðið - 16.10.2003, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 16.10.2003, Qupperneq 41
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 41 ÁKVEÐIÐ hefur verið að að fresta stækkun Grand hótels Reykjavíkur um eitt ár. Helgast frestunin af ýms- um utanaðkomandi aðstæðum svo og af þeirri miklu vinnu við endan- lega hönnun byggingarinnar. Útlit er fyrir því að endanlegar teikningar verði samþykktar á næstu dögum. Verkfræðihönnun er vel á veg komin og er fyrirhugað að fara í útboð á næstu mánuðum og að framkvæmd- ir geti hafist næsta haust. Ætlunin er að opna stækkað hótel í mars 2006. Einnig er ætlunin að fram- kvæma á næstu mánuðum ýmsar þær breytingar við eldri bygginguna sem flýta munu fyrir væntanlegri stækkun. Ástæða er til að lýsa furðu yfir ummælum í kynningarbæklingi fé- lagsins TR ehf. um Grand hótel Reykjavík. En þetta nýstofnaða fé- lag, TR ehf. sem stendur fyrir vænt- anlegri byggingu tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar á hafnarbakk- anum í Reykjavík og er í eigu Reykjavíkurborgar og ríkisins, dylgjar um vangetu eigenda Grand hótels Reykjavíkur til að stækka það í bæklingi sem félagið hefur gefið út til kynningar á sínu verkefni. Er full- yrt að eigendur Grand hótels séu ófúsir eða óhæfir eða „unwilling or unable“ til að ráðast í stækkunina. Er óskiljanlegt að svo ósmekklega sé veist að eigendum Grand hótels. Eru dylgjur þessar brot á góðum viðskiptaháttum og TR ehf. til lítils sóma. Það er eitt að gefa út pésa um verkefni sem byggir á mikilli bjart- sýni og miklum væntingum en ann- að, í því skyni að gera verkefnið álit- legra, að vera með dylgjur og skítkast út í aðra sem eru starfandi úti í hinum harða heimi samkeppn- innar og hafa greitt fyrir sína að- stöðu fullu verði. Staðreyndin er sú að eigendur Grand hótels Reykjavíkur hafa vilj- að fara að öllu með gát og vanda framkvæmdir eins og kostur er. Unnið hefur verið með ýmsar tillög- ur um stækkun og þær þróaðar áfram í því skyni að vanda sem best til verksins enda er um kostnaðar- sama og viðamikla framkvæmd að ræða sem standa mun um ókomin ár. Sú aðgát og vandvirkni við stækk- unaráformin þýðir auðvitað alls ekki að eigendur Grand hótels Reykja- víkur séu „unwilling or unable“ til framkvæmda svo vitnað sé til skýrsl- unnar. Hvað varðar bækling TR ehf. og þær forsendur sem þar eru greindar um verkefni félagsins þá er bent á að í forsendum gætir mikillar bjartsýni. Sýnist nauðsynlegt að stjórnmála- menn og fagmenn gagnrýni forsend- ur verkefnisins á faglegan hátt áður en ráðist verður í framkvæmd sem nemur á annan tug milljarða. Ella kann illa að fara. ÓLAFUR TORFASON, f.h. Grand hótels Reykjavíkur hf. SIGNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR, f.h. Húseignarfélagsins Sigtún 38 ehf. Dylgjur í kynningar- bæklingi TR ehf. Frá Ólafi Torfasyni og Signýju Guðmundsdóttur Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15 Föt fyrir allar konur Kringlan 8-12, sími 568 6211 Skóhöllin, Firði, sími 555 4420 KRINGLUKAST fim - fös - lau - sun Nýtt kortatímabil 2.990 áður 4.990 st. 36-42 svartir/brúnir 3.990 áður 6.990 st. 40-47 svartir 2.990 áður 3.990 loðfóðruð gúmmístígvél st. 21-39 rauðir/bláir/svartir 2.990 áður 4.990 st. 36-41 brúnir Hverafold 1-3 • Torgið • Grafarvogi • Sími 577 4949 Opnunartími: Kl. 11-18 mánudag-föstudags, kl. 12-16 laugardag Gallabuxna- tilboð 16. okt. 17. okt. 18. okt. 30% afsláttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.