Morgunblaðið - 25.10.2003, Side 29

Morgunblaðið - 25.10.2003, Side 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 29 PÍANÓKONSERTINN nr. 21 eftir Mozart er nánast heimilisvinur allra er unna klassískri tónlist og eitt af þeim verkum meist- arans, þar sem allt gengur upp í formskip- an, samfléttan ritháttar fyrir hljómsveitina og píanóið og syngjandi lagferlið, á svo sjálf- sagðan hátt, að hvergi vantar á eða má við bæta. Fyrsti kaflinn er viðamestur, annar kafl- inn undurfagur og lokakaflinn fjörugur, sem sagt undursam- lega fullkomin tónlist. Það er auðvitað erfitt að leika slíkt verk og þó margt væri fallega gert bæði af hljómsveit og einleikara, vantaði skarpleika í fyrsta kaflann, sönginn í hæga kafl- ann en einna bestur var lokakaflinn. Það er ekki allra að stjórna og leika en ef stjórnanda og einleikara kemur vel saman, er hugsanlegt að hvor fyrir sig geti einbeitt sér að sínu meir en þegar einn þarf að huga að stjórninni, samtímis því að vera ein- leikari. Þrátt fyrir þetta var margt fallega gert og samleikur hljómsveit- ar og einleikara víða góður, enda verkið sótt í gullastokk Mozarts og því er ræðan og snilldin fyrst og fremt hans. Annað verkið á efnisskránni var sinsónía nr 5 eftir Prokofíev, verk sem hann samdi 1944, á meðan stríðsæði síðari heimsstyrjaldarinn- ar var að snúast Rússum í hag. Verk- ið var fyrst flutt undir stjórn höf- undar í upphafi árs 1945 og í nóvember sama ár stjórnaði Koussevitskí því tví- vegis vestur í Banda- ríkjunum og gat þess, að það væri meistara- verk og eitt af þeim bestu sem samin hefðu verið á okkar tímum. Verkið var mjög vel flutt af Sinfóníu- hljómsveit Íslands und- ir stjórn Philippe Entremont, er valdi verkinu snurðulausa framvindu, oft glæsi- lega og náði einnig oft að laða fram töluverða leikglettni, eins og t.d. í miðþættin- um, sem er smellin tónsmíð, ekta Prokofíev. Hljómsveitarrithátturinn er víða einstaklega glæsilegur og þar sem mest tók í, fór sinfóníuhljóm- sveitin oft á kostum. TÓNLIST Háskólabíó Viðfangsefni tónleikanna voru píanó- konsert nr. 21, K. 467 eftir Mozart og sinfónía nr. 5 eftir Prokofiev. Stjórnandi og einleikari: Philippe Entre- mont. Fimmtudagurinn 23. október, 2003. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Snurðulaus framvinda Jón Ásgeirsson Philippe Entremont HLJÓMSVEIT Tónlistarskólans í Reykjavík heldur tónleika í Nes- kirkju kl. 17 í dag. Þar verða flutt Pulcinella – svíta eftir Igor Stravinsky byggð á stefjum eftir Giovanni Battista Perg- olesi, Konsert fyrir tvær fiðl- ur í d-moll eftir J. S. Bach og Sinfónía nr. 4 í A-dúr op. 90 eftir Felix Mendelssohn. Einleikarar eru fiðluleikararnir Greta Salóme Stefánsdóttir og Magdalena Olga Dubik. Stjórnandi er Gunnsteinn Ólafs- son. Nemenda- tónleikar í Neskirkju Gunnsteinn Ólafsson Í SÝNINGARSAL Norræna hússins verður opnuð í dag samsýning listamannanna sem reka Meistara Jakob gallerí á Skólavörðustíg 5. Sýningin er í tilefni þess að fimm ár eru lið- in frá stofnun gallerísins. Listamennirnir eru Aðal- heiður Skarphéðinsdóttir, Að- alheiður Valgeirsdóttir, Auður Vésteinsdóttir, Elísabet Har- aldsdóttir, Guðný Hafsteins- dóttir, Guðný Magnúsdóttir, Kristín Sigfríður Garðarsdótt- ir, Kristín Geirsdóttir, Sari Maarit Cedergren, Þorbjörg Þórðardóttir og Þórður Hall. Tveir nýir meðlimir hafa ný- verið bæst í hópinn og verða með á sýningunni, þau eru Valgarður Gunnarsson og Magdalena Margrét Kjartans- dóttir. Sýningin eru í boði Nor- ræna hússins. Hún er opin alla daga, nema þriðjudaga, kl. 12– 17. Hún stendur til 16. nóv- ember. Afmælis- sýning Meistara Jakobs Hlégarður kl. 18.30 Hagyrðinga- mót Karlakórsins Stefnis. Þátttak- endur eru, auk Stefnis, hagyrðingar frá Fóstbræðrum, Langholts- kórnum, Reykjalundarkórnum og Vox Feminae. Veitingahúsið Þorpið, Patreks- firði kl. 16 Sigurbjörn Sævar Grét- arsson áhugaljósmyndari sýnir ljós- myndir á sýningunni „Þorpið mitt“. Myndirnar eru teknar á Patreks- firði, en sýningin er að hluta til svarthvítar myndir af gömlum hús- um á staðnum. Sigurbjörn fer með gestum um sýn- inguna. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is MÖGULEIKHÚSIÐ við Hlemm sýnir Völuspá eftir Þórarin Eld- járn í þetta eina sinn á sunnudag kl. 16. Sýningin hlaut Grímuna – ís- lensku leiklistarverðlaunin sem barnasýning ársins 2003. Sýningin hefur verið sýnd víða um heim und- anfarin misseri, m.a. í Rússlandi, Svíþjóð, Kanada, Færeyjum, Finn- landi og Bandaríkjunum auk þess sem henni hefur nú verið boðið til Þýskalands og London. Verkið byggist á hinni fornu Völuspá og veitir áhorfendum sýn inn í hugmyndaheim heiðinnar goðafræði. Þar segir m.a. frá fróð- leiksfýsn Óðins, græðgi í skálda- mjöðinn og forvitni hans um nútíð og framtíð. Leikstjóri er Peter Holst, Guðni Franzson stýrði tónlistinni og leik- mynd og búninga hannaði Anette Werenskiold. Pétur Eggerz leikur öll hlutverkin og Stefán Örn Arn- arson leikur á selló. Aukasýning á Völuspá

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.