Morgunblaðið - 25.10.2003, Page 33

Morgunblaðið - 25.10.2003, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 33 NÚ ÞEGAR Norður-landaráðsþing hefst í Óslónk. mánudag er mikilvægtað muna að norrænt sam- starf er ekki einangrað frá umheim- inum heldur er það hluti af aukinni alþjóðavæðingu. Samstarfið er lif- andi ferli í sífelldri þróun sem tekur breytingum í takt við umhverfið. Samrunaþróun Evrópu hefur mikil áhrif á Norðurlönd og er í raun stór áskorun fyrir norrænt samstarf. Stækkun Evrópusambandsins eyk- ur þörfina á að Norðurlönd hafi samráð um hagsmunamál sín í Evr- ópusamstarfinu og á það jafnt við norrænu ESB-löndin og Ísland og Noreg sem valið hafa að tengjast Evrópu með EES-samningnum. Staða norræns samstarfs í breyttri Evrópu er einmitt eitt af helstu málunum sem tekin verða til um- fjöllunar á Norðurlandaráðsþinginu. Annað stórt og mikilvægt mál sem fyrir þinginu liggur er áframhald- andi vinna við að afnema landa- mærahindranir á Norðurlöndum. Í fljótu bragði virðist um tvö óskyld mál að ræða en þegar betur er að gáð eru þau tengd. Norðurlöndin í evrópsku samstarfi Samstarf Evrópuríkjanna bæði breikkar og dýpkar þegar 10 ný að- ildarríki bíða inngöngu í ESB og metnaðarfull stjórnarskrá með um- fangsmiklum stjórnsýsluumbótum er í bígerð. Stækkun sambandsins felur í sér ný tækifæri fyrir Norð- urlandaráð því flest bendir til þess að samstarf ríkjahópa með sameig- inleg gildi og hagsmuni muni aukast til muna innan ESB. Norðurlönd hafa valið ólíkar leið- ir til þátttöku í yfirstandandi sam- runaþróun Evrópu og raunar ólíkar leiðir til þátttöku innan ESB t.d. hvað varðar evruna. Hvað sem því líður er Evrópuréttur fyrirferð- armikill í löggjöf allra Norðurlanda, jafnt þeirra sem taka þátt í mótun hans sem og þeirra sem standa utan þeirrar ákvarðanatöku. Þrátt fyrir að Norðurlönd hafi valið ólíkar leið- ir á þessum sviðum breytir það ekki því að löndin hafa svipaða hagsmuni og lífsgildi sem þau standa best vörð um í sameiningu. Norð- urlöndin hafa, hvert í sínu lagi, byggt upp háþróuð velferðar- og menntakerfi sem eru mörgum ríkj- um fyrirmynd. Þau búa við sterka lýðræðishefð, öflugt réttarríki og fé- lagslegan jöfnuð. Með samstöðu og samstarfi í Evrópumálum standa Norðurlöndin mun sterkari að vígi til að þoka gildum sínum og hags- munum í Evrópu. Norðurlönd sem fyrirmynd Norðurlöndin eru öflug heild sem oft á tíðum hefur haft forystu um breytingar og orðið öðru svæð- isbundnu samstarfi fyrirmynd. Skýr dæmi um þetta eru sameiginlegur vinnumarkaður og vegabréfa- samstarf Norðurlanda sem komið var á fót áratugum áður en slíkt hið sama varð raunin innan ESB. Ann- að dæmi er jafnréttismálin en þó að ýmislegt skorti á að fullu jafnrétti sé náð, t.d. í launamálum, er hlutur kvenna samkvæmt flestum mæli- stikum betri á Norðurlöndum en annars staðar í Evrópu og raunar heiminum öllum. Framsækin um- hverfisstefna hefur einnig vakið at- hygli umheimsins. Með því að vera fyrirmynd hvað varðar þjóðfélagsbyggingu og sam- starf á milli þjóða hafa Norðurlönd sem ríkjahópur styrkari stöðu til að hafa áhrif á alþjóðavettvangi. Til að tryggja þá frumkvöðlastöðu Norð- urlanda áfram er mikilvægt að fyrir liggi skýr framtíðarsýn fyrir nor- rænt samstarf og að Norðurlönd verði áfram skrefi framar í framþróun. Landamærahindranir Ef Norðurlönd vilja halda þeirri stöðu að geta verið öðrum Evr- ópuþjóðum fyrirmynd er mikilvægt að vandamál varðandi landamæra- hindranir á Norðurlöndum verði leyst hið bráðasta. Lausn á landa- mærahindrunum hefur verið for- gangsmál á yfirstandandi starfsári en samkvæmt Norrback-skýrslunni sem kynnt var á síðasta ári þurfa einstaklingar sem nú um stundir flytja á milli Norðurlanda að kljást við ýmsar tæknilegar hindranir og vandamál. Um 300.000 Norður- landabúar búa annars staðar á Norðurlöndum en í heimalandi sínu og upp hafa komið margvísleg vandamál tengd almannatrygg- ingum og skattlagningu á tekjum, eftirlaunagreiðslum og ýmiss konar bótum á milli landa. Í skýrslunni kom fram að víða er pottur brotinn varðandi það að farið sé eftir nor- rænum samningum um réttindi Norðurlandabúa og að hluti vand- ans er vanþekking embættis- mannakerfisins. Þrátt fyrir þessi vandamál eru erfiðleikar við að flytjast á milli Norðurlanda mun minni en á milli ESB-ríkjanna. Norðurlönd hafa haft sameiginlegan vinnumarkað mun lengur en ESB og helmingi algengara er að Norð- urlandabúar búi og starfi annars staðar á Norðrulöndum en í heima- landi sínu en að íbúi ESB geri slíkt hið sama. Takist Norðurlöndunum að ryðja landamærahindrunum úr vegi standa þau sterkar að vígi sem svæði í örum vexti sem getur þá með auknum þunga gert tillögur að norrænum lausnum á evrópskum vettvangi og ýtt undir að Evrópa lagi sig að Norðurlöndum ekki síður en að Norðurlönd aðlagi sig Evr- ópu. Staða Íslands Norrænt samstarf hefur verið Ís- lendingum einkar happadrjúgt á liðnum árum og áratugum og spannað vítt svið eins og atvinnu-, mennta- og menningarmál. Hér er þó hvorki staður né stund til að tí- unda margvíslegan ávinning okkar af því. Oft gleymist í þeirri umræðu hve samstarfið hefur mikið gildi fyrir alþjóðasamskipti okkar. Norð- urlöndin eru okkar nánustu banda- menn í alþjóðamálum og leitum við fyrst eftir stuðningi bræðraþjóða okkar þegar mikilvæg hagsmuna- mál Íslands ber upp á vettvangi al- þjóðasamfélagsins. Ljóst er að Ísland nýtur góðs af norrænu samstarfi í Evrópumálum enda er þar vettvangur til viðræðna við þau af ríkjum ESB sem tengjast okkur nánustu böndum. Þar mæt- um við velvilja og getum mælt fyrir áherslumálum okkar í Evrópusam- starfinu með fullum skilningi á ís- lenskum aðstæðum og sérstöðu. Hvort sem við Íslendingar ákveðum að halda tengslum okkar við ESB í gegnum EES-samninginn eða sækj- um um aðild að ESB einhvern tíma í framtíðinni er það stuðningur frændþjóðanna sem við reiðum okk- ur á. Í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir um framtíð EES-samningsins er það afar jákvætt fyrir okkur að staða og hlutverk Norðurlanda í Evrópu sé í brennidepli í norrænu samstarfi. Norðurlandasamstarfið mun eftir sem áður vera okkar mik- ilvægasti pólitíski samráðsvett- vangur í Evrópumálum og brú okk- ar til álfunnar hvernig sem við kjósum að haga tengslum okkar við hana. Norrænt samstarf í nýrri Evrópu Eftir Jónínu Bjartmarz Höfundur er alþingismaður og formað- ur Íslandsdeildar Norðurlandaráðs. málum. Í samningnum felst viljayfirlýsing beggja aðila um víðtækt samstarf, en með- al þess sem þegar hefur verið gert má nefna byggingu rannsóknarstofu fyrir gæðaeftirlit með sjávarfangi sem komin er í fullan gang undir stjórn íslenskra sér- fræðinga. Það hefur svo sannarlega verið lær- dómsríkt að heimsækja Afríku þessa síð- ustu daga og vafalaust mun margt af því sem Íslendingar hafa orðið áskynja nýtast í þeirri stefnumótun til framtíðar sem nú er unnið að í utanríkisráðuneytinu, enda bendir margt til þess að á Íslandi hafi skapast þverpólitísk samstaða um aukna þróunarsamvinnu á næstu árum. Því ber svo sannarlega að fagna. Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna yf- ir menntunarstig, lífslíkur og þjóðartekjur. Því fer hins vegar fjarri að uppgjöf sé ríkjandi í þessu fallega og stórbrotna landi. Kraftur og uppbygging einkennir mann- lífið í höfuðborginni og alls staðar má sjá stórhýsi í byggingu. Nýtt og risavaxið ál- ver hefur aukið hagvöxt og útflutnings- tekjur til mikilla muna, sem og nýleg gas- leiðsla sem liggur til nágrannaríkisins Suður-Afríku. Þá er ótalinn uppgangur í sjávarútvegi sem skapar sífellt fleirum at- vinnu í landinu, eykur gjaldeyristekjur og fæðir vitaskuld stóran hluta landsmanna á hverjum degi. Íslendingar hafa heilmikið til málanna að leggja í sjávarútvegi og í vikunni var undirritaður tímamótasamningur milli Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og sjávarútvegsráðuneytisins í Mósambík um samstarf til þriggja ára í sjávarútvegs- nileg heimsókn til AVIMAS, a ekkna og einstæðra mæðra, ku sendinefndinni heim sann- ina fyrir verkefni af þessu tagi. unnið að því að uppfræða kon- ndi þeirra og barna þeirra, t.d. u um kynsjúkdóma, barneignir e, héraði skammt utan við höf- hefur ÞSSÍ reist heilsugæslu- við Rauða krossinn, bæði á Ís- ósambík og gengist fyrir brigðisstarfsfólks á svæðinu. einnig samstarf við Hjálp- junnar um vatnsöflun í Tete- mikill meirihluta landsmanna í ifir við mikla fátækt og jafnvel iri en sex af hverjum tíu hafa iptanna en sem nemur einum dal og á þessu ári skipar Mós- sæti af alls 175 þjóðum á lista éf Höfundur er formaður stjórnar Þróunarsam- vinnustofnunar Íslands og aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Morgunblaðið/Þorkell í Tete-héraði í Mósambík. Oft þurfa menn að fara langa leið til að fá neysluhæft vatn, jafnvel tugi kílómetra. arbrjóst þeirra ríkja sem berjast fyrir al- þjóðasamningi um reglur fyrir vopna- viðskipti í heiminum. Við höfum unnið með mjög virkum hætti að öryggismálum á nor- rænum vettvangi og komið á dagskrá hlut- um eins og borgaralegum, friðsamlegum og fyrirbyggjandi aðgerðum á átakasvæð- um, nýrri skilgreiningu á öryggishugtak- inu ásamt fleiru. Barátta vinstri grænna í Norð- urlandaráði snýst um að Norðurlöndin þori að halda sjálfstæði sínu og sjálfstæðri rödd í samfélagi þjóðanna á evrópska og hnatt- ræna vísu; þau standi vörð um velferð- arsamfélög sín og geri lýðræði og mann- réttindum hátt undir höfði. Því aðeins hafa Norðurlöndin hlutverki að gegna úti í hin- um stóra heimi að þau þori að vera þau sjálf, vera öðrum fyrirmynd, séu óhrædd við að tala fyrir gildum sínum sem eru frið- samleg og lýðræðisleg samvinna sjálf- stæðra ríkja á jafnræðisgrunni. Norð- urlandaráð og norrænt samstarf almennt er viðurkennt sem eitt glæsilegasta dæmið um árangursríka svæðissamvinnu af því tagi á heimsvísu. Allt þetta og miklu meira til verður rætt í Stórþingshúsinu í Osló í næstu viku. flutt er inn frá atvinnuleysis- og láglauna- svæðum verði til þess að grafa undan öllum þeim réttindum launafólks sem hefur kost- að áratugabaráttu að byggja upp. Hin hlið- in tengist því að starfsemi verði flutt út til þessara landa og gert þar út á atvinnuleysi og neyð fólks. Málið hefur því á sér ýmsar hliðar. Þær jákvæðu eru að sjálfsögðu að íbúum þess- ara landa, ekki síst ungu fólki, opnast ýms- ir möguleikar sem áður voru lokaðir. Von- andi getur það gagnast báðum aðilum. Jákvæð þróun á Írlandi sl. 10–15 ár er oft tekin sem dæmi um hið ákjósanlega sem gæti gerst en dæmin um hið gagn- stæða eru því miður allt of mörg. Öryggismál á dagskrá í norrænu samstarfi Lengi vel voru öryggismál ekki til um- ræðu á Norðurlandaráðsþingum. Slíkt er nú liðin tíð og á seinni árum hafa umræður iðulega orðið hvað líflegastar þegar þau mál ber á góma. Nýlega skildi leiðir Norðurlandanna þegar Ísland og Danmörk studdu hern- aðaraðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Ekki er ólíklegt að það beri á góma nú. Við í vinstrigræna flokkahópnum höfum lagt til að Norðurlöndin skipi sér í fylking- um leið og öll Norðurlöndin ameiginlegur vinnumarkaður rnir haft frjálsan rétt til ferða- nnuleitar innan svæðisins. Nor- lið hefur því sannað að þetta gt samábyrgt velferðarkerfi og orgara og atvinnulífs þurfa síð- ð vera andstæður. u framundan miklar breytingar. æni vinnumarkaður er að opnast ðildarríkjum Evrópusambands- un maí á næsta ári. Það gildir sland og Noreg vegna aðildar nri markaði Evrópusambands- velli EES-samningsins. Í nýrri kýrslu, „Vinna fyrir alla – nor- rhorn á opinn samevrópskan að“ er bent á mörg krefjandi úr- en einnig möguleika sem þess- eytingar færa okkur upp í pbygging vinnumark- gs í Eystrasaltsríkjunum og í afar brotakennd. Þátttaka í lögum er lítil, vinnuveitenda- k og lítil hefð fyrir miðlægum og m kjarasamningum. m neikvæðar hliðar hnattvæð- engjast tilraunum til fé- ndirboða er framferði ítalska Impregilo við Kárahnjúka. einmitt sú að ódýrt vinnuafl sem Höfundur er alþingismaður og formaður Vinstri grænna. g vinna saman

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.