Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ 26 FÉLLU Í ÍRAK Að minnsta kosti tuttugu og sex fórust í sprengjutilræði í borginni Nasiriyah í suðurhluta Íraks í gær- morgun. Átján ítalskir lög- reglumenn voru í hópi látinna, auk átta Íraka. Ítalska þjóðin er felmtri slegin vegna tíðindanna en Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, segir ekki koma til greina að kalla ítalska hermenn frá Írak. Hneyksli í Litháen Sérstök þingnefnd í Litháen segir að sannanir liggi fyrir um að nokkrir af nánustu ráðgjöfum Rolandas Pak- sas, forseta Litháens, hafi verið í slagtogi við skipulögð glæpasamtök. Þá hefur nefndin einnig séð gögn sem sýna að fjármögnun alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka hefur farið fram í gegnum Litháen. Vandi bænda flókinn Þrír þingmenn Samfylkingarinnar sögðu á Alþingi í gær að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að greiða 140 milljónir til sauðfjárbænda væri engin framtíðarlausn. Sögðu þeir vanda þeirra vera margþættan og flókinn. Landbúnaðarráðherra undraðist málflutninginn og sagði Samfylkingarmenn ráðast á sig. Nauðlent með Íslendinga Tveir Íslendingar voru með í för er þota breska flugfélagsins British Airways nauðlenti í Las Vegas í gærmorgun. Þotunni, sem var á leið frá Los Angeles til London, var lent í skyndi eftir að reykur myndaðist í stjórnklefa hennar. Íslendingarnir eru ómeiddir og komnir til London. Aukning á kamfýlóbakter Hlutfall jákvæðra kamfýlóbakter- sýna hefur aukist um allt að helming síðan í fyrra, samkvæmt nið- urstöðum eftirlitsverkefnis sem komu út í gær. Af 64 sýnum voru 38 ýmist með rangt eða ekkert númer sem notað er til þess að rekja upp- runa framleiðslunnar. Hákon og Mette á Siglufjörð Hákon, krónprins Noregs, og Mette Marit prinsessa, eiginkona hans, munu koma til Íslands á næsta ári og að öllum líkindum heimsækja Siglufjörð í tilefni 100 ára afmælis síldarvinnslunnar þar í bæ, en Norð- menn áttu stóran þátt í uppgangi síldarvinnslu í upphafi síðustu aldar. 13. nóvember 2003 Spjaldadælur Einfaldar, tvöfaldar, þrefaldar Stærðir: 6 - 227 cm3/sn. T6 240 bar, T7 300 bar Spilverk ehf. Skemmuvegi 8, 200 Kópavogi, sími. 544 5600, fax. 544 5301 Kína er og verður miðstöð fiskvinnslu í heiminum, unnið úr 250.000 tonn- um af fiski og sóknarfæri í þorskeldi Landiðogmiðin Sérblað um sjávarútveg úrverinu FRYSTINGU hefur verið hætt um borð í togskipinu Þórunni Sveinsdóttur VE frá Vestmannaeyj- um en aflinn er í stað þess ísaður um borð og sendur ferskur á mark- aði. Þegar fram líða stundir er fyr- irhugað að flaka fiskinn um borð og senda flökin fersk á erlenda mark- aði með gámum. Sigurjón Óskarsson, útgerðar- maður Þórunnar Sveinsdóttur VE, segir ástæðuna fyrir breytingunum einfaldlega vera að verð á sjófryst- um afurðum hefur lækkað verulega að undanförnu. Þannig hafi verð á sjófrystri ýsu lækkað um nærri þriðjung og um fjórðung á ufsa. Hann segir auk þess ekkert því til fyrirstöðu að flaka fiskinn um borð og flytja flökin fersk á markað með gámum, ef tilraunir í þá veru gefa góða raun. „Við ætlum að ísa fiskinn til að byrja með og sjá hvernig þetta fyrirkomulag reynist. Við höfum hins- vegar mögu- leika á að flaka fiskinn um borð og senda flökin út fersk. Við erum með flökunarvél og hausara um borð og getum sett flökin beint í ískrapa. Við munum fylgjum vel með þeirri þróun sem er að verða í sjóflutningum á ferskum flökum. Ef hægt verður að koma flökunum ferskum á markað sjóleið- is yrði þar um algera byltingu að ræða.“ Sigurjón segir að ekki hafi þurft að gera miklar breytingar um borð fyrir ísfiskveiðarnar og því sé til- tölulega auðvelt að skipta aftur yfir í frystingu ef svo ber undir. Meg- inbreytingin sé sú að veiðiferðirnar séu nú styttri, auk þess sem fækkað hafi í áhöfn skipsins en nú eru 14 skipverjar um borð. Stefna á vinnslu ferskra flaka um borð Morgunblaðið/Snorri Snorrason Verð á sjófrystum fiski, einkum ýsu og ufsa, er nú orðið of lágt til að það borgi sig að frysta fiskinn um borð. Frystingu hætt um borð í Þórunni Sveinsdóttur VE KÍNVERJAR eru enn að auka útflutning sinn á tvífrystum þorskflökum til Bandaríkjanna og Evrópu. Kínverjar eru samkvæmt upplýsingum úr norska sjáv- arútvegsblaðinu Fiskaren að verða jafnir Norðmönnum í mörk- uðum EB. Á fyrri helmingi þessa árs flutti Kína 12.000 tonn af þorskafurðum út til landa innan EB, en af því voru 3.700 tonn Kyrrahafs- þorskur. Á sama tíma fluttu Norð- menn 11.600 tonn af frystum þorskafurðum til EB. Svipaða sögu er að segja af inn- flutningi Kínverja til Bandaríkj- anna, en þar eru Kínverjar orðnir mun umsvifameiri en Norðmenn. Afurðirnar frá Kína seljast á lægra verði en þær norsku, þar sem þær eru tvífrystar en gæðin eru orðin sambærileg. Loks má geta þess að það sem af er þessu ári hafa Norðmenn selt Kínverjum 4.000 tonn af heil- frystum þorski til vinnslu, en auk þess kaupa Kínverjar mikið af heilfrystum þorski frá Rússlandi. Héðan keyptu Kínverjar 2.700 tonn af heilfrystum karfa og 1.700 tonn af öðrum heilfrystum fiski, en ekkert af þorski á síðasta ári.           !  "# $     Stöðug aukning frá Kína ÍSLENZKU fisk- sölufyrirtækin SÍF og SH eru efst á lista yfir 25 stærstu sjávarútvegsfyrir- tæki Norður-Evr- ópu samkvæmt norskri könnun. Velta SÍF er talin vera 63 milljarðar króna og velta SH 56 milljarðar. Þriðja fyrirtækið á listanum er Youngs Bluecrest í Bretlandi með 53,5 milljarða króna. Þetta eru einu fyrirtækin sem eru með yfir 50 milljarða veltu. Þá eru næst á listanum fyrirtæki eins og Royal Greenland, Deutsche See, North See og loks kemur fyrsta norska fyrirtækið, Leroy Seafood Group í sjöunda sætinu. Belgíska fyrirtækið Pieters er í 9. sæti, Brim er í 21. sæti og Samherji í því 24. Samanlagt velta þessi fyrirtæki ríflega 600 milljörðum króna. SÍF og SH eru stærst SÍF og SH eru með mestu veltuna. HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN hefur opnað nýtt og endurbætt vefsvæði sem veitir almenningi greiðan aðgang að upplýsingum um starfsemi stofnunarinnar, rannsóknum og þeim gögnum sem stofnunin hefur aflað í gegn- um tíðina. Meðal nýjunga á vefnum er safn ljósmynda sem teknar eru neðansjávar og í fjörum og aukin áhersla á fréttir og samskipti við not- endur vefsins. Mesta nýjung má þó telja svo- kallaða Gagnalind, en þangað geta notendur sótt ýmsar upplýsingar úr gagnagrunnum stofnunarinnar um veiðar og rannsóknir á ýsu og þorski við landið frá árinu 1992 til dagsins í dag. Þannig hefur verið þróaður gagnvirkur hugbúnaður sem sem gerir notanda kleift að framkvæma eigin útreikninga á þáttum eins og afla og meðallengd, eftir svæðum, veiðarfærum, skipastærð o.s.frv. Þá er á síðunni tenging við kennsluvefinn Fjaran og hafið sem Hafrannsóknastofnunin hefur gert í samvinnu við Námsgagnastofnun. Þar er fjallað um lífverur sjávar, umhverfi, veiðar og veiðarfæri. Jafnframt er á vefnum mikið magn almennra upp- lýsinga um sögu og starf- semi Hafrannsóknastofn- unarinnar, ítarleg umfjöll- un um rannsóknir sem stofnunin stundar og alla nytjastofna við Ísland. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrann- sóknastofnunarinnar, segir að vefurinn sé í raun bylting hvað varðar aðgengi almennings að gagnagrunni stofnunarinnar. „Vefurinn er í raun viðleitni okkar til að koma á framfæri því sem við erum að gera og veita öllum, leikum og lærðum, jafnan og greiðan aðgang að gögnum stofnunarinnar. Við teljum brýnt að miðla þessum verðmætu upplýsingum sem við söfn- um fyrir almannafé og styrkja þannig skyn- samlega umræðu um vernd og nýtingu fiski- stofna við landið.“ Íslenska verkfræðistofan ehf. sá um gerð vefsins og umsjónakerfis í samvinnu við starfs- menn Hafrannsóknastofnunarinnar. Vefstjóri er Guðmundur Pálsson. Slóðin á vefinn er: www.hafro.is. Endurbætt heimasíða Hafró PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B Bankaútibú í þínu fyrirtæki Fyrirtækjabanki Landsbankans Þú stundar öll bankaviðskipti fyrirtækisins á einfaldan og þægilegan hátt á Netinu – hvenær sem þér hentar. Í Fyrirtækjabanka Landsbankans býðst þér m.a. að: • Framkvæma allar almennar bankaaðgerðir (millifæra, sækja yfirlit, greiða reikninga o.s.frv.). • Safna greiðslum saman í greiðslubunka sem hægt er að greiða strax eða geyma til úrvinnslu síðar. • Framkvæma greiðslur með því að senda inn greiðsluskrár úr t.d. bókhaldsforritum. • Stofna og fella niður innheimtukröfur. • Greiða erlenda reikninga (SWIFT). Nánari upplýsingar um Fyrirtækjabankann getur þú fengið í næsta útibúi Landsbankans, í Þjónustuveri bankans í síma 560 6000 eða á vefsetri bankans, www.landsbanki.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LB I 22 05 1 08 /2 00 3 VÍSITALA neysluverðs í nóv- ember er 229,3 stig og hækkaði um 0,13% frá fyrra mánuði sam- kvæmt frétt Hagstofunnar. Vísi- tala neysluverðs án húsnæðis er 224,1 stig eða 0,18% hærri en í október. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,5% en án húsnæðis um 1,1%. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri segir að það sem veki mesta athygli í nýrri vísitölu- mælingu Hagstofu Íslands sé hús- næðisliðurinn sem virðist vera hættur að hækka, en hann dróst saman um 0,2% í nóvember. „Það má segja að þetta sé annar mánuðurinn í röð sem markaðs- verð húsnæðis stendur í stað. Í síðasta mánuði stóð það í stað en lækkar örlítið núna. Húsnæðislið- urinn í heild hækkaði reyndar að- eins síðast en þar var það við- haldsliðurinn sem kom inn í. Það er spurning hvort þetta þýði að einhver straumhvörf séu að verða í þessari stöðugu hækkun hús- næðisverðs sem er búin að vera nú um langan tíma,“ sagði Birgir Ís- leifur Gunnarsson í samtali við Morgunblaðið. Greiningardeild Íslandsbanka telur þó að húsnæðisverð muni hækka áfram á næstu árum, sam- hliða auknum kaupmætti, „en þó með mun minni hraða en var í sumar,“ segir í Morgunkorni greiningardeildarinnar. Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands er 2,5% en þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem verðbólga fer upp í markmið Seðlabankans. „Hækkun vísitölunnar er í sam- ræmi við það sem markaðurinn hafði spáð og í engu ósamræmi við okkar spár. Þetta er í fyrsta skipti lengi sem vísitalan fer upp í mark- miðið. Hún var 2,4% fyrir ári og fór í 2,3% í apríl, en hefur verið í 2,2% tvo síðustu mánuðina,“ segir Birgir Ísleifur Gunnarsson. Aðspurður hvort sú staðreynd að vísitalan sé komin í markmið Seðlabankans þýði að bankinn þurfi að fara að grípa til vaxta- hækkunar, segir Birgir að þetta eitt þrýsti ekki á um það. „Það er ýmislegt fleira sem við fylgjumst grannt með sem bendir til að við þurfum væntanlega að hækka vexti fljótlega,“ sagði Birgir. Hann segir að undirliggjandi vísitala virðist vera nokkuð hærri en kemur fram í neysluverðsvísi- tölunni. „Þetta kemur fram í kjarnavísitölum svokölluðum. Í kjarnavísitölu 1 til dæmis eru teknir út sveiflukenndir liðir eins og búvara, grænmeti, ávextir og bensín en 12 mánaða hækkun á þeirri vísitölu er 3,1%. Í kjarna- vísitölu 2 er búið að taka út op- inbera þjónustu en þar er hækk- unin á 12 mánaða tímabili 2,8%.“ Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,3% sem jafngildir 5,4% verð- bólgu á ári. Aðspurður segir Birg- ir það ekki vísa til ört hækkandi verðbólgu. „Það er búið að vera svo mikið af árstíðabundinni hækkun, útsölulokum og slíku, sem skýrir þetta og bendir því ekki til langtímaþróunar.“ Hækkun neysluverðsvísitöl- unnar er í samræmi við væntingar greiningardeilda bankanna „Verðbólga hefur verið lítil að undanförnu og undir markmiði Seðlabankans frá því í nóvember í fyrra. Greining Íslandsbanka er enn þeirrar skoðunar að Seðla- bankinn muni hækka stýrivexti sína um allt að 50 punkta á fyrsta ársfjórðungi næsta árs,“ segir í Morgunkorni Greiningardeildar Íslandsbanka. Kaupþing Búnað- arbanki segir að vísbendingar séu nú um að rætur verðbólgunnar sé ekki lengur að rekja til húsnæð- isliðar vísitölunnar og virðist að þeirra mati sem hækkun dagvöru, þ.e. matvæla, hafi knúið verðbólg- una áfram undanfarna 3 mánuði en matvælaverð hefur hækkað um 1,65% undanfarna 3 mánuði sem jafngildir um 6,7% hækkun á árs- grundvelli. „Velta má fyrir sér hvort Seðla- bankinn eigi að bregðast við hækkunum á eignaverði líkt og húsnæði. Það er klárlega ljóst að raunstýrivextir Seðlabanka eru háir með tilliti til vísitölu neyslu- verðs án húsnæðis sem hefur verið undir neðri þolmörkum bankans það sem af er ári. Ljóst er þó að miðað við þær vísbendingar sem liggja nú fyrir um hagkerfið að vextir verða hækkaðir bráðlega til að bregðast við aukningu peninga- magns, jafnvel fyrir jól. Vandi Seðlabankans er sá að þrátt fyrir þenslu á peningamarkaði og til- heyrandi hækkunum á eignaverði, er verðbólgu haldið niðri með framleiðsluslaka og háu gengi krónunnar,“ segir í hálffimm fréttum bankans. Hugsanleg straumhvörf í þróun húsnæðisverðs                      !"   # $% &'& ( &   ! "# $% & " "'(& )* + ,  '(& + , - &!( * .-.# #' -& )&- $/ 0%* -   )&&*+  /1 & & , $ 23 ,& , $2 / ' -  & * 4*  5 & # ,& (- '+ !"#$%&% '()"&* (+," -./ 6" . 012 12 . / / . 012 312 0142 012 012 12 012 12 12 012 . VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS KAUPHÖLL Íslands hefur ákveðið að beita Vopnafjarðarhrepp févíti að fjárhæð 250.000 krónur. Í tilkynningu frá Kauphöll- inni segir að ástæðan fyrir þessu sé sú að hreppurinn hafi brotið 30. gr. reglna um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa með því að hafa ekki sent ársuppgjör fyrir árið 2002 til birtingar í fréttakerfi Kauphall- arinnar þrátt fyrir að sveitarstjórn hafi þegar samþykkt uppgjörið.Vopnafjarð- arhreppur er útgefandi skuldabréfaflokks sem skráður er í Kauphöllinni. Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. reglna um upplýsingaskyldu útgefanda verðbréfa ber sveitarfélögum með skuldabréf sín skráð í Kauphöll Íslands að skila Kauphöllinni árs- reikningi, ásamt fréttatilkynningu, um leið og hann hefur verið samþykktur af sveit- arstjórn og eigi síðar en 1. júní. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir að þetta sé í fyrsta skipti sem Kauphöllin beiti félvíti gagnvart sveitarfé- lagi. Hann segir að þar sem unnið hafi ver- ið að ýmsum endurbótum á ársreikningum sveitarfélaga hafi Kauphöllin verið fremur sveigjanleg varðandi skil á upplýsingum. Í tilfelli Vopnarfjarðarhrepps hafi skilin þó dregist nokkuð langt framyfir hinn tiltekna skiladag. Því hafi verið tekin ákvörðun um að beita hreppinn févíti. „Við gerum okkur vonir um að upplýsingaskyldan verði fram- vegis í betra horfi að því er varðar útgáfu skuldabréfa hjá sveitarfélögum. Vonandi verður þetta einnig til að svona mál komi ekki upp aftur, því í raun er óþarfi að þetta gerist,“ segir Þórður. Þorsteinn Steinsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, segir að hreppurinn hafi gefið út verðbréfaflokk á árinu 1998. Síðan þá hafi reglum verið breytt en hrepp- urinn hafi einfaldlega ekki gætt að því að uppfylla öll formsatriði hvað þessi mál varðar. F J Á R M Á L Kauphöllin beitir Vopna- fjarðarhrepp févíti Fyrsta mál sinnar tegundar gagnvart sveitarfélagi S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Kökudropar og kjötsósur Katla kemur víða við í matvælaiðnaði 10 Virðisaukaskattur Nýjar reglur ESB um rafræna sölu 12 UPPLÝSINGATÆKNIN Á UPPLEIÐ AFTUR Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 36 Erlent 13/15 Minningar 38/43 Höfuðborgin 17 Kirkjustarf 44 Akureyri 18/19 Bréf 48/49 Suðurnes 20/21 Dagbók 50/51 Landið 23 Íþróttir 52/55 Neytendur 24/25 Fólk 56/61 Listir 26/29 Bíó 59/61 Umræðan 30/36 Ljósvakamiðlar 62 Forystugrein 32 Veður 63 * * * ÞESSA dagana eru staddir hér á landi þrír Kamerúnar frá bænum Mamfe og er tilgangur heimsóknarinnar að kynna landið og koma á tengslum við ungmenni á Íslandi og í Kamer- ún. Forsaga málsins er sú að JC Garðabær- Kópavogur fór í sameiginlegt verkefni með JC Mamfe í Kamerún og var ákveðið að vinna verkefni sem heitir „Hvernig er landið þitt?“ og tengist það skólabörnum í báðum lönd- unum. Á Íslandi var staðið fyrir söfnun á skóladóti, bæði nýju og notuðu, í haust og í kjölfarið sendi JC Garðabær-Kópavogur fullan gám af slíkum vörum til Mamfe í Kamerún og styrkti þannig börn þar til náms og virtist ekki vanþörf á, að sögn Rósu Benediktsdóttur hjá JC-hreyfingunni. Í framhaldinu stóð til að 16 manna hópur kæmi í heimsókn frá Kamerún og var hóp- urinn búinn að safna peningum til ferð- arinnar. Að sögn Rósu tók það hins vegar þrjá mánuði að fá neitun fyrir vegabréfsáritun þeirra, þar sem allar dyr eru mjög lokaðar fyrir Afríkubúa að komast inn á Schengen- svæðið. Niðurstaðan varð sú að fjórir félagar úr JC Mamfe fengu að koma í heimsókn frá Danmörku í kjölfar heimsþings JC, sem þar lauk í síðustu viku. Fræða börn um lífið í Kamerún Morgunblaðið/Sverrir SIGURJÓN Sighvatsson, hluthafi í Norðurljósum, móðurfélagi Íslenska útvarpsfélagsins, segist hafa hug á að taka þátt í hlutafjáraukningu þeirri sem boðuð hefur verið hjá Norðurljósum, en hún verður rædd á hluthafafundi á morgun. Lögð verð- ur fram tillaga á fundinum um að færa hlutafé félagsins niður um 80% og veita stjórninni heimild til að hækka hlutafé félagsins aftur. „Ég hef hug á að halda mínum hlut og taka þátt í hlutafjáraukningunni. Þetta er gott félag,“ segir Sigurjón. Aðspurður sagði Sigurjón að lengi hefði verið vitað að laga þyrfti til hjá félaginu. Aðspurður hvort nýtt fé hefði verið lagt inn í félagið fyrr á þessu ári, sagði Sigurjón svo vera. „Það er búið að leggja töluvert til af fé á þessu ári, aðallega í lánsformi.“ Hlutafé Norðurljósa er nú 1.679 milljónir króna sem þýðir að vænt- anlega verða afskrifaðar liðlega 1.300 milljónir króna nái tillagan fram að ganga. Norðurljós „Hef hug á að halda mínum hlut“ BJARNÝ Málfríður Jónsdóttir lést á öldr- unardeild Landspít- ala, Landakoti, föstu- daginn 7. nóvember, 107 ára að aldri. Mál- fríður var elsti lifandi Íslendingurinn þegar hún lést. Langlífi var í ætt hennar og varð móðir Málfríðar, Þórunn Bjarnadóttir, 101 árs gömul. Málfríður fæddist 29. ágúst 1896 á Fögrueyri við Fá- skrúðsfjörð, en flutti til Reykjavíkur ásamt foreldrum sínum árið 1903 og bjó þar síðan, utan þess sem hún dvaldist í Dan- mörku árin 1920–23. Málfríður eignaðist dótturina Sigríði Maríu Elísabetu með Halldóri Kiljan Laxness, en Hall- dór og Málfríður kynnt- ust sumarið 1922 í Rönne á Borgundar- hólmi áður en Halldór hélt til dvalar í klaustrið í Clervaux í Belgíu. Mál- fríður giftist hins vegar aldrei og eignaðist ekki fleiri börn. Útför Málfríðar fer fram frá Hallgrímskirkju mánudag- inn 17. nóvember. MÁLFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR Andlát JÓHANNES Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að 140 milljóna króna styrkur ríkisstjórnar- innar til sauðfjárbænda sýni í hvaða ógöngur þeir séu komnir og hann undrast að aðrir kjötframleiðendur skuli sætta sig við að þola jafnmikinn ójöfnuð og þeir þurfi að gera. Sýnir algjört skipbrot „Til viðbótar beingreiðslum, sem þeir njóta nú þegar, þarf að nota enn meira af peningum skattborgaranna til að greiða niður þessa framleiðslu. Þarna er að sjálfsögðu verið að styrkja ákveðna framleiðendur sem eru í bullandi samkeppni við aðra framleiðendur, en mér finnst þetta sýna algjört skipbrot þeirrar stefnu sem hefur ráðið innan þessarar greinar,“ segir Jóhannes. Ingvi Stefánsson, formaður Svína- ræktarfélags Íslands, segir að veru- lega sé verið að mismuna búgreinum með aðgerðum ríkisstjórnarinnar. „Það eru ekki einungis sauðfjár- bændur, sem hafa gengið í gegnum hremmingar á síðustu misserum. Verð til svínakjötsframleiðenda hef- ur lækkað um ríflega helming á tveggja ára tímabili eða meira en 700 milljónir á ársgrundvelli,“ segir Ingvi. Guðmundur B. Helgason, ráðu- neytisstjóri í landbúnaðarráðuneyt- inu, segir að til að bændur geti brugðist við fákeppni og undirboðum þurfi að skoða samkeppnislögin með breytingar í huga. Nefnd landbúnaðarráðherra, sem skipuð var í byrjun september um vanda sauðfjárbænda, leggur meðal annars til að landbúnaðarráðherra og viðskiptaráðherra skipi nefnd sem skoði með hvaða hætti breyta þurfi samkeppnislögum í sambandi við undirboð og fleiri þætti sem hafi raskað kjötmarkaði að undanförnu, því „íslensk samkeppnislög gefa þeim sem undirboð stunda mjög frjálsar hendur og torvelda mögu- leika bænda á að bregðast við fá- keppni og undirboðum á búvöru- markaði.“ Gagnrýna styrk til sauð- fjárbænda HÚSNÆÐI líkamsræktar- stöðvarinnar World Class í Fellsmúla í Reykjavík hefur verið selt. Björn Kr. Leifsson, framkvæmdastjóri World Class, segir söluverðið 135 milljónir króna. Kaupandi hússins, Fagri- ás ehf. sem er í eigu Þórhalls Einarssonar, hyggst að sögn Björns leigja stærstan hluta hússins út en nýta sjálfur hluta þess undir eigin starfsemi. Hann segir að ákvæði sé í samn- ingi um að kaupandi megi ekki reka líkamsræktarstöð í húsinu næstu tvö árin. World Class- húsið í Fells- múla selt LÍÐAN unglingspiltsins sem fannst á botni Breiðholtslaugar í fyrradag er óbreytt, að sögn læknis á gjörgæsludeild Land- spítala – háskólasjúkrahúss, þar sem pilturinn liggur, tengd- ur við öndunarvél. Sundlaugar- vörður tók eftir piltinum þar sem hann lá á botni sundlaug- arinnar. Tókst að koma hjart- slætti piltsins af stað á ný og blása í hann lífi. Pilturinn enn á gjör- gæsludeild
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.