Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 29 BÓK Einars Más Guðmundssonar Nafnlausir vegir, sem jafnframt er lokakafli þríleiksins sem hófst með bókinni Fótspor á himn- um, kom út í Danmörku í vik- unni við góðar viðtökur danskra gagn- rýnenda. Danska útgáf- an nefnist Navn- løse veje og er hún að mati dagblaðsins Politiken bæði einföld og stór- kostleg og kallar gagnrýnandinn hana „Íslendingasögu lágstétt- anna“. Þótt sagan sé í raun bæði menningar- og ættarsaga sem gerist á 20. öldinni segir Politiken sagnatóninn augljósan í hverjum hinna tíu stuttu þátta bókarinnar, sá eini hluti Íslendingasagnanna sem hann hins vegar sakni í skrif- um Einars Más sé ættartafla í bókarlok svo auðveldara sé að hafa yfirsýn yfir kynslóðirnar. „Eins og fullvalda ríki, ljóðræn en nákvæm sameinar bókin hið óend- anlega stóra hinu óendanlega smáa. Hann klæðir hana í búning einfaldra lygasagna og stuttra gamansagna, en það er menning- arsaga hinna norrænu lágstéttar sem hann leggur hér fram,“ eru lokaorð Politiken. Information fer ekki síður lof- samlegum orðum um skrif Einars Más og segir blaðið það ekki að ástæðulausu sem hann eigi þakk- látan hóp danskra aðdáenda. Nafnlausir vegir er þá að mati gagnrýnandans litrík bók sem næstum taki á sig sérkenni fé- lagsfræðilegrar ransóknar, „án þess þó að vera vísindaleg, það er frekar eins og það komi til af tímaröðinni og skýrri yfirsýn,“ segir Information á meðan Berl- ingske Tidende segir Einar Má alltaf hafa kunnað listina að mat- reiða góða sögu, enda sé Nafn- lausir vegir að mati blaðsins „dásamleg“ saga. „Íslendingasögur lágstéttanna“ Einar Már Guðmundsson ÁSLAUG Jónsdóttir hefur afhent Landsbókasafni Íslands-Háskóla- bókasafni til varðveislu handrit eig- inmanns síns, Óskars Ingimarsson- ar þýðanda, er andaðist í Reykjavík 12. febrúar 1996. Ferill Óskars sem þýðanda nær langt aftur og hugur hans hneigðist snemma í þá átt. Strax í mennta- skóla var hann farinn að þýða ljóð, og árið 1949 fór hann á heimsþing esperantista í Englandi og fékk þar leyfi til að þýða skáldsöguna Undra- löndin eftir Teo Jurg af esperantó á íslensku. Á næstu árum þýddi hann töluvert af leikritum, bæði fyrir svið og útvarp, auk ljóða og smásagna. Má þar nefna leikrit eftir W. Somer- set Maugham og Bernard Shaw og smásögur eftir H.G. Wells og Mach- iavelli. Margar þessara þýðinga hafa ekki verið gefnar út, en alls liggja eftir hann um 60–70 leikritaþýðing- ar. Hann þýddi fjöldann allan af skáldverkum, bæði í óbundnu og bundnu máli, meðal annars óperur, sem og fræðirit. Auk þýðinganna og áðurnefndrar skáldsögu samdi Ósk- ar leikrit og smásögur. Óskar fékk viðurkenningu Hins íslenska náttúrufræðifélags fyrir al- menna kynningu á náttúrufræði, til að mynda í sjónvarpi, og með þýð- ingum á náttúrufræðiheitum. Hann gaf meðal annars út dýra- og plöntu- orðabók 1989, auk þess sem hann þýddi eða sá um útgáfu á fjölda fræðibóka um náttúrufræði, til dæmis Skeldýrafánu Íslands og Fugla Íslands og Evrópu og bækur Davids Attenborough. Þá varð Ósk- ar ritstjóri Náttúrufræðingsins 1967–71. Í tilefni af því að Óskar hefði orðið 75 ára 2. nóvember sl. var opnuð í október sýning á 2. hæð safnsins þar sem sjá má sýnishorn af ævistarfi hans. Áslaug Jónsdóttir afhendir Sigrúnu Klöru Hannesdóttur landsbókaverði handrit eiginmanns síns, Óskars Ingimarssonar, til varðveislu. Landsbókasafni af- hent handrit þýðanda Menningarkvöld í Gerðubergi 13 kl. 20 Rithöfundar með rætur í Breið- holti, þeir Einar Már Guðmundsson og SJÓN, lesa úr verkum sínum og ræða við gesti. Kór Fjölbrauta- skólans í Breið- holti syngur nokk- ur lög undir stjórn Ernu Guðmunds- dóttur. Það er Hverfafélag Sam- fylkingarinnar í Breiðholti sem skipuleggur dag- skrána. Aðgangur er ókeypis. Súfistinn, Laugavegi kl. 12.10 Þjóðlagahljómsveitin Bardukha leikur af fingrum fram. Kl. 20 verður lesið úr nýjum ævisögum: Ruth Reginalds eftir Þórunni Hrefnu Sigurjónsdóttur, Frægð og firnindi eftir Gísla Pálsson og Jón Sigurðsson, seinna bindi eftir Guðjón Friðriksson. Hádegistónleikar í Súfistanum á fimmtudögum. Hótel Borg kl. 21 Bókaútgáfan Edda fagnar útkomu bókarinnar Áhrif mín á mannkynssöguna eftir Guðmund Steingrímsson. Bókasafn Hafnarfjarðar kl. 20 Fjórir höfundar kynna ný skáldverk sín: Lygasaga, Linda Vilhjálmsdóttir, Náðarkraftur, Guðmundur Andri Thorsson, Svartir englar, Ævar Örn Jósepsson og Vigdís Grímsdóttir kynnir bók sína Þegar stjarna hrapar. Strengjakvartett Tónlistarskólans leikur nokkur lög. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Sjón ÍTALSKI listamaðurinn Mario Merz lést nú í vikubyrjun 78 ára að aldri. Merz var hvað þekktastur fyrir notkun sína á hversdagslegum hlutum á borð við flöskur, kodda og regnhlífar við list- sköpun sína, en Merz tók að nota þann efnivið sem var við höndina árið 1945 er hann sat í fangelsi sem andstæðingur fas- istastjórnarinnar. Sú tegund listsköp- unar gekk síðar undir heitinu Arte Povera og var talin tilheyra mótmæl- um gegn svokallaðri hámenningu. Um miðjan sjöunda áratuginn tók Merz svo upp á því nýmæli að gata striga og regnjakka með neonlengj- um, en með áhugaverðari verkum hans á síðari árum var neonlýsing á fornum rústum ýmissa sögulegra staða í Róm. Mario Merz fallinn frá Mario Merz Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. 588 4477 Glæsilegt raðhús á fráb. stað. Sérlega fallegt og vel innréttað 215 fm raðhús á tveimur hæðum + risloft. Innbyggður fullbúinn bílskúr. Frábær rólegur barn- vænn staður í lokaðri götu. Fimm svefn- herbergi, tvær stofur, glæsilegt nýlegt eldhús, parket o.fl. Getur losnað svo til strax. Áhv. 7 m. Íbúðalsj. Gott verð 22,9 m. fyrir góða eign. Húsahverfi - Grafarv. Glæsil. íb. á stærð við raðhús. Falleg, rúmgóð 154 fm íb., hæð + ris, auk 27 fm innb. bílsk. á góðum barnvænum stað. Örstutt í skóla, verslanir, þjónustu, sundlaug, íþróttir, golf o.fl. Nýtt eldhús, 4-5 svefn- herb. Rúmgóð stofa, borðstofa og sjón- varpsstofa. Extra stórar og skjólgóðar suðvestursvalir, útsýni, parket, flísar o.fl. Áhv. ca 6,0 m. Verð 18,9 m. Hér fá menn sannarlega mikið fyrir lítið. Furugrund - m. aukaherbergi Gullfalleg og vel skipul. 4ra herb. íb. á 3ju hæð í fallegu fjölbýli. 11 fm auka- herbergi í kjallara fylgir. Stórar suður- svalir. Parket. Góðar innréttingar. Stutt í Snælandsskóla. Verð 13,6 m. Nýkomin í einkasölu mjög góð 4ra herb. íb. á efstu hæð í fallegu fjölb. Glæsilegt útsýni. Stórar suðvestursvalir. Mjög gott skipulag. Sérinngangur af svölum. Áhv. ca 5 m. hagst. lán. Verð 13,5 m. Veghús - hagstæð lán Vönduð og nýlega innréttuð 106 fm, 4ra herb. íbúð á 2. hæð. Vandaðar innrétt- ingar og tæki, stórar svalir og falleg gólfefni. Verð 14,8 m. Áhv. 8,0 m. byggsj. Fallegt 174 fm parhús með 41 fm aukaíbúð í kjallara og sérstandandi 34 fm bílskúr. Sérinngangur í báðar íbúðir, góður afgirtur bakgarður með hellulagðri verönd. 4-7 svefnherbergi. Verð 30,0 m. Áhv. 6,5 m. Góð 102 fm endaíbúð á efstu hæð, nýlegt baðherbergi og gólfefni. Stórar stofur og mikið útsýni. Frábær staðsetn. Verð 12,8 m. Áhv. 5,0 m. Stóragerði - Útsýni Reynimelur - 2 íb. Veghús - 4ra Álfholt - Hafnarf. Furugrund - 4ra Húsahverfi - Grafarv Jöklasel - Raðhús Tel: +354 444 4000 Fax: +354 444 4001 iceohotels@icehotels.is Flughótel • Flúðir • Rangá • Loftleiðir • Nordica • Hérað • Kirkjubæjarklaustur Jólahlaðborð á Hótel Rangá 2003 Okkar vinsælu jólahlaðborð byrja föstudaginn 14. nóvember og standa til 21. desember. Verð um helgar er 4.800 á mann, en þar sem helgarnar eru óðum að fyllast bjóðum við sérstök tilboð fyrir hópa, stærri en 15 manns, á virkum dögum. Verið velkomin til okkar. Sími 487 5700 E-mail: hotelranga.@icehotel.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.