Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 54
ÍÞRÓTTIR 54 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT EVRÓPUÆVINTÝRI körfuknattleiksliðs Keflavíkur heldur áfram í kvöld er liðið mætir franska liðinu Toul- on á útivelli í bikarkeppni Evrópu. Íslenska liðið kom mörgum á óvart í fyrsta leik sínum gegn Ovarense frá Portúgal, sem endaði 113:99. Liðið hélt utan í gær- morgun og hefst leikurinn í kvöld kl. 19 að íslenskum tíma. Ovarense og Madeira, bæði frá Portúgal, léku í gær en þau eru einnig í B-riðli vesturdeildar keppninnar. Toulon er talið vera sterkasta liðið í riðlinum en svo gæti farið að þrjú efstu liðin kæmust áfram úr riðl- inum. Franska úrvalsdeildin er í hópi sterkustu deilda Evr- ópu og ljóst að Keflvíkingar eiga erfitt verkefni fyrir höndum. Toulon hefur lengst af leikið í 1. deild, en fyrir þremur árum komst félagið upp í úrvalsdeild og hefur fest sig í sessi og lengst af verið um miðja deild. Sem stendur, að 6 umferðum loknum, er liðið í 11. sæti, næst fyrir ofan Vichy, þar sem Pavel Ermolinski leikur. Keflvíkingar mættir til Toulon SNORRI Steinn Guðjónsson var markahæstur hjá Grosswallstadt með 6 mörk þegar lið hans sótti Minden heim í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Minden sigraði, 31:26. Rúnar Sigtryggsson fékk rauða spjaldið fyrir gróft brot á Joel Abati um miðjan síðari hálfleik þegar Wallau-Massenheim tapaði í Magdeburg, 33:28. Rúnar skoraði eitt mark í leiknum fyrir Wallau en Einar Örn Jónsson komst ekki á blað hjá liðinu. Stefan Kretzschmar var atkvæðamestur hjá Magdeburg með 8 mörk en Sigfús Sigurðsson skor- aði tvö. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði eitt mark fyrir Essen sem tapaði fyrir Gummersbach, 24:23, í nágrannaslag. Kyung-Shin Yoon skoraði 11 mörk fyrir Gummersbach og Oleg Velyky 9 fyrir Essen. Jaliesky Garcia skoraði 2 mörk fyrir Göppingen sem tapaði, 36:25, fyrir toppliðinu Flensburg. Göppingen situr á botni deildarinnar en Flensburg náði tveggja stiga forskoti á Lemgo. Sex mörk frá Snorra ekki nóg KRISTJÁN Örn Sigurðsson, varn- armaðurinn sterki í liði Íslands- meistara KR-inga, hefur undan- farna daga dvalið við æfingar hjá hollenska úrvalsdeildarliðinu RKC Waalwijk. Kristján er væntanlegur heim í dag og það ætti að skýrast á næstu dögum hvort Waalwijk geri tilboð í leikmanninn. „Ég er búinn að vera hjá Waal- wijk síðan á fimmtudag og hef bæði æft með aðalliði félagsins og spilað einn æfingaleik. Liðið er að leita að ungum varnarmanni og ég þáði boð þeirra um að koma út til æfinga. Mér leist vel á liðið og allt í kring- um það en það verður svo bara að koma í ljós hvort eitthvert fram- hald verður á þessu,“ sagði Kristján Örn við Morgunblaðið í gær en hann er í landsliðshópnum sem mætir Mexíkó í næstu viku. Krist- ján var ekki alls fyrir löngu í sömu erindagjörðum hjá Bolton ásamt Veigari Páli Gunnarssyni en að sögn Kristjáns verður ekkert úr því að félagið bjóði honum samning. Kristján á tvö ár eftir af samn- ingi sínum við vesturbæjarliðið en hann gekk í raðir KR frá KA fyrir síðustu leiktíð. Waalwijk er í 11. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar en þetta er sama lið og Jóhannes Karl Guð- jónsson lék með í tvö ár, 2000-01. Þrátt fyrir óskabyrjun tókstEyjamönnum ekki að stoppa Íslandsmeistara Hauka í suðurriðli Remax deildar karla í gærkvöld. Eyjamenn mættu ákveðnir til leiks og náðu góðri fimm marka forystu um miðbik fyrri hálfleiks. Þá vöknuðu Haukarnir af værum blundi og fyrr en varði höfðu þeir sett níu mörk í röð á Eyjaliðið og breytt stöðunni úr 9:4 í 9:13. Lokatölur 22:32. Eftir að Haukaliðið náði sér á strik má segja að aldrei hafi verið spurning hvoru megin sigurinn lenti og mest náðu Haukarnir tíu marka forystu, 22:32. Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Hauka, sagði leikinn hafa síður en svo verið auðveldan fyrir sína menn. „Við byrjuðum illa og ég veit nú ekki út af hverju, kannski hefur ferðalagið hingað einhver áhrif á einbeitinguna. Þeir gengu á lagið og við lentum undir en svo þjöppuðum við okkur saman og náðum að klára þetta. Það er klárlega getumunur á þessum lið- um og ef við komum hundrað pró- sent einbeittir í svona leiki eigum við að vinna,“ sagði Birkir Ívar Guðmundsson. Öruggur Haukasigur Morgunblaðið/Sigfús Sigurður Ari Stefánsson, Eyjamaður, reynir skot en Dalius Rasikevicius úr Haukum er til varnar. Sigursveinn Þórðarson skrifar Kristján Örn hjá Waalwijk KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersportdeildin: Ásvellir: Haukar - Breiðablik...............19.15 Njarðvík: UMFN - ÍR ..........................19.15 Sauðárkrókur: Tindastóll - Þór Þ. .......19.15 Stykkishólmur: Snæfell - Hamar.........19.15 GLÍMA Fyrsta umferðin á Íslandsmótinu, Leppin- mótaröðinni, fer fram að Laugarvatni kl. 19.30. BADMINTON Iceland Express mótið í TBR-húsinu: Keppi hefst í dag klukkan 16 og stendur til klukkan 22. Í KVÖLD HANDKNATTLEIKUR ÍBV - Valur 28:25 Vestmannaeyjar, 1. deild kvenna, RE/ MAX-deildin, miðvikudag 12. nóv. 2003. Gangur leiksins: 1:0, 2:1, 7:1, 8:3, 8:5, 11:6, 13:6, 13:8, 15:9, 16:11, 17:11, 18:13, 20:14, 23:17, 23:20, 24:22, 26:22, 28:23, 28:25. Mörk ÍBV: Anna Yakova 10, Alla Gokorian 7/2, Sylvia Strass 5, Þórsteina Sigurbjörns- dóttir 2, Guðbjörg Guðmannsdóttir 2, Anja Nielsen 1, Birgit Engl 1. Varin skot: Julia Gunimorova 16 þar af 1 aftur til mótherja. Utan vallar: 0 mínútur. Mörk Vals: Díana Guðjónsdóttir 8/4, Drífa Skúladóttir 7, Brynja Steinsen 3, Hafrún Kristjánsdóttir 3, Gerður B. Jóhannsdóttir 2, Sigurlaug Rúnarsdóttir 1, Hafdís Hin- riksdóttir 1. Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 17/1 þar af 2 aftur til mótherja. Utan vallar: 4 mínútur. Áhorfendur: 600. Dómarar: Anton Gylfason og Hlynur Leifsson. Staðan: Valur 11 9 1 1 290:234 19 ÍBV 10 9 0 1 294:222 18 Haukar 11 8 1 2 293:283 17 FH 11 6 0 5 281:268 12 Stjarnan 10 6 0 4 213:208 12 Grótta/KR 10 3 2 5 233:243 8 KA/Þór 11 3 1 7 276:307 7 Víkingur 10 2 1 7 218:233 5 Fylkir/ÍR 9 1 0 8 216:251 2 Fram 9 1 0 8 191:256 2 ÍBV - Haukar 25:33 Vestmannaeyjar, 1. deild karla, RE/MAX- deildin, suðurriðill, miðvikudagur 12. nóv- ember 2003. Gangur leiksins: 1:0, 3:3, 5:3, 9:4, 9:13, 10:14, 10:15, 12:15, 13:17, 13:20, 13:23, 15:24, 17:25, 19:26, 21:29, 22:33, 25:33. Mörk ÍBV: Sigurður Bragason 6, Zoltán Belánýi 6/2, Kári Kristjánsson 4, Robert Bognar 3, Josef Böse 3, Michael Lauritzen 2, Björgvin Rúnarsson 1. Varin skot: Jóhann Guðmundsson 15 (þar af 1 aftur til mótherja). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Hauka: Jón Karl Björnsson 10/5, Ro- bertas Pazoulis 7, Þórir Ólafsson 5, Ásgeir Örn Hallgrímsson 5, Pétur Magnússon 2, Andri Stefan 1, Dalius Rasikevicius 1, Vignir Svavarsson 1, Sigurður Karlsson 1. Varin skot: Birkir Í. Guðmundsson 14 (þar af 1 aftur til mótherja). Utan vallar: 14 mínútur Dómarar: Guðjón L. Sveinsson og Arnar Kristinsson. Áhorfendur: 370 Staðan í suðurriðli: ÍR 8 7 0 1 251:209 14 Haukar 10 7 0 3 304:265 14 HK 9 6 0 3 257:236 12 Stjarnan 9 5 1 3 239:239 11 FH 9 5 0 4 259:235 10 ÍBV 9 2 1 6 263:278 5 Breiðablik 9 2 0 7 231:293 4 Selfoss 9 1 0 8 237:286 2 Þýskaland Magdeburg - Wallau/Massenheim ..... 33:28 GWD Minden - Grosswallstadt ........... 31:26 Gummersbach - TuSEM Essen .......... 24:23 Flensburg - Göppingen........................ 36:25 Pfullingen - Kiel.................................... 25:30 Staða efstu liða: Flensburg 12 10 1 1 382:300 21 Lemgo 12 9 1 2 393:333 19 Magdeburg 11 9 0 2 330:266 18 Kiel 11 8 2 1 335:294 18 Hamburg 10 8 0 2 284:243 16 KÖRFUKNATTLEIKUR Bikarkeppni KKÍ Dregið var til 32-liða úrslita í bikarkeppni karla, Lýsingarbikarnum, í gær: Grindavík - Breiðablik Þróttur Vogum - Keflavík Selfoss - KFÍ Njarðvík - KR Keflavík b - HK ÍG - Haukar Skallagrímur - Hamar Reynir Sandgerði - Valur Ármann/Þróttur - Þór Þorlákshöfn Stjarnan - Snæfell Breiðablik b - KR b ÍS - ÍR Grundarf./Reynir Hell. - Smári Varmahlíð Þór Akureyri - Tindastóll Fjölnir og Höttur sitja hjá. Fyrirliðinn, Eiður Smári Guðjohn-sen, Hermann Hreiðarsson, Ív- ar Ingimarsson, Jóhannes Karl Guð- jónsson og Brynjar Björn Gunnarsson gáfu ekki kost á sér vegna stöðu sinnar hjá sínum liðum í Englandi og þá eru Bjarni Guðjóns- son, Arnar Grétarsson, Pétur Hafliði Marteinsson, Lárus Orri Sigurðsson og Heiðar Helguson meiddir. Ásgeir bætti því við að ekki væri búið að velja aðra leikmenn í stað þeirra sem heltust úr lestinni í gær en það yrði tilkynnt um hádegi í dag. 14 leikmenn eru því í hópnum sem stendur, en þeir eru: Árni G. Arason, Rosenborg Ómar Jóhannsson, Keflavík Helgi Sigurðsson, Lyn Þórður Guðjónsson, Bochum Ríkharður Daðason, Fredrikst. Tryggvi Guðmundsson, Stabæk Auðun Helgason, Landskrona Ólafur Ö. Bjarnason, Grindavík Bjarni Þorsteinsson, Molde Gylfi Einarsson, Lilleström Hjálmar Jónsson, Gautaborg Veigar P. Gunnarsson, KR Kristján Örn Sigurðsson, KR Ólafur Ingi Skúlason, Arsenal Enn þynnist „Mexíkóhópurinn“ „STAÐAN í íslenska landsliðshópnum er ekki eins og við lögðum upp með í upphafi og ljóst að farið verður í leikinn gegn Mexíkó með breyttum áherslum,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í gær er ljóst var að Rúnar Krist- insson, Arnar Þór Viðarsson, Marel Baldvinsson frá Lokeren í Belg- íu, auk Indriða Sigurðssonar úr liði Genk, myndu ekki gefa kost á sér í leikinn gegn Mexíkó sem fram fer í í San Francisco í Bandaríkj- unum á miðvikudaginn kemur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.