Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þetta á að vera allt í lagi, þeir eru búnir að lofa að vera góðir draugar, séra minn. Íslensku gæðaverðlaunin Fyrst og fremst hvetjandi AFHENDING Ís-lensku gæðaverð-launanna verður í dag klukkan 16.30 í hátíð- arsal Háskóla Íslands. Það er Davíð Oddsson for- sætisráðherra sem af- hendir verðlaunin við há- tíðlega athöfn, en í dag er Alþjóðlegi gæðadagurinn. Þetta er í fimmta skipti sem Íslensku gæðaverð- launin eru veitt, en að baki þeim liggur gríðarleg matsvinna, að sögn Þor- kels Sigurlaugssonar, sem er formaður stjórnar ís- lensku úthlutunarnefndar- innar. Hann svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðsins í tilefni dagsins. Hvert er gildi Íslensku gæðaverðlaunanna? „Verðlaunin eru fyrst og fremst hvetjandi, sama á hvaða sviði þau eru. Íslensk fyrirtæki og stofnanir leggja mörg hver mikla vinnu í að auka gæði þjónustu og vöru til að auka samkeppnishæfni sína. Með því að taka þátt í mats- ferli verðlaunanna gefst þeim tækifæri til að fá mat á árangri sínum á þessu sviði. Vinningshafi Íslensku gæðaverðlaunanna get- ur treyst því að hann sé í fremstu röð íslenskra fyrirtækja. Vinn- ingshafinn hefur einnig rétt til að taka þátt í matsferli vegna Evr- ópsku gæðaverðlaunanna og get- ur þannig borið sig saman við er- lend fyrirtæki.“ Leggja íslensk fyrirtæki mikið upp úr þessum gæðaverðlaunum? „Félagið Stjórnvísi, sem er um- sjónaraðili verðlaunanna, gerði könnun á þessu nýverið og það kom í ljós að flestir stjórnendur telja verðlaun af þessu tagi skipta miklu máli. Sérstaklega var nefnt að verðlaunin væru starfsfólki mikil hvatning og að þau væru staðfesting á gæðum og hefðu jafnframt jákvæð áhrif á ímynd og markaðsstarf. Kostur Íslensku gæðaverðlaunanna umfram mörg önnur er að fyrirtækin sem taka þátt í matsferlinu fá tölulega nið- urstöðu og skýrslu með ábend- ingum frá matsnefndum og geta því nýtt það í frekara umbóta- starf.“ Hefur vegur þessara verðlauna farið vaxandi í gegnum árin? „Gæðahugtakið hefur víkkað út og þótt tískusveiflur séu í stjórn- unarkenningum hafa gæðaverð- launin haldið gildi sínu. Gæða- starf og gæðastjórnun hefur einnig þróast og nær matið nú yf- ir flesta þætti stjórnunar. Sam- bærileg verðlaun eru veitt í flest- um iðnríkjum heimsins og þykja mjög eftirsóknarverð, enda eru verðlaunin veitt fyrir raunveru- legan árangur á sviði rekstrar og stjórnunar. Verðlaunin eru nú veitt í fimmta sinn hér á landi og verða þekktari eftir því sem verð- laununum fjölgar. Óvenju góð þátttaka var hjá fyrirtækjum að þessu sinni.“ Eftir hverju er farið þegar sigurvegari er valinn? „Það er farið eftir mjög skipulögðum vinnubrögðum sem byggjast á mati samkvæmt EFQM-árangurslíkaninu sem er lagt til grundvallar öllum gæða- verðlaunum í Evrópu. Lagt er mat á níu þætti sem ná yfir öll svið starfsemi fyrirtækja og eru taldir vera afgerandi um árangur þeirra en þeir eru: Forysta, stefnumörkun, starfsmanna- stjórnun, samstarf og innri þætt- ir, verkferli, ánægja starfsmanna, ánægja viðskiptavina, samfélags- legur árangur og rekstrarárang- ur. Hver þáttur er metinn sam- kvæmt ákveðinni aðferð og úr því mati kemur töluleg útkoma. Það er ekki sjálfgefið að verðlauna- hafi sé hvert ár. Stjórn Íslensku gæðaverðlaunanna hefur ákveðið viðmið og verðlaunahafi ársins þarf ekki einungis að vera með hæstu stigagjöf, heldur þarf hún að vera yfir viðmiðunarmörkum stjórnar. Það tíðkast hvergi að gefa upp stigagjöf þeirra fyrir- tækja sem taka þátt í matsferlinu og við gerum það heldur ekki hér á landi. Almennt má þó segja að einkunnagjöf líkansins sé stíf og það þykir ljómandi góður árangur að ná 60% af þeim 100 stigum sem mest er hægt að fá.“ Er ekki dómarastarfið erfitt hér sem annars staðar? „Vinna dómnefndar byggist á mjög skipulegum aðferðum við að meta árangur og þess vegna er mat á fyrirtækjum ekki eins hug- lægt og í mörgum öðrum verð- launaveitingum. Vinna mats- nefndanna er hins vegar mjög mikil og unnin af hugsjón tólf matsmanna. Matsmennirnir hafa fengið sérstaka þjálfun í aðferð- um við matið og í hverri mats- nefnd starfa þrír matsmenn. Flestir þeirra koma úr mennta- stofnunum, frá ráðgjafarfyrir- tækjum eða fyrirtækjum og stofnunum sem eru til fyrirmynd- ar í sínum rekstri. Lögð er áhersla á að tryggja eftir bestu getu hlut- leysi þeirra. Þeir fara ítarlega yfir þau gögn sem lögð eru fram til matsins, sannreyna upplýsingar, heimsækja fyrir- tækin og gefa stig. Niðurstöður matsnefndanna eru síðan það sem stjórn Íslensku gæðaverð- launanna lítur til við ákvörðun um verðlaunahafa. Það hefur verið ánægjulegt og lærdómsríkt að taka þátt í þessu og ég veit að þátttakendur bíða spenntir eftir niðurstöðunni í dag.“ Þorkell Sigurlaugsson  Þorkell Sigurlaugsson fæddist í Reykjavík 2. maí 1953. Hann lauk prófi frá viðskiptadeild Há- skóla Íslands 1977. Þorkell hefur starfað sem framkvæmdastjóri hjá Hf. Eimskipafélagi Íslands frá 1986, en er auk þess stjórn- armaður í nokkrum fyrirtækjum, s.s. Marel hf., Kauphöll Íslands hf., TölvuMyndum hf., Maritech International AS, 101 Skugga- hverfi hf. og Framtíðarsýn hf., útgáfufélagi Viðskiptablaðsins og Fiskifrétta. Þorkell er kvænt- ur Kristínu Helgu Vignisdóttur og eiga þau þrjú börn. … hafi já- kvæð áhrif á ímynd …
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.