Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SORPEYÐINGU höfuðborgar- svæðisins var ekki heimilt að setja ákvæði í útboðsskilmála síðastliðið sumar þess efnis að tilboð sem væru lægri en 75% af kostnaðaráætlun myndu ekki verða tekin til greina. Þetta er niðurstaða kærunefndar útboðsmála en þrjú fyrirtæki, Gáma- og tækjaleiga Austurlands ehf., Njarðtak ehf. og Sorphirðan, kærðu útboðið og fóru fram á að umrætt ákvæði yrði úrskurðað ógilt og að kærunefndin legði 500 þúsund króna dagsekt á Sorpeyðingu höfuðborg- arsvæðisins fyrir hvern þann dag sem liði án þess að farið yrði yrði að úrskurði nefndarinnar í málinu en útboðið tók til gámaleigu, flutninga og losun sorpgáma frá endurvinnslu- stöðvum Sorpu við Dalveg í Kópa- vogi og Miðhraun í Garðabæ. Ekki skilyrði fyrir dagsektum Úrskurðarnefndin taldi engin skil- yrði vera fyrir hendi til þess að leggja á dagsektir en Sorpeyðing var gert að greiða fyrirtækjunum kostnaðinn við kærur þeirra eða 50– 150 þúsund krónur hverju þeirra. Ögmundur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Sorpu, segir ástæðu þess að 75% skilyrðið var sett vera að fyrirtækið sé brennt af því að hafa tekið lægsta tilboði, í tvígang hafi fyrirtækið neyðst til að leysa til sín verk. „Okkar starfsemi er þannig að hún þarf að ganga alveg hnökra- laust. Við vorum þarna að reyna að fara að okkar kröfum og eins að ósk- um margra verktaka, þ.e. að ekki yrði gengið bókstaflega blindandi að lægsta tilboði. En við höfum senni- lega farið aðeins yfir strikið í því.“ Ögmundur segir að það sé mat kærunefndarinnar að það sé vilji löggjafans að það beri undantekn- ingarlaust að ræða við lægstbjóð- anda og gefa honum tækifæri til andsvara gagnvart atriðum sem verkkaupi kann að telja óraunhæf. Engin kvöð sé þó að verkkaupinn taki lægsta tilboði. „Við göngum því til viðræðna við lægstbjóðanda þannig að málið er komið í réttan farveg og það eru engin eftirmál af okkar hálfu.“ Úrskurðað gegn Sorpu í útboðsmálum Ber að skoða lægsta boð MIKILVÆGT er að hugsa stórt þegar hugað er að tilnefningum ís- lenskra náttúru- eða menning- arminja til heimsminjaskrár UNESCO, en þröngar hugmyndir um mikilvægi svæða minnka líkur á að þau verði tekin inn á skrá. Þetta var meðal þess sem fram kom á málþingi um heims- minjaskrá UNESCO í Þjóðmenn- ingarhúsinu. Á málþinginu, sem haldið var í tilefni af sænskri menningarviku, komu saman mælendur úr mis- munandi áttum og fjölluðu um heimsminjar frá mismunandi sjón- arhornum, en heimsminjar flokkast í tvo grundvallarflokka. Annars vegar eru menningarminjar, sem eru hvers kyns söguleg mannvirki, byggingar og menningarlandslag með sögulega, listræna, vís- indalega, þjóðfræðilega eða mann- fræðilega eiginleika. Hins vegar eru náttúruminjar sem eru staðir sem hafa jarðfræðilegt, líffræðilegt og vistfræðilegt gildi og búa yfir fegurð og sérstöku lífríki. Sam- komulag þjóða heims um varð- veislu heimsminja gerir grein fyrir því að heimsminjum verði ávallt að sýna virðingu og stuðla að verndun þeirra. Margrét Hallgrímsdóttir, þjóð- minjavörður og formaður Samráðs- nefndar um samning UNESCO frá 1972 um menningar- og náttúru- arfleifð heimsins, var fundarstjóri og setti málþingið. Þá tók til máls heiðursgestur og frummælandi málþingsins, Birgitta Hoberg, ráð- gjafi samráðsnefndar og sérfræð- ingur sænska þjóðminjavarðaremb- ættisins. Birgitta lýsti sjónarmiði Svía varðandi heimsminjar og ástandi mála þar, en þar eru tólf svæði á heimsminjaskrá. Hún sagði einnig frá starfi sínu við að aðstoða við umsóknir til UNESCO, en þar liggur hennar sérsvið. Ennfremur lýsti hún yfir ánægju sinni með gang mála hér á Íslandi, en í und- irbúningi er að leggja fram um- sókn um heimsminjastöðu Þing- valla og Skaftafellsþjóðgarðs. Ragnheiður H. Þórarinsdóttir, fulltrúi menntamálaráðuneytis, fjallaði almennt um samninginn um heimsminjar frá 1972 og einnig um aðra UNESCO sáttmála. Hún skýrði ýmis hugtök og mismunandi gildi ólíkra gerða alþjóða- samþykkta. Þá skýrði hún frá því að ríki bera sjálf ábyrgð á menn- ingarverðmætum sínum og fræðslu um þau og varðveislu. Sigurður Líndal, fulltrúi Þingvallanefndar, fjallaði um þýðingu þjóðveldisins fyrir þróun réttarfars og ýmiss konar lagalegra ferla. Hann sagði norrænar þjóðir hafa stofnað til þinga til úrlausnar mála. Blóð- hefndin hefði verið ríkur þáttur í samfélagsgerð ættarsamfélaga og því hafi stofnanir Alþingis verið settar á til að slá á blóðhefndir, því þær væru dýrar fyrir samfélagið. Sigurður sagði þjóðveldisöldina áhugaverða, því þar var ekkert miðstýrt framkvæmdavald og líti því frjálshyggjumenn eins og Milt- on Friedman hýru auga á hið forna dóms- og lagakerfi miðalda. Leik- listin hafi einnig spilað stórt hlut- verk á þjóðveldisöld vegna þess að ekkert var skriflegt, en allt munn- legt. Sagði Sigurður Íslendinga í raun hafa lifað í borgríki, þrátt fyrir að byggðin væri dreifð og líkti Þing- völlum við Agora í Grikklandi. Ennfremur sagði hann miðaldir hafa verið mesta framfaraskeið lögfræðinnar í sögunni. Mikilvægt að líta á hlutina í stærra samhengi Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, fjallaði almennt um náttúruvernd og heimsminjar og áréttaði það að heimsminjar væru fyrirbæri með gríðarlegt gildi fyrir heimsbyggð- ina og sagði að hlutir sem við litum stórt á eins og Gullfoss, haförninn, Snæfellsjökull og Ásbyrgi væru ekki einstök og alls ekki tæk til heimsminjaskrár, en hins vegar væru hlutir sem hér væru hvers- dagslegir, eins og móbergsmynd- anir og varp heiðargæsanna mik- ilvæg, því móbergið væri nær óþekkt nema á Íslandi og 80-90% heiðargæsa verptu hér á landi. Jón ítrekaði einnig nauðsyn þess að horfa á tilnefningar í víðara samhengi og sagði það undarlegt að hafa ekki tekið náttúru Þing- valla með í dæmið þegar þeir voru tilnefndir, því náttúran sé vissulega einstök. Ekki mætti horfa bara í budduna í því samhengi. Í erindi sínu lýsti Ragnar Frank Kristjánsson, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli, fallegri náttúru svæð- isins og mikilvægi þess að taka til- lit til heildar svæðisins, en ekki að- eins gróðurfarsins. Þar sé mikilvægt samhengi virks eldfjalls, náttúru í kringum það sem er í sí- felldri mótun, og sandanna sem þekja um 1% af flatarmáli Íslands. Sagði hann jökulhlaupin tilkomu- mikil, enda væri þá um að ræða eitt vatnsmesta fljót í heimi í stutt- an tíma og aðeins Amazon-fljótið sé vatnsmeira en hlaupið var 1996. Lagði hann sérstaka áherslu á að litið væri til svæðanna umhverfis Vatnajökul þegar áætlun um Vatnajökulsþjóðgarð yrði skoðuð nánar. Fjölmenni á málþingi um heimsminjaskrá UNESCO og náttúruvernd í Þjóðmenningarhúsinu Mikil ábyrgð fylgir heimsminjum Morgunblaðið/Jim Smart Málþingið um heimsminjaskrá UNESCO var vel sótt og voru margir gestir forvitnir um stöðu mála varðandi umsóknir fyrir íslensk svæði. EFLING telur að Samtök atvinnu- lífsins hafa ekki gengist við þeirri ábyrgð sinni að setjast að samn- ingaborði og ganga frá formlegum kjarasamningi fyrir þá sem starfa við blaðburð. Félagið hafi í fimm ár reynt að ná slíkum samningi við SA en án árangurs. Einungis blað- berar Morgunblaðsins eru með kjarasamning, hjá VR. Í yfirlýsingu frá Eflingu segir að félagið hafi frá árinu 1998, þegar blaðberar höfðu samband við Efl- ingu, ítrekað reynt að ná kjara- samningum fyrir blaðbera við sam- tök atvinnurekenda. „Þegar loks fékkst fundur með Samtökum at- vinnulífsins (þá VSÍ) tilkynntu þeir Eflingu að þeir hefðu ekki áhuga á að gera samning við félagið um kjör blaðburðarfólks.“ Næstu skref málsins voru þau að í samningunum árið 2000 sam- mæltust fulltrúar Flóabandalags- ins og Samtaka atvinnulífsins um að tryggja þyrfti réttarstöðu blað- burðarfólks og grundvallarréttindi blaðburðarfólks sem launafólks yrðu tryggð. „Eftir undirritun þessarar yfirlýsingar árið 2000 var haldinn einn fundur í maí 2001 og á þeim fundi kom fram fyrri af- staða Samtaka atvinnulífsins um að þeir sæju ekki ástæðu til að koma að kjarasamningagerð fyrir blaðburðarfólk,“ segir í tilkynning- unni. „Eftir stendur að Samtök at- vinnulífsins hafa ekki gengist við þeirri ábyrgð sinni að setjast að samningaborði og ganga frá form- legum kjarasamningi fyrir starfs- sviðið í heild. Í þessum kjarasamn- ingi þarf að taka á kröfum er varða grundvallarréttarstöðu launafólks eins og sá réttur þekkist á almenn- um vinnumarkaði í dag og tekur m.a. á lágmarkslaunum, veikinda- rétti, vinnufatnaði ásamt sértækari atriðum s.s. þyngdarmörkum blaða. Efling – stéttarfélag fagnar því að félagsmálaráðherra ætli sér að taka málið upp í heild og tryggja réttarstöðu þessa fólks.“ Lýsa ábyrgð á samningsleysi blaðburðarfólks á hendur SA Efling fagnar því að félagsmála- ráðherra ætli sér að taka málið upp kjör ákveðinna stétta. Þar til DVvarð gjaldþrota hafi því einungis Árvakur, útgáfufélag Morg- unblaðsins, verið í SA, og því eng- in leið fyrir samtökin að semja fyrir annarra hönd en þeirra. Mál- ið sneri öðruvísi við áður en DV var selt út úr Frjálsri fjölmiðlun, og gekk þar með út úr SA. Þá seg- ir Ragnar kröfur Eflingar hafa staðið í vegi fyrir samningagerð. „Aðallega þær að við ættum að taka alla starfandi blaðbera og skikka þá í stéttarfélögin óháð þeirra vilja. Það töldum við vera brot á stjórnarskrá.“ Ragnar segir muninn á við- ræðum SA við VR og Eflingu hafa verið þann að VR gerði sér grein fyrir þessu og gaf blaðberum kost á því að ganga í félagið í stað þess að krefjast þess að allir gerðu það. Samningar sem SA gerðu við VR, fyrir hönd Árvakurs, hafa gengið mun betur, en sá samningur af- markist við blaðbera hjá Árvakri. RAGNAR Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs SA, vísar ásök- unum Eflingar algerlega á bug, og segir þær á gömlum misskilningi byggðar. „Þessar ásakanir á hendur okk- ur eru tilhæfulausar vegna þess að við höfum engar heimildir til að binda þessi tvö fyrirtæki með ein- hverjum kjarasamningum. Það er hlutverk stéttarfélaganna sjálfra að óska eftir viðræðum við þau. Okkur er ekki kunnugt um að þessi tilteknu stéttarfélög hafi ósk- að eftir viðræðum við DV og Fréttablaðið. Þeir hafa hins vegar ráðist á okkur aftur og aftur án þess að við séum hér nokkur söku- dólgur,“ segir Ragnar. Hann segir málið snúast um það að Frétt, útgáfufélag Fréttablaðs- ins, og útgefendur DV, sem nú er gjaldþrota, eru ekki í SA. Hann segir „þorra fyrirtækja“ þurfa að vera í samtökunum svo þau hafi heimild til að semja um kaup og Hafa ekki heimild til samninga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.