Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 47 stuðningsmeðferðinni felur m.a. í sér almenna kynningu, unnið er með til- finningar, aðstoðað við að sækja um STUÐNINGSMEÐFERÐ Vímu- lausrar æsku – Foreldrahúss hófst um mitt þetta ár og hefur farið mjög vel af stað, að því er segir í frétta- tilkynningu. Hefur munað þar öllu um myndarlegt framlag sem barst frá konunum í Thorvaldsensfélginu upp á 1 milljón króna. „Unglingarnir sem til okkar koma hafa allir lokið langtímameðferð á meðferðarheimilum Barnaverndar- stofu. Markmið stuðningsmeðferð- arinnar er að viðhalda þeim árangri sem náðst hefur í meðferðinni og hjálpa þeim að standa við útskrift- armarkmið sín,“ segir í frétt frá Vímulausri æsku – Foreldrahúsi. Boðið er upp á stuðning í sex mán- uði til allt að tveggja ára. Fræðsla í vinnu, kynntar eru námsbrautir, hagsýni í fjármálum, hreyfing og hollusta og margt fleira. Frá afhendingu styrksins frá Thorvaldsensfélaginu. Frá vinstri eru Ingi- björg Helgadóttir, Lára M. Gísladóttir, Þórdís Sigurðardóttir, Vímulausri æsku, Elísa Wíum, framkvæmdastjóri Vímulausrar æsku, Guðlaug J. Aðal- steinsdóttir, formaður Thorvaldsensfélagsins, Guðrún Jóhannsdóttir, Sig- ríður Sigurbergsdóttir og Jórunn Magnúsdóttir, Vímulausri æsku. Stuðnings- meðferð hefur farið vel af stað Ráðstefna um líffræðikennslu Í tilefni tuttugu ára afmælis Samlífs – Samtaka líffræðikennara standa samtökin fyrir ráðstefnu um líf- fræðikennslu á morgun föstudaginn 14. og laugardaginn 15. nóvember í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Ráðstefnan hefst kl. 14 á föstudag en þar kemur Craig Nelson, pró- fessor í líffræði við Háskólann í Indiana í Bandaríkjunum. Á laugar- dag hefst ráðstefnan kl. 10. Flutt verða erindi og pallborðsumræður. Þá verða veittar viðurkenningar fyr- ir vel unnin störf í þágu líffræði- kennslu á Íslandi. Fundarstjóri er Jóhann Guðjónsson, formaður Sam- lífs. Ráðstefnan er opinn öllum og ráð- stefnugjald ekkert. Þáttakendur skrái sig á netfanginu: johann@flensborg.is Fræðslufundur um Green Globe 21 verður haldinn á morgun, föstu- daginn 14. nóvember, kl. 15 í húsa- kynnum Samtaka ferðaþjónust- unnar í Borgartúni 35. Erindi heldur Cathy Parson, forstjóri Green Globe 21. Green Globe 21 eru alþjóðleg félaga- og umhverfisvott- unarsamtök fyrir ferðaþjónustufyr- irtæki og einstök samfélög. Fundurinn er haldinn á vegum Hólaskóla og Samtaka ferðaþjónust- unnar. Skráning er hjá Samtökum ferðaþjónustunnar og tölvupósti á info@saf.is. Málþing um rannsóknir í félags- fræði verður á morgun, föstudaginn 14. nóvember, kl. 14 í Háskóla Ís- lands, Odda stofu 101. Helgi Gunn- laugsson, prófessor í félagsfræði, setur þingið. Erindi halda: Rannveig Þórisdóttir, félagsfræðingur, Rúnar Vilhjálmsson, prófessor, Þóra Ás- geirsdóttir, forstöðumaður viðhorfs- rannsókna hjá IMG-Gallup, og Stef- án Ólafsson, prófessor. Fundarstjóri er Þorbjörn Broddason, prófessor. Veitingar í boði Félagsfræðinga- félags Íslands. Formleg opnun verður á heimasíðu Félagfræðingafélags Íslands www.felagsfraedingar.is Á MORGUN Opin fundur um Eignarhald á fjöl- miðlum Politica, félag stjórnmála- fræðinema, heldur fund í fundarröð- ini Forum Politica – Vettvangur dagsins undir yfirskriftinni „Eign- arhald á fjölmiðlum“ kl. 12-13 í dag, fimmtudaginn 13. nóvember, í há- tíðarsal Háskóla Íslands. Allir vel- komnir. Gestir fundarins eru: Ólaf- ur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, Þorbjörn Brodda- son, prófessor í fjölmiðlafræði, Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttablaðsins, Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs Ríkis- útvarpsins, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, alþingismaður og vara- formaður Samfylkingarinnar. Fundarstjóri er Svavar Halldórs- son, fréttamaður og stjórnmála- fræðinemi. Barnagigt, greining, meðferð Áhugahópur foreldra barna með gigt heldur aðalfund í dag, fimmtu- daginn 13. nóvember, kl. 19.30 í húsnæði Gigtarfélags Íslands, Ár- múla 5, 2. hæð. Að loknum aðalfundarstörfum mun Jón Kristinsson, barnalæknir, halda erindi sem hann nefnir: Barnagigt, greining og meðferð. Allir eru vel- komnir. Lúsíukórinn syngur í Norræna húsinu Lúsíukórinn á vegum Sænska félagsins heldur æfingu fyrir Lúsíutónleika í dag, fimmtu- daginn 13. nóvember, í Norræna húsinu kl. 18-19.30. Kórsstjóri er Maria Cederborg. Allir 5 ára og eldri eru velkomnir. Nánari upplýs- ingar á www.svenskaforeningen.is. Fyrirlestur um sjóbjörgunar- miðstöðina í Bremen Udo Helge Fox, framkvæmdastjóri þýska sjó- björgunarfélagsins, DGzRS, verður með fyrirlestur í bíósal Hótels Loft- leiða í dag, fimmtudaginn 13. nóv- ember, kl. 17.15 um sjóbjörgunar- miðstöðina í Bremen. Í Bremen er sjóbjörgunarmiðstöð Þýskalands sem DGzRS sér um að reka og sinna þeir þeir öllum sjóbjörgunar- málum sem koma upp við Þýska- land. Ókeypis er á fyrirlesturinn og er hann opinn öllu áhugafólki um sjó- björgunarmál. Í DAG Danshæfileikakeppni JSB, Jass- ballettskóla Báru, verður haldin í íþróttahúsi Digraness laugardaginn 15. nóvember kl.19.30. „Dansbikar- inn“ er árleg danshæfileikakeppni JSB, nú haldin í þriðja sinn. Nem- endur skólans sýna frumsamda dansa og sjá um alla þætti sem við- kemur dansinum; hugmyndavinna í kringum dansinn, semja dansinn og hanna búninga. Keppt er í tveimur aldursflokkum 10-12 ára og 13-16 ára, bæði einstaklings- og hópa- keppni. Rúmlega 80 keppendur eru skráðir til leiks. Aðgangseyrir er 800 kr. Forsala að- göngumiða er hjá JSB, Lágmúla 9, einnig er selt inn við innganginn. Ágóði keppninnar rennur óskiptur til uppbyggingar á Dansleikhúsinu. Sáraráðstefna verður haldin föstu- daginn 21. nóvember kl. l 8.30-15.30, í sal Læknafélags Íslands Hlíðar- smára 8, Kópavogi. Upplýsingar og skráning á netfangi ingibjoj@landspitali.is. Skráningu lýkur á morgun, föstudaginn 14. nóvember. Að ráðstefnunni standa hjúkrunar- fræðingar á G-3, endurkomudeild slysa- og bráðasviðs LSH. Á NÆSTUNNI Orðabrengl í gagnrýni Í umfjöllun Magnúsar Fjalldal um Kantaraborgarsögur á þriðjudag urðu orðabrengl og gerbreytti smá- orðið „en“ merkingu setningar í síð- ustu málsgrein greinarinnar. Þar átti að standa: „Þegar öllu er á botninn hvolft verður því ekki sagt að sérlega vel hafi tekist til með þýðingu þessa mikla snilldarverks.“ Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT MÁLÞING um barna- og æskulýðs- starf kirkjunnar verður haldið 13. nóvember kl. 17:15 í Hafnarfjarðar- kirkju. Málþingið er liður í því að efla barna- og æskulýðsstarf í Þjóðkirkj- unni. Yfirskrift málþingsins er Æsku- lýðsstarf um allt land. Hverjar eru skyldur safnaða kirkjunnar í barna- og æskulýðs- starfi? Málþing um æskulýðsstarf Á AÐALFUNDI Tannlæknafélags Íslands (TFÍ), sem haldinn var 6. nóvember sl., var Birgir Jóhann Jóhannsson tannlæknir, kjörinn heiðurs- félagi í Tannlæknafélagi Íslands að tillögu stjórnar félagsins. Birgir lauk námi í tannlækn- ingum árið 1956 og starfaði sem aðstoðartann- læknir til ársloka 1957 þegar hann stofnaði eigin tannlæknastofu sem hann hefur rekið til þessa dags. Á starfsferli sínum hefur Birgir gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir TFÍ og gerir enn. Hann hef- ur átt sæti í fjölmörgum nefndum fyrir félagið og hefur t.d. setið í minjasafnsnefnd frá 1962 og sem formaður hennar frá 1965 til þessa dags, segir í fréttatilkynningu. Heiðursfélagi í Tann- læknafélagi Íslands Þórarinn Jónsson afhenti Birgi Jóhanni Jóhannssyni, tann- lækni og heiðursfélaga, viðurkenningu fyrir hönd Tann- læknafélags Íslands, fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. JÓLAKORT ABC hjálparstarfs eru komin út. Margrét Nilsdóttir lista- maður hannaði kortin. Jólakortin eru til sölu á skrifstofu starfs- ins að Sóltúni 3 Reykjavík og hjá eftirtöldum fyr- irtækjum: Bóka- búðir Pennans, Bókabúðir Máls og Menningar, Bókabúðin Grímsbæ, Bóka- búðin Gríma Garðabæ, Bókabúð Böðvars Hafnarfirði, Bókabúðin Hamraborg Kópavogi, Bókabúðin Hlemmi, Garðheimar, Skólavöru- búðin, Verslunin Dalakjör Búðar- dal, Bæjarblómið Blönduósi. ABC hjálparstarf er íslenskt hjálparstarf stofnað árið 1988. Markmið þess er að gefa fátækum börnum kost á skólagöngu og heim- ilislausum börnum heimili. ABC hjálparstarf styður um 4000 börn í 6 löndum fyrir hjálp íslenskra stuðningsforeldra. Jólakort ABC- hjálparstarfs NÝ stjórn Landssamtaka ITC á Ís- landi var kosin á landsþingi í vor en hana skipa: Ingibjörg Vigfúsdóttir, ITC Hörpu, landsforseti, Arnþrúður Halldórsdóttir, ITC Hörpu, kjörfor- seti, Hildur Jónsdóttir, ITC Hörpu, gjaldkeri, Ásgerður Gissurardóttir, ITC Melkorku, ritari, og Fanney Úlfljótsdóttir, ITC Ísafold, þing- skapaleiðari. Nýtt starfsár er hafið hjá ITC- samtökunum og er starfað í 10 deild- um félagsins um allt land. Upplýs- ingar um ITC og fundartíma deilda er að finna á vefsíðu Landssamtaka ITC á Íslandi: http://www.simnet.is/ itc/. Netfang er itc@simnet.is Stjórn Landssamtaka ITC: Ingibjörg Vigfúsdóttir, Arnþrúður Halldórs- dóttir, Ásgerður Gissurardóttir, Hildur Jónsdóttir, Fanney Úlfljótsdóttir. Ný stjórn Landssam- taka ITC FYRIRTÆKIÐ PharmaNor hf hefur fært sjúkraþjálfun á endurhæfingardeild LSH á Grensási ýmis þjálfunar- tæki að gjöf í tilefni af því að sl. voru 30 ár liðin frá því að deildin hóf starfsemi sína. Á myndinni má sjá fulltrúa frá PharmaNor hf ásamt starsfólki við afhendingu gjafar- innar til sjúkaþjálfunar. PharmaNor hf. gaf tæki til sjúkraþjálfunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.