Morgunblaðið - 13.11.2003, Side 39

Morgunblaðið - 13.11.2003, Side 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 39 ✝ Helga Benedikts-dóttir fæddist á Álafossi í Mosfells- sveit 18. janúar 1915. Hún andaðist á Hrafnistu í Reykja- vík 3. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Bene- dikt Einarsson, kennari og verk- smiðjustjóri á Ála- fossi, f. 7. apríl 1877, d. 3. október 1952, síðar bóndi í Mið- engi, og kona hans Halldóra J. Guð- mundsdóttir, f. 26. febrúar á Valdastöðum í Kjós, d. 22. septem- ber 1990. Systkini Helgu eru: Hall- dór, f. 21. júlí 1912, d. 7. mars 1984, og Guðmundur, f. 24. júlí 1918. Hinn 10. júní 1944 giftist Helga Kristni Guðmundssyni, f. í Nes- kaupstað 17. júní 1916, d. 7. apríl 1992. Foreldrar Kristins voru Guð- mundur Stefánsson, f. 1. septem- ber 1873, d. 18. ágúst 1959, og kona hans Valgerður Árnadóttir, f. 1. júní 1881, d. 29. júlí 1948. Börn Helgu og Kristins eru: 1) Halldóra, ljósmóðir, f. 11. mars 1945, maki Guðbrandur Kristjánsson, f. 7. september 1952, maki Árni Þor- valdsson, f. 31. janúar 1950. Börn þeirra eru: a) Halldóra, f. 18. febr- úar 1971. Börn hennar og Karls Birgis Örvarssonar eru: Kristín Karen, f. 21. ágúst 1995, og Dag- björt Dögg, f. 26. júní 1999. b) Lín- ey, f. 4. júlí 1977. c) Þorvaldur, f. 3. mars 1982. Helga fluttist átta ára gömul að Miðengi. Hún stundaði nám við Héraðsskólann í Reykholti en naut einnig leiðsagnar föður síns sem var kennari. Hún var eitt ár við nám í orgelleik hjá Páli Ísólfssyni og var síðan organisti í Búrfells- kirkju í nokkur ár og söng einnig í kirkjukórnum um margra ára skeið. Helga var virkur þátttak- andi í félagsstörfum í Grímsnes- inu. Hún var heiðursfélagi í UMF Hvöt, Kvenfélagi Grímsness- hrepps og Búnaðarfélagi Gríms- nesshrepps. Helga og Kristinn stunduðu búskap í Miðengi frá árinu 1944 og síðar í félagsbúi með Gústav Adolf og Valgerði dóttur sinni. Miðengisbærinn fór illa í Suðurlandsskjálftunum sumarið 2000, þurfti Helga þá að flytja frá Miðengi eftir 77 ára búsetu. Hún fluttist til Valgerðar dóttur sinnar á Selfossi en þegar heilsu hennar fór að hraka vorið 2001 fór hún á Hrafnistu í Reykjavík og dvaldi þar til æviloka. Útför Helgu verður gerð frá Sel- fosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. mars 1943. Börn þeirra a) Kristinn Helgi, f. 7. október 1969. b) Bryndís, f. 26. janúar 1972. Börn hennar og Ingimund- ar Kárasonar eru: Birta Rún, f. 23. sept- ember 1999, og Orri Freyr, f. 23. desember 2002. c) Kristján, f. 16. febrúar 1977. 2) Val- gerður, f. 3. október 1946, maki Gústav Adolf Guðnason, f. 21. júlí 1947. Börn þeirra eru: a) Helga, f. 11. maí 1968. Börn hennar og Þor- björns J. Reynissonar eru: Guðni Reynir, f. 19. mars 1989, Sigríður, f. 18. maí 1990, og Halldór, f. 7. janúar 1995. b) Benedikt, f. 27. desember 1969. Barn hans og Kristínar Guðmundsdóttur er Ein- ar Óli, f. 14. október 1994. 3) Þór- unn bankastarfsmaður, f. 10. apríl 1949, maki Eiríkur Helgason, f. 29. apríl 1947. Synir þeirra eru: a) Helgi, f. 20. júní 1973. Barn hans og Önnu Kristínar Magnúsdóttur er Anna Alexandra, f. 28. október 2002. b) Oddbergur, f. 23. febrúar 1977. 4) Katrín, kennari, f. 13. Elskulega amma mín, það var á mánudag 3. nóvember sem mér bár- ust þau tíðindi norður yfir heiðar að þú hefðir horfið inn í sólarupprásina. Ég hafði setið hjá þér deginum áður, þú sagðir mér að þér liði vel en þú varst þreytt og lasburða en þó svo óendanlega sterk, þinn háttur var ekki að kvarta. Þó er því nú einhvern veginn þannig farið með þetta bless- aða líf, að þegar fregnin barst mér að þú hefðir farið yfir móðuna miklu, amma mín, þá varð ég svo berskjöld- uð gagnvart sorginni. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Spámaðurinn.) Æskuminningarnar hrönnuðust upp og það var svo ljúft að sjá þig fyr- ir sér fulla af lífskrafti. Mig langar að skrifa hér örfá minningarbrot um ykkur afa, en hann kvaddi þennan heim 7. apríl 1992. Í minningunni er það ein af dýr- mætustu stundum lífs míns að keyra austur fyrir fjall í vorblíðunni og fá að dvelja hjá afa og ömmu í Miðengi, þau voru mér alla tíð svo hlý og góð og fyrir borgarbarn eins og mig voru það forréttindi að komast í sveitina til þeirra. Víðáttan, frelsið, kyrrðin, fegurð- in, lækjarniðurinn, fuglasöngurinn, ekkert lá á. Minningin um okkur afa þar sem við tókum okkur spássitúr í hraun- inu, afi gekk troðninginn og ég hélt í hönd hans og stikaði þúfurnar, ang- andi ilmur af nýsleginni töðu og birki, fuglasöngur og jarm. Hann afi minn var svo mikið náttúrubarn í eðli sínu. Minning um ömmu inni í bæ, kræs- ingar lagðar á borð eða setið við hannyrðir, hún var svo mikill gest- gjafi hún amma mín. Ég lítil hnáta sit inni í eldhúsi, horfi upp til hennar ömmu, hún getur bara allt hún amma, henni fór nefni- lega ýmislegt vel úr hendi, og mikið gat hún kennt mér. Á kvöldin sögðu afi og amma mér sögur um álfa og tröll og er ég vakn- aði að morgni voru sögurnar mér ljóslifandi, leiksviðið mátti sjá út um eldhúsgluggann. Tröllið bjó í Búrfelli og álfarnir í hrauninu, þetta var hrein ævintýraveröld. Nú miðla ég þeirri fögru veröld sem þið gáfuð mér eftir bestu getu til dætra minna. Elsku amma, nú vitum við að þú ert komin til hans afa og þið vakið yf- ir okkur. Minningin um afa og ömmu munu ætíð lifa með mér, duglegt og hjarta- hlýtt fólk. Þið gáfuð mér gott vega- nesti út í lífið og fyrir það verð ég æv- inlega þakklát. Við sem eftir stöndum getum yljað okkur yfir dýrmætum minningum og þakklæti fyrir að hafa átt þau að. Halldóra Árnadóttir. Þegar ég heyri skógarþröst syngja minnist ég liðinna stunda. Ég stend, lítil stúlka, í stígvélum úti í garði í Miðengi að taka upp kartöflur með ömmu. Á meðan ég tíni þær í pott segir amma mér sögu svo ég gæti þekkt söng fuglanna. Söguna man ég ekki lengur en söng þrastanna man ég betur eftir. Hann mun alltaf minna mig á stundirnar okkar ömmu í garðinum. Þótt það hafi eflaust lítið flýtt fyrir henni að hafa mig skopp- andi í kringum sig, þáði hún alltaf að- stoð mína með þökkum, ömmu skorti aldrei þolinmæði eða tíma fyrir okk- ur grislingana. Lyktin af haustinu minnir á rab- arbaragraut og fulla stofu af fólki. Hlátur og glaðværð berst úr stofunni þar sem afkomendur og vinir ömmu og afa sitja. Þannig voru helgarnar í Miðengi, alltaf fullt af fólki, kaffi og kökur á borðum og kakó fyrir yngri kynslóðina. Ég er lánsöm að hafa fengið að kynnast lífinu í sveitinni og eyða þar nokkrum sumrum, að því mun ég ávallt búa. Elsku amma, nú ertu komin til afa og þið svífið eflaust meðal þrastanna. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Líney Árnadóttir. HELGA BENEDIKTSDÓTTIR ✝ Gunnhildur Sess-elja Jónsdóttir fæddist á Þórgauts- stöðum í Hvítársíðu í Borgarfirði 2. febr- úar 1918. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 5. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar Gunnhild- ar voru Jón Gunnars- son, f. 3. ágúst 1877, d. 30. júlí 1960, og Ingigerður Krist- jánsdóttir, f. 27. ágúst 1877, d. 12. janúar 1969. Systkini Gunnhildar á lífi eru Sæmundur, f. 7. september 1904, maki Krist- björg Tryggvadóttir, f. 1911, d. 1987, hann er á Dvalarheimili aldr- aðra á Hrafnistu í Hafnarfirði, Gunnar, f. 2. apríl 1913, maki Dal- lilja Jónsdóttir, f. 15. janúar 1921, þau búa í íbúðum fyrir aldraðra í Stykkishólmi, og systir hennar, samfeðra, Elsabet Jónsdóttir, f. 25. maí 1933, búsett á Eskifirði. Látin eru systkinin Kristján, f. 1901, d. 1978, maki Fjóla Guðmundsdóttir, f. 12. október 1912, hún er á Dval- arheimili aldraðra í Borgarnesi, Leifur, f. 1903, dó ungur, Guðleif, f. 1908, d. 1999, maki Ólafur Þórð- arson, f. 1898, d. 1963, og Páll, f. Reimarsdóttir, f. 7. nóvember 1951, þau búa í Keflavík; 8) Ingi- gerður, f. 16. febrúar 1954, búsett í Keflavík; og 9) Dagbjört Anna, f. 27. september 1956, sambýlismað- ur Guðmundur M. Jakobsson, f. 26. júni 1952, þau búa í Garði. Barna- og barnabarnabörn Gunnhildar og Guðmundar eru nú um 70. Gunnhildur ólst upp hjá móður sinni til fullorðinsára. Í Borgar- firðinum fékk hún menntun sína í farskóla eins og venja var í sveitum á æskuárum hennar. Í Borgarfirð- inum kynntist hún eiginmanni sín- um, Guðmundi Péturssyni frá Hell- issandi, þau hófu búskap á Kirkjubrú á Álftanesi. Árin 1943– 1950 bjuggu þau í Arnarbæli í Grímsnesi. Þaðan fluttu þau til Suðurnesja og byggðu sér hús á Hólagötu 33 í Njarðvík. Lengst bjuggu þau í Ásgarði í Miðnes- hreppi, eða þar til þau fluttu til Sandgerðis árið 1997. Árið 1998 fluttu þau í íbúð fyrir aldraða í Miðhúsum í Sandgerði. Í júní sl. fór Gunnhildur á Dvalarheimili aldr- aðra í Garði þar sem hún bjó þar til hún lést. Gunnhildur var með blandaðan búskap í Ásgarði en síð- ustu árin var hún eingöngu með hesta og var hestamennska hennar aðaláhugamál. Auk þess að vera með búskap og stóran barnahóp vann hún í nokkur ár við saltfisk- verkun hjá Guðbergi Ingólfssyni á Húsatóftum. Útför Gunnhildar fer fram frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 1909, d. 1985. Gunnhildur giftist 22. júlí 1940 Guð- mundi Péturssyni frá Hellissandi, f. 17. ágúst 1917, d. 2. apríl 2001. Foreldrar hans voru Pétur Magnús- son, f. 3. maí 1892, d. 23. febrúar 1937, og Ingveldur Sigurðar- dóttir, f. 4. desember 1891, d. 31. ágúst 1987. Börn Gunnhild- ar og Guðmundar eru: 1) Sæunn Hulda Björg, f. 24. mars 1940, maki Sigurður Hilmar Guðjónsson, f. 2. ágúst 1939, þau búa í Sandgerði; 2) Kolbrún Inga, f. 2. febrúar 1942, maki Anton Eyþór Hjörleifsson, f. 1. júlí 1942, þau búa í Garði; 3) Svanhvít, f. 14. september 1946, búsett í Njarðvík; 4) Herbert Pét- ur, f. 26. október 1947, sambýlis- kona Ingibjörg R. Ingólfsdóttir, f. 25. júlí 1966, þau búa í Ásgarði; 5) Jóna, f. 22. mars 1949, búsett í Keflavík; 6) Guðmundur Bjarni, f. 27. júní 1950, ættleiddur af Guð- finnu systur Guðmundar og Ólafi manni hennar, sambýliskona hans er Catherine Anne Stormont, þau eru búsett á Englandi; 7) Óskar, f. 6. október 1951, maki Guðfinna Hér að hinstu leiðarlokum ljúf og fögur minning skín. Elskulega mamma góða um hin mörgu gæði þín. Allt frá fyrstu æskudögum áttum skjól í faðmi þér. Hjörtun ungu ástúð vafðir okkur gjöf sú dýrmæt er. Hvar sem okkar leiðir liggja lýsa göfug áhrif þín. Eins og geisli á okkar brautum mamma góð, þótt hverfir sýn. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Við kveðjum ástkæra móður. Hvíl í friði. Börnin. Í dag kveðjum við kæra frænku. Það er margs að minnast og margt að þakka. Lífið var þér ekki alltaf létt, elsku frænka. Lengi vel bjóst þú við lítil þægindi. Við minnumst áranna þinna í Arnarbæli. En alltaf var jafngaman að koma í heimsókn til ykkar Guðmundar og barnanna. Þín góðu ár áttir þú í Ásgarði. Þar ræktaðir þú garðinn þinn og hugs- aðir um hestana meðan heilsan leyfði. Eftir að Guðmundur lést vor- ið 2002 var líf þitt breytt og lísgleðin horfin. Kæra frænka, hjartans þakkir fyrir allt. Guð blessi minningu Gunnu frænku Ása, Sigrún, Ólöf og fjölskyldur. GUNNHILDUR SESS- ELJA JÓNSDÓTTIR lauk fundinum svo að allir viðstadd- ir voru kosnir í stjórn hins nýja fé- lags, nema Þorgeir, sem þar með var eini óbreytti meðlimur félags- ins. Seinna var Þorgeir gerður að heiðursfélaga Félags kvikmynda- gerðarmanna og árið 2000 afhenti Björk Guðmundsdóttir honum Heiðursverðlaun Íslensku kvik- mynda- og sjónvarpsakademíunn- ar. Þannig má segja að Þorgeir hafi um síðir uppskorið þann heiður sem honum bar fyrir framlag sitt til íslenskrar kvikmyndasögu. Ungur eignaðist ég að vini Egil Arnald, son Vilborgar og stjúpson Þorgeirs. Þannig var ég heima- gangur í Vonarstræti 12 og kynnt- ist því góða fólki. Í fyrstu stóð mér svolítil ógn af Þorgeiri og fannst hann heldur grimmur á manninn, sérstaklega í samanburði við alla hlýjuna sem stafaði frá Vilborgu. En þetta jafnaði sig fljótt því Þor- geir var, þegar á reyndi, ágætur maður. Hann hafði gaman af rök- ræðum hverskonar og var þá oft æði torsóttur. Það kom líka í ljós síðar að lögfræðin átti vel við hann. En mikill menningarlegur áhugi og metnaður var einkennandi fyrir heimilisbraginn í Vonarstrætinu og það var bæði hollt, gott og gaman að fá að taka ofurlítinn þátt í þeim veisluhöldum. Ég votta Vilborgu, Agli, Goggi og öðrum aðstandend- um mína dýpstu samúð. Björn Br. Björnsson, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum.) Vinátta er gulli betri. Vinátta er virðing, trúnaður, um- hyggja og alúð. Vinátta er kær- leikur. Alls þessa naut ég á heimili vina minna, Þorgeirs og Vilborgar. Af þeirra fundi fór ég alltaf glöð og auðugri í anda og sál. En nú er Þorgeir horfinn af vettvangi og við söknum vinar í stað. Þorgeir var enginn hvunndags- maður, en hann unni og virti þann hóp manna sem fáum sögum fer af og hann kallaði hvunndagsfólk Það voru hetjur hina harða lífs. Sjálfur hafði hann hlotið í arf eft- ir sitt hvunndagsfólk sterka rétt- lætiskennd og harðan baráttuhug. Þrautsegja brást honum aldrei þótt þrek minnkaði. Hann var sjálfum sér samkvæmur til hinstu stundar. Það var ekki alltaf auðvelt að ræða við Þorgeir. Hann gerði kröf- ur og hlífði viðmælandanum ekki við að taka afstöðu, lýsa skoðunum og verja þær. Sjálfur var hann ein- staklega vel máli farinn, rökfimur og vel vitandi um flest ef ekki allt sem máli skipti í lífi manna og þjóða. Það var lærdómsríkt að hlusta á hann flytja mál sitt, en það var ekki bara lærdómsríkt, það var líka gaman því hann var fyndinn og hafði skemmtilegt skopskyn. En skop hans var stundum sársauka- blandið, því Þorgeir var viðkvæmur maður, þótt hann kysi að látast annað og bregða á glens. Og nú er hann horfinn sjónum okkar, en við búum að viti hans og visku um ókomna tíð. Orð hans og hug má lesa í öllum bókunum sem hann lét okkur eftir. Þær góðu gjafir geymum við og grípum til, okkur til hvatningar og ánægju á hljóðum stundum og minnumst góðs manns, góðs vinar, sem með eigin orðum kveður svo fallega: einn stundlausan dag benda hausttrjáafingur til lofts eins og þrá eftir dansi og lækurinn breytir um róm frá sorg yfir marglita þrá eftir víðernum hafsins einn stundlausan dag greypi ég mynd þína í skýin og geri mér þögn. Vilborg mín. Þér og ástvinum ykkar Þorgeirs votta ég einlæga samúð. Rannveig Löve. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.