Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 33 stöðvar Nesjavallavirkjunar um 30 MW. Þeirri framkvæmd á að vera lokið í árslok 2005. Að sögn Guð- mundar verður byrjað á að reisa nýtt stöðvarhús á Nesjavöllum næsta sumar. Þegar Hellisheiðar- virkjun verður tilbúin fer orkan frá Nesjavöllum til almennrar notkun- ar á þjónustusvæði OR. Guðmund- ur segir það ekki endanlega ljóst að nýja gufuaflsvirkjunin þurfi að gefa af sér 80 MW. Stærðin geti farið niður í 60 MW í fyrsta áfanga, allt eftir þörfinni á almennum markaði og hvernig Nesjavellir verða nýttir. Þegar mest lætur, sumrin 2004 og 2005, er búist við að 200–300 manns vinni við að reisa Hellisheið- arvirkjun og stækka Nesjavelli. Fjárfestingin hjá OR vegna stækk- unar álversins nemur rúmum átta milljörðum króna en með stækkun Nesjavalla og heitavatnsfram- leiðslu á Hellisheiði fer kostnaður- inn upp í um 12 milljarða. Til þessa hafa sjö holur verið boraðar á Hellisheiði en að sögn Guðmundar þarf að bora 10–15 hol- ur til viðbótar á svæðinu. Fer sú vinna fram á næsta ári. Endanleg staðsetning stöðvarhúss virkjunar- innar hefur ekki verið ákveðin en Guðmundur segir að það verði ná- lægt bæjarstæði gamla Kolviðar- hóls, ekki svo langt frá þjóðvegin- um um Hveradalabrekkuna. r en það eitu Suð- sem liggi ellisheiði. heiðar- stunni lisheiðar- Reykja- ðustu tvö rar rann- og segir lofa góðu ram frek- væmda á já Orku- narvinna, boðsgögn eiknað er rbínum í ði líkt og m, senn uglýst og m verður unni eftir sferli hjá u skipu- ð sveitar- að sam- iskipulag að allri í febrúar jáanlegar um. Auk knar OR komi orka kun raf- yggingu rðuráls 0 &  '%*(&2& !  ,2! & !2& 82 6 9!% &!   ,       *  & -- 1 * + '%*(&2&  34  & : !  9!% & ; ! 6  2 ! &< !2 5!++ *!2 ( ; ,+!(( =! $&+ , 2 &* !2 2 + 2&*>+ ?&! 5 '2= (&< 822 B +6 * ' 3 '!++ *!2 + bjb@mbl.is Seðla- m fjár- rið inn á stækk- Lands- m um rkuveita a Suð- ar. Ef Austur- gir Seðla- aður nemi a. Fram- ki árið tnaður mleiðslu enn- arða sjálft ál- dum toga og um 38% af innlendum. Meg- stnaðaráætlun sé að framkvæmdatoppurinn og færist að nokkru yfir á árið 2006. Þá sé vegna framkvæmda við orkuverin verði um innlent vinnuafl um 85% af heildarþörf. dur kostnaður orkuveranna nemi um 57% af ður allt að 8% sframleiðslu         * ,    *  C$ %  ) - D) - 5!7+$C ,!2+&=& D +&$ 7++ &2&  6 !2+&( ; & E RTFÐAFESTA á landi er í eðli sínu óuppsegj- anlegt leiguform þar sem einstaklingi er veittur réttur til að nýta land og rétturinn erfist eins og aðrar eignir. Samningar um erfða- festu voru algengir framyfir miðja 20. öldina en eru ekki gerðir í dag. Land var bundið erfðafestu þeg- ar sveitarfélög eða aðrir aðilar gerðu samning við einstaklinga um nýtingu landsins, yfirleitt í ákveðnum tilgangi eins og til hús- bygginga, ræktunar eða fiskverk- unar. Leigusalinn, sveitarfélögin, geta ekki sagt samningnum upp heldur þurfa að semja við erfða- festuhafa um að kaupa réttinn af þeim. Sumir samninganna voru þó þannig úr garði gerðir að þeir féllu niður ef menn hættu að nýta landið eins og gert var ráð fyrir, segir Karl Axelsson hrl, lektor við lagadeild Háskóla Íslands. Það á þó ekki við um nema hluta samninganna, en í flestum tilvikum kemur fram í samningunum til hvers átti að nýta landið, þó ekki felist alltaf í því ákvæði um niðurfellingu sé landið ekki nýtt áfram á þann hátt. Með dómum í Hæstarétti frá 1987 og 1996 sem vörðuðu óupp- segjanlegum leigusamningi í Set- bergslandi annars vegar og erfða- festu á Einarsreit í Hafnarfirði hins vegar má segja að erfðafesta á landi hafi verið staðsett mitt á milli full- komins eignarréttar og leiguréttar hvað varðar verðmæti, þó nær hefð- bundnum eignarrétti. „Það er ljóst að handhafi erfðafesturéttar er alla jafna með miklu meiri verðmæti í höndunum en venjulegur leigu- taki,“ segir Karl. Ólafur Björnsson hrl segir erfðafesturétt mjög sterk- an samkvæmt lögum og ekki muni miklu á erfðafestu og því að eiga land. „Erfðafestuhafar hafa mjög svipaða stöðu og eigandi lands til að nýta það með þeim hætti sem mögulegt er.“ Ólafur segir ljóst að bætur fyrir land sem er tekið eign- arnámi þurfi að bæta alla hugsan- lega notkunn á svæðinu, ekki bara þá sem nú er í gangi. Hann nefnir sem dæmi að sá möguleiki er fyrir hendi að landi, sem ekki er ræktað lengur, verði breytt í mjög verð- mætt stórbýli og með því að taka land eignarnámi sé verið að koma í veg fyrir að það verði. Fyrir slíkt verði að bæta og verður að meta verðmæti landsins eins og best væri hægt að nýta það til þess sem leyfi er til. Í grunnatriðum má ekki gera annað á landinu en það sem erfða- festusamningurinn segir til um, að sögn Karls. Hann segir þó að ef ákveðin starfsemi hefur verið stunduð á erfðafestulandi í langan tíma án athugasemda hins eiginlega landeiganda sé staða erfðafestuhaf- ans sterk, jafnvel þótt samningur kveði á um ákveðna notkunn. Hlíð- arendi er gott dæmi um það, en þar er íþróttafélagið Valur með aðstöðu og rétthafi erfðafestu á landi sem upphaflega var ætlað til ræktunar. Þegar sveitarfélög vilja nýta land sem samið var um erfðafestu á með öðrum hætti en það er nýtt af erfða- festuhöfum er hægt að fara til þess nokkrar leiðir. Hægt er að kaupa réttindin af erfðafestuhöfunum. Hægt er að semja við þá um að nýta landið til annars, svo sem íbúða- byggðar. Að lokum er hægt að reyna að taka landið eignarnámi. Karl segir að sveitarfélögin hafi undanfarin ár verið dugleg í að kaupa upp land og erfðafesturétt- indi frekar en að taka land eign- arnámi. Þegar land er tekið eign- arnámi er það yfirleitt gert á grundvelli skipulagslaga. „Þá skipt- ir í raun engu hvað fyrir verður, beinn eignarréttur, leiguréttur eða erfðafesta, það hefur bara áhrif á matið á endurgjaldinu til þeirra sem hlut eiga að máli.“ Áður en land er tekið eignarnámi þarf sveitarfélag að hafa fullreynt samningaleiðina við erfðaréttar- hafa landsins. „Dómstólar gera ríka kröfu til þess að eignarneminn sýni fram á að hann hafi reynt allt sem hann getur til að ná samningi,“ seg- ir Karl. Hæstiréttur hefur í dómi frá 1998 fellt úr gildi ákvörðun sveitarfélags um eignarnám, t.d. þegar Garðabær reyndi að gera eignarnám í landi á Arnarneshæð, sem var hafnað sökum þess að samningaleiðin var ekki fullreynd. Erfðafesta mitt á milli eign- arréttar og leiguréttar Lundur í Kópavogi er erfðafestuland. Brjánn Jónasson spurði lögfræðinga að því hvað erfðafestuland væri og hvaða þýðingu það hefði þegar kæmi að nýtingu landsins. brjann@mbl.is Morgunblaðið/Arnaldur SKIPULAG Lundarsvæðisins í Kópavogi er samkvæmt aðalskipulagi og brýtur því ekki gegn lögum, eins og íbúasamtök hafa haldið fram, segir Gunnsteinn Sigurðsson, formaður skipulagsnefndar Kópavogsbæjar. Deilt hefur verið um hvort skipulag Lund- arsvæðisins í Kópavogi, eins og það var aug- lýst, brjóti gegn aðalskipulagi. Íbúar nær- liggjandi húsa hafa bent á að þar standi að byggð svæðisins skuli vera í samræmi við þá byggð sem í grennd er og segja átta íbúð- arturna ekki í samræmi við húsin í nágrenn- inu. Gunnsteinn segist ekki telja að skipulag- ið brjóti gegn aðalskipulagi. Þar sé líka talað um blandaða byggð, en þar sé ekki skilgreint alveg við hvað er átt. „Við sem erum að vinna við þetta og erum að skipuleggja þetta styðjumst við sérfræð- inga, bæði lögfræðinga og aðra sem við höf- um aðgang að, og við stöndum í þeirri trú að við séum að gera rétt,“ segir Gunnsteinn. Skipulag eigenda Lundar Skipulagið sem nú hefur verið auglýst kom frá eigendum Lundarsvæðisins, þeim aðilum sem eiga erfðafesturétt á landi Lundar. Fyrir um einu ári var búið að vinna skipulag á svæðinu sem gekk út á svokallað þekking- arþorp á Lundarsvæðinu. Það skipulag var unnið af félaginu Lundi í Kópavogi, sem er félag erfðafestuhafa landsins. Þegar til kom fyrr en búið er að reyna samningaleiðina til þrautar, sem er oft langt og erfitt ferli með óvissum niðurstöðum. Þegar bærinn hefur tekið land eignarnámi segir Gunnsteinn að þeim, sem semja um bætur fyrir hönd bæj- arins, hafi oft fundist bæturnar til þeirra sem hafa rétt á því að nýta landið vera mjög há- ar. Svipaðar aðstæður og nú eru á Lund- arsvæðinu hafa komið upp áður í Kópavogi og víðar. Gunnsteinn segir mismunandi leiðir farnar eftir því hvað hentar hverju sinni. „Til dæmis á Vatnsenda keyptum við [bærinn] landið, eigum eignarhald á því og sjáum um það að langstærstum hluta. Þó er það þannig að Vatnsendabýlið fékk ákveðinn hluta af lóðum og sér um framkvæmdir á lóðum á þeim hluta,“ segir Gunnsteinn. Það var samn- ingsatriði í þessu tilviki hvernig það mál var leyst og aðrar leiðir hafa verið farnar annars staðar. Fjölmörg dæmi eru um það í Kópavogi að breytingar á skipulagi hafi verið gerðar að ósk íbúa, segir Gunnsteinn. Hann bendir á Vatnsendasvæðið þar sem verktakar fóru fram á fjölgun íbúða, sem var auglýst, en hafnað af bæjaryfirvöldum vegna óska íbúa svæðisins og væntanlegra íbúa. Gunnsteinn segir að ekki sé hægt að útiloka að skipulag svæðisins verði á endanum allt annað en það sem nú hefur verið auglýst. „Það er allt til í dæminu og ekkert hægt að útiloka.“ var ekki talinn markaður fyrir þessa þekk- ingartengdu starfsemi sem átti að vera þarna og því hætt við að nota þá hugmynd, segir Gunnsteinn. Þá komu sömu aðilar fram með þá hug- mynd sem nú hefur verið kynnt á svæðinu, að byggja átta íbúðarturna, þann hæsta 14 hæða. „Þeir komu með þetta [skipulag] tilbú- ið til bæjaryfirvalda,“ segir Gunnsteinn, og einungis voru gerðar örlitlar breytingar á skipulaginu áður en það fór í kynningu. Skipulagið var svo kynnt með þeim hætti sem lög segja til um og bæjarbúum gefinn kostur á að segja sitt álit. „Þetta er lýðræð- islegur ferill að kynna málið íbúum og ekkert sjálfgefið að það verði svo eins og auglýst er,“ segir Gunnsteinn. Þrjár leiðir til að byggja á landinu Í meginatriðum er hægt að segja að bær- inn geti farið þrjár leiðir til að koma svæðinu í byggð, að sögn Gunnsteins. Í fyrsta lagi að leyfa erfðafestuhöfum landsins að koma með tillögur að byggð og leyfa þeim að útfæra það á eigin kostnað. Í öðru lagi hefði bærinn getað keypt rétt- inn til að nýta landið og hefði verðið verið samkomulagsatriði milli erðafestuhafa og bæjarins. Í þriðja lagi hefði bærinn getað reynt að taka landið eignarnámi, en það er aldrei gert Segir skipulag Lundarsvæðisins ekki brjóta lög Styðjumst við sérfræðinga og stöndum í þeirri trú að við séum að gera rétt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.