Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Frönsk undirföt Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 11-15. undirfataverslun Síðumúla 3 MESTU öryggisráðstafanir, sem um getur, verða viðhafðar þegar George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, kemur í heimsókn til London í næstu viku. Hafa andstæðingar Íraks- stríðsins boðað til mikilla mótmæla en útlit er fyrir, að lögreglan muni girða miðborgina af, meðal annars vegna ótta við hugsanlegt tilræði hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda. Með Bush í för verða mörg hundr- uð manns, meðal annars fjölmennt lið öryggisráðgjafa og leyniþjón- ustumanna, og notast verður við tugi brynvarinna bíla, þyrlur og þrjár Jumbo-þotur. Er kostnaður lögregl- unnar í London áætlaður um 640 milljónir ísl. kr. vegna heimsóknar- innar. Talsmenn mótmælenda halda því fram, að breska stjórnin hafi látið undan kröfum Bandaríkjamanna og ætli að loka mestallri miðborg Lund- úna meðan á heimsókn Bush stendur en ekki verður skýrt frá lokun gatna og svæða fyrr en á síðustu stundu af öryggisástæðum. Bresku fjölmiðlarnir hafa mikið fjallað um heimsóknina og hvetja margir til, að Bush verði vel tekið en sumir vara við, að of langt verði gengið í því að girða hann af frá al- menningi. Þeir Tony Blair forsætis- ráðherra og Jack Straw utanríkis- ráðherra hörmuðu báðir í gær það „Bandaríkjahatur, sem nú virtist í tísku hjá sumum“ og minntu á, að Bandaríkin væru langstærsta við- skiptaland Bretlands. )&78%+&#, *"9 $#& &*'8:'% .! /! ! 0- 1   ! 1! 1! 2   ! - 2*! 3! *!   %     )( # (45' 67 8( (95' : !% 2 ! : 2     "  !        1 6*,     ! $;$  ! !*< #!  %    = >? % 6*,    3 !  3 %* *@ - - ,* : ! 1   A !% : 2   %  Gífurlegar öryggis- ráðstafanir London. AP, AFP. „EINN í viðbót!“ segir Rupert Hoogewerf, fyrrverandi bókhaldari, sigri hrósandi og skellir símtólinu á. Enn einn fengurinn er í höfn. Hooge- werf fæst við að hafa uppi á auð- ugustu frumkvöðlunum í Kína. Þeir láta lítið á sér bera, en auðsins hafa þeir aflað með svínabúum, tréskurði, fiskmeti, kvensnyrtivörum og sæta- brauði. „Ef ég get áttað mig á sögu þessa fólks get ég áttað mig á því hvernig Kína er orðið,“ segir Hoogewerf, sem er 34 ára Breti. Nýju milljónamær- ingarnir í Kína – ófeimnir kapítalistar í landi sem enn er stjórnað af komm- únistum, að vísu kommúnistum í þró- un – beinlínis forðast að vekja á sér athygli. En Hoogewerf hefur tekist að hafa uppi á þeim. Fyrstu fimmtíu komu í leitirnar 1999, þegar áhugi umheimsins á við- skiptum við Kínverja var að vakna. Hoogewerf starfaði hjá alþjóðlegu bókhaldsfyrirtæki í Sjanghæ, en langaði til að breyta til og reyna að gera sér mat úr margra ára rann- sóknum á kínversku þjóðfélagi. Fjármálatímaritið Forbes Global, sem er þekkt fyrir að birta lista yfir milljarðamæringa og stórfyrirtæki, hefur birt lista Hoogewerfs, en á hon- um eru nú 100 ríkustu mennirnir í Kína. En það er ekki heiglum hent að ákvarða hversu mikill auður hvers og eins er, og þetta er sérlega erfitt í Kína, eins og fram kom nýlega í um- fjöllun tímaritsins Sjanghæ Tatler um „ósýnilegu milljarðamæringana í Kína“. Gegnsæið hættulegt „Að mati Kínverja, einkum auð- ugra Kínverja, getur „gegnsæi“ eigna verið hættulegt,“ sagði í grein- inni. Sjanghæ Tatler er gefið út að breskri fyrirmynd, þar sem er tíma- ritið Tatler, og er markhópurinn auð- ugasta fólkið í Kína. Óöryggið er skiljanlegt í ljósi kín- verskrar sögu og handtöku nokkurra áberandi auðmanna nýverið, en þeim var gefið að sök að hafa svikið undan skatti, auk fleiri auðgunarbrota. Í þessum hópi var Yang Bin, sem efn- aðist á blómasölu, og hafði verið falið að stýra sérstöku efnahagssvæði inn- an landamæra Norður-Kóreu. Hann er nú í 18 ára fangelsi fyrir svik og pretti. Og Mou Qizhong, sem einna fyrstur manna auðgaðist eftir að kommúnistar komust til valda, er í lífstíðarfangelsi fyrir bankasvindl. Breytingar í stjórn- og efnahags- málum í Kína hafa leitt til þess að auðugir landsmenn eru nú ekki í þeirri hættu sem þeir voru í fyrst eft- ir að kommúnistar tóku völdin í land- inu 1949, en þá flýðu margar ríkar fjölskyldur til Hong Kong eða ann- arra staða. Nú er Kommúnistaflokk- urinn farinn að taka kaupsýslumenn í sínar efstu raðir og viðurkennir mik- ilvægi frumkvöðla í samfélaginu. „Auður er ekki af hinu illa. Hann getur skapað fjölda atvinnutækifæra og allt samfélagið nýtur góðs af því,“ segir Guo Guangchang, sem er stjórnarformaður Fosun-Group, sem er eitt stærsta einkarekna stórfyr- irtækið í Kína, og áætlar Forbes að eignir hans séu sem svarar um 28 milljarða króna virði. Margir viðskiptaforkólfar í dreif- býlinu hafa nú stöðu í áhrifamiklu ráðgjafaráði, og sumir eru teknir að leita enn frekari viðurkenningar. En langflestir vilja helst fara dult – það er alsiða að kínversk fyrirtæki haldi margfalt bókhald og ekki eru strang- ar reglur um upplýsingaveitu. En þegar kaupsýslufrumkvöðlar bindast samtökum við erlenda áhættufjármagnara og eignast fyr- irtæki í Hong Kong og víðar taka upplýsingar um umsvif þeirra og einkalíf smám saman að leka út. Hoogewerf segir að hann og kín- verskur aðstoðarmaður hans leiti í bókasöfnum og bókabúðum, á Net- inu, lesi blöðin og hringi út um allt. „Við reiðum okkur á almennar upplýsingar,“ segir hann. „Auðvitað byggist þetta líka dálítið á heppni. En við höfum komið okkur upp kerfi til að þurfa síður að treysta á heppnina. Við leitum í ýmsum iðngreinum og fylgjum eftir ýmsum góðgerð- arframlögum.“ Sendi fanta Forbes Global hefur nýlega hafið útgáfu í Kína og hætt að birta lista Hoogewerfs. Ætlar tímaritið að gera eigin blaðamenn út af örkinni fram- vegis. Hoogewerf er hvergi banginn þótt hann hafi misst þennan stóra spón úr aski sínum, og ætlar að birta lista þessa árs í Asiamoney, sem er Hong-Kong-útgáfa breska fjármála- tímaritsins Euromoney. „Við erum að fá staðfestingar frá þeim síðustu núna,“ segir hann, eins og símtalið sem hann hefur nýlokið er til marks um, en það var frá „óupp- götvuðum“ auðjöfri í norðurhluta landsins, er staðfesti áætlun Hooge- werfs um að verðmæti eigna hans væri um það bil sem svarar um 15,5 milljarðar króna. En það eru ekki allir jöfrarnir svona samvinnuþýðir. „Í fyrra sendi einn þeirra hóp af föntum heim til mín seint um kvöld,“ segir Hooge- werf. „Þeir sögðu: Ekki setja stjór- ann okkar á listann. Við vitum hvar þú átt heima.“ En þessar hótanir komu „stjóranum “ þeirra ekki til góða, Hoogewerf hafði hann á listan- um – sem hafði enda þegar verið birt- ur í fjölmiðlum í Hong Kong. „Ég veit um þónokkra sem þekkja hann. Hann slakaði aðeins á,“ segir Hoogewerf. Nýju milljónamæringarnir í Kína Þrjátíu og fjögurra ára Breti hefur gert það að atvinnu sinni að hafa uppi á kín- verskum auðjöfrum. En þeim er ekki sérlega vel við að láta bera mikið á sér. Sjanghæ. AP. APRupert Hoogewerf Viðskiptavinir skoða vörur í Burberry-verslun í Sjanghæ, en þar sem víðar í Kína má sjá ýmis merki um auðstétt. ’ Ekki setja stjór-ann okkar á listann. Við vitum hvar þú átt heima. ‘ GEORGE Soros, milljarða- mæringurinn ungverskætt- aði, segir meginmarkmið sitt nú vera að koma George W. Bush úr embætti forseta Bandaríkjanna er næst verður kosið til embættisins haustið 2004. Tjáði Soros The Washington Post þetta og að hann væri tilbúinn að leggja fé sitt í það sem hann hefði einsett sér. „Að þessu beinist athygli mín fyrst og fremst þessa dagana,“ sagði Soros í við- tali sem blaðið birti á þriðjudag, daginn eftir að hann gaf fimm milljónir Bandaríkjadala, andvirði yfir 380 milljóna króna, í sjóð MoveOn.org, vinstri- sinnaðra samtaka sem berj- ast gegn stefnumiðum ríkisstjórnar Bush. Soros, sem hefur á liðnum árum gefið minni summur í kosningasjóði frambjóðenda Demókrataflokksins, hafði þegar í ágúst gefið „America Coming Together“, ACT, 10 milljón- ir dala, rúmlega 760 milljónir ís- lenskra króna, en sá félagsskapur hefur sett sér að markmiði að ýta við kjósendum að „koma George W. Bush frá og styðja fram- sækna frambjóðendur um Bandaríkin öll“. „Gerist þess þörf mun ég láta meira fé af hendi rakna,“ segir Soros enn- fremur í viðtalinu við Wash- ington Post. Kosningar „um líf eða dauða“ „Heiminum stendur ógn af Bandaríkjunum undir stjórn Bush,“ lét Soros hafa eftir sér og bætti við að Bush væri að „leiða Banda- ríkin og heiminn inn í víta- hring sívaxandi ofbeldis.“ Þess vegna myndu að hans sögn forsetakosningarnar 2004 snúast „um líf eða dauða“. Soros, sem talinn er ráða yfir eign- um upp á um sjö milljarða dala, yfir 530 milljarða króna, sagði orðræðu Bush minna sig á ástandið í Ung- verjalandi stríðsáranna, sem hann ólst upp í. „Þegar ég heyri Bush segja: „Ann- aðhvort eruð þið með okkur eða á móti okkur“ minnir það mig á Þjóð- verja [nazistatímans],“ sagði George Soros. Soros vill koma George Bush í burt Washington. AFP. George W. Bush George Soros
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.