Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 24
DAGLEGT LÍF 24 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BÓNUS Gildir 13.–16. nóv. nú kr. áður kr. mælie.verð Bónus brauð ....................................... 99 119 99 kr. kg Bónus ís, 2 ltr ...................................... 199 259 100 kr. ltr Bónus samlokur .................................. 99 189 99 kr. st. F.l. hveiti, 2 kg ..................................... 59 69 30 kr. kg B&L-jarðarber í dós, 850 g ................... 99 129 116 kr. kg Bónus piparkökur, 500 g ...................... 199 259 398 kr. kg Pastaskrúfur, 500 g.............................. 39 49 78 kr. kg Maískorn í dós, 340 g .......................... 35 49 103 kr. kg 11-11 Gildir 13.–19. nóv. nú kr. áður kr. mælie.verð Hamborgarar, 4 st. m/brauði ................ 299 Nýtt 75 kr. st. Eðallamb hakkbollur ............................ 306 409 306 kr. pk. UB. sweet & sour-sósa, 540 g .............. 198 298 367 kr. kg Kotasæla, 500 g.................................. 219 279 438 kr. kg Barilla tortellini m/kjöti, 250 g.............. 195 289 780 kr. kg Myllu fittýbollur, 4 st............................. 179 Nýtt 45 kr. st. Myllu jólaterta 1/1............................... 499 529 499 kr. st. FJARÐARKAUP Gildir 13.–15. nóv. nú kr. áður kr. mælie.verð Rauðvínslæri frá Kjarnafæði.................. 898 1.298 459 kr. kg Grand orange lambafillet ...................... 2.301 2.708 2.301 kr. kg Grísa pestó-ofnsteik frá Norðlenska....... 907 1.298 598 kr. kg Eðalskinka .......................................... 995 1.422 229 kr. kg Spergilkál ............................................ 198 369 198 kr. kg Maizena-vöfflur, 400 g ......................... 195 209 480 kr. kg Maizena-pönnukökur, 400 g ................. 195 209 480 kr. kg Myllu kókosstangir, 200 g..................... 119 140 590 kr. kg HAGKAUP Gildir 13.–16. nóv. nú kr. áður kr. mælie.verð Eðalfiskur reyktur lax, ½ flök ................. 1.499 2.321 1.499 kr. kg Eðalfiskur graflax, ½ flök ...................... 1.499 2.321 1.499 kr. kg Nautaat UN gúllas ............................... 1.098 1.598 1.098 kr. kg Nautaat UN snitsel............................... 1.098 1.598 1.098 kr. kg UN piparsteik ...................................... 1.399 1.998 1.399 kr. kg UN hakk.............................................. 599 999 599 kr. kg UN roast beef vakúmpakkað ................. 1.499 1.999 1.499 kr. kg KRÓNAN Gildir 13.–19. nóv. nú kr. áður kr. mælie.verð KS folaldagúllas .................................. 799 Nýtt 799 kr. kg KS folaldabuff ..................................... 799 Nýtt 799 kr. kg KS hangilæri m/beini ........................... 975 Nýtt 975 kr. kg Tilda american long grain hrísgrjón ........ 129 149 129 kr. kg Hunts skornir tómatar, 411 g ................ 88 117 214 kr. kg Hunts skorn. tómatar m/hvítlauk, 411 g 93 124 226 kr. kg Rjómaostur, 400 g............................... 289 329 723 kr. kg NÓATÚN Gildir 13.–19. nóv. nú kr. áður kr. mælie.verð SS Grand cru lambafillet ...................... 1.995 2.708 1.995 kr. kg SS púrtvíns lambafillet ......................... 1.995 2.708 1.995 kr. kg Mandarínuostakaka, 8 manna, 800 g.... 899 1.098 1.124 kr. kg IM grafinn lax, ½ flök............................ 1.599 2.548 1.599 kr. kg IM reyktur lax, ½ flök............................ 1.599 2.548 1.599 kr. kg Náttúra ACE blandaður ávaxtasafi ......... 129 Nýtt 129 kr. ltr NETTÓ Gildir 13.–16. nóv. m. birgðir endast nú kr. áður kr. mælie. verð Eðalgrís grísakótilettur m/beini ............. 551 918 551 kr. kg. Eðalgrís grísagúllas .............................. 611 1.019 611 kr. kg. Eðalgrís grísahakk................................ 269 448 269 kr. kg. Eðalgrís grísakótilettur reyktar úrbein. .... 1.019 1.698 1.019 kr. kg. SS koníakslegin grísasteik .................... 659 1.099 659 kr. kg. SS bayonne-skinka .............................. 538 897 538 kr. kg. SS grísaframhryggur, reyktur ................. 599 998 599 kr. kg. Nettó samlokubrauð, 750 g.................. 99 119 99 kr. st. Mackintosh krukka, 900 g .................... 1.299 1.598 1.299 kr. kg Emmess lurkar, Tommi&Jenni, 5 st. ....... 199 335 40 kr. st. Ísl.fugl kjúklingalæri, hálfúrbein............. 656 1.093 656 kr. kg Nói konsum suðusúkkulaði, 300 g ........ 259 289 863 kr. kg SAMKAUP/ÚRVAL Gildir 13.–24. nóv. nú kr. áður kr. mælie.verð Grísabógur reyktur/Bautab. .................. 299 783 299 kr. kg Hangiálegg, bunki, Goði ....................... 2.010 2.680 2.010 kr. kg Lambalæri .......................................... 639 799 639 kr. kg Raftaskinka......................................... 1.139 1.422 1.139 kr. kg Kjötsel hangiframpartur úrb. ................. 1.039 1.385 1.039 kr. kg Kjötsel hangilæri úrb. ........................... 1.469 1.961 1.469 kr. kg Dönsk grísabógsteik............................. 592 789 592 kr. kg Lúxuslæri, magnpakkning ..................... 559 799 559 kr. kg Samk./Úrval Texmex leggir.................... 559 799 559 kr. kg Bauta hrásalat, 500 g .......................... 189 243 379 kr. kg Bauta kartöflusalat, 500 g.................... 249 309 498 kr. kg Vanillustangir, 10 st. ............................ 459 579 46 kr. st. Áxaxtastangir, 10 st. ............................ 298 399 30 kr. st. Náttúra ACE safi .................................. 99 129 99 kr. ltr Jólasmjör, 500 g.................................. 187 187 374 kr. kg Gouda 26% í rauðum pok..................... 798 997 798 kr. kg Okkar brauð, 750 g.............................. 99 169 132 kr. kg SPAR Bæjarlind Gildir til 17. nóvember nú kr. áður mælie.verð Kjúlli Tex Mex kjúklingavængir ............... 299 399 299 kr. kg Súpa, 600 ml, tilb., 3 teg. .................... 348 413 580 kr. ltr Humarsúpa 600 ml, tilbúin................... 348 421 580 kr. ltr Hatting smábrauð, 12 stk. .................... 268 317 22 kr. st. McCain pitsa deluxe, 900 g .................. 579 723 643 kr. kg McCain pitsa pepperoni, 830 g............. 547 623 659 kr. kg Cavendish franskar, rifflaðar/venjul. ...... 248 335 248 kr. kg Bounty eldhúsrúllur, 3 st....................... 334 393 111 kr. st. Kit Kat 3x49 g ..................................... 169 213 56 kr. st. Smarties súkkulaði, 150 g.................... 179 266 1.193 kr. kg Ariel þvottaduft, 1100 g ....................... 419 511 381 kr. kg Ariel þvottaefni fljótandi, 1,5 ltr ............. 739 828 493 kr. ltr Lenor taumýkir, 2 ltr. 3 teg. ................... 323 359 162 kr. ltr ÞÍN VERSLUN Gildir 13.–19. nóv. nú kr. áður kr. mælie.verð Nautagúllas ......................................... 938 1.172 938 kr. kg Nautasnitsel........................................ 938 1.172 938 kr. kg Nauta-lambahakk ................................ 604 755 604 kr. kg Casa fiesta taco shells, 128 g............... 189 236 1.474 kr. kg Casa fiesta hot pepper sauce, 84 g ....... 98 138 1.078 kr. kg Casa fiesta seasoning mix, 35 g............ 79 124 2.212 kr. kg Kit Kat, 3 pk. ....................................... 189 211 63 kr. st. Lenor mýkingarefni, 750 ml .................. 249 297 323 kr. ltr Ariel color þvottaduft, 1100 g ............... 399 475 359 kr. kg Verslanir eru byrjaðar að gefa afslátt af matvöru sem fólk leggur sér til munns á aðventunni og um jólin. Í helgartilboðum má meðal annars finna verðlækkun á hangilæri, piparkökum, konfekti og jólasmjöri, svo dæmi séu tekin. Einnig eru tilboð á kjöti af ýmsu tagi. Verslanir með afslátt á jólamatvöru  HELGARTILBOÐIN | neytendur@mbl.is Ýmissa grasa kennir í helgartilboðum matvöruverslana og afsláttur af sælkera- og jólamatvöru að byrja. Í Fjarðar- kaupum verður kynning á steikum frá Norðlenska. Í Hag- kaupum er afsláttur af reyktum laxi frá Eðalfiski, UN pip- arsteik og roast beef. Krónan er með tilboð á hangilæri og folaldakjöti og Nettó með „grísaveislu“, það er 40% afslátt af grísakjöti frá SS við kassa. Nóatún býður afslátt af SS lambafillet og gröfnum og reyktum laxi og hangikjöt og lambalæri er á tilboðsverði í Samkaupum/Úrvali. Þá er 20% afsláttur af nautagúllasi og -snitseli hjá Þinni verslun. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Fjöldi kjöttegunda á tilboðsverði BANDARÍSKA mat- væla- og lyfjastofn- unin, FDA, og Bandaríska um- hverfisstofnunin hafa í hyggju að gefa út sameiginlega við- vörun til almennings vegna kvikasilfurs í túnfiski. Er vanfær- um konum, konum á barneignaraldri og ungum börnum ráð- lagt að forðast tún- fiskneyslu. Greint er frá þessu á heimasíðu comsumerworld.org. Túnfiskur í dós er mikið notaður til matargerðar í Bandaríkjunum og ekki óalgengt að hann sé á borðum einu sinni í viku. Heilaskemmdir? Vitnað er í könnun þar sem segir að ein af hverjum 20 dósum með ljósum túnfiski sé varasöm til manneldis. „Litlir skammtar af kvikasilfri hafa verið tengdir heilaskemmdum á fósturstigi og truflunum á hreyfi- og málþroska,“ segir í greininni. Yfirvöld í tíu ríkjum Bandaríkj- anna hafa þegar sent frá sér við- varanir vegna túnfisks í dós þótt sameiginleg yfirlýsing FDA og Bandarísku umhverfisstofnunar- innar sé ekki væntanleg fyrr en um áramót. Varað við túnfiskneyslu í Bandaríkjunum Morgunblaðið/Golli Túnfiskur er próteinríkur og steikurnar mikið lost- æti. Konur og börn eru vöruð við túnfiski í dós á bandarískum markaði vegna kvikasilfursinnihalds.  MATUR | Stofnanir og samtök vestanhafs fylgjast með kvikasilfursinnihaldi fisks HLUTFALL jákvæðra kamfýlóbaktersýna hefur aukist um allt að helming síðan í fyrra, sam- kvæmt niðurstöðum í eftirlitsverk- efni Umhverfisstofnunar og heil- brigðiseftirlits sveitarfélaga. Tekin voru 43 sýni af ferskum kjúklingum á markaði í ágúst og september og reyndust 14 sýni menguð af kamfýlóbakter, eða um 32,6%. Einungis eitt frosið sýni af þeim 17 sem tekin voru var kamfýló- baktermengað, eða um 5,9%. Alls voru 15 sýni af 64 kamfýlóbakter- menguð, eða tæp 23%. Engin salm- onella greindist í sýnunum. Umhverfisstofnun segir að þótt hlutfall jákvæðra kamfýlóbakter- sýna á markaði aukist milli ára um allt að helming, sé það helmingi minna en árið 1999. Níu heilbrigðiseftirlitssvæði á landinu tóku þátt í verkefninu og var stefnt að því að taka 101 sýni af kjúklingakjöti, en 64 sýni bárust. Sýnin voru tekin á 34 sölustöðum víða um land, frá fimm framleið- endum og voru rannsökuð með tilliti til kamfýlóbakter og salmonellu. Í eftirlitsverkefnum eru tekin sýni af sams konar matvælum á ákveðnu tímabili um allt land og leitað eftir sömu þáttum í matvælunum. Af þeim 64 sýnum sem tekin voru voru 38 ýmist með rangt eða ekki með númer sem notað er til þess að rekja uppruna framleiðslunnar. „Nauðsynlegt er að rekjanleikanúm- erið skili sér til þess að hægt sé að rekja kjúklinginn til framleiðandans. Með slíkum rekjanleika er hægt meðal annars að sjá hvort frystir kjúklingar séu seldir sem ferskir, hvort jákvæðir kjúklingar hafi greinst jákvæðir í slátrun og/eða eldi og svo framvegis,“ segir í skýrslu stofnunarinnar. Átak árið 2000 Þar segir einnig að í byrjun árs 2000 hafi byrjað átak sem miðaði að því að draga úr kamfýlóbakter- mengun í kjúklingarækt hér á landi, jafnframt því sem mengaðir kjúk- lingar voru frystir fyrir sölu. „Mjög góður árangur náðist sem skilaði sér í umtalsverðri fækkun sjúkdómstilfella af völdum kamfýló- bakter árið 2000. Erfitt verður þó að útrýma kamfýlóbaktersýkingum með öllu þar sem bakterían finnst svo víða í náttúrunni. Með því að sjóða og steikja kjöt vel, einkum fuglakjöt, og forðast krossmengun matvæla minnka líkurnar verulega á því að fólk veikist af völdum örveru- mengaðra matvæla,“ segir enn- fremur. Þrátt fyrir að hlutfall kamfýlóbak- termengunar í ferskum kjúklingum sé hærra en á árunum 2000–2002, eða um 32,6 %, hefur tilkynnningum um kamfýlóbaktersýkingar af inn- lendum uppruna fækkað á sama tíma, segir jafnframt. Eru hugsanlegar skýringar fræðsla til almennings, kjúklinga- afurðir sem einungis þarf að hita á markaði og innra eftirlit kjúklinga- bænda. „Kjúklingar eru frystir af tveimur ástæðum; ef þeir eru kamfýlóbakt- ermengaðir eða ef mikið framboð er af ferskum kjúklingum á markaði. Rannsóknir hafa sýnt að frysting fækkar kamfýlóbakter verulega og því mjög áhrifarík leið til að draga úr fjölda þeirra. Rétt meðhöndlun á kjúklingnum er mjög mikilvæg til að koma í veg fyrir kamfýlóbaktersýkingar í fólki. Gæta skal þess að safi frá kjúklingi leki ekki á önnur matvæli, þrífa skal öll áhöld sem notuð eru við eldun kjúklings áður en þau eru notuð fyr- ir önnur matvæli og að lokum er mjög mikilvægt að gegnhita kjúk- linginn við matreiðslu.“  EFTIRLIT | Umhverfisstofnun og heilbrigðiseftirlit taka sýni 32% kjúklinga með kamfýlóbakter Tilkynningum um sýkingar af völd- um kamfýlóbakter hefur fækkað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.