Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 308. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Hárið upp næsta sumar Hópur ungra leikara tryggir sér sýningarréttinn Fólk 58 Lágstemmt og ljúft Ragnheiður Gröndal treður upp með tríói í kvöld Listir 26 Púðursykur og prótein Katla er að nálgast fimmtugt og allir þekkja kakóið Viðskipti 10 HÁKON Noregsprins og eiginkona hans Mette Marit, sem ber nú barn þeirra undir belti, munu að öllum líkindum heimsækja Ísland í næsta sumar. Meðal þeirra viðburða sem ræddir hafa verið er möguleg heimsókn norður á Siglufjörð, í tilefni af 100 ára afmæli síld- arsöltunar þar í bæ, en Norðmenn áttu stóran þátt í tilkomu síldarsöltunar á Siglufirði. Yrðu Hákon og Mette þá heið- ursgestir síldarhátíðarinnar á Siglufirði, sem haldin er síðustu helgina í júlí. Vissrar óvissu gætir þó með það hvenær hjónin komast til Íslands og óljóst hvort heimsókn þeirra hitti á hátíðina þótt að því sé stefnt. Að sögn Örnólfs Thorssonar, skrifstofustjóra skrifstofu forseta Íslands, liggja nánari atriði, svo sem tímasetningar og dagskrá, enn ekki fyrir. Reuters Hákon prins og Mette Marit til Siglufjarðar Hákon Noregsprins og kona hans Mette Marit ásamt Mariusi, syni Mette. KOMIST hefur upp um mikið hneyksli innan sænsku áfengiseinkasölunnar og virðist það vinda stöðugt upp á sig. Nú eru meira en 80 starfsmenn, aðallega verslunarstjórar, grun- aðir um að hafa látið áfengisinnflytjendur múta sér til að hampa sérstaklega vörum frá þeim í verslununum. Sænski saksóknarinn Eva Nyhult sagði í gær, að „mjög líklegt“ væri, að tala grun- aðra ætti eftir að hækka en um er að ræða mesta mútumál í sænskri sögu hvað varðar fjölda þeirra, sem tengjast því. Fram kemur í sænskum fjölmiðlum, að útibússtjórunum hafi verið mútað með ókeypis lúxusferðum til útlanda, þar á meðal sérstökum vínsmökkunarferðum og alls kon- ar dýrum varningi. Sem dæmi um það nefnir Aftonbladet, að innflytjendur hafi látið versl- unarstjórana fá lista yfir varning, sem þeir gætu fengið, seldu þeir ákveðið magn af til- tekinni áfengistegund eða -tegundum. Fyrir 4.000 einingar gátu þeir til dæmis fengið stafræna myndavél og fyrir 15.000 lítið vél- hjól. Per Bill, þingmaður sænska Hægriflokks- ins, sagði í viðtali við sænska ríkisútvarpið í gær, að hugsanlega yrði þetta mál banabiti sænsku ríkiseinkasölunnar. Minnti hann á, að Svíar hefðu fengið sérstaka undanþágu hjá Evrópusambandinu til að viðhalda henni. Þáðu áfengissalarnir mútur? Stokkhólmi. AFP. SÉRSTÖK þingnefnd í Litháen hefur komist yfir sönnunargögn sem sýna að skrifstofa Rolandas Paksas, forseta landsins, hefur haft tengsl við skipulögð glæpasamtök. Þá hefur nefndin einnig séð gögn sem sýna að fjármögnun al- þjóðlegra hryðjuverka- samtaka hefur farið fram í gegnum Litháen. For- maður þingnefndarinnar, Aloyzas Sakalas, greindi frá þessu. Sakalas sagði að nokkrir ráð- gjafa forsetans hefðu sannanlega verið í slagtogi með „vafasömum einstaklingum“. Nefndi hann þjóð- aröryggisráðgjafann, Remigijus Acas, sérstaklega í þessu sam- bandi og sagði að verið væri að skoða mál annarra betur. Tilkynna afsögn Fyrr í gær hafði einn ráðgjafa Paksas, Rosvaldas Gorbaciovas, upplýst að hann hygðist, ásamt fimm öðrum ráðgjöfum forsetans, segja af sér vegna ásakana um að forsetaskrifstofan tengdist skipu- lögðum glæpasamtökum. Leyniþjónusta Litháens sendi frá sér skýrslu fyrir tveimur vik- um þar sem ásakanirnar á hendur forsetaskrifstofunni komu fyrst fram. Paksas verður sjálfur yfirheyrð- ur í næstu viku en þá kemur hann fyrir dómara sem nú er að rann- saka mál Jurijus Borisovas, eins helsta fjárhagsbakhjarls Paksas í forsetakosningunum í janúar. Bor- isovas leikur lykilhlutverk í þess- um hneykslismálum, sem nú hrista stoðir stjórnkerfisins í Litháen, en hann er grunaður um að hafa kom- ið að ólöglegri vopnasölu til Afr- íkuríkisins Súdan. Forseti Litháens í kröppum dansi Ráðgjafar Paksas tengdir við skipu- lögð glæpasamtök Vilnius. AFP. Rolandas Paksas PAUL Bremer, æðsti yfirmaður her- námsliðs Bandaríkjanna í Írak, sagði eftir fund með George W. Bush Bandaríkjafor- seta í gær að stefnt væri að því að færa aukin völd í Írak sem fyrst í hendur heima- manna. Bremer viðurkenndi að staðan í Írak væri erfið og var þar m.a. að vísa til sprengjutilræðis í Nasiriyah í suður- hluta landsins snemma í gær en a.m.k. 26 manns biðu bana þegar tankbíl, hlöðnum sprengiefni, var ek- ið að aðalstöðvum ítalskra lögreglu- manna í borginni. Bremer hafði óvænt haldið til skyndifundar við ráðamenn í Wash- ington en þar hafa menn áhyggjur af vaxandi óöryggi í Írak. Þá er sögð ríkja nokkur óánægja með frammi- stöðu framkvæmdaráðs Íraks, sem skipað er Írökum sem Bandaríkja- menn tilnefndu, en Bremer neitaði þeim fregnum að vísu í gær. Valdaafsal „fyrr en áætlað var“ Fundur Bremers með Bush virtist benda til að Bandaríkjamenn væru að endurskoða stefnu sína í Íraksmálun- um. Vöktu athygli í því samhengi um- mæli Jacks Straws, utanríkisráð- herra Bretlands, en hann sagði í samtali við BBC að stefnt væri að því að fela Írökum völdin í eigin landi sem fyrst. Sagði Straw að þetta gæti gerst „fyrr en áætlað var“. Vitað er að a.m.k. átján Ítalir fórust í tilræðinu í Nasiriyah í gær, auk a.m.k. átta Íraka. Kröfur heyrðust þegar um það að allir Ítalir yrðu kall- aðir heim frá Írak en ítalski forsætis- ráðherrann, Silvio Berlusconi, sagði að ekkert fengi hnikað þeirri ákvörð- un Ítala að hjálpa Írökum að byggja land sitt upp á ný. Um er að ræða versta mannfall í röðum ítalskra her- manna frá því í síðari heimsstyrjöld. Ítalir felmtri slegnir 18 Ítalir og 8 Írakar féllu í tilræði í Írak Washington, London, Róm. AP, AFP.  Yfir tuttugu/13 Paul Bremer ÞESSAR stúlkur voru í þungum þönkum yfir taflinu en þær voru í hópi fjölda barna sem tefla á Hót- el Loftleiðum. Þar eru á ferðinni nemendur í skákskóla Hróksins sem stendur yfir meðan á einvígi Friðriks Ólafssonar og Bents Lar- sens stendur. Nemendurnir fá fræðslu í skákskýringarsal og tefla síðan tjöltefli við liðsmenn Hróksins. Í gær mættu skák- mennirnir ungu Predrag Nikolic, Reginu Pokornu og Tómasi Björnssyni, sem var í sveit nýbak- aðra Íslandsmeistara Hróksins. „Við fáum til okkar um 1.500 krakka úr 27 skólum Reykjavíkur og nágrennis. Þetta eru fjórðu bekkingar sem fengu frá okkur bókina Skák og mát í fyrra. Þetta heldur áfram á morgun og föstu- dag svo það iðar allt af skáklífi þessa dagana,“ segir Hrafn Jök- ulsson, formaður Hróksins. Iðandi líf í skákskóla Hróksins Morgunblaðið/Ásdís STEFNT er að því að minningarsafn um Halldór Laxness verði opnað á Gljúfra- steini í ágúst á næsta ári að því er Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í fyr- irspurnartíma á Alþingi. Davíð sagði að búið væri að auglýsa eftir safnstjóra og margar umsóknir hefðu borist en jafn- framt væri verið að vinna að viðgerðum og endurbótum á húsi skáldsins á Gljúfra- steini. „Meðal þess sem rætt hefur verið er að kanna möguleika þess að fræðasetrið verði staðsett í næsta nágrenni við Gljúfrastein. Með þeim hætti mætti sam- ræma og samhæfa betur þá starfsemi sem lýtur að varðveislu og miðlun upplýsinga um ævi og störf Halldórs Laxness,“ sagði forsætisráðherra. Morgunblaðið/Sverrir Davíð Oddsson forsætisráðherra og Auð- ur Laxness, ekkja Halldórs Laxness. Minningarsafn um Halldór Laxness opnað á næsta ári  Fræðasetur/10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.