Morgunblaðið - 13.11.2003, Side 29

Morgunblaðið - 13.11.2003, Side 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 29 BÓK Einars Más Guðmundssonar Nafnlausir vegir, sem jafnframt er lokakafli þríleiksins sem hófst með bókinni Fótspor á himn- um, kom út í Danmörku í vik- unni við góðar viðtökur danskra gagn- rýnenda. Danska útgáf- an nefnist Navn- løse veje og er hún að mati dagblaðsins Politiken bæði einföld og stór- kostleg og kallar gagnrýnandinn hana „Íslendingasögu lágstétt- anna“. Þótt sagan sé í raun bæði menningar- og ættarsaga sem gerist á 20. öldinni segir Politiken sagnatóninn augljósan í hverjum hinna tíu stuttu þátta bókarinnar, sá eini hluti Íslendingasagnanna sem hann hins vegar sakni í skrif- um Einars Más sé ættartafla í bókarlok svo auðveldara sé að hafa yfirsýn yfir kynslóðirnar. „Eins og fullvalda ríki, ljóðræn en nákvæm sameinar bókin hið óend- anlega stóra hinu óendanlega smáa. Hann klæðir hana í búning einfaldra lygasagna og stuttra gamansagna, en það er menning- arsaga hinna norrænu lágstéttar sem hann leggur hér fram,“ eru lokaorð Politiken. Information fer ekki síður lof- samlegum orðum um skrif Einars Más og segir blaðið það ekki að ástæðulausu sem hann eigi þakk- látan hóp danskra aðdáenda. Nafnlausir vegir er þá að mati gagnrýnandans litrík bók sem næstum taki á sig sérkenni fé- lagsfræðilegrar ransóknar, „án þess þó að vera vísindaleg, það er frekar eins og það komi til af tímaröðinni og skýrri yfirsýn,“ segir Information á meðan Berl- ingske Tidende segir Einar Má alltaf hafa kunnað listina að mat- reiða góða sögu, enda sé Nafn- lausir vegir að mati blaðsins „dásamleg“ saga. „Íslendingasögur lágstéttanna“ Einar Már Guðmundsson ÁSLAUG Jónsdóttir hefur afhent Landsbókasafni Íslands-Háskóla- bókasafni til varðveislu handrit eig- inmanns síns, Óskars Ingimarsson- ar þýðanda, er andaðist í Reykjavík 12. febrúar 1996. Ferill Óskars sem þýðanda nær langt aftur og hugur hans hneigðist snemma í þá átt. Strax í mennta- skóla var hann farinn að þýða ljóð, og árið 1949 fór hann á heimsþing esperantista í Englandi og fékk þar leyfi til að þýða skáldsöguna Undra- löndin eftir Teo Jurg af esperantó á íslensku. Á næstu árum þýddi hann töluvert af leikritum, bæði fyrir svið og útvarp, auk ljóða og smásagna. Má þar nefna leikrit eftir W. Somer- set Maugham og Bernard Shaw og smásögur eftir H.G. Wells og Mach- iavelli. Margar þessara þýðinga hafa ekki verið gefnar út, en alls liggja eftir hann um 60–70 leikritaþýðing- ar. Hann þýddi fjöldann allan af skáldverkum, bæði í óbundnu og bundnu máli, meðal annars óperur, sem og fræðirit. Auk þýðinganna og áðurnefndrar skáldsögu samdi Ósk- ar leikrit og smásögur. Óskar fékk viðurkenningu Hins íslenska náttúrufræðifélags fyrir al- menna kynningu á náttúrufræði, til að mynda í sjónvarpi, og með þýð- ingum á náttúrufræðiheitum. Hann gaf meðal annars út dýra- og plöntu- orðabók 1989, auk þess sem hann þýddi eða sá um útgáfu á fjölda fræðibóka um náttúrufræði, til dæmis Skeldýrafánu Íslands og Fugla Íslands og Evrópu og bækur Davids Attenborough. Þá varð Ósk- ar ritstjóri Náttúrufræðingsins 1967–71. Í tilefni af því að Óskar hefði orðið 75 ára 2. nóvember sl. var opnuð í október sýning á 2. hæð safnsins þar sem sjá má sýnishorn af ævistarfi hans. Áslaug Jónsdóttir afhendir Sigrúnu Klöru Hannesdóttur landsbókaverði handrit eiginmanns síns, Óskars Ingimarssonar, til varðveislu. Landsbókasafni af- hent handrit þýðanda Menningarkvöld í Gerðubergi 13 kl. 20 Rithöfundar með rætur í Breið- holti, þeir Einar Már Guðmundsson og SJÓN, lesa úr verkum sínum og ræða við gesti. Kór Fjölbrauta- skólans í Breið- holti syngur nokk- ur lög undir stjórn Ernu Guðmunds- dóttur. Það er Hverfafélag Sam- fylkingarinnar í Breiðholti sem skipuleggur dag- skrána. Aðgangur er ókeypis. Súfistinn, Laugavegi kl. 12.10 Þjóðlagahljómsveitin Bardukha leikur af fingrum fram. Kl. 20 verður lesið úr nýjum ævisögum: Ruth Reginalds eftir Þórunni Hrefnu Sigurjónsdóttur, Frægð og firnindi eftir Gísla Pálsson og Jón Sigurðsson, seinna bindi eftir Guðjón Friðriksson. Hádegistónleikar í Súfistanum á fimmtudögum. Hótel Borg kl. 21 Bókaútgáfan Edda fagnar útkomu bókarinnar Áhrif mín á mannkynssöguna eftir Guðmund Steingrímsson. Bókasafn Hafnarfjarðar kl. 20 Fjórir höfundar kynna ný skáldverk sín: Lygasaga, Linda Vilhjálmsdóttir, Náðarkraftur, Guðmundur Andri Thorsson, Svartir englar, Ævar Örn Jósepsson og Vigdís Grímsdóttir kynnir bók sína Þegar stjarna hrapar. Strengjakvartett Tónlistarskólans leikur nokkur lög. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Sjón ÍTALSKI listamaðurinn Mario Merz lést nú í vikubyrjun 78 ára að aldri. Merz var hvað þekktastur fyrir notkun sína á hversdagslegum hlutum á borð við flöskur, kodda og regnhlífar við list- sköpun sína, en Merz tók að nota þann efnivið sem var við höndina árið 1945 er hann sat í fangelsi sem andstæðingur fas- istastjórnarinnar. Sú tegund listsköp- unar gekk síðar undir heitinu Arte Povera og var talin tilheyra mótmæl- um gegn svokallaðri hámenningu. Um miðjan sjöunda áratuginn tók Merz svo upp á því nýmæli að gata striga og regnjakka með neonlengj- um, en með áhugaverðari verkum hans á síðari árum var neonlýsing á fornum rústum ýmissa sögulegra staða í Róm. Mario Merz fallinn frá Mario Merz Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. 588 4477 Glæsilegt raðhús á fráb. stað. Sérlega fallegt og vel innréttað 215 fm raðhús á tveimur hæðum + risloft. Innbyggður fullbúinn bílskúr. Frábær rólegur barn- vænn staður í lokaðri götu. Fimm svefn- herbergi, tvær stofur, glæsilegt nýlegt eldhús, parket o.fl. Getur losnað svo til strax. Áhv. 7 m. Íbúðalsj. Gott verð 22,9 m. fyrir góða eign. Húsahverfi - Grafarv. Glæsil. íb. á stærð við raðhús. Falleg, rúmgóð 154 fm íb., hæð + ris, auk 27 fm innb. bílsk. á góðum barnvænum stað. Örstutt í skóla, verslanir, þjónustu, sundlaug, íþróttir, golf o.fl. Nýtt eldhús, 4-5 svefn- herb. Rúmgóð stofa, borðstofa og sjón- varpsstofa. Extra stórar og skjólgóðar suðvestursvalir, útsýni, parket, flísar o.fl. Áhv. ca 6,0 m. Verð 18,9 m. Hér fá menn sannarlega mikið fyrir lítið. Furugrund - m. aukaherbergi Gullfalleg og vel skipul. 4ra herb. íb. á 3ju hæð í fallegu fjölbýli. 11 fm auka- herbergi í kjallara fylgir. Stórar suður- svalir. Parket. Góðar innréttingar. Stutt í Snælandsskóla. Verð 13,6 m. Nýkomin í einkasölu mjög góð 4ra herb. íb. á efstu hæð í fallegu fjölb. Glæsilegt útsýni. Stórar suðvestursvalir. Mjög gott skipulag. Sérinngangur af svölum. Áhv. ca 5 m. hagst. lán. Verð 13,5 m. Veghús - hagstæð lán Vönduð og nýlega innréttuð 106 fm, 4ra herb. íbúð á 2. hæð. Vandaðar innrétt- ingar og tæki, stórar svalir og falleg gólfefni. Verð 14,8 m. Áhv. 8,0 m. byggsj. Fallegt 174 fm parhús með 41 fm aukaíbúð í kjallara og sérstandandi 34 fm bílskúr. Sérinngangur í báðar íbúðir, góður afgirtur bakgarður með hellulagðri verönd. 4-7 svefnherbergi. Verð 30,0 m. Áhv. 6,5 m. Góð 102 fm endaíbúð á efstu hæð, nýlegt baðherbergi og gólfefni. Stórar stofur og mikið útsýni. Frábær staðsetn. Verð 12,8 m. Áhv. 5,0 m. Stóragerði - Útsýni Reynimelur - 2 íb. Veghús - 4ra Álfholt - Hafnarf. Furugrund - 4ra Húsahverfi - Grafarv Jöklasel - Raðhús Tel: +354 444 4000 Fax: +354 444 4001 iceohotels@icehotels.is Flughótel • Flúðir • Rangá • Loftleiðir • Nordica • Hérað • Kirkjubæjarklaustur Jólahlaðborð á Hótel Rangá 2003 Okkar vinsælu jólahlaðborð byrja föstudaginn 14. nóvember og standa til 21. desember. Verð um helgar er 4.800 á mann, en þar sem helgarnar eru óðum að fyllast bjóðum við sérstök tilboð fyrir hópa, stærri en 15 manns, á virkum dögum. Verið velkomin til okkar. Sími 487 5700 E-mail: hotelranga.@icehotel.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.