Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 31
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 31 Siglufjörður | Í byrjun júlí í sum- ar var hafist handa við gerð snjó- flóðavarnargarða í fjallshlíðinni ofan við nyrðri hluta Siglufjarð- arkaupstaðar. Það er fyrirtækið Suðurverk ehf. sem vinnur verkið samkvæmt tilboði sem hljóðaði upp á 554 milljónir króna. Þarna er um mikil mannvirki að ræða því áætlað er að flytja úr stað um 650 þúsund rúmmetra af jarðvegi vegna þessarar framkvæmdar. Gerð snjóflóðagarðanna og frá- gangi á svæðinu á að ljúka haust- ið 2006. Þessari fyrstu lotu verksins er nú að ljúka og starfsmennirnir að fara í frí um jól og áramót. Fréttaritari hitti Grétar Ólafsson verkstjóra og spurði hann út í gang verksins skömmu áður en vinnuflokkurinn yfirgaf Siglu- fjörð. ,,Það má segja að verkið hafi gengið nokkuð vel það sem af er og við höfum getað haldið þeirri áætlun sem við gerðum fyr- irfram. Sumarið var okkur hag- stætt, lítið um úrkomu en nú síð- ustu vikur hefur blotnað mikið um, en það er bara það sem við vissum að myndi gerast. Við munum hugsanlega halda hér áfram eftir áramót ef ekki kemur mikill snjór á vinnusvæðið meðan við erum í burtu. Þetta eru fimm snjóflóðagarð- ar, alls um 1920 metrar að lengd og einn svokallaður leiðigarður um 150 metra langur. Við erum langt komnir að keyra til efni í tvo þá stærstu sem eru hérna nyrst í fjallinu. Síðan eru þrír talsvert minni sunnar í fjallinu og þar erum við búnir með hluta af einum þeirra en tveir eru alveg eftir og verða teknir á næsta ári. Það er okkar stefna að ljúka við gerð sjálfra garðanna árið 2005 a.m.k. þannig að flutningi á efnismassanum verði lokið. Í verkinu felst einnig frágangur á svæðinu. Það þarf að sá grasfræi í talvert mikið land- svæði og svo á einnig að gera talsvert af göngustígum, gera svæðið skemmtilegt og aðlaðandi fyrir útivistarfólk og þetta verð- ur þá gert sumarið 2006, það er að segja það sem ekki verður lok- ið við áður því við getum vænt- anlega byrjað að sá í og ganga frá vissum svæðum strax næsta sumar,“ segir Grétar. Tíu manns vinna við verkið Að jafnaði hafa unnið 10 manns að verkinu. Notaðar eru svokall- aðar Búkollur við efnisflutninga í fjallinu þar sem hægt er að koma þeim við, en fjallshlíðin er tals- vert brött á vinnusvæðinu. Að sögn Grétars verkstjóra er vonast til að allt efni gangi upp innan svæðisins þannig að ekki þurfi að sækja efni lengra að. Þannig hafa verið fluttir lið- lega 200 þúsund rúmmetrar af mold sem ekki er hægt að nota í garðana og henni komið fyrir í hlíðinni norðan byggðarinnar. Grétar lét þess getið að þó svo að fyrirtækið kæmi að væri það með þrjá heimamenn í vinnu og auk þess væri Steypustöðin Bás í Siglufirði undirverktaki og hefði m.a. tekið aðsér tilfærslu á jarð- strengjum sem lágu upp í Hvann- eyrarskál. Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Efni mokað á eina Búkolluna, þessi flutningatæki henta vel í torfærum eins og eru í fjallshlíðinni ofan við Siglufjörð. Stórframkvæmdir við snjóflóðavarnir Reykjadalur | Söngur og gleði var aðaleinkenni skemmtisamkomu sem nemendur Litlulauga- skóla í Reykjadal efndu til á dögunum og fjöl- menntu foreldrar, afar og ömmur, ættingjar og vinir til þess að sjá og heyra allt það sem var á boðstólum. Um var að ræða rúmlega tveggja tíma sam- komu sem byrjaði með söng litla kórsins, þ.e. 1.–3. bekkjar, við undirleik Margot Kiis tónlist- arkennara. Hélt dagskráin síðan áfram með léttu gríni m.a. með foreldrum uppi á sviði og mörgum söngatriðum. Þá var og sýnd kvik- mynd úr lífinu í Reykjadal sem nemendur gerðu sjálfir undir leiðsögn kennara og skóla- hljómsveitin Helþoka flutti tvö dægurlög. Laugaþrestir, kór skólans, söng nokkur lög í tilefni að því að nú er kominn út geisladiskur, sem heitir Söngsins gleði, með fjórtán lögum sem tekin voru upp sl. vor. Kór þessi er sam- starfsverkefni Litlulaugaskóla og Tónlistar- skólans á Laugum og er kórstarf valgrein hjá börnum í 4.–10.bekk. Æft er að staðaldri tvisv- ar í viku og kemur kórinn fram á öllum helstu samkomum vetrarins. Stjórnandi og undirleik- ari er Margot Kiis frá Eistlandi sem búið hefur í Reykjadal frá árinu 1998 og kennir við skól- ann og þá lék Pétur Ingólfsson einnig undir. Verðlaun afhent Meðan á samkomunni stóð kvaddi Baldur Daníelsson skólastjóri sér hljóðs og afhenti hann ásamt Birnu Björnsdóttur kennara tvenn verðlaun í Nýsköpunarkeppni grunnskóla frá því í haust og skiptu þeir Gunnar Sigfússon og Hjalti R. Jónsson verðlaunum frá Félagi ís- lenskra smíðakennara, 30.000 kr., fyrir verk sem nefndist „Lífið eins og það er“ og Jón Arnar Sighvatsson fékk 10.000 kr. frá Iðn- vélum fyrir „Gagnvirkt hnattlíkan“. Pening- arnir voru í formi ríkisskuldabréfa en auk þessa fengu þeir gjafabréf frá Dominos-pizzum og litla pakka frá Nýsköpunarkeppninni. Alls fengu 13 verk verðlaun af rúmlega tvö þúsund innsendum tillögum frá nemendum víðs vegar af landinu og gátu því Litlulauganemendur vel við unað að eiga tvö verk af þessum þrettán. Í lok skemmtidagskrárinnar fékk Rósa Ösp Ásgeirsdóttir, formaður Kvenfélags Reykdæla, 10.000 kr. til uppbyggingar á sjúkraþjálfunar- aðstöðu í íþróttahúsinu en peningarnir voru hluti af ágóða af þessari samkomu, en kven- félagið hefur mikið unnið að því að koma þess- ari aðstöðu á fót. Allir voru sammála um að kvöld þetta hefði verið sérstaklega skemmtilegt og gaman hefði verið að sitja yfir kakói og vöfflum sem nem- endur reiddu fram og heyra og sjá allt það vandaða efni sem á boðstólum var. Skemmtikvöld hjá Litlulaugaskóla Morgunblaðið/Atli Vigfússon Verðlaunahafarnir Gunnar Sigfússon, Hjalti R. Jónsson og Jón Arnar Sighvatsson ásamt Baldri Daníelssyni skólastjóra og Birnu Björnsdóttur kennara. Morgunblaðið/Atli VigfússonLitli kórinn söng nokkur lög. Fljót | Nemendur Sólgarðaskóla í Fljótum tóku virkan þátt í aðventu- kvöldi í Barðskirkju á sunnudags- kvöldi fyrir skömmu. Krakkarnir sungu undir stjórn Önnu Jónsdóttur tónlistarkennara og fluttu auk þess helgileik. Einnig sáu þau um upp- lestur úr ritningunni, fluttu jólasögu og ein stúlkan lék á flautu. Við und- irbúning nutu þau aðstoðar kennara skólans og sóknarprestsins séra Ragnheiðar Jónsdóttur. Séra Ragn- heiður flutti hugvekju og talaði við börnin, ekki síst þau yngstu, sem hún spurði um ýmislegt varðandi jólahá- tíðina. Aðventukvöldið í Barðskirkju er árlegur viðburður og eftir sam- komuna eru kaffiveitingar í Sólgarða- skóla. Tæplega sjötíu manns voru við athöfnina að þessu sinni. Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Aðventukvöld í Barðskirkju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.