Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 75
DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 75 Jólastemmning í miðborginni Opið til kl. 22 í kvöld STJÖRNUSPÁ Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert jarðbundin/n og kraftmikil/l og lætur ekki óttann við mistök hræða þig. Nýtt og spennandi upphaf mun setja svip sinn á líf þitt á komandi ári. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú verður sennilega beðinn um að taka þátt í listrænu verkefni af einhverju tagi á næstunni. Hikaðu ekki við að taka tilboð- inu. Hrúturinn er listamaður stjörnuspekinnar. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú munt hafa mikla ánægju af því að fara í frí eða skemmtiferð. Reyndu að fara á stað sem þú hefur ekki komið á áður. Þú hef- ur þörf fyrir að sjá eitthvað nýtt. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Vinna með samtökum eða hópi fólks veldur því að þú munt eiga óvenju annríkt á næstunni. Aðr- ir vilja njóta starfskrafta þinna og samvinnan mun einnig koma þér vel. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Margir krabbar eru við það að hefja nýtt ástarsamband. Þessi sambönd verða ástríðufull og eftirminnileg. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ástar- og vinasambönd, sam- vinna í vinnunni og jafnvel sam- skipti við óvini þína ættu ganga vel á næstunni. Fólk er einfald- lega tilbúið að vinna með þér. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þetta er góður tími til að ræða vandamálin við maka þinn eða náinn vin. Reyndu að gera þér grein fyrir því hvar jafnvægið í sambandinu liggur. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú þarft að gefa þér tíma til skemmtana. Þú gætir til dæmis farið í bíó eða á íþróttaleik. Þú hefðir einnig gott af því að fara í stutt frí. Þú þarft á upplyftingu að halda. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Opnaðu augun fyrir allri þeirri ást sem er í kring um þig. Reyndu að temja þér þakklæti fyrir það sem þú hefur og láta aðra finna að þér þyki vænt um þá. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Viðskipti ættu að ganga þér í hag í dag. Þú átt auðvelt með að fá lán og þær fjárfestingar sem þú ræðst í munu að öllum lík- indum skila hagnaði. Þú munt einnig njóta þess að kaupa skartgripi og fallegan fatnað. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Nú er rétti tíminn til að útkljá óleyst deilumál. Þú gætir einnig lent í hlutverki sáttasemjara í deilum annarra. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú hefur vaxandi þörf fyrir náin samskipti við aðra og ert jafnvel tilbúin að slá af fyrri kröfum þín- um til þess að það megi takast. Næsti mánuður ætti að verða hagstæður í þessum efnum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ert tilbúin/n að láta þarfir annarra ganga fyrir þínum eigin þörfum. Þetta er einn af aðdáun- arverðum eiginleikum fiskana. Þeir vilja lina þjáningar ann- arra. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÁRNAÐ HEILLA 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. e3 a6 5. Rf3 b5 6. b3 Bg4 7. h3 Bh5 8. g4 Bg6 9. Re5 e6 10. h4 Re4 11. Rxe4 Bxe4 12. f3 f6 13. Rxc6 Rxc6 14. fxe4 dxe4 15. Dc2 Bb4+ 16. Ke2 f5 17. a3 Bd6 18. Bb2 0-0 19. Bg2 Hc8 20. gxf5 exf5 21. Bh3 bxc4 22. bxc4 De8 23. Bc3 Hd8 24. Hag1 Dh5+ 25. Ke1 Dh6 26. Ke2 Dh5+ 27. Kd2 Hf7 28. Hf1 Bxa3 29. Dd1 Dh6 30. Da1 Bb4 31. Ke2 Dh5+ 32. Kd2 Staðan kom upp í opnu alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Dómíníska lýðveldinu. Hol- lenski stórmeist- arinn Dennis de Vreugt (2.451) hafði svart gegn bandaríska kollega sínum Hikaru Nakamura (2.565). 32. ... Rxd4! 33. exd4 Hxd4+ 34. Ke1 Dxh4+ 35. Ke2 Dh5+ 36. Ke1 Hfd7! 37. Bxb4 Hd1+ 38. Kf2 Df3+ 39. Kg1 De3+ 40. Kh2 Hxa1 41. Hxa1 Hd3 42. Bg2 f4 43. Be1 Hd6 og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. KOMDU LANGAN VEG Komdu, komdu, komdu langan veg yfir heiðar, eyðimerkur, sanda, ekki skulu jökulvötn þér granda, því verndarengill vera þinn skal ég. Komdu, komdu, komdu langan veg. En eins og sólin saklaus áttu að skína og senda til mín ástargeisla þína, því óumbreyttur æ og sí verð ég. Komdu, komdu, komdu langan veg að finna og sjá er fífill hjartans glöðum flettir sundur lengi krepptum blöðum, þá ég geisla þína að mér dreg. Páll Ólafsson LJÓÐABROT EINFALT er fagurt. Jeff Meckstroth lítur sjálfur svo á að þetta sé eitt besta spil sitt á ferlinum: Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ Á98 ♥ G10652 ♦ Á102 ♣K8 Vestur Austur ♠ K753 ♠ DG62 ♥ K8 ♥ Á974 ♦ KG974 ♦ D863 ♣32 ♣D Suður ♠ 104 ♥ D3 ♦ 5 ♣ÁG1097654 Vestur Norður Austur Suður Helness Rodwell Helgemo Meckstr. – 1 hjarta Pass 3 lauf Pass 3 grönd Pass 4 lauf Pass 5 lauf Allir pass Í bókinni Win the Berm- uda Bowl With Me eftir Marc Smith lýsir Meck- stroth hugrenningum sín- um svo: „Ég hálfsá eftir að hafa tekið út úr þremur gröndum og vissi um leið og blindur kom upp að ég hafði tekið ranga ákvörð- un. Útspilið var lítill tígull og það var útilokað að þessir sterku Norðmenn gætu klúðrað vörninni – nema kannski með hjálp. Ég varð að vera fljótur og ákvað af rælni að setja tíg- ultíuna í fyrsta slag. Helg- emo átti slaginn og spilaði grunlaus tígli um hæl. Og það var allt sem þurfti.“ Já, eins og spilið liggur er samningurinn nú í húsi. Meckstroth henti hjarta og tók með tígulásnum. Spilaði svo hjarta. Nú er alveg sama hvað vörnin gerir, en í reynd dúkkaði Helgemo og Helness fékk slaginn á hjartakóng og spilaði spaða. Meckstroth drap, trompaði út hjarta- ásinn, tók laufás og kóng, og henti loks spaða niður í hjartatíu. Alþjóðasamband brids- blaðamanna kaus þetta besta spil ársins 1997. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson Ljósmynd/Sissa BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. apríl sl. í Kópavogs- kirkju þau Ólöf Benediktsdóttir og Böðvar Kári Ástvalds- son. Með þeim á myndinni eru dætur þeirra, Bjartey Líf og Eygló Dögg. Ljósmynd/Sissa BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 23. apríl sl. í Hljómskála- garðinum þau Elínrós Líndal og Steinþór Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík          Elsku besti, fyrir- gefðu mér! Með morgunkaffinu Nei, stúlka mín, get þú hver! Neskirkja. Félagsstarf aldraðra laug- ardaginn 20. des. kl. 15. Jólaljósa- ferð. Kaffiveitingar í Konditori. Þátt- taka tilkynnist í síma 511 1560 milli kl. 10–13 fram á föstudag. Allir vel- komnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Háteigskirkja. Eldri borgara starf. Brids aðstoð kl. 13. Kaffi kl. 15. Bústaðakirkja. Kirkjuleg jólasveifla kl. 20, Kristján Jóhannsson, söngv- ari. Guitar Islancio (Björn Thorodd- sen, Gunnar Þórðarson, Jón Rafns- son), Kór Bústaðakirkju. Stjórnandi Guðmundur Sigurðsson. Breiðholtskirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10–12, jólastund. Kyrrðarstund á aðventu kl. 12. Tónlist, ritningalestur og bæn, allir velkomnir. Lindakirkja í Kópavogi. Kl. 15 yngri deildarstarf Lindakirkju og KFUM&K í húsinu á Sléttunni, Uppsölum 3. Krakkar á aldrinum 8–12 ára vel- komnir. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11. Bænastund alla þriðjudaga kl. 20. Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Útvarpi Boðun FM 105,5. Allir vel- komnir. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 17.30 barnagospel fyrir krakka 4–12 ára. Kl. 10–18 okkar vinsæli flóa- markaður opinn. Kirkja sjöunda dags aðventista. Samkomur laugardag: Aðventkirkjan Ingólfsstræti 19, Reykjavík. Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónustakl. 11. Ræðumaður: Björgvin Snorrason. Aftansöngur á aðfangadagskvöld kl. 18. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnar- firði. Guðsþjónusta/Biblíufræðsla kl. 11. Ræðumaður: Ólafur Kristinsson. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi. Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað- ur: Eric Guðmundsson. Aftansöngur á aðfangadag kl. 16.30. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík. Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11, ræðumað- ur: Gavin Anthony. Aftansöngur á að- fangadag kl. 16.30. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum. Biblíufræðsla kl. 10. Jólaguðsþjónusta 25. desember kl. 14. Morgunblaðið/Ómar Neskirkja Safnaðarstarf KIRKJUSTARF AÐVENTUKVÖLD verður í kvöld, föstudagskvöldið 19. des- ember, kl. 20.30. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Dagnýjar Pétursdóttur, – einsöngur og tvísöngur. Andrea Eiðsdóttir leikur á orgel. Tónlistarnemendur úr Hafralækjarskóla leika á hljóð- færi undir stjórn Juliet Faulkn- er. Sr. Jón Aðalsteinn Baldvins- son vígslubiskup flytur hugleiðingu og í lokin verður ljósahelgileikur. Aðventukvöld í Þóroddsstaða- kirkju AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.