Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 74
DAGBÓK 74 FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Freri kemur í dag, Hafnarfjarðarhöfn: Ludvik Anderson kem- ur í dag, Haukur fer í dag. Fréttir Bókatíðindi 2003. Númer föstudagsins 19. desember er 096242. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, bað og jóga, kl. 14 bingó. Hársnyrt- ing, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 13– 16,30 smíðar. Bingó spilað 2. og 4. föstudag í mánuði. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–12.30 bað, kl. 9–12 vefnaður, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10 helgi- stund með Helgu Soffíu, kl. 13–16 vefn- aður og frjálst að spilað í sal. Kl. 14 dansað í kringum jólatréð. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað og hárgreiðslustofan opin, kl. 14 söngstund. Félagsstarfið, Dal- braut 27. Kl. 8–16 handavinnustofan opin, kl. 10–13 verslunin op- in. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 vinnustofa, myndlist o.fl., kl. 9.30 gönguhóp- ur, kl. 14 spilað. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 opið hús, spilað á spil. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Opnað kl. 9 dagblöðin, rabb og kaffi á könnunni. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Útvarp Saga 99,4 í dag kl. 12.20. Þáttur um málefni eldri borgara. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 myndvefnaður, kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 13 bók- band. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin frá kl. 9–17 virka daga. Kl. 14–15 Söngur gleðigjafanna fellur niður. Félagstarfið, Furu- gerði 1. Kl. 9, aðstoð við böðun, smíðar og út- skurður. Kl. 14. messa, prestur sr. Ólafur Jó- hannsson, Furugerð- iskórinn syngur undir stjórn Ingunnar Guð- mundsdóttur. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, útskurður, baðþjónusta, fótaað- gerð og hárgreiðsla, kl. 11 spurt og spjallað, kl. 14 bingó. Hvassaleiti 58–60. Fótaaðgerðir virka daga, hársnyrting þriðju- og föstudaga. Norðurbrún 1. Kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 10–11 boccia, kl. 14 leikfimi. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 handavinna, kl. 10–11 kántrý dans. Kl. 13.30 sungið við flygilinn við undirleik Sigurgeirs, kl. 14.30 dansað við lagaval Sigvalda. Gott með kaffinu, allir vel- komnir. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla og myndlist, kl. 9.30 bókband og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og leikfimi, kl. 12.30 leir, kl. 13.30 bingó. Þjónustumiðstöðin, Sléttuvegi 11. Opið frá kl. 10–14. Félag eldri borgara í Gjábakka. Spilað brids kl. 19 þriðjud. og kl. 13.15 föstud. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laug- ardögum. Minningarkort Minningarkort Slysa- varnafélagsins Lands- bjargar fást á skrif- stofu félagsins í Skógarhlíð 14, Reykja- vík. Hægt er að hringja inn og panta minng- arkort í s. 570 5900 á milli kl. 9–17 virka daga eða á heimasíðu félags- ins www.landsbjorg.is. Allur ágóði af sölu minningarkorta rennur til styrktar björgunar- og slysavarnastarfi fé- lagsins. Heilavernd. Minning- arkort fást á eft- irtöldum stöðum: í s. 588 9220 (gíró) Holts- apóteki, Vesturbæj- arapóteki, Hafnarfjarð- arapóteki, Keflavíkurapóteki og hjá Gunnhildi Elías- dóttur, Ísafirði. FAAS, Félag aðstand- enda alzheim- ersjúklinga. Minning- arkort eru afgreidd alla daga í s. 533 1088 eða í bréfs. 533 1086. Í dag er föstudagur 19. desem- ber, 353. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Þú hefur frá blautu barnsbeini þekkt heilagar ritn- ingar. Þær geta veitt þér speki til sáluhjálpar fyrir trúna á Krist Jesú. (2. Tím. 3, 15.)     Í vefritinu Íslendingibirtast þankabrot Jóns í Grófinni. Jón fjallar í pistli sl. þriðjudag um af- skipti hins opinbera af sjávarútvegi: „Í Verinu, sjávar- útvegsblaði Morgunblaðs- ins, birtist nýliðinn fimmtudag enn ein sönn- un þess að hið opinbera á ekki að vera með fing- urna í atvinnurekstri. Lengi hafa menn fylgst með raunasögu sjávar- útvegs á Húsavík, hvar deilur manna um pólitík hafa staðið vexti fisk- vinnslu og útgerðar fyrir þrifum. Fiskiðjusamlag Húsavíkur og þá einna helst hlutdeild Húsavík- urbæjar í því hefur verið þrætueplið í ófáum kosn- ingum þar í bæ.“     Jón heldur áfram: „Núber svo við að tals- verðar breytingar hafa átt sér stað á eignarhaldi bæjarfélagsins í rækju- vinnslu á Húsavík. Af því tilefni sannaði Reinhard Reynisson, bæjarstjóri með orðum sínum að sveitarfélög eiga ekki að sinna atvinnurekstri, ekkert frekar en rík- isvaldið. Þar sem hann sagði að atvinnurekst- urinn efldist nú þegar sveitarfélagið losaði um stöðu sína í atvinnu- rekstrinum. Það er nokk- uð sem ætti ekki að koma neinum manni á óvart. Svo væri hægt að lesa út úr orðum hans hógværa hótun. Því í ljósi fram- komins sannleika þá væri hægt að túlka orð Rein- hards um að hann og bæj- arstjórnin muni gera það sem í þeirra valdi er að hjálpa til við að búa rækjuvinnslunni þannig umgjörð að hún geti dafnað á Húsavík. Hollast væri að bæjaryfirvöld héldu að sér höndum og leyfðu Íshafi, rækju- vinnslunni, að sjá um sig sjálft.“     Vef-Þjóðviljinn hefur aðvanda sína skoðun á ráðstöfun opinberra fjár- muna og gerir að umtals- efni nýjan samning Reykjavíkurborgar og íþróttafélagsins Vals. „Skatthlutfall Reykja- víkurborgar hefur sem kunnugt er farið hækk- andi undir stjórn R- listans þrátt fyrir loforð um hið gagnstæða og skatttekjurnar hafa einn- ig farið stöðugt vaxandi,“ segir Vef-Þjóðviljinn. „Íþróttahreyfingin er meðal skæðustu sækj- enda í skattfé almennings sem um getur, en keppir þar við marga aðra fjár- freka þrýstihópa og eng- in leið er að fullyrða um hver þeirra er frekastur. Eitt er þó hægt að full- yrða: Reykjavíkurborg þurfti alls ekkert að taka hálfan milljarð króna aukalega af skattgreið- endum sínum til að byggja frekari mannvirki fyrir Knattspyrnufélagið Val. Í stað þess að láta Val hafa þessa fjárhæð hefði mátt láta nægja að hækka skattana um 1,5 milljarða króna milli ára, og hefði ýmsum þótt nóg um samt.“ STAKSTEINAR Hið opinbera, rækju- vinnsla og íþróttafélög Víkverji skrifar... Víkverji fer oft í sund sér tilánægju og heilsubótar. Það gera fjölmargir aðrir, enda eru oft margir í lauginni þegar Víkverji er að synda kílómetrann sinn. Raunar er oft svo fjölmennt í lauginni, að minnir á um- ferðaræðar borgarinnar á annatíma og sundfólkið verður að gæta þess að rekast ekki hvað á annað. Stundum ofbýður Víkverja umferðaröng- þveitið í lauginni og þá veltir hann því stundum fyrir sér, hvort ekki mættu á sundstöðum hanga uppi einfaldar ábendingar um hvernig sýna megi náunganum tillitssemi í sundi. Alls konar aðrar reglur gilda í lauginni; það verður að þvo sér án sundfata, þurrka sér áður en farið er inn í klefa, ekki hoppa og ærslast í búningsklefanum o.s.frv. En úti í laug gilda engar umferðarreglur. x x x Víkverja finnst að fyrsta reglanætti að vera sú að báðir sund- menn víki til hægri þegar tveir mæt- ast, rétt eins og gildir í umferðinni. Þetta myndi draga úr misskilningi og einfalda umferðina í lauginni. Önnur reglan ætti að vera sú að þeg- ar margir eru í lauginni, sýni þeir, sem telja sig verða að synda bak- sund og skriðsund, sérstaka var- kárni. Víkverji verður hvað eftir annað vitni að því að baksunds- og skriðsundsfólk sér ekkert hvert það er að fara og syndir beint á náung- ann; stundum beinlínis með þeim af- leiðingum að fólk slasar sig. Sjálfum finnst Víkverja ágætt að synda til skiptis bringusund, skriðsund og baksund, en þegar margt er í laug- inni lætur hann sér bringusundið duga, þannig að hann sé ekki að lemja fólk í hausinn á sundinu. Þriðja reglan mætti vera sú, að bannað sé að stinga sér nema gá fyrst rækilega hvort einhver sé fyrir. Víkverja hefur stundum sýnzt liggja við slysi þegar fílefldir karlmenn henda sér í laugina, jafnvel af hlið- arbakkanum, og fólk á rólegu sundi undir bakkanum heldur að það sé að verða fyrir loftárás. Athyglisvert er að það eru yfirleitt engir ábyrgð- arlausir unglingar, sem stunda þess- ar dýfingar, heldur harðfullorðnir fastagestir lauganna, sem hafa ann- aðhvort gleymt gleraugunum eða þá að gá hvort einhver er á sundi þar sem þeir ætluðu að stinga sér. x x x Nýlega var ákveðið að stofna sér-stakt embætti innan utanrík- isþjónustunnar vegna markaðs- setningar á íslenzku lambakjöti erlendis. Víkverji hefur heyrt að starfsheiti viðkomandi liggi nú fyrir; á alþjóðamáli utanríkisþjónustunnar verður hann l’ambassadeur, en á ís- lenzku bara lambassador, sendi- herra íslenzka lambsins. Morgunblaðið/Arnaldur MIG langar að vekja at- hygli á tónlistarstarfi Smáraskóla í Kópavogi. Bróðurdóttir mín, nem- andi í skólanum, bauð mér á jólatónleika Smáraskóla á föstudaginn var og mikið var gaman! Þarna fluttu fjölmörg börn og unglingar alls konar jólalög og söng- gleðin var svo smitandi að gestir voru óvart farnir að syngja með. Þarna var greinilega mikið í lagt til að allt færi vel fram og allar skiptingar gengu svo hratt og örugg- lega að aðdáunarvert var. Þarna voru kynnar, myndarlegir strákar í jóla- sveinabúningum, sem tættu af sér brandara og mjög svo frambærilegir söngvarar. Stjórnandinn fylgdist vel með og stjórnaði kórum jafnt og einsöngvurum með léttleika. Bestu þakkir fyrir mig – og áfram Smáraskóli! Nína. Góð þjónusta ÉG á myndbandstæki sem ég keypti fyrir nokkrum ár- um, en af vissum ástæðum var það ekki í notkun sl. ár, og var ég búin að gleyma hvernig átti að nota tækið, átti engar leiðbeiningar. Leitaði ég fyrst til fyrir- tækisins sem ég keypti tækið hjá en þar gat enginn aðstoðað mig. Hringdi ég þá í Heimilistæki í Sætúni 8 þar sem ekki var til bæk- lingur um notkun. En þar hitti ég á almennilegan mann sem tók niður símann hjá mér og sagðist ætla að athuga þetta mál fyrir mig. Þessi maður fann leiðbein- ingar á Netinu sem hann setti í afgreiðsluna þar sem ég mátti nálgast þær. Vil koma á framfæri þakklæti mínu fyrir þessa góðu þjónustu og sendi ég honum mínar bestu þakkir. Ragna Gunnarsdóttir. Þakkir VEGNA skjótra viðbragða lesenda Velvakanda við auglýsingu um að tíkin Tara væri týnd fannst hún. Viljum við þakka þeim sem létu okkur vita af ferðum hennar. Eigendur Töru. Einnig óánægður ÉG vil taka undir með óánægðum lesanda en hann var með pistil nýlega í Vel- vakanda um lélegan blaða- útburð hjá Fréttablaðinu. Ég er sammála því að blaðið er mjög illa borið út, ég fæ blaðið dag og dag og þá ekki fyrr en eftir hádeg- ið. Og sá sem ber út blaðið lætur það standa út úr lúg- unni sem mér finnst slæmt því það er vísbending til innbrotsþjófa um að enginn sé heima. Vil ég þá frekar sleppa því að fá blaðið en að það sé látið standa svona út um lúguna. K.G.B. Þakkir fyrir skrif ÉG vil þakka Margréti, kennaranum á Skaganum, fyrir skrif hennar um land- búnaðarmál á síðustu mán- uðum. Það eru orð í tíma töluð og ég veit að hún á marga fylgjendur. Ég vil einnig þakka Birgi Péturs- syni þar sem hann er að verða heilshugar sammála Margréti. Elín. Tapað/fundið Gleraugu týndust GLERAUGU týndust í miðbænum aðfaranótt laugardagsins 13. desem- ber sl. Gleraugun eru í gráu/silfurlituðu gler- augnahulstri. Fundarlaun- um heitið. Skilvís finnandi hringi í síma 864 2090. GSM-sími í óskilum NOKIA GSM-sími fannst sl. fimmtudag 11. desember seinnipartinn á milli Suður- götu og Háskólabíós. Upp- lýsingar í síma 551 1124 eftir kl. 19 á kvöldin. Myndavél týndist SAMSUNG-myndavél í vínrauðu hulstri týndist sl. sunnudag líklega í Skip- holti. Skilvís finnandi hafi samband í síma 866 1277. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Góðir skólatónleikar Morgunblaðið/Brynjar Gauti LÁRÉTT 1 hengingaról, 4 spakur, 7 afhendi, 8 meðulin, 9 dýrbít, 11 hluta, 13 reyk- ir, 14 grunar, 15 ein- lægni, 17 snjólaust, 20 fálm, 22 hnikar, 23 við- urkennir, 24 flokk, 25 ná- skyldar. LÓÐRÉTT 1 uppgerðarveiki, 2 end- urtekið, 3 fæðir, 4 grunn- flötur, 5 asna, 6 stelur, 10 skora á, 12 nöldur, 13 gruna, 15 þoli, 16 ósætti, 18 kvendýrið, 19 hreinar, 20 klifur, 21 skaði. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 kindarleg, 8 vinnu, 9 móður, 10 nes, 11 rjúka, 13 arinn, 15 svöng, 18 skúra, 21 ryk, 22 ruddi, 23 eilíf, 24 hrikalegt. Lóðrétt: 2 innbú, 3 druna, 4 romsa, 5 eyðni, 6 sver, 7 hrun, 12 kyn, 14 rík, 15 sori, 16 öldur, 17 grikk, 18 skell, 19 útlæg, 20 alfa. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.