Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Í dagrenningu í gærmorgunvar hafist handa við að ryðjaefni, bæði fínni og grófrimöl og stórgrýti í árfarveg Jöklu, skammt neðan við vænt- anlegt stíflustæði Kárahnjúka- stíflu. Undangengna daga var búið að ryðja að ánni, sem er eitthvað um 18 metra breið og 8 metra djúp á þessum kafla, og var aðeins loka- hnykkurinn eftir til að loka fyrir vatnsrennslið. Var það gert með öflugri jarðýtu og stórvirk grafa mokaði upp efni sem jafnharðan var ýtt ofan í árfarveginn. Stórir vörubílar biðu svo í röðum með risavaxna, samanspyrta grjót- hnullunga, sem sturtað var í fyll- inguna. Nokkur fjöldi manns var á vett- vangi, m.a. „gangagengin“ frá Arnarfelli og Impregilo, sem hafa unnið að gerð ganganna síðan í vor, og fulltrúar Landsvirkjunar og Impregilo. Gianni Porta, sem fer fyrir Impregilo á Íslandi, og Giovanni Matta, verkefnisstjóri Kárahnjúkastíflu, stjórnuðu stíflu- aðgerðunum á vettvangi ásamt verkstjórum sínum. Létt framkvæmd því lítið var í ánni Girt var fyrir rennsli Jöklu um hádegisbil og hafði hún þá hækkað vel á þriðja metra innan stíflu- garðsins og var byrjuð að renna Jökulsánni vik fyrir Kárahnjú Sögulegum áfanga var í gær náð í Kára- hnjúkavirkjun þegar Jöklu var veitt í hjá- veitugöng. Þau munu leiða ána fram hjá Kárahnjúkastíflu meðan hún er í bygg- ingu. Steinunn Ás- mundsdóttir blaða- maður og Þorkell Þorkelsson ljós- myndari fylgdust með atburðum. Síðustu hindruninni rutt í veg fyrir Jöklu: Um hádegisbilið tók á Jökla rennur settlega út í sinn gamla farveg eftir rúmlega 800 m Kárahnjúkavirkjunar. Ómar Valdimarsson, kynningarfulltrúi Im Framlag ríkisins til svokall-aðra samkeppnissjóðaverður tvöfaldað á næstufjórum árum og hyggst ríkisstjórnin beita sér fyrir auknu vægi slíkra sjóða við fjármögnun rannsókna. Ráðstöfunarfé þessara sjóða var við upphaf núverandi kjör- tímabils 850 milljónir króna en á að verða 1.750 milljónir króna við lok þess. Á fjárlögum fyrir 2004 er gert ráð fyrir 400 milljóna króna framlagi aukalega, þar af fara 200 milljónir í Tækniþróunarsjóð sem stofnaður var fyrr á þessu ári og 100 milljónir til verkefna sem stefna að því að auka verðmæti sjávarfangs. Vísinda- og tækniráð, skipað fimm ráðherrum auk fulltrúa úr rann- sóknum og atvinnulífi, kynnti á blaðamannafundi í gær nýja stefnu í vísindum og tækni. Í henni felst að úthlutunarfé opinberra samkeppnis- sjóða verður aukið, háskólar verði efldir sem rannsóknarstofnanir og skipulag og starfshættir opinberra rannsóknastofnana endurskilgreind. Vísinda- og tækniráð starfar und- ir forystu Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra. Hann segir mikil- vægt að opinberar rannsóknar- stofnanir starfi í nánara samkomulagi við aðrar rannsóknar- stofnanir í landinu og að hið opin- bera styðji við frumrannsóknir. „Ég tel það afar þýðingamikið. Þó svo að núna í þjóðfélaginu séu miklir fjár- munir fyrir hendi þá er það þannig að grunnurinn þarf að vera lagður áður en menn geta náð í fjármuni til stuðnings verkefnum sínum á al- mennum markaði. Það er þessi grunnur sem við erum að styrkja og byggja upp me hætti þannig að rannsókna sem eru á frumstigi, hugmy athugunarstigi og sköpunar blómstrað og fengið líf,“ se Oddsson. Tveir sjóðir eru stærs svokölluðu samkeppnissjóð eru kallaðir svo þar sem á lögð á að keppt sé um það sem þeir hafa til umráða o tryggt að vönduðustu ran Fulltrúar vísinda- og tækn rich, Davíð Oddsson, Valg Ríkið eykur fé til rannsókna Framlög til samkeppnissjóða tvöfaldast á kjörtímabilinu EÐLILEGAR SKATTGREIÐSLUR Grein er Indriði H. Þorlákssonríkisskattstjóri ritar í Tí-und, fréttablað embættis ríkisskattstjóra, hefur vakið mikla athygli. Þar segir ríkisskattstjóri m.a.: „Mitt í samþjöppun auðs og valds blómstrar það sem kallað hefur verið fyrirtækjagræðgi (corporate greed). Græðgi, sem ekki stafar af mannlegum breysk- leika en er kreddufest mammons- dýrkun þar sem gróðaboðorðið er öllu æðra. Allt á að vera leyfilegt ef það skilar arði og sjálftaka á verð- mætum er talin sjálfsögð í augum þeirra sem eru í aðstöðu til hennar. Afleiðingar þessara viðhorfa gera vart við sig í skattframkvæmd m.a. í því að stórfelldum skattasnið- göngumálum fjölgar og gerast þau æ úthugsaðri enda kemur oftast í ljós að gerendurnir hafa notið ráð- gjafar og aðstoðar sérfræðinga sem notið hafa bestu menntunar til að ráða mönnum heilt og tryggja að rétt sé að verkum staðið. Ráðgjaf- arfyrirtæki og fjármálastofnanir keppast um að falbjóða aðstoð við gjörninga sem þeim sem öðrum má vera ljóst að ekki eru til annars gjörðir en að komast hjá eðlilegum skattgreiðslum. Ríkulegar þóknan- ir fyrir aðstoðina réttlæta þetta trúlega í þeirra augum.“ Ríkisskattstjóri veltir þarna upp forvitnilegu máli. Hvað er eðlileg skattheimta? Er það að menn greiði skatta samkvæmt lögum og reglum um skattskil eða ber jafn- framt að leggja einhvern siðferði- legan mælikvarða á það, hvað skuli teljast eðlilegar skattgreiðslur. Ríkisskattstjóri segir í leiðaranum að samfélag manna byggist ekki eingöngu á settum lögum heldur skipti viðhorf og verðmætamat manna ekki minna máli. „Rann- sóknir, sem gerðar hafa verið á skattsvikum og ástæðum til þeirra hafa sýnt að í því efni skiptir sið- ferði meira máli en flest annað,“ segir ríkisskattstjóri. Deilur um skatta einstaklinga og fyrirtækja eru algengar, jafnt hér á landi sem annars staðar. Þeir sem greiða fulla skatta af öllum sínum tekjum telja eðlilega að eitt- hvað sé öðru vísi en það eigi að vera er einstaklingar og fyrirtæki, sem greinilega hafa mikið umleikis, geta komið sér undan skatt- greiðslum að einhverju eða veru- legu leyti. Hér verður að skilja annars veg- ar á milli þess að stunda hrein og klár svik, hvort sem er með svartri atvinnustarfsemi eða rangri upp- lýsingagjöf til skattayfirvalda, eða þá þess að nýta sér löglegar glufur í skattkerfinu. Ef um undanskot frá skatti er að ræða er það lögbrot og ber skatta- yfirvöldum að grípa til aðgerða í slíkum tilvikum. Ef hins vegar er um það að ræða að lögaðilar geti með ráðgjöf sérfróðra aðila hagað fjármálum sínum þannig að skatt- greiðslur lækka flækist málið. Það er eðli og skylda fyrirtækja að reyna að hámarka tekjur sínar og hagnað. Ef fyrirtæki sér fram á að það geti með löglegum hætti lækk- að skattgreiðslur sínar er í sjálfu sér ekkert við því að segja. Ef farið er að settum lögum um skattamál þýðir ekki að gagnrýna fyrirtækin né heldur að þau nýti sér bestu mögulegu aðstoð í þessu sambandi. Eftir því sem viðskiptalífið og skattkerfið verður flóknara opnast gjarnan margvíslegar undanþágu- leiðir. Það er ekki bundið við Ís- land að einstaklingar og fyrirtæki leiti allra leiða til að skipuleggja skattamál sín, sú er raunin alls staðar í kringum okkur. Hins vegar þarf að koma í veg fyrir óeðlilegar glufur í skattkerf- inu. Það kann hins vegar að vera hægara sagt en gert að útrýma þeim og við þær aðgerðir geta orð- ið til nýjar glufur. Ef einhverjar tilteknar leiðir sem fyrirtæki nýta sér í skattamálum eru á gráu svæði ber að skoða hvað megi betur fara. Ef skattgreiðslur eru í samræmi við lög og reglur hljóta þær hins vegar að teljast eðlilegar. ÍBÚALÝÐRÆÐI Skipulagsnefnd Kópavogsbæjarhefur samþykkt að vísa frá fyr- irliggjandi hugmyndum um skipu- lag svonefnds Lundarsvæðis. Jafn- framt leggur nefndin til við bæjarráð Kópavogs að dregið verði úr byggingamagni á þessu svæði, byggðin verði lægri og fjölbreytt- ari. Veruleg andstaða hefur verið gegn þeim hugmyndum sem til um- ræðu hafa verið og hafa margir íbúar lýst sig andsnúna þeim. Í Morgunblaðinu í gær segir Hannes Þorsteinsson, talsmaður íbúasam- taka um betri byggð í Lundi: „Þeir virðast hafa hlustað á íbúana og þá fagmenn sem við fengum til liðs við okkur.“ Hannes sagði jafnframt að þessi niðurstaða væri sigur fyrir íbúalýðræðið. Á undanförnum sex árum hefur Morgunblaðið ítrekað hvatt til þess, að ákvarðanir um veigamikil skipulagsmál yrðu teknar í at- kvæðagreiðslu meðal íbúa viðkom- andi sveitarfélags. Það væri þáttur í að þróa lýðræðið í landinu. Blaðið hefur jafnframt lýst þeirri skoðun, að hið sama ætti við um ákvarðanir um meginmál á landsvísu. Skipulagsnefnd Kópavogsbæjar hefur komizt að hyggilegri niður- stöðu í þessu deilumáli. Það á ekki við í málum sem þessum að knýja fram niðurstöðu, sem kallar fram mikla andstöðu þeirra íbúa, sem eiga beinna hagsmuna að gæta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.