Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 81

Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 81
Morgunblaðið/Árni Sæberg Sara, KD og fleiri liðsmenn SubtaLevs. KARL Kristján Davíðsson, KD, er hiphop-áhugamönnum að góðu kunn- ur fyrir tónlist sína í gegnum tíðina, en þó ekki hafi heyrst frá honum um hríð er hann í fullu fjöri eins og sann- ast á breiðskífunni Far með Chosen Ground sem kom út fyrir skemmstu. KD segir að platan hafi verið lengi í smíðum, hann hafi gengið með hana í maganum undanfarin tvö til þrjú ár, en lét loks verða af því að taka hana upp á síðasta ári er hann byrjaði að vinna í Geimsteinshljóðverinu í Kefla- vík með tónlistarmönnum sem þar halda til. „Þetta er tilraun til að gera eitthvað nýtt, til að búa til tónlist eins og ég vil heyra, bræðing af því sem mér finnst skemmtilegast og vonandi hefur fólk gaman af þessu.“ Afslappað Stemmningin á plötunni er afslöpp- uð og spilamennska lifandi, en Karl segir þó að hún hafi verið unnin nokk- uð hratt. „Við þekkjumst aftur á móti svo vel að það þurfti ekki að liggja mikið yfir hlutunum, strákarnir skildu alveg hvað ég var að fara og fyrir vikið virk- ar þetta afslappaðra.“ KD segir að það hafi verið lærdómsríkt fyrir hann að gera plötuna, ekki síst hafi sam- starfið við þá Geimsteins-menn verið gott, „þeir gera plötuna miklu fyllri og dýpri en ég hefði getað gert án þeirra.“ Þegar hlustað er á plötuna vekur meðal annars athygli söngkonan Sara sem syngur inn á band í fyrsta sinn. KD segir að hún hafi leitað til sín fyrir síðustu jól og spurt hvort hann væri ekki til í að taka upp með henni ein- hver lög. „Ég hafði aldrei heyrt hana syngja en ég vissi hvað hún var að pæla tón- listarlega og treysti bara á að hún væri með góða rödd svo ég sagði já, við gerum eitthvað sniðugt. Svo þegar ég var að taka upp plötuna fékk ég hana til að koma í stúdíóið og syngja og hún stóð sig mjög vel, er mjög góð söngkona. Guði sé lof fyrir það að hún var ekki með hörmulega rödd,“ segir KD og hlær við. Stutt í meira Framundan er að taka upp meira af tónlist segir KD. Hann segist vera með aðra álíka plötu í huga og langi til að fara að byrja á henni, það sé nóg til af hugmyndum. „Ég ætla að sjá til á næstu mánuðum, er með ýmsa í huga sem mig langar til að vinna með og langar til að gefa út aðra plötu í litlu upplagi snemma á næsta ári eða næsta sumar. Ég er þó ekkert að flýta mér, vil ekki vera að vinna að tónlist í einhverju stressi, þetta á að vera skemmtilegt.“ KD er liðsmaður SubtaLevs-upp- tökuteymisins en segir þó að platan sé ekki beinlínis tengd því. „Hún er öðruvísi en það sem við erum að gera í SubtaLevs sem er þó svo fjölbreytt að þar rúmast flest.“ Bróðir KD, sem býr í Svíþjóð, er í SubtaLevs með honum og hefur verið að vinna mikið af tónlist sem er að koma út á næst- unni með ýmsum tónlistarmönnum, fyrstu lögin komin út og svo ýmislegt væntanlegt á fyrri hluta ársins. Nóg til af hugmyndum Chosen Ground kynna plötu sína Far í kvöld á nýjum stað við Lækjargötu 10 sem heitir Setu- stofan. FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 81 jbs-nærföt Aldrei spurning Höfuðborgarsvæðið: Guðsteinn Eyjólfsson - Herrahúsið - Íslenskir karlmenn - Herra Hafnarfjörður - Retró - Hagkaup - 66°Norður - Ellingsen • Akranes: Bjarg • Borgarnes: KB Hellissandur: Blómsturvellir • Ísafjörður: Hárgreiðslustofa Siggu Þrastar - Olíufélag útvegsmanna • Hvammstangi: KVH • Blönduós: HG • Sauðárkrókur: Sparta • Dalvík: Úrval Akureyri: J.M.J. - Joes - Úrval, Hrísalundi • Egilsstaðir: Samkaup - Sentrum Neskaupstaður: Lækurinn • Höfn: Lónið • Kirkjubæjarklaustur: Kjarval • Hvolsvöllur: 11-11 Hella: 11-11 • Selfoss: Nóatún - Barón - Efnalaug Suðurlands • Vestmannaeyjar: Smart - H. Sigur munds son, • Keflavík: Töff - Samkaup - Flugstöð Leifs Eiríkssonar • Grindavík: Samkaup Karlmenn á öllum aldri og um allt land treysta á gæði jbs-nærfatanna. En fáa grunar hvað úrvalið er í raun mikið. Þú færð einhvern hluta af hinni breiðu jbs-línu á eftirtöldum sölustöðum: Dreifing: Rún heildverslun - sími 568 0656. STUTTMYND Árna Ólafs Ásgeirs- sonar, Annas dag, keppir á stutt- myndahátíðinni í Clermont Ferrand í Frakklandi sem fram fer í 16. sinn dagana 30. janúar til 7. febrúar á næsta ári. Hátíðin þykir ein sú virtasta sinn- ar tegundar sem haldin er í Evrópu og þykir mjög eftirsótt að koma þar að stuttmynd. Alls eru um 70 myndir í alþjóðlega hluta keppninnar en til þess að vera gjaldgengar mega myndirnar ekki vera lengri en 40 mínútur. „Hátíðin er mjög stór. Mér skilst hún sé sú stærsta í Evrópu. Það á víst að vera voða fínt að komast þangað inn,“ segir Árni Ólafur. Hann segist gera ráð fyrir að mynd- in fái töluverða kynningu á svona hátíð sem ætti svo að geta aukið möguleikana á að komast á fleiri há- tíðir. Annas dag er önnur stuttmynd Árna og var gerð í Danmörku, fyrir danskt fé og með kunnum dönskum leikurum, þ.á m. leikkonunni Iben Hjejle í aðalhlutverki. Fyrsta mynd Árna P.S. keppti í Cannes árið 2002. Árni Ólafur starf- ar nú við kvikmyndagerð á Íslandi. „Maður er bara í harkinu hérna heima en það er mynd í fullri lengd í uppsiglingu sem ekki er útséð með hvenær getur farið í gang.“ Stuttmyndin Annas dag eftir Árna Ólaf Ásgeirsson Á virta stuttmyndahátíð skarpi@mbl.is Árni Ólafur Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.