Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 33 JÓLASÖNGVAR Kórs Langholts- kirkju verða þrennir nú um helgina, í kvöld kl. 23, laugardags- kvöld kl. 23 og sunnudagskvöld kl. 20 og eru þeir tuttugustu og fimmtu. „Fyrstu jólasöngvarnir voru haldnir í Landakotskirkju 1978,“ segir Jón Stefánsson kór- stjóri. „Ég fékk þá hugmynd að gefa fólki tækifæri til að slaka á eftir eril jólainnkaupanna síðasta föstudagskvöld fyrir jól og voru tónleikarnir auglýstir kl. 23.00. Á þessum árum voru slíkir tónleikar nær óþekktir þó að aðventukvöld með kórsöng væru farin að ryðja sér til rúms í sumum kirkjum. Hug- myndin hitti rækilega í mark og Landakotskirkja troðfylltist af fólki með innkaupapoka í höndum.“ Fyrstu tónleikarnir í Langholts- kirkju voru haldnir í kirkjuskipinu 1980 áður en gler var komið í kirkj- una í tíu stiga frosti og ganga í minningunni undir heitinu „vett- lingatónleikarnir“. Þá skapaðist sú hefð að gefa tónleikagestum jóla- súkkulaði og piparkökur í hléi til að ylja sér. Auk Kórs Langholtskirkju syng- ur Gradualekór Langholtskirkju. Einsöngvarar í ár verða Bergþór Pálsson og Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir. Einnig koma fram ein- söngvarar úr röðum kórfélaga Halldór Torfason úr Kór Lang- holtskirkju og Þóra Sif Friðriks- dóttir úr Gradualekórnum. Hljóð- færaleikarar eru Bernharður S. Wilkinson og Hallfríður Ólafsdóttir flauta, Monika Abendroth harpa, Jón Sigurðsson kontrabassi, Lára Bryndís Eggertsdóttir orgel, Kjart- an Valdemarsson píanó og Pétur Grétarsson trommur. „Efnisskráin ber nokkurn keim af afmælinu því nokkur laganna eru af efnisskrám fyrstu áranna,“ segir Jón, „útsetningar á gömlum íslenskum jólasálmum s.s. Syngi Guði himnahjörð, Immanúel oss í nátt og Englasveit kom af himni há. Bergþór syngur m.a. lag Jóns Sig- urðssonar við texta Jóhönnu G. Erl- ingsson Jólin alls staðar. Útsetn- inguna gerði Jón sérstaklega fyrir jólasöngvana. Hann syngur einnig í nokkrum útsetningum Anders Öhrwall m.a. nýtt lag á efnis- skránni, Betlehemstjarnan. Þá syngur Ólöf Kolbrún m.a. Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns og Ó, helga nótt eftir Adolphe Adam, en á þessu ári eru 200 ár frá fæð- ingu hans. Kór Langholtskirkju syngur m.a. jólalög sem útsett eru af Magnúsi Ingimarssyni og nýja útsetningu Gunnars Gunnarssonar fyrir kórinn á jólalaginu Þorláks- messukvöld (The Christmas song). Kjartan Valdemarsson, Pétur Grét- arsson og Jón Sigurðsson sjá um létta djasssveiflu í þessum lögum. Gradualekórinn syngur m.a. nýja syrpu af jólalögum, Hvít jól, Vögguljóð Maríu eftir Max Reger að ógleymdu einu fegursta jólalagi seinni ára, Jól eftir Jórunni Viðar. Jólasöngvar Kórs Langholts- kirkju voru gefnir út 1992 á geisla- plötu sem heitir „Barn er oss fætt.“ Einnig er til jólaplata með Grad- ualekór Langholtskirkju sem heitir „Á jólunum er gleði og gaman“. Í tilefni 25 ára afmælis jólasöngv- anna kemur nú út tvöfaldur geisla- diskur, „Gaudete – Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju“ með upp- töku tónleikanna síðasta ár og verður hún til sölu á tónleikunum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Jón Stefánsson stjórnar Kór Langholtskirkju og Gradualekórnum á æfingu. Jólasöngvar í 25 ár CARL Philipp Emanuel Bach trúði því að galdurinn að baki góðum hljóð- færaleik væri að hljóðfæraleikarinn hlustaði á söng, og gæti hann sungið það sem spila átti, ykist skilningur hans á túlkun og hend- ingamótun. Þessi kenn- ing er enn í fullu gildi og praktiseruð af mörgum tónlistarmönnum. Edda Erlendsdóttir píanóleikari hefur í það minnsta tileinkað sér orð tónskáldsins, því á geisladiski, þar sem hún leikur sjö verk eftir hann, er syngjandi ljóð- ræna og mjúkur og fal- legur ásláttur einkenn- andi. Carl Philipp Emanuel var næstelsti sonur Jó- hanns Sebastíans – ákaflega virtur tónlist- armaður um sína daga og hafði gíf- urleg áhrif á framþróun tónlistarinn- ar á þeim tíma sem klassíkin var að mótast í kjölfar barokksins. Sjálfur átti Carl Philipp Emanuel stóran þátt í að brúa þessi tímabil tónlistarsög- unnar, með því að leggja grunn að því tónmáli sem klassísku meistararnir Haydn, Mozart og Beethoven full- komnuðu. Verk hans eiga vissulega rætur í barokkinu – en með fíngerð- um léttleika, nýrri hugsun í fram- vindu stefja og meiri dýnamík en áður þekktist, vísaði hann veginn til klass- íkurinnar. Carl Philipp Emanuel Bach var meistari hljómborðsins – rétt eins og faðir hans, og naut um sína daga á margan hátt meiri vin- sælda en faðir hans hafði gert, þótt samtími okkar telji föðurinn syninum fremri. Ótal útgáfur eru til af verkum Jóhanns Sebastíans, meðan erfiðara hefur reynst að fá verk Carls Philipps á geisladiskum. Það var því þarft hjá Eddu Erlendsdóttur að gefa út á nýj- an leik geisladisk sinn frá 1991, sem hafði verið ófáanlegur um tíma. Það er ljúfur bragur á leik Eddu; pólýfónían skýr og tær og styrkleikabreyting- ar ígrundaðar og fal- lega útfærðar. Það er svo mikilvægt atriði í þessari músík, því á þessum tíma voru hug- myndir tónskálda um styrkleika- og hraða- breytingar einmitt að mótast og þróast með tilkomu hljóðfæra sem voru dýnamískari en áður þekktist. Það er erfitt að nefna eitt verk öðru fremur sem heillar á þessum diski; – þó eru f-moll og G-dúr sónöt- urnar sérlega áhrifa- miklar hvað ofangreinda þætti varð- ar. Lokaþáttur þeirrar síðarnefndu er gott dæmi um fallega rytmíska snerpu í leik Eddu; – hún leikur sér beinlínis að kenjum tónskáldsins í skyndilegum hraðabreytingum. Þetta var það nýstárlega í músíkinni þá, og Edda er vel heima í þeim stíl Carls Philipps. Það er músíkalskur þokki og eleg- ans yfir þessum ágæta diski. Þar sam- einast góð verk, sem fengur er að að heyra, og feiknagóður píanóleikur Eddu Erlendsdóttur. Edda og C.P.E. Bach eru góð saman TÓNLIST Geislaplata Edda Erlendsdóttir leikur sónötur, fant- asíu og rondó eftir Carl Philipp Emanuel Bach. Erma gefur út. EINLEIKUR Á PÍANÓ Bergþóra Jónsdóttir Edda Erlendsdóttir Í KVÖLD, FÖSTUDAG: Dagskráin framundan er þessi: Sími 533 1100 broadway@broadway.is 10. jan. Frábær sýning á Broadway Le´Sing 17. jan. Frábær sýning á Broadway Le´Sing 24. jan. Frábær sýning á Broadway Le´Sing 19. des. Technics Steve Lawler Le´Sing 26. des. Papar og Brimkló 27. des. Jet Black Joe, stórdansleikur 31. des. Sálin hans Jóns míns Leikhúspakki þar sem skemmtilegir þjónar þjóna til borðs. Öll laugardagskvöld! Miðasalan samdægurs! Technics Í kvöld, föstudag: Steve Lawler stórkostlegur í DJ hlutverkinu, sem spilar gæðatónlist. Hann er mjög öflugur þegar þarf að halda uppi stemningunni á dans- gólfum heimsins, en hann ferðast um allan heim og hefur spilað tónlist m.a. í Zouk í Singapore, Groovejet á Miami, Twilo í New York og svo á Space á Ibiza. DJ Steve Lawler Ú T VA R P K I S S F M 8 9 . 5 dansleikur Forsala hefst á mánudag!Stór Jet Black Joe Laugardag 27.desember Stórdansleikur leikur dans stór Forsala miða hafin! Húsið opnað kl. 23:00 Brimkló & Papar Annan í jólum Sálin Dansleikur gamlárskvöld Forsala miða hafin! Húsið opnað kl. 23:00 St af ræ na hu gm yn da sm ið ja n /3 98 9 Annan í jólum Technics Brimkló&Papar Forsala miða hafin! Húsið opnað kl. 23:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.