Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 62
UMRÆÐAN 62 FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Klapparstíg 44, sími 562 3614 Margar tegundir •Diskamottur 4 stk. í pakka kr. 2.900 •Diskamottur 6 stk. í pakka kr. 2.900 •Glasabakkar 6 stk. í pakka kr. 995 Gler skurðarbretti kr. 1.500 Jólagjafir í Pipar og salt frá Bakki kr. 2.750 Í FRÉTTABLAÐINU 9. des. var rækilega slegið upp frétt um að Össur Skarphéðinsson ætlaði að beita sér fyrir að sett yrðu „Evr- ópulög um starfsmannaleigur“, lög sem myndu t.d. „afturkalla starfsleyfi þeirra innan evrópska efnahagssvæðisins“. Hann tók málið upp í flóttamannanefnd Evrópuráðsins og ætl- ar að taka það upp í öllum alþjóðlegum stofnunum sem tengj- ast á einhvern hátt velferð launamanna. Ég spyr fyrst: Getur Evrópuráðið sett ein- hver lög um Evrópska efnahagssvæðið? Ég hélt ekki. En þetta mál er þá líklega eitt af því sem Össur vill beita sér fyrir á vett- vangi Evrópusambandsins ef … Barátta gegn starfsmannaleigum eins og þeim sem ráðið hafa menn til Kárahnjúka er alls góðs verð, það má Össur eiga. En von hans um evrópskt bjargráð sýnist stór- undarleg. Við höfum reyndar séð svipað frá ASÍ-kontóristunum sem vilja leita á náðir Evrópusam- bandsins og reglu- gerðafrumskógarins þar af því þeir treysta sér illa í slaginn við atvinnurekendur og ríkisvald hér heima. Meinið er að það fer illa saman að berjast gegn starfsmannaleig- um og berjast fyrir Evrópusambandsaðild. Uppgangur starfs- mannaleigna er ein- mitt snar þáttur í þeirri þróun sem nú er að verða á vinnu- markaðnum í Evrópu- sambandinu. Í stað fastráðins vinnuafls ráða stófyrirtækin æ meira til sín lausráðið vinnuafl, oft í hlutastörf og með sveigjanlegan vinnutíma og það eru í sívaxandi mæli starfsmannaleigur sem sjá þeim fyrir þessu vinnuafli. Slíkt vinnuafl er á þeytingi milli svæða eftir þörfum fjármagnsins, hefur engin áunnin réttindi og atvinnu- rekendur hafa lágmarksskyldur við það. Þannig er sá „sveigjanlegi vinnumarkaður“ sem auðvald og markaðshyggjumenn dreymir um, og bandaríski vinnumarkaðurinn er þar helsta fyrirmyndin. Evrópusambandið er kapítalísk heimsvaldablokk á framsóknar- braut í átt til sambandsríkis en á í harðvítugri heimsvaldasamkeppni við Bandaríkin. Efnahagslega er það farið að ógna Sam frænda sín- um en ennþá er það óþægilega háð honum í pólitískum og sérstaklega hernaðarlegum efnum. Stórsókn er fyrir dyrum, stækkun ES til aust- urs. Allar götur síðan múrinn féll hafa evrópskir auðhringar komið sér fyrir í Austur-Evrópu og gert hana að sínu sérstaka láglauna- svæði, staðsett þar vinnukrefjandi framleiðslueiningar (t.d. í bíla- og fjarskiptaiðnaði), nýtt markaðinn þar og ódýrt en vel menntað vinnuafl. Austur-Evrópa nálgast meir 3. heims stöðu með hverju ári sem líður. Landnám (eða lebens- raum) auðhringanna til austurs fær þó ný og betri skilyrði fyrsta maí 2004 þegar tíu ný lönd bætast við Evrópusambandið. EES stækk- ar að sama skapi og fjórfrelsi EES-samningsins mun gilda um nær alla Evrópu vestan landa- mæra gömlu Sovétríkjanna. Innra markaði fjármagns og vöru verður þá sleppt á austursvæðið, vest- urevrópskt fjármagn mun kaupa upp það sem eftir er af þarlendum iðnaði eða brjóta hann niður og koma upp vestrænum útibúum í staðinn. Stækkunin austur er þýðing- armikil fyrir ES á annan hátt. Í krafti hennar munu evrópskir auð- hringar og markaðshyggjuöfl nota sama markaðsfrelsi sem múrbrjót til að lemja niður „reglugerða- bákn“ og „ósveigjanleika“, þ.e.a.s. áunnin félagsleg og fagleg réttindi verkalýðs á núverandi EES-svæði. Nú er tækifæri til að koma upp langþráðum „sveigjanlegum vinnu- markaði“, markaðslaunum í stað almennra kjarasamninga, svimandi launamun milli svæða og innan sama atvinnusvæðis o.s.frv. Sam- keppnishæfari vinnumarkaður, segja þeir. Ráðamenn ES hafa þegar markað sér þessa stefnu (í Lissabon 1997) en gengið illa að koma henni á vegna andstöðu inn- an verkalýðshreyfingar og þjóð- þinga. En stækkun ES í austur opnar leiðina. Henni fylgir mikill straumur ódýrs vinnuafls inn á allt núverandi EES-svæðið (dæmi: at- vinnuleysi í Póllandi er nú líklega nærri 40% og laun um 15% af skandinavískum launum), m.a. lausráðið vinnuafl gegnum starfs- mannaleigur. Það mun setja mik- inn þrýsting á verkalýðshreyf- inguna og áunnin réttindi hérna megin, og þann þrýsting mun at- vinnurekendavaldið nota til hins ýtrasta. Á Norðurlöndum er ólöglegur og hálfólöglegur innflutningur ódýrs vinnuafls gegnum starfsmannaleig- ur nú þegar orðinn verulegt vanda- mál fyrir verkalýðshreyfinguna. Lausráðið, árstíðabundið vinnuafl í Skandinavíu er að stærstum hluta frá Austur-Evrópu (í landbúnaði, skúringum og byggingariðnaði), fólk sem ýmist vinnur á lágmarks- launum eða ólöglegum þrælalaun- um. Með stækkun ES verður þetta að mestu löglegt, því frjálst flæði vinnuafls er hluti af fjórfrelsi innri markaðarins. Og fjórfrelsið gildir um allt EES-svæðið og að þessu leyti er Ísland algjörlega á sama báti og lönd með fulla aðild. Það blasir við að það verður ill- mögulegt fyrir verkalýðshreyf- inguna að hafa einhverja stjórn á þróun vinnumarkaðarins. Hún get- ur að vísu krafist aðlögunartíma- bils en að hámarki í fimm ár. Kárahnjúkadæmið og íslenski kaupskipaflotinn gefa svolítinn smjörþef af þeim vandamálum sem upp munu koma. Alls konar rétt- indi verkafólks hér fyrir vestan verða í raun „samkeppnishaml- andi“. Ráðamenn ES og atvinnu- rekendur hér fyrir vestan munu nota hið frjálsa flæði sem vopn til að brjóta þau réttindi niður á með- vitaðan og skipulegan hátt. Þetta á ekki aðeins við um laun. Á EES- svæðinu gilda t.d. þær reglur að fjölskyldur gistiverkamanna, þótt þær flytji ekki, fái sömu félagslegu réttindi, t.d. fjölskyldubætur, eins og fjölskyldur heimamanna og gistiverkamaður á t.d. að fá þær örorkubætur sem gilda í gistiland- inu. Þetta eru bara dæmi. Velferð- arkerfi af skandinavískri gerð, sem kostað er af skattfé, þolir það illa að stór hluti þiggjenda verlferð- arinnar séu skammtímagreiðendur eins og gerist ef vinnuaflið er á þeytingi. Mikið flæði vinnuafls mun því grafa undan velferðar- kerfinu og opna fyrir bandarísku leiðina þar sem lífskjaratryggingar gegnum einkatryggingafélög kæmu í staðinn fyrir opinbert fé- lagslegt öryggisnet. Hvaða Evrópulög? Þórarinn Hjartarson skrifar um starfsmannaleigur ’Barátta gegn starfs-mannaleigum eins og þeim sem ráðið hafa menn til Kárahnjúka er alls góðs verð, það má Össur eiga. ‘ Þórarinn Hjartarson Höfundur er sagnfræðingur og plötu- smiður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.