Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 53 ✝ Stefán Hall-grímsson fæddist á Bjarnastöðum við Dalvík 1. mars 1911. Hann lést á hjúkrun- ardeild Hrafnistu mánudaginn 15. des- ember síðastliðinn. Stefán var sonur hjónanna Hallgríms Gíslasonar, f. 1. des. 1880, d. 22. júní 1964, og Hansínu Jónsdóttur, f. 5. ágúst 1886, d. 15. júlí 1956. Systkini Stef- áns eru Jónas, f. 1912, Gísli, f. 1914, Guðrún Jó- hanna, f. 1917, d 1919, Jóhanna Guðrún, f. 1919, Kristinn Hólm- freð, f. 1922, Guðlaug Elín, f. 1924, Sólveig Rósa, f. 1926, og Maríanna Jóna, f. 1928, og eru þrjú þeirra, Kristinn, Guðlaug og Rósa, á lífi. Stefán kvæntist 26. desember 1944 Dagbjörtu Jónu Pálsdóttur, f. 2. september 1905, d. 25. nóvember 1988. Sonur þeirra er Erlingur, f. 6. október 1945, d. 9. október 1953. Fyrstu búskapar- árin bjuggu þau á Siglufirði en fluttu þaðan 1954. Frá árinu 1957 bjuggu þau í Hafnarfirði og síðastliðin 10 ár hef- ur hann verið heim- ilismaður á Hrafn- istu í Hafnarfirði. Stefán tók hið minna fiskimannapróf á báta sem stóð í tvær vikur og síðar vélstjóranám sem var í tvo mánuði og haldið á Akureyri á sínum tíma. Hann var mest á sjónum og við ýmis störf í landi, m.a. hjá Lýsi og mjöl í Hafnarfirði. Útför Stefáns verður gerð frá Víðistaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Stefán Hallgrímsson var eigin- maður Dagbjartar Pálsdóttur föður- systur minnar. Ég man fyrst eftir honum í eldhúsinu hennar ömmu minnar á Lindargötunni á Siglufirði fyrir meira en hálfri öld. Stefán var vélstjóri af gamla skól- anum og hann hafði líka skipstjórn- arréttindi á minni fiskibáta. Hann var oft formaður á línubátum og mjólkurbátunum Ester og Mjölni sem Skafti frá Nöf gerði út. Stefán var í mínum augum alveg einstakur maður. Dadda frænka mín og Stefán áttu einkason. Hann hét Erlingur eins og bátur sem þeir Stefán og bræður hans áttu. Dag- björt frænka var ráðskona við bát- inn Erling þegar gert var út frá Siglufirði og þannig kynntust þau Stefán. Þau giftust og bjuggu á Siglufirði og Stefán var mest á sjónum. Einkasonurinn Erlingur var eft- irlæti foreldra sinna og að honum var vel búið. En svo kom sorgin mikla. Erlingur lenti í bifreiðarslysi nokkrum dögum eftir 8 ára afmælið sitt og beið bana. Þeim varð ekki annarra barna auðið og fluttust síð- ar til Hafnarfjarðar og eignuðust þar fallegt heimili. Það var alltaf gott að koma til Stefáns og Döddu og mikill mynd- arskapur yfir móttökum á því heim- ili. Alltaf veisla hjá frænku fannst mér, en hún var húsmæðraskóla- gengin frá Ísafirði. Þau gáfu okkur börnunum sem næst þeim stóðu mikið af sér. Stefán hafði einstakan húmor og aldrei gleymi ég berja- ferðinni til Héðinsfjarðar á Mjölni sem farin var frá söltunarstöðinni Nöf. Stefán var skipstjóri í þeirri ferð. Við höfðum árabát í togi til þess að ferja fólkið í land. Eftir ferð- ina sagði Stefán að árabáturinn væri berjablár eftir okkur landkrabbana sem gubbuðum sem mest á heim- leiðinni. Stefán var kominn í land og þau ferðuðust á einkabílnum. Leiðin lá gjarnan til Dalvíkur en þar á Stefán systkini. Hann keypti sér rafmagns- orgel og spilaði á það eftir að sjó- mennskunni lauk. Sjálfur ákvað hann að hætta að keyra við 85 ára aldurinn en á því ári keyrði hann samt til Dalvíkur úr Hafnarfirði við annan mann. Silungsveiðin var eitt af hans áhugamálum á seinni árum og kunni hann vel við sig í slíkum félagsskap og beið með óþreyju eftir vorinu. Þegar Stefán var 90 ára hélt hann góða veislu á Hrafnistu en þar hefur hann dvalið síðustu árin. Þá var mikið sungið og dansað og hef ég grun um að Stefán hafi ekki náð sér eftir það í fótunum. Með þessum línum fylgir kveðja frá móður minni Guðrúnu Maríu Jónsdóttur, svo og systkinum mín- um og nánustu ættingjum. Að leiðarlokum þetta: Hafðu kæra þökk fyrir allt og ég veit að Dadda frænka og Erlingur bíða með faðminn og fagna. Það verður hátíð sem bíður þín og fögnuður í frelsarans nafni. Matthías Ó. Gestsson. Nú líður að jólum, við hjónin örk- uðum með jólakortin í póstinn í gær. Það hefur verið í nokkuð föstum skorðum ár eftir ár hverjum við sendum kort og frá hverjum við fáum kort. En í þetta sinn voru þau einu færra en í fyrra. Stefán Hall- grímsson frændi minn og aldursfor- seti ættingjahópsins er fallinn frá. Stefán fæddist á Dalvík 1. mars 1911, frumburður hjónanna Hall- gríms Gíslasonar og Hansínu Jóns- dóttur. Gísli afi hans, ættaður frá Göngustöðum í Svarfaðardal, reynd- ist lítt hneigður til búskapar og var með fyrstu mönnum til að flytjast á Sandinn og reyna að sjá fyrir sér með sjómennsku og eyrarvinnu. Á þessum tíma töluðu Svarfdælingar einatt um Sandinn eða Böggvi- staðasand en Dalvíkurnafnið kom síðar. Hallgrímur faðir Stefáns fetaði síðan í sömu spor og sat undir árum nánast alla sína starfsævi eins og sjá mátti á höndum hans því þegar ég man fyrst eftir honum voru baug- fingur og litlifingur á báðum hönd- um orðnir krepptir inn í lófann eftir átökin við árina, enda lífið að veði væri afls vant. Stefán hefur því frá blautu barns- beini vanist sjávarloftinu og fjörunni og rann því sömu slóð og faðir hans og afi, er hann óx úr grasi. En þá fór í hönd öld framfaranna, vélbátar leystu nú gömlu áttæringana og teinæringana af hólmi svo frændi minn slapp blessunarlega við árina. Árið 1931 fór hann á mótornámskeið en svo nefndust vélstjórnarnám- skeið á þeim árum. Hann var síðan vélstjóri á nokkrum bátum fram til 1938 en þá keyptu þeir bræður Stef- án og Jónas ásamt Hallgrími föður þeirra 12 tonna bát sem hét Þór- ólfur, þennan bát ráku þeir í ein 3 ár, seldu hann þá og keyptu annan ívið stærri sem þeir nefndu Erling, gerðu hann einnig út í 3 ár og seldu síðan og lauk þar með samvinnuút- gerð þeirra feðga, enda Stefán að fara að staðfesta ráð sitt og flytja til Siglufjarðar, en konuefnið, sem hét Dagbjört Pálsdóttir, hafði hann fundið þar. Nafni minn var heppinn í sínu makavali, Dagbjört var afar mynd- arleg húsmóðir og það er sjómanni á heimleið mikilvægt að vita að innan við þröskuldinn er einhver sem hlustar eftir fótataki hans. Stefán hafði er hér var komið sögu farið á skipstjórnarnámskeið og tekið hið svokallaða pungapróf og eftir að þau hjónin hófu búskap á Siglufirði tók hann við formennsku á vélbátnum Mjölni og var þá í póst- og vöru- flutningum milli Akureyrar og Siglufjarðar. Haustið 1945 fæddist þeim hjónum sonur, sem við skírn hlaut nafnið Erlingur og virðist því fyrrverandi bátur þeirra feðga hafa verið þeim hjónum nokkuð ofarlega í huga. Ekki varð þeim hjónum fleiri barna auðið. Það var því algert reið- arslag þegar þetta eina barn þeirra lést af slysförum haustið 1953 aðeins 3 dögum eftir 8. afmælisdaginn. Þessi sorgaratburður breytti öllu þeirra lífi, þau festu ekki yndi á Siglufirði eftir þetta og fluttust vor- ið eftir suður yfir heiðar. Til að byrja með lá leiðin til Keflavíkur og fengu vinnu á Vellinum eins og sagt var en þar var auðvelt að fá þokka- lega launuð störf á þeim árum. En brátt fór sjórinn að toga og eftir nokkurra mánaða dvöl á Vellinum var hann kominn sem vélstjóri á Duxinn frá Keflavík. En þá útgerð átti fyrrverandi Dalvíkingur Jó- hann, sonur Ingibjargar frá Svæði, en var betur þekktur undir nafninu Jói Blakk. Eftir Duxinn réðst hann svo á vélbátinn Geir frá Keflavík en um þær mundir eru þau hjónin að flytja til Hafnarfjarðar. Hafnar- fjörður var þeirra heimabær upp frá því, fyrst að Köldukinn 6 en eftir að starfsævinni lauk fluttu þau sig um set og fóru á Laufvang 1. Á Hafn- arfjarðarárunum var sjómennska Stefáns að mestu bundin við eitt skip, Fróðaklett undir skipstjórn hins þekkta aflamanns Guðmundar Kristjánssonar en þar var hann 2. vélstjóri allt til þess að hann lét af sjómennsku árið 1967. Eftir að sjó- mennskunni lauk var hann ekki neitt tilbúinn til að setjast um kyrrt, fór meðal annars að vinna í Ál- verinu, einnig um tíma hjá Lýsi og mjöli og síðast á hafnarvigtinni. Þá hafði hann um tíma sem ígripavinnu að rífa gamla herbragga í akkorði. Stefán hafði yndi af söng og starfaði með kirkju og karlakórum hvar sem hann bjó og söng t.d. með kirkjukór Hafnarfjarðarkirkju í áratugi og einnig í Karlakórnum Þröstum. Undirritaður var um tíma sam- skipa manni sem hafði áður verið á Fróðakletti og kynnst Stefáni þar og er þessi maður eitt sinn var að rifja upp atburði er skeð höfðu á Klettinum komst skyldleiki okkar Stefáns eitthvað til tals, þá varð þessum umrædda manni að orði: „þó þú sért nú prýðissjómaður Stebbi minn kemstu ekki með tærnar þar sem frændi þinn hafði hælana, hann er tvímælalaust besti sjómaður sem ég hef unnið með“. Þessi ummæli festust mér í minni, því þennan mann, sem hafði unnið með ansi mörgum sjómönnum, þekkti ég ekki að því að bera lof á hvern sem var og þótti því nokkuð til þeirra koma þó hallaði aðeins á mig. Í mínu barns- minni var Stefán frændi alltaf gest- ur heima á Bjarnarstöðum því hann flutti til Siglufjarðar svo stuttu eftir að ég fæddist. Yfirleitt gerðu þau hjónin boð á undan sér ef þau komu í heimsókn og ég minnist enn þeirrar tilhlökkunar sem ávallt flæddi yfir mig þegar þau voru væntanleg, því þegar Stefán var kominn fór ætíð einhver atburðarás í gang, hann kunni ekki að hangsa og fann alltaf eitthvað sem þurfti að smíða og lag- færa eða breyta. Og á kvöldin var sest inn í stofu og lagið tekið með Hallgrími afa og hinum bræðrunum ef þeir voru heima við og mér fannst þeir vera miklu betri en MA kvart- ettinn. Þetta eru líklega kærustu minningar barnsáranna. Síðustu 10 árin eða svo átti Stefán heimili að Hrafnistu í Hafnarfirði, þar naut hann frábærrar umönn- unnar enda kunni hann mjög vel við sig þar, einkum meðan hann gat verið í kjallaranum, og vil ég nota tækifærið til að þakka öllu starfs- fólki sem þar kom að málum. Ég mat Stefán ætíð mjög mikils, það var því sárt að horfa upp á það nú síðastliðið ár er elliglöpin fóru að hrjá hann en þó var enginn eins pirraður og hann sjálfur eða einsog hann sagði eitt sinn við mig á einum af góðu dögunum: „Það er nú ljóta bölið nafni þegar allt fer svona í graut í hausnum á manni og ekkert til við því“ en þá var hann hættur að geta spilað bridge en hafði haft mik- ið yndi af því og var snjall spilamað- ur. Þegar ég hugsa til baka finnst mér ótrúlegt að fyrir rúmlega einu ári síðan var hann að bruna með mér í bíl norður á Dalvík til að fylgja bróður sínum Jónasi til grafar en það leið nákvæmlega 1 ár og 1 mán- uður milli dánardægra þeirra bræðra og segja mætti mér að nú væru þau systkinin Stefán, Jónas, Gísli og Maríanna farin að æfa sam- an kvartett í sínum nýju heimkynn- um. Gott er þér vinur guðs í dýrð að vakna þig gladdi löngum himininn að sjá víst er oss þungt að sjá á bak og sakna samvista þinna en oss skal huggun ljá: vér eigum líka úr lífsins svefni að rakna. Þetta erindi sem talið er að Kon- ráð Gíslason hafi ort eftir vin sinn Jónas Hallgrímsson skáld finnst mér hæfa hér sem lokaorð. Blessuð sé minning hans. Stefán Sigurðsson frá Bjarnarstöðum. STEFÁN HALLGRÍMSSON ✝ Sigurður Sveins-son fæddist í Vest- mannaeyjum 15. júlí 1929. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 12. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ragnhildur Jóhannsdóttir, f. 14.8. 1904, d. 8.5. 1972, og Sveinn Jónasson, f. 9.7. 1902, d. 26.12. 1981. Systkini Sigurð- ar eru Guðfinna, f. 15.6. 1928, búsett á Eyrarbakka, Jóhann, f. 19.9. 1930, búsettur í Keflavík, Nína, f. 21.3. 1933, d. 30.6. 1990, Jónas, f. 23.9. 1937, d. 13.8. 2000, Víkingur, f. 11.4. 1941, búsett- ur í Keflavík og Hrafnhildur, f. 22.3. 1943, d. 1.6. 1997. Sambýliskona Sigurðar var Estiva G. Ottosdóttir, f. 15.9. 1945, þau skildu. Sonur þeirra er Sveinn Andri verktaki, f. 24.4. 1967, búsettur í Hafnarfirði, kona hans er Lára Ólafs- dóttir, f. 17.2. 1964, sonur hennar er Sig- urður, f. 4.7. 1980, dóttir þeirra er Fanney Lísa, f. 31.8. 2002. Sonur Sveins og Ingileifar Sigríð- ar Finnbogadóttur, f. 5.7. 1960, er Sigurður, f. 6.4. 1986. Útför Sig- urðar fer fram frá Hafnarfjarð- arkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hann Siggi bróðir minn hefur kvatt okkur á þessu tilverustigi og fer þar ljúfur drengur, sem átt hafði í heilsufarslegum erfiðleikum um nokkurt skeið, að einhverju leyti frá því að hann varð fyrir harkalegri lík- amsárás í Kaupmannahöfn, þar sem hann var í leyfi ásamt syni sínum og hlaut hann þar alvarlega höfuð- áverka. Eftir nokkra vist á endur- hæfingarstofnun í Danmörku kom hann heim og fór síðar að stunda létta vinnu. Svo virtist sem persónu- leiki hans hefði beðið skaða af slys- inu og hann náði aldrei upp aftur sama vilja og áhuga í samskiptum við skyldmenni og vini, sem honum hafði verið svo eiginlegur áður og mun það ekki einsdæmi við svipaðar kringumstæður. Siggi stundaði sjó- mennsku framan af ævi, bæði á fiski- bátum og togurum hér heima og hóf síðan að sigla með Norðmönnum á stórum fragtskipum vítt og breitt um heimshöfin um nokkurra ára skeið, þar sem hann var m.a. báts- maður um borð. Og það var forvitni- legt að fá sendibréf frá honum frá hinum ýmsu stöðum, þar sem komið var í höfn og jafnframt frásagnir af ævintýrum þeirra sem í slíku standa og pakkarnir, sem hann sendi heim á þessum árum höfðu jafnan mjög spennandi innihald. Eftir að heim kom tók hann sér ýmislegt fyrir hendur, eins og land- búnaðarstörf og kartöflurækt þegar hann gerðist bóndi að Efri-Rotum í Eyjafjallasveit. Hann vann sem bor- maður í mörg ár hjá Jarðborunum ríkisins, fyrst hér heima en síðar er- lendis og fékk það orð að vera einn öflugasti djúpborarinn hjá fyrirtæk- inu. Æskuárin voru í Vestmannaeyjum þar sem fjölskyldan bjó og þar voru daglegar bryggjuferðir okkar strákahvolpanna aðaláhyggjuefni foreldranna, sem vonlegt var, en að- dráttaraflið að bátunum og höfninni var mikið, enda mikið þar um að vera. Mikil leit var gerð að okkur bræðrunum eitt sinn þegar við skil- uðum okkur ekki heim að kvöldi og þegar búið var að kemba bryggju- svæðin og spyrja marga um tvo sam- rýnda snáða í útprjónuðum peysum, sem ekkert spurðist til þá vandaðist málið verulega hjá áhyggjufullum foreldrum. En í þetta sinn höfðum við ekki leitað á bryggjurnar, heldur farið á eftir eldri strák út í hraunið, sem þá var mikið óbyggt svæði, og að lokinni langri göngu urðu smáir fæt- ur uppgefnir og þá var best að setj- ast niður til að hvíla sig. En eftir hvíldina uppgötvuðum við að við vor- um orðnir einir og jafnframt villtir og þá var eina ráðið að setjast niður aftur og gráta saman. En þegar neyðin er stærst þá er hjálpin næst og björgunarmennirnir voru tveir bræður, sem áttu leið um nærliggj- andi veg á hesti og vörubíl og heyrðu þeir í tveimur grátandi strákpjökk- um úti í hrauninu og skiluðu þeir okkur heim, við mikinn fögnuð for- eldra. Unglingsárin sín átti hann í Eyjafjallasveit, eftir að fjölskyldan flutti sig yfir sundið að Efri-Rotum vorið 1946. Árin í sveitinni voru ynd- islegur tími, þar sem ómar kyrrðar og sælu gerðu sig heimankomna á moldarstígum, við læki og tjarnir. Angan frá leir og mold við rakan vatnsbakkann, með blöndu af ilmi jarðar, grasi og slýi síaðist inn í vit- undina og verður ógleymanlegt. Og fuglasöngurinn barst um loftið í lit- ríkum tónum á sólardögum sumars- ins, þegar vinir okkar, farfuglarnir, héldu tónleika fyrir börn náttúrunn- ar, komnir hingað um óralangan veg yfir úthafið til að eignast afkvæmi. Já, hér voru bestu ávextir lífsins í boði fyrir ungar sálir og hver sem lét eftir sér að njóta þeirra gat verið sáttur við almættið, sem lagt hafði í smáar hendur drjúgan fjársjóð til framtíðar. Siggi varð virkur þátttak- andi í leikstarfinu hjá ungmenna- félaginu í sveitinni, en á hverju hausti var troðið upp með leikrit til að skemmta fólki og styrkja fjárhag- inn hjá félaginu og reyndist hann einn af traustustu leikurum sveitar- innar á sínum tíma og það var gott að vera á sviðinu með honum, öruggum og hæfileikaríkum. Eftir að hann fluttist til Hafnarfjarðar steig hann einnig á svið þar. Ég votta fjölskyldu hans samúð mína og þakka bróður mínum fyrir langa og góða samfylgd í lífinu. Jóhann Sveinsson. SIGURÐUR SVEINSSON  Fleiri minningargreinar um Sigurð Sveinsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.