Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 38
„Á ÞESSARI sýningu leggjum við áherslu á að fjalla um það raunsæi sem einkennir íslenska myndlist á tímabilinu 1960 til 80,“ segir Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafns Íslands. „Tímabilið markast annars vegar af abstraktlistinni sem hafði verið ráðandi fram að þeim tíma, og hinsvegar nýja málverkinu sem tók við sem nýskapandi afl um 1980. Þetta nýja raunsæi sem við erum að fjalla um byggist á tvenns konar for- sendum; þetta var einhver mesti umbrotatími íslenskrar listasögu síðustu áratuga. Annars vegar höf- um við hóp listamanna sem leggja stund á málverkið og byggja að mörgu leyti á aðferðafræði módern- ismans. Hins vegar erum við með nýsköpun þar sem listamenn eru að tengja sig við alþjóðlegar hreyfingar eins og Fluxus. Þar felast mjög sterkar árásir á þau listhugtök sem voru til staðar og margt tekið til endurskoðunar. Aftur átti að tengja listina við lífið og veruleikann, ekki er lengur aðgreining milli hámenn- ingar og lágmenningar, stílhugtak- inu er afneitað og menn velja sér þá miðla og þau efni sem henta fyrir hvert verk. Við sjáum þetta vel í innsetningu Kristjáns Guðmunds- sonar frá 1969, Environmental sculpture, sem er tímamótaverk í ís- lenskri listasögu. Þarna velur lista- maðurinn sér hluti úr umhverfinu og tilnefnir sem hluti í listaverk. Það eru ásetningur listamannins og sam- hengi hlutanna sem skipta máli.“ Ólafur segir einn þeirra spenn- andi þátta sem birtist á sýningunni vera afstöðuna til módernismans. „Módernisminn á Íslandi var fyrst og fremst abstraktlistin, en hún hafði hugmyndalegt forræði milli 1950 og 60 og var þá nýskapandi afl. Á sýningunni má síðan sjá hvernig ákveðinn hluti þessara listamanna hafnar öllum kennisetningum mód- ernismans, eins og hugmyndum um að formið sjálft væri hið listræna í listinni og viðfangsefnið um leið. En það er margvísleg afstaða til módernismans sem birtist hér. Og það er ástæðan fyrir því að við stað- setjum Erró eiginlega sem miðju sýngarinnar. Þegar gagnrýnandi Morgunblaðs- ins, Þóroddur Bjarnason, skrifaði um hana, þá minntist hann ekki á Erró – virtist ekki hafa veitt verkum hans athygli. Hann setti hins vegar fram spurninguna hvað málverk væru að gera á sýningunni. Erró byrjaði að brjóta upp hug- myndafræði módernismans í lok sjötta áratugarins, þegar hann fór að skírskota í fjölmiðlaveruleikann. Hann vinnur áfram með þann heim og verður fulltrúi evrópskrar popp- listar í íslensku samhengi. Mál- verkið varð mjög veigamikill þáttur í þessari raunsæishreyfingu. Fyrst og fremst í verkum Errós en líka manna eins og Einars Há- konarsonar, Gunnars Arnar og fleiri, sem fjölluðu um manneskjuna og firringu hennar. Um leið stóð stór hluti af þessum málurum mjög nálægt helstu forsendum módern- ismans. Þeir voru að vinna með olíu- málverk, að takast á við litræn og formræn landamæri. Við fylgjum svo þessari sterku raunsæistilfinningu eftir inn í átt- unda áratuginn. Þá erum við ennþá með Erró í miðjunni og leiðum fram listamenn sem komu þá fram og vinna út frá þeim forsendum sem komu fram milli 1960 og 70, lista- menn eins og Ólafur Lárusson, Helgi Þorgils, Rúrí og Birgir Andr- ésson. Þetta er afar merkingarrík sýn- ing. Hún tekur á þessu uppgjöri við módernismann en sýnir líka hvernig módernisminn lifði áfram – sér- staklega í málverkum.“ Erró ákveðin þungamiðja – Við uppsetningu á sýningu sem þessari standa sýningastjórar frammi fyrir ótal leiðum; hvaða kenningum og hvaða boðskap á að koma á framfæri. „Já, þess vegna setjum við Erró fram á jafnáberandi hátt og raun er á; Erró er ákveðin þungamiðja í ís- lenskri myndlist á þessum tveimur áratugum. Síðan settum við talsvert af málverkum saman í einn sal, til að sýna fram á hvað málverkin eiga sér ólíkar sögulegar rætur. Stílhugtakið í málverkinu er mjög marg- breytilegt á þessum tíma. Og með því að setja þau saman fáum við samtal á milli verka. Og þá sjást mjög vel þessar ólíku sögulegu ræt- ur. Gunnar Örn og Haukur Dór tengjast fyrst og fremst evrópskri expressjónískri hefð meðan aðrir, eins og Hringur Jóhannesson, tengjast frekar hefðbundu raunsæi. En Erró er í miðjunni, enda helsti málari þessa tímabils í íslenskri listasögu. Sýningin snýst um greininguna á þessu tvöfalda listhugtaki sem var í gangi. Þungamiðja nýsköpunar lá í verkum Errós og þeim listamönnum sem tengjast SÚM-hópnum, eins og Hreini Friðfinnssyni, bræðrunum Kristjáni og Sigurði Guðmunds- sonum og Jóni Gunnari Árnasyni. Það er þessi róttæka listköpun. Við hliðina á því er málverkið, með tengslin við módernisman, en mál- verkunum höldum við vitaskuld fram því þetta eru mikilvæg verk í íslenskri listasögu.“ – Umtalsverðan hluta verkanna sækið þið til Listasafns Reykjavíkur og Nýlistasafnsins. „Við áttum sérstaklega ánægju- legt samstarf við þessi söfn og feng- um mörg verk lánuð frá þeim. Stað- reyndin er sú að Listasafn Íslands á alls ekki fullnægjandi yfirlit yfir þetta tímabil íslenskrar listasögu, sérstaklega ekki verk eftir þá lista- menn sem stóðu fyrir þessari rót- tæku nýsköpun á sjöunda áratugum. En þetta speglar bara ákveðna list- pólitíska stöðu á þeim tíma. Lista- safnið keypti ekki verk eftir þessa róttæku listamenn, einfaldlega vegna þess að hér voru önnur við- horf ríkjandi, viðhorf sem spegluðu sterka stöðu módernismans. Fyrst við minnumst á þetta stór- kostlega safn, Nýlistasafnið, þá er afar mikilvægt að leyst sé úr þeim vandamálum sem það glímir við, bæði hvað varðveislu verkanna snertir og svo rekstrarlega. Safn- eign Nýlistasafnsins er mjög mik- ilvæg fyrir íslenska listasögu.“ Getum ekki sýnt listasöguna sem heild – Eitt af hlutverkum safnsins hlýtur að vera að gefa yfirsýn yfir ólík tímabil listasögunnar. Ykkur ber að setja fram sýn á söguna, hvað sem framtíðin mun svo segja um mat ykkar í dag. Rétt eins og þú ert að meta þetta tímabil, 1960–80, á annan hátt en forverar þínir. „Þessi rammi mótast af aðstæðum hér, því að yfirlit íslenskrar lista- sögu er ekki aðgengilegt í heild sinni – en það er orðið mjög alvar- legt mál. Ef við lítum til aðstöðu þjóðarlistasafna í nágrannalönd- unum, þá er mjög eðlilegt að sjá fyr- ir sér hér í Listasafninu rými þar sem við gætum sýnt svona 350 til 400 verk, sem fjölluðu um íslenska listasögu á 20. öld. Það væri eðlileg- ur þáttur af starfi okkar og verkin væru á öllum tímum aðgengileg al- menningi; á því myndi fræðslustarf okkar byggjast. Svo væru aðrir sýn- ingarsalir fyrir sérsýningar, sem með einum eða öðrum hætti tengd- ust þeiri safneign sem við værum að sýna. En sú staðreynd að við höfum ekki færi á að sýna íslenska lista- sögu í heild sinni, er það sem einna helst stendur íslenskri myndlist og umræðu um hana fyrir þrifum. Á hátíðlegan hátt má segja að þetta sé ákveðið tilræði við menningarlega sjálfsmynd. Það er jafnmikið áhyggjuefni hversu lítið er skrifað um íslenska listasögu. Það má vel vera að þessi skortur á aðgengi að verkunum sem heild sé ein skýr- ingin á því. Þetta hefur margvísleg áhrif. Ég vil til dæmis meina að þeir gagnrýnendur sem eru að skrifa í dagblöðin líði á margan hátt fyrir þetta. Gagnrýnin sem birtist til dæmis í Morgunblaðinu er ekki hluti af neinum öðrum texta. Gagnrýn- endur eru ekki hluti af öðru texta- samhengi, það er svo lítið um önnur skrif eða rannsóknir á íslenskri listasögu. Þessi staða, að Listasafnið hefur ekki möguleika á að vinna með listasögu þjóðarinnar í heild sinni, er farin að hafa margvísleg neikvæð áhrif á stöðu myndlist- arinnar yfirleitt. En við leysum þetta með okkar takmarkaða hús- næði, með því að taka fyrir ákveðin tímabil, þar sem við setjum fram ályktanir um stöðu tímabila, stöðu listamanna í ákveðnu samhengi, og það reynum við að gera á þessari sýningu. Listasafnið verður 120 ára á næsta ári og kannski er orðið tíma- bært að huga að nýjum úrlausnum í húsnæðismálum safnsins, með það í huga að gera listasöguna aðgengi- lega. Við höfum áhyggjur af því að við sýnum ekki nógu reglulega tíma- mótaverk íslenskrar listasögu. Skógarhöll Kjarvals eða Gullfjöll Svavars, eða þá Environmental Sculpture Kristjáns. En þegar fyrr- nefndur gagnrýnandi kemur að verkinu eftir Kristján þá leiðist hon- um að sjá það einu sinni enn. Við hverju bjóst gagnrýnandinn? Þegar verið er að fjalla um listsögulegt tímabil, er þá eðlilegt að sleppa lyk- ilverkum til þess að gagnrýnandi haldi athygli sinni? Ég undrast slík skrif.“ Hugmyndaleg breidd Ólafur heldur áfram að velta fyrir sér viðbrögðum listamanna upp úr 1960 við ofurvaldi módernisma ár- anna á undan, og hann ítrekar mik- ilvægi Errós í breyttum hug- myndum um listina. „Erró málar í fyrstu persónu. Sumir popplistamenn stilla heim- inum upp óbreyttum í verkum sín- um en Erró umbreytir alltaf þeim efniviði sem hann sækir í neyslu- samfélagið. Hann er alltaf að túlka. Og hann notast við málverkið en það er líka úrvinnsla úr hefðinni. Erró er mitt á milli þeirra listamanna sem ganga lengst, eins og Kristjáns Guðmundssonar, og þeirra málara sem fylgja frekar hefðum. Það er því ekki tilvijun að Erró er eins og öxull á sýningunni, öxull sem geng- ur eftir báðum hæðum safnsins. Á margan hátt bindur hann sýninguna saman. Ef eitthvað er þá hefur Erró ekki verið settur nógu oft inn í þetta íslenska samhengi. Þegar við vorum að undirbúa sýninguna, þá sáum við að þegar við hér á Listasafninu höf- um til þessa fjallað um sjöunda ára- tuginn, þá höfum við viljað fjalla frekar einhlítt um þetta nýja list- hugtak, og þá helst það sem birtist í SÚM-hreyfingunni. En auðvitað er tímabilið miklu margbreytilegra þegar fjallað er um það í heild sinni, eins og fram kemur meðal annars í verkum málara tímabilsins.“ – Svo voru grafíklistamenn einnig áberandi á þessum tíma og þeir fá sal undir sína list. „Þeir tengjast málurunum, en þessi grafík átti sterkar stíl- fræðilegar rætur í 20. aldar mynd- listinni. Það birtist í umfjöllun um manninn og náttúruna, og efnistökin eru oft ljóðræn. Grafíkin tengist ekki mikið róttækri nýsköpun í myndmálinu. Í jákvæðum skilningi er hún oft hefðbundin í framsetn- ingu, en auðvitað mikilvæg í ljósi þeirra markmiða sýningarinnar að sýna þá margvíslegu hugmyndalegu breidd sem einkennir raunsæið á þessum tíma.“ Einhver mesti umbrotatíminn Erró í miðið, SÚM- hópurinn öðrumegin við hann og hinumegin hópur málara. Þannig mætti lýsa grunn- hugmynd yfirlitssýn- ingar Listasafns Ís- lands á íslenskri myndlist áranna 1960 til 80, en hún ber heit- ið Raunsæi og veru- leiki. Ólafur Kvaran forstöðumaður út- skýrði hugmyndirnar að baki sýningunni fyrir Einari Fal Ing- ólfssyni. Hann segir þjóðina skorta yfirsýn yfir listasöguna. Morgunblaðið/Einar Falur „Þetta er afar merkingarrík sýning,“ segir Ólafur Kvaran, sem hér stendur við eitt margra verka Errós. „Environmental sculpture,“ frá 1969, eftir Kristján Guðmundsson, er eitt verkanna á sýningunni. efi@mbl.is LISTIR 38 FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.