Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 73 Í dag 19. desember er 90 ára Þuríður Sig- urðardóttir kennari, til heimilis á Grund við Hringbraut í Reykja- vík. Hún er fædd í Reykjahlíð við Mývatn 19. des. 1913, dóttir hjónanna Jónasínu Jónsdóttur á Græna- vatni Péturssonar í Reykjahlíð og Sigurð- ar Einarssonar í Reykjahlíð, Friðriks- sonar frá Svartárkoti. Þura, eins og hún er venjulega kölluð, ólst upp í stórum systkinahópi. Hún var þriðja í röð sjö systkina sem upp komust, en þau voru í aldursröð: Laufey, f. 1910, Svava, f. 1912, Þur- íður, f. 1913, Baldur, f. 1916, Guð- rún, f. 1918, Jón Bjartmar, f. 1920, og Bryndís, f. 1923. Einn bróðir lést aðeins mánaðar gamall. Nú lifir Þura ein þeirra systkina. Sem barn gekk Þura í farskóla eins og þá tíðkaðist. Hún var einn vetur á þinghússkólanum á Skútu- stöðum og í eldri deild Laugaskóla var hún 1933–34. Síðar lá leiðin í kennaraskólann og útskrifaðist hún þaðan 1939. Hún var kennari í Mý- vatnssveit 1939 til 43, við St. Jós- efsskóla í Hafnarfirði 1945–46 en lengst starfaði hún við Melaskólann í Reykjavík eða frá 1946 til 1986. Haustið 1943 tók hún sér frí frá kennslu vegna veikinda móður sinn- ar. Hún sat þá löngum stundum við sjúkrabeð hennar en þær mæðgur voru mjög nánar og tók hún nærri sér móðurmissinn. Það hefur eflaust verið dálítið sér- stakt að alast upp í stóru steinhúsi ÞURÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR þar sem bjuggu fjórar fjölskyldur og hafa ömmu og afa inni á heimilinu. Til þeirra gátu börnin leitað ef eitthvað bjátaði á. Það var líka mikið um gestakomur í Reykja- hlíð á æskuárum Þuru þótt ekki væru komnir vegir eða bílar í sveitir landsins. Bærinn var í þjóðleið sem kallað er og hvíldi sú kvöð á bændunum að taka á móti öllum ferða- mönnum og veita þeim mat og húsaskjól og einnig að fylgja þeim austur að Jökulsá ef með þurfti. Gestamóttökuna önnuðust for- eldrar Þuru og var Jónasína, hús- móðirin sú sem stóð þá fyrir greiða- sölunni hér í Reykjahlíð – það mundi vera kallað hótel í dag. Hún réð til sín gestastúlkur og oft var það svo að þessar gestastúlkur náðu sér í eiginmenn hér í Mývatnssveit. Fyrir 1950 byggði Sigurður ásamt börnum sínum myndarlegt steinhús sem nefnt var Hótel Reykjahlíð. Þura var oft framreiðslustúlka. Man ég hana þannig í svörtum kjól með hvíta blúndulagða svuntu og blúndu- kappa í hári Í Reykjahlíð var póstafgreiðsla og símstöð og þar kom fólk af næstu bæjum þegar það þurfti að tala í símann. Það iðaði því allt af lífi og fjöri í kring um börnin í Reykjahlíð og þau tóku svo sannarlega þátt í bústörfum af lífi og sál. Þar var Þura engin undantekning og hún var með í söng og dansi unga fólksins. Túnið var stórt og slétt og góður leikvöllur. Þar fóru börnin í fótbolta, slagbolta og „yfir“ og svo var farið í Stórugjá á heitum sumardögum. Á vorin þurfti að ganga varpið í eyj- unum og „vestur á landi“ og var það mikil vinna. Ég man eftir því að ég beið með tilhlökkun eftir því að fólk- ið kæmi úr varpinu því þá fengum við börnin njóla en svo kölluðum við ætihvönnina. Blómstöngull hennar er svo ljúffengur og eftir langan vet- ur þegar lítið var um grænmeti vor- um við sólgin í njólana. Vorinu fylgdi líka sú tilhlökkun að fá heim frá Reykjavík fólkið sem sótti þangað vinnu á vetrum. Þura var ein af þeim. Þessu fólki fylgdi alltaf ein- hver ferskur andblær og kátína. Þura spilaði mikið á orgel þeirra systra og söng með, en hún hafði fal- lega sópranrödd. Einnig söng hún með í kirkjukór Reykjahlíðarsókn- ar. Kæra Þura. Nú á seinni árum hef ég kynnst þér betur sem manneskju með mikla lífsreynslu. Þú hefur frætt okkur um margt merkilegt í sambandi við starf þitt og bernsku- árin hér í Reykjahlíð. Þú hefur einn- ig ferðast víða um lönd og kynnt þér menningu annarra þjóða og þannig víkkað sjóndeildarhringinn. Samt hafa bernskuslóðirnar hér í Mý- vatnssveit verið efst í huga þínum fram á þennan dag. Þú kynntist börnum okkar og hefur fylgst með þeim í skóla og starfi og verið heim- ilisvinur í mörg ár. Alltaf hefur þú verið traustur vinur okkar hjóna og við þökkum þér margar góðar stundir sem við höfum átt saman. Þú ert enn í dag höfðingleg kona sem fylgist vel með öllu sem fram fer í þjóðlífinu. Ég veit að þú varst vinsæll kennari við Melaskólann og samviskusöm í starfi. Margir muna þig sem góðan kennara sem gafst þeim það veganesti út í lífið sem hef- ur reynst þeim vel. Megi komandi ár verða þér góð og gleðirík. Sólveig Illugadóttir. AFMÆLI Jólamót BR og SPRON Minningarmót Harðar Þórðarson- ar verður spilað í húsnæði Bridssam- bands Íslands laugardaginn 27. des- ember og hefst kl. 13. Keppnisgjald er 5.000 kr. á par. Verðlaun: 1. sæti 100.000 kr. 2. sæti 50.000 kr. 3. sæti 30.000 kr. Auk þess verða veitt ýmiss konar aukaverðlaun í formi flugelda. Spilaður verður monrad-barómet- er 4 spil á milli para, 11 umferðir. Áætluð mótslok eru um kl. 19. Skráning verður stöðvuð í 48 pörum. Tekið er við skráningu á keppnis- stjori@bridgefelag.is og hjá Björg- vini Má Sigurðssyni í síma 661 3249. Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði Glæsibæ mánud. 8. des. Spilað var á 9 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Björn E. Pétursson – Gísli Hafliðason 253 Olíver Kristóf. – Sæmundur Björnss. 232 Geir Guðmundss. – Ægir Ferdinandss. 232 Árangur A-V: Alda Hansen – Jón Lárusson 280 Ingibjörg Stefánsdóttir – Halla Ólafsd. 242 Elín Jónsdóttir – Ólafur Ingvarsson 236 Tvímenningskeppni spiluð 11. des. Spilað var á 10 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Magnús Oddsson – Magnús Halldórss. 249 Örn Sigfússon – Hannes Ingibergsson 229 Jóhann M. Guðm. – Hjálmar Gíslas. 228 Árangur A-V: Jón Karlsson – Haukur Guðmundsson 262 Björn E. Péturss. – Friðrik Hermannss. 262 Viggó Nordquist – Þórólfur Meyvantss. 242 Bridsfélag SÁÁ Síðasta spilakvöld ársins hjá Bridsfélagi SÁÁ var fimmtudags- kvöldið 11. desember og var spilaður Howell-tvímenningur, 7 umferðir, 4 spil á milli para. Þessi pör urðu hlut- skörpust (meðalskor 84): Lokastaðan 11. desember 2003: Anna G. Nielsen – Guðlaugur Nielsen 101 Gróa Guðnadóttir – Unnar Atli Guðm. 88 Viðar Jónsson – Sveinbjörn Guðmundss. 87 Páll Þór Bergsson – Guðlaugur Sveinss. 86 Unnar Atli Guðmundsson varð haustmeistari félagsins með miklum yfirburðum, fékk 103 stig, brons- stigastaðan eftir haustið 2003: Unnar Atli Guðmundsson 103 Örlygur Örlygsson 53 Guðmundur Gunnþórsson 49 Þóroddur Ragnarsson 49 Ingólfur Hlynsson 40 Snorri Sturluson 40 Þorleifur Þórarinsson 38 Jón Jóhannsson 33 Nú verður tekið jólafrí fram á næsta ár. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson 2 4 6 57 R Æ S IR Við erum hér BORGART ÚN S K Ú LA T Ú N SKÚLAGATA Húsgögn Listmunir Antiksalan Skúlatúni 6 • Sími 553 0755 • www.antiksalan.is Antikhúsgögn og gjafavörur Glæsilegt úrval af antikhúsgögnum, borðlömpum, kertastjökum, borðdúkum, fágætum kertum og jólaskrauti. Lítið inn - sjón er sögu ríkari. Opið frá kl. 10–22. Opnunartími: Mánudaga-föstudaga frá kl. 8:30-18:00 – Laugard. frá kl. 10:00-18:00 – Sunnud. frá kl. 12:00-18:00 Pilgrims kalkúnabringur á 2.299 kr/kgSkútuvogi 4 - www.gg.is Celebration á góðu verðiEkki má vanta Emmessís fyrir jólin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.