Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 63
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 63 440kr. Eitt verð fyrir alla jólapakka! Hámarksþyngd 20 kg, hámarksstærð 0,06 m3 (t.d. 30x40x50 sm) 03 -5 11                                                                                                                   Jólaþjónusta starfsfólks Jól í görðunum Á jólum kemur fjöldi fólks í Fossvogskirkjugarð, Gufuneskirkjugarð og Hólavallagarð við Suðurgötu til þess að huga að leiðum ástvina sinna. Við munum leitast við að leiðbeina ykkur eftir bestu getu. Hægt er að nálgast upplýsingar um staðsetningu leiða á vefnum gardur.is Þjónustusímar 585 2700 og 585 2770 Aðalskrifstofan í Fossvogi, sími 585 2700 og skrifstofan í Gufunesi, sími 585 2770, eru opnar alla virka daga frá kl. 8.30 til 16.00. Skrifstofurnar eru opnar á Þorláksmessu og aðfangadag frá kl. 9.00 til 15.00. Þar veitum við upplýsingar, gefum leiðbeiningar um aðhlynningu leiða og afhendum ratkort ef þörf krefur. Þjónusta á Þorláksmessu og aðfangadag Á Þorláksmessu og aðfangadag, milli kl. 10:00 og 15:00, verða Fossvogskirkja og þjónustuhús í Gufuneskirkjugarði opin fyrir þá sem vilja staldra við í dagsins önn. Á aðfangadag munu prestar verða til staðar í Fossvogskirkju. Starfsmenn Kirkjugarðanna verða á vettvangi í görðunum báða þessa daga og taka á móti ykkur og leiðbeina frá kl. 9:00 til 15:00. Tilkynning frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma Gleðilega jólahátíð Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma www.kirkjugardar.is                    NÚ er sá árstími sem allir hafa hlakkað til, jólin í nánd og búið að tendra þrjú af fjórum aðventu- ljósum. Gleði og tilhlökkun ríkir í hverju barnshjarta og eftirvæntingin leynir sér ekki í aug- um barnanna. Jóla- ilmur frá greni og kertaljósi og bakstri á gómsætum kökum fyllir húsin og laufa- brauðsskurður er hjá mörgum. Við sem erum full- orðin verðum að hafa velferð barna okkar að leiðarljósi. Við skulum líka vera þess minnug að flest höf- um við okkar hefðir sem við óskum að börn okkar haldi í þegar þau stofna eig- ið heimili. Líf barna okkar er ómetanlegt og við viljum öll sem for- eldrar að börnunum okkar eigi eftir að farnast vel í lífinu. Mikilvægt er að skapa fallegar minningar frá jólahaldinu sem fjölskyldan svo geymir í hjarta sér um ókomin ár. Þess vegna skulum við vera minnug þess sem segir í orðtakinu: „Börn læra það sem fyrir þeim er haft.“ Börnin okkar eru einstaklingar sem eru alltaf að læra nýja hluti og þroskast. Þess vegna er mikilvægt að við höfum það í huga núna er nálgast hátíð ljóss og friðar. Sýnum börnunum að við breytum rétt og að við get- um átt fallegar og dýrmætar sam- verustundir þegar við setjumst niður með þeim við undirbúning jólanna. Undirbúningur jólanna á að vera okkur öllum til gleði og ánægju og nú er tíminn til að rækta fjölskylduböndin og eiga saman með allri fjölskyldunni gleðileg jól og áramót. Ef við verj- um tíma með börnunum okkar og sýnum þeim hlýju, ást og umhyggju, fáum við það margfalt til baka. Það þarf ekki skipulagða dagskrá eða tilkostnað til að stuðla að góðum og sterkum tengslum for- eldra og barna, hvers- dagslegir hlutir hafa sannað gildi sitt. Mestu máli skiptir að vera til staðar. Um áramót er gott að minnast þess að alltaf eru einhverjir að slasast við meðferð flugelda. Þeir eru ekki barnaleikföng og börnin þurfa að hafa náð ákveðnum aldri til að mega vera með flugelda. Munum að fylgjast vel með því að börn séu ekki að fíkta við heimatilbúna flug- elda eða sprengjur. Um áramótin eigum við að vera með börnunum okkar og fylgjast með því hvað þau eru að gera. Við eigum ekki að samþykkja neina áfengisneyslu barnanna og alls ekki að útvega þeim áfengi. Munum eftir og minnum börnin okkar á það að fara eftir regl- unum um útivistartímann. Höfum velferð barna okkar að leiðarljósi og verum saman um há- tíðarnar. Gleðileg jól! Hvað gera for- eldrar fyrir börn- in um hátíðarnar? Eiríkur Pétursson skrifar um velferð barna Eiríkur Pétursson ’Börnin okkareru einstakling- ar sem eru alltaf að læra nýja hluti og þroskast.‘ Höfundur er faðir og rannsókna- lögreglumaður í forvarnadeild lög- reglunnar í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.