Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 76
ÍÞRÓTTIR 76 FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLNIR, eina liðið utan úrvalsdeildar í átta liða úrslitum bikarkeppni KKÍ og Lýsingar, lendir á móti efsta liði úrvals- deildar og liðinu sem hefur ekki tapað leik í vetur, Grindavík. Dregið var í gær og fara leikirnir fram fimmtudaginn 8. janúar en konurnar leika daginn áður. Bikarmeistarar Keflavíkur drógust á móti Haukum úr Hafnarfirði og mætast liðin að Ásvöllum. Njarðvíkingar fá Hamar í heimsókn og Snæfell sækir Tindastól heim. Hjá konunum er aðeins einn leikur milli liða í efstu deild, en það verður við- ureign KR og Grindavíkur. Grindavík vann Ármann/Þrótt, 81:26, í gærkvöld. Aðrir leikir eru Breiðablik eða Þór á móti Keflavík, Haukar fá Njarðvík í heimsókn og Stúdínur taka á móti Tinda- stóli. Fjölnir fær taplausa liðið FALUR Harðarson, leikmaður og þjálf- ari körfuknattleiksliðs Keflavíkur, er meiddur á hné og útlit fyrir að liðið verði án hans næstu vikur. Falur gat ekki leik- ið með Keflavík á Madeira í gærkvöld en hann hefur verið slæmur í hnénu frá því eftir leikinn gegn Grindavík í úrvals- deildinni sem fram fór þann 1. desember. „Hnéð bólgnaði upp eftir þann leik og ég hef ekkert gert síðan nema spila Evr- ópuleikina tvo. Eftir leikinn við Ovar- ense á þriðjudagskvöld var ég mjög slæmur og það þýddi ekkert að reyna að spila í kvöld. Ég get ekki sagt til um ennþá hvað þetta þýðir, ég er ekki læknismenntaður, en mér þykir ansi lík- legt að ég þurfi að fara í speglun og verði frá æfingum og keppni í einhvern tíma,“ sagði Falur við Morgunblaðið í gær. Falur Harðarson frá vegna meiðsla í hné Morgunblaðið/Kristinn Falur Harðarson KÖRFUKNATTLEIKUR Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar, 16 liða úr- slit kvenna: Smárinn: Breiðablik – Þór A. ...............19.15 Í KVÖLD Fyrst Keflvíkingar töpuðu, fórToulon uppfyrir þá og í annað sætið. Það þýðir að Keflavík mætir Dijon frá Frakklandi í 8-liða úrslit- unum og eiga Frakkarnir heima- leikjarétt í oddaleik ef til hans kemur. „Þetta eru hræðilegar fréttir því ef Ovarense hefði unnið, hefðum við fengið Vichy frá Frakklandi, sem er veikara lið, og heimaleikjaréttinn að auki. En nú verðum við að spýta í lóf- ana og standa okkur gegn Dijon,“ sagði Falur Harðarson, annar þjálf- ara Keflavíkur, við Morgunblaðið, þegar fréttirnar bárust af úrslitunum í leiknum í Ovar, hálftíma eftir að leiknum á Madeira lauk. Falur var líka afar ósáttur við atvik á lokasekúndunni á Madeira en þá geigaði skot frá Derrick Allen. „Það var augljóslega brotið á honum, leik- maður Madeira hreinlega fór undir hann í skotinu og í níu skiptum af tíu hefði verið dæmt. En einmitt þarna ákvað dómarinn að ráða úrslitum leiksins sjálfur, í stað þess að láta Derrick gera það með vítaskotum sem hann átti með réttu að fá.“ Madeira var yfir allan fyrri hálf- leikinn, 24:17 eftir fyrsta leikhluta og 58:46 í hálfleik, og hafði þá rétt áður náð fimmtán stiga forystu. Keflvík- ingar sneru leiknum sér í hag í þriðja leikhluta og voru yfir að honum lokn- um, 78:77. Sá síðasti var í járnum, Keflavík komst sex stigum yfir þegar skammt var eftir og síðan 107:106 þegar hálf mínúta var eftir. „Við gerðum alltof mörg mistök í fyrri hálfleik en fórum vel yfir stöð- una í hléi. Eftir það spiluðum við stíf- ari vörn og héldum boltanum betur. Það er mjög svekkjandi að hafa ekki náð að innbyrða sigurinn, eins og leik- urinn þróaðist,“ sagði Falur Harðar- son. Keflavík hársbreidd frá efsta sæti KEFLVÍKINGAR misstu naumlega af sigri í B-riðli Vesturdeildar Evr- ópubikarsins í körfuknattleik í gærkvöld. Þeir töpuðu, 108:107, fyr- ir CAB Madeira á portúgölsku eynni Madeira og enduðu í þriðja sæti. Ef þeir hefðu unnið leikinn, hefði efsta sætið verið þeirra því toppliðið, Ovarense, tapaði 77:80 fyrir Toulon frá Frakklandi. KÖRFUKNATTLEIKUR Evrópubikarinn, Vesturdeild Madeira – Keflavík ............................ 108:107 Stig Keflavíkur: Nick Bradford 38, Derrick Allen 28, Jón N. Hafsteinsson 17, Gunnar Einarsson 11, Arnar Freyr Jónsson 8, Magnús Gunnarsson 5. Ovarense – Toulon................................. 77:80 Lokastaðan: Ovarense 6 4 2 518:507 10 Toulon 6 3 3 504:501 9 Keflavík 6 3 3 585:579 9 Madeira 6 2 4 514:534 8 ÍR – KR 73:75 Seljaskóli, úrvalsdeild karla, Intersport- deildin, fimmtudagur 18. desember 2003. Gangur leiksins: 4:0, 8:1, 10:7, 17:11, 19:16: 21:23, 22:23, 22:27, 23:35, 33:39, 48:56, 52:64, 54:70, 65:73, 65:75, 73:75. Stig ÍR: Eugene Christopher 18, Eiríkur Önundarson 17, Kevin Grandberg 12, Fann- ar F. Helgason 10, Ómar Ö. Sævarsson 8, Ólafur J. Sigurðsson 6, Ryan Leier 2. Fráköst: 18 í vörn, 12 í sókn. Stig KR: Chris Woods 30, Magni Hafsteinss. 18, Steinar Kaldal 14, Skarphéðinn Ingason 7, Jesper Sörensen 4, Hjalti Kristinsson 2. Fráköst: 22 í vörn, 10 í sókn. Dómarar: Guðmundur Stefán Maríasson og Helgi Bragason. Áhorfendur: Um 105. Snæfell – KFÍ 109:97 Gangur leiksins: 6:3, 11:6, 23:20, 30:24, 41:30, 41:39, 47:41, 50:50, 59:59, 68:64, 75:69, 79:74, 87:79, 99:85, 102:87, 109:97 . Stig Snæfells: Corey Dickerson 27, Hlynur Bæringss. 27, Dondrell Whitmore 19, Sig- urður Þorvaldss. 19, Lýður Vigniss. 11, Haf- þór Gunnarss. 5, Andrés Heiðarss. 1. Fráköst: 27 í vörn – 13 í sókn. Stig KFÍ: Jeb Ivey 27, Baldur I. Jónasson 19, Pétur M. Sigurðsson 19, Darko Ristic 16, Sigurbjörn Jónasson 6, Harladur Jóhannes- son 6, Lúðvík Bjarnason 4. Fráköst: 21 í vörn – 7 í sókn. Villur: Snæfell 17 – KFÍ 23. Dómarar: Sigmundur Herbertsson og Karl Friðriksson, geta gert betur. Áhorfendur: 235. Hamar – Þór Þ. 102:71 Gangur leiksins: 0:4, 9:6, 19:11, 24:17, 26:23, 37:27, 44:29, 50:38, 60:41, 62:48, 73:51, 74:55, 83:57, 89:63, 96:68, 102:71. Stig Hamars: Chris Dade 29, Marvin Valdi- marsson 26, Faheem Nelson 16, Lárus Jóns- son 12, Hallgrímur Brynjólfsson 9, Svavar Pálsson 3, Bragi Bjarnason 3, Óskar Freyr Pétursson 2, Atli Gunnarsson 2. Fráköst: 26 vörn - 13 sókn. Stig Þórs: Leon Brisport 40, Grétar Er- lendsson 8, Sigurbjörn Þórðarson 7, Magnús Guðmundsson 5, Magnús Sigurðsson 4, Ágúst Grétarsson 2, Finnur Andrésson 2, Guðni Ingason 2, Rúnar Pálmarsson 1. Fráköst: 24 vörn - 12 sókn. Dómarar: Leifur Garðarsson og Björgvin Rúnarsson. Áhorfendur: Um 50. Njarðvík – Tindastóll 87:91 Gangur leiksins. 7:2, 20:10, 26:16, 34:27, 38:36, 48:44, 53:52, 59:62, 67:68, 75:76, 82:84, 86:90, 87:91. Stig Njarðvíkur: Brandon Woudstra 28, Brenton Birmingham 17, Páll Kristinsson 13, Friðrik Stefánsson 12, Guðmundur Jóns- son 9, Egill Jónasson 5. Fráköst : Sókn 14 - vörn 28. Stig Tindastóls: Clifton Cook 28, Nick Boyd 20, Adrian Parks 9, Axel Kárason 9, Helgi Viggósson 9, Óli Barðdal Reynisson 8, Frið- rik Hreinsson 6. Fráköst : Sókn 16 - vörn 24. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Einar Skarphéðinsson. Áhorfendur: Um 70. Staðan: Grindavík 10 10 0 897:827 20 Njarðvík 11 8 3 1031:932 16 Snæfell 11 8 3 922:880 16 Keflavík 10 7 3 986:849 14 KR 11 7 4 1010:964 14 Hamar 11 6 5 923:926 12 Tindastóll 11 6 5 1048:995 12 Haukar 10 5 5 781:799 10 KFÍ 11 2 9 1026:1117 4 Breiðablik 10 2 8 830:904 4 Þór Þorl. 11 2 9 920:1074 4 ÍR 11 1 10 922:1029 2 Bikarkeppni KKÍ Lýsingarbikar, 16-liða úrslit kvenna: Ármann/Þróttur – Grindavík ................ 26:81 NBA-deildin Orlando – Indiana ....................................94:90 Philadelphia – Miami...............................87:76 Houston – Cleveland ...............................89:85 Golden State – Atlanta ............................98:85 New Jersey – Utah ..................................87:74 Detroit – Chicago .....................................77:73 Boston – Dallas.....................................105:103 San Antonio – Toronto ............................73:70 Denver – Seattle.......................................99:98 LA Clippers – Milwaukee .......................93:83 KNATTSPYRNA Ítalía Bikarkeppnin, 16-liða úrslit, seinni leikir: Juventus – Siena................................. 2:1 (4:2) Udinese – Bologna.............................. 3:0 (4:0) AC Milan – Sampdoria ...................... 1:0 (2:0)  Samanlögð úrslit í svigum. Skotland Deildabikarinn, 8-liða úrslit: Hibernian – Celtic ....................................... 2:1 Spánn Bikarkeppnin, 32-liða úrslit: Leganes – Real Madrid.............................. 3:4  Eftir framlengingu.  SNORRI Steinn Guðjónsson skor- aði tvö mörk, þar af annað úr víta- kasti, þegar lið hans, Grosswall- stadt, vann Essen, 26:22, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í fyrra- kvöld. Guðjón Valur Sigurðsson komst ekki á blað fyrir Essen í leikn- um.  NIKOLAJ Jacobsen, einn þekkt- asti handknattleiksmaður Dana og hornamaður hjá Kiel í Þýskalandi, verður ekki með danska landsliðinu á EM sem hefst í Slóveníu eftir einn mánuð. Jacobsen glímir við þrálát meiðsli og í fyrradag ákvað hann að gefa ekki kost á sér í landsliðið. Fer- ill Jacobsens síðustu ár hefur verið þyrnum stráður og m.a. var hann ekki með danska landsliðinu á EM fyrir tveimur árum og á HM í byrjun þessa árs vegna meiðsla.  DAVID O’Leary, knattspyrnu- stjóri Aston Villa og fyrrverandi fyr- irliði Arsenal – lék með liðinu í 18 ár – og sá leikmaður sem hefur leikið flesta leiki fyrir Lundúnarliðið, von- ast eftir því að mæta Arsenal í úr- slitaleik deildabikarkeppninnar á Millennium-vellinum í Cardiff 29. febrúar. „Leikirnir í undanúrslitum gegn Bolton verða erfiðir, en það yrði frábært ef við kæmumst í úrslit á hinn glæsilega völl í Cardiff, sem ég hef aldrei komið á – og lékjum gegn liði sem hefur gert svo mikið fyrir mig,“ sagði O’Leary.  ARSENAL mætir Middlesbrough í hinum undanúrslitaleiknum og fer fyrri leikurinn fram á Highbury en sá síðari á Riverside, heimavelli Middlesbrough.  DAVID Trezeguet, framherji Juv- entus, er nýjasti leikmaðurinn sem sagður er vera undir smásjánni hjá Roman Abramovítsj eiganda Chelsea eftir því sem greint er frá í Evening Standard. Talið er að vilji Juventus á annað borð selja Frakk- ann muni hann kosta a.m.k. jafnvirði þriggja milljarða króna. Hermt er að Abramovítsj hafi rætt um kaup á Trezeguet við stjórnarmenn Juvent- us. Trezeguet hefur ekki viljað framlengja samning sinn við Juvent- us.  ENN lengist listinn með nöfnum þeirra leikmanna Liverpool sem eru meiddir. Í gær bættist Salif Diao á listann en hann er meiddur á ökkla og verður sennilega frá keppni í þrjár vikur. Fyrir á listanum eru Michael Owen, Stephane Henchoz, Steve Finnan, Jamie Carragher og Milan Baros.  ÞÝSKA liðið Werder Bremen krækti sér í finnska miðvallarleik- manninn Pekka Lagerblom, 23 ára, frá finnska liðinu Lahti í gær – án þess að borga fyrir. Lagerblom, sem hefur leikið tvo landsleiki fyrir Finn- land, skrifaði undir þriggja ára samning við Bremen. FÓLK Njarðvíkingar byrjuðu leikinn bet-ur og komust í 7:2. Páll Krist- insson byrjaði vel og skoraði níu stig í fyrsta leikhluta. Njarðvíkingar hófu leikinn með pressu- vörn og voru fljótt komnir með þægi- lega forystu. Í öðrum leikhluta skiptu Tindastólsmenn í 3:2 svæðisvörn og náðu góðum kafla og skoruðu sjö stig í röð. Staðan í hálfleik var 48:44. Tindastólsmenn mættu ferskir í seinni hálfleik en Njarðvíkingar frek- ar kærulausir og áhugalausir. Gest- irnir léku til skiptis maður á mann og svæðisvörn jafnframt því að vera öruggir með sig í sókninni. Njarðvík- ingar voru hinsvegar allan þriðja leik- hluta á hælunum og virtust vera komnir í jólafrí. Staðan eftir þriðja leikhluta var 67:68. Í fjórða leikhluta spilaði Tindastóll hraðan og skemmtilegan körfubolta þar sem Clifton Cook og Nick Boyd voru í sérflokki inná vellinum og áttu Njarðvíkingar í miklum erfiðleikum með að stöðva þá. Undir lokin virtist Njarðvík vera að taka við sér en norð- anmenn spiluðu skynsamlega og fóru með sigur af hólmi. „Við mættum átta í þennan leik og lékum okkar besta leik í vetur. Við vorum skynsamir allan leikinn og jafnframt þolinmóðir. Við mættum hingað og sýndum Njarðvík enga virðingu og náðum að spila vel leikinn á enda en það hefur gengið illa í vetur. En við klikkuðum á tíu sniðskotum í leiknum, ef þau hefðu ratað rétta leið þá hefðum við unnið stærri sigur hér í kvöld. En í heildina litið er ég mjög sáttur,“ sagði Kristinn Friðriksson, þjálfari Tindastóls. „Þetta var hreint út sagt ömurleg frammistaða hjá okk- ur í kvöld. Við byrjuðum ágætlega en þeir fengu alltof oft tvö skot út úr sömu sókninni þar sem við stigum þá ekki nógu vel út og það á ekki að ger- ast hjá hávaxnasta liði deildarinnar. Það vantaði allan liðsanda hér í kvöld og þegar hann er ekki til staðar eigum við ekki von á góðu,“ sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvíkur. KFÍ stóð í Snæfelli Snæfell sigraði KFÍ með 109 stig-um gegn 97 í Stykkishólmi. Eftir langan og strangan akstur frá Ísafirði mátti búast við gestunum þreyttum, en annað kom á dag- inn. Þeir börðust af miklum krafti eða allt þar til þrekið þraut í lokafjórðungi. Það var ekki rismikill körfubolti á köflum sem liðin sýndu, sérstaklega vantaði á varnarleikinn, sem gerði það að verk- um að leikmenn fengu góð færi á að skjóta. Skorið sýnir líka að leikmenn notuðu tækifæri sín vel. Þrátt fyrir köflóttan körfubolta sýndu leikmenn oft á tíðum skemmtileg tilþrif, t.d. mörg góð þriggja stiga skot og svo kom Dondrell Whitmore með svaka- lega troðslu í fyrri hálfleik. Heima- menn virtust ekki mæta einbeittir til leiks, gerðu tölvert af mistökum en það bjargaði þeim hvað hittnin var góð. Snæfell náði yfirhöndinni strax í leiknum og hafði þetta þriggja til ell- efu stiga forskot allt fram í lok fyrri hálfleiks, að KFÍ tókst að jafna, 50:50, en þannig var staðan í hálfleik. Þrátt fyrir mikla baráttu gestanna og frá- bæra hittni, virtist það alltaf vera tímaspursmál hvenær heimamönnum tækist að hrista þá af sér. Það tókst Snæfelli ekki fyrr en kom fram yfir miðjan fjórða fjórðung.. Í liði Snæfells var maður leiksins, Hlynur Bæringsson, hvílíkur dugnað- ur, lék vel í vörninni, tók 25 fráköst í leiknum og þar af 11 í sókn, stal bolt- um og skoraði 27 stig, hver biður um meira? Sigurður Á. Þorvaldsson lék einnig prýðilega bæði í vörn og sókn. Dondrell Whitmore átti ágætan dag, sérstaklega í sókninni en getur gert betur í vörninni. Corey Dickerson hefur oft gert betur þrátt fyrir 27 stig skoruð, gerði allmörg mistök í leikn- um. Lýður Vignisson lék í stöðu leik- stjórnanda stóran hluta af leiknum og skilaði því hlutverki vel, auk þess að ógna með þriggja stiga skotum. Hjá Ísfirðingum lék Jeb Ivey mjög vel og var skotnýting hans mjög góð í leiknum. Einnig átti Baldur I. Jón- asson fínan leik, yfirvegaður leikmað- ur sem ógnar mikið fyrir utan, en hann gerði sex þriggja stiga körfur. Pétur M. Sigurðsson kom með fínar rispur og ógnaði með hraða sínum. Darko Ristic og Lúðvík Bjarnason voru duglegir í vörninni og harðastir í fráköstunum, auk þess sem Darko er lunkinn sóknarleikmaður. Átta Sauðkrækingar gerðu góða ferð til Njarðvíkur ÁTTA leikmenn Tindastóls og einn þeirra, Kári Marísson, á sextugs- aldri gerðu sér lítið fyrir og lögðu Njarðvíkinga að velli í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik í gærkvöld þegar liðin áttust við í Njarðvík. Heimamenn voru yfir í hálfleik, 48:44, en Sauðkrækingar sigruðu að lokum, 91:87. Njarðvíkingar náðu því ekki að saxa á forskot Grindvíkinga á toppi deildarinnar. Davíð Páll Viðarsson skrifar Ríkharður Hrafnkelsson skrifar ÚRSLIT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.