Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 58
UMRÆÐAN 58 FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á SÍÐARI árum hefur víða um land orðið vakning í þá átt að rannsaka á verðugan hátt, og eftir atvikum endurbæta, margvíslegar menningarminjar, sem tengjast með ein- um eða öðrum hætti sögu þjóðarinnar og þjóðlífi okkar, allt frá því að byggð hófst í landinu og fram til síðari tíma. Er þetta kunnara en svo að orðlengja þurfi um og verkin tala í mörgum byggðum landsins. Metnaður forsvars- manna ýmissa sveitar- félaga, menningar- samtaka og stofnana, varðandi frumkvæði að og fjárveitingar til varðveislu og við- reisnar menningar- minja birtist víða eins og hver og einn getur sannreynt, er fer um landið í því augnamiði að njóta þess, sem fyrir augu og eyru ber, sögustaða og menningarminja jafnt sem sjálfrar náttúr- unnar. Menning- artengd ferða- mennska, sem tengist með beinum hætti þessum minjum, ber með sér vaxtarbrodd í atvinnulífi þjóðarinnar og býður uppá margvíslega kosti fyrir fram- takssama menn, sem kunna að beita hugviti sínu og hæfileikum. Það, sem minjunum er gert til góða, með fornleifarannsóknum, uppbyggingu minjasafna og hvers kyns söfnun og varðveislu þjóð- legra verðmæta ásamt skilvirkri fræðslu til almennings, með nýj- ustu tækni, skilar sér með ríkuleg- um hætti til allrar þjóðarinnar, ekki síst til hinna yngri, sem býðst með þessum hætti frábær fræðsla um margt það, sem réttlætir til- veru okkar sem sjálfstæðrar þjóð- ar. Ekki þarf heldur að orðlengja um það aðdráttarafl og gildi sem góð kynning menningarminja og íslenskrar menningararfleifðar hef- ur fyrir erlenda ferðamenn, er sækja land okkar heim. Í Skagafirði er sannarlega margt um skoðunarverða staði, fornfræga sögustaði jafnt sem aðra. Þar hefur verið unnið stór- merkt starf – og jafnvel þrekvirki – í þágu þess góða málefnis, sem fyrr var lýst, og á síðustu árum með þeim hætti að sérstaka þjóð- arathygli hefur vakið, einkum við uppbyggingu Vesturfarasetursins á Hofsósi, en einnig á öðrum svið- um. Þar hafa fagmennska og hug- sjónir farið saman með einstæðum og farsælum hætti, sem jafnframt vísar veg til framtíðar. Fornleifa- rannsóknir eru nú hafnar á Hólum í Hjaltadal, hinu fornfræga bisk- ups- og skólasetri, einum merkasta sögustað landsins, og mun afrakst- ur þeirra enn auka veg og vægi þess staðar, sem þó hafði ærið menningar- og skoðunargildi fyrir. Byggðasafnið í Glaumbæ á Lang- holti er í fremstu röð sambæri- legra safna og héraðinu til verðugs sóma. Svo mætti lengur telja, en einn er þó sá staður, áður ótalinn, í héraðinu, sem býr yfir afar mik- illi og merkri sögu og verðskuldar fulla athygli og aðgerðir Skagfirð- inga (heimamanna og brottfluttra) sem og allrar þjóðarinnar: Hegra- nesþingstaður. Þingstaðurinn forni í Hegranesi hlær við sól í fögru umhverfi, minjum þrunginn, en lætur þó lítið yfir sér nú um stundir þótt ekki sé hann gleymdur. Á þjóðveldisöld var hann í röð hinna fremri þing- staða, enda var hann ekki einvörð- ungu höfuðsamkomustaður og dómþingstaður í hinu forna Hegra- nesþingi (sem seinna nefndist Skagafjarðarsýsla) heldur fóru þar um skeið, eftir því sem best verður vitað, einnig fram fjórðungsþing fyrir gjörvallan Norðlendingafjórð- ung. Þar var mörgum ráðum ráðið, undir stjórn skagfirskra goða og annarra höfð- ingja, en almenningur, sem fjölmennti á þing- staðinn ár hvert, nýtti tækifærið m.a. til við- skipta, vinakynna og stofnunar nýrra tengsla. Staðurinn hafði því um aldaskeið sérstaka þýðingu og einstakt gildi fyrir Skagfirðinga og aðra Norðlendinga, um skeið til jafns við biskupssetrið, skólann og dómkirkjuna heima á Hólum. Eru sagnir tengdar honum eins og við má búast, þótt fáar jafnist þær á við frásögnina af Gretti Ásmundarsyni, þar sem hann þreytti glímu á þingstaðnum við aðra kraftamenn með svo minn- isstæðum árangri að æ síðan hefur verið uppi, ásamt öðrum af- rekum hans, sem grópuð eru í sjálfa þjóðarsálina. Drangey á Skagafirði, þar sem þessi kunn- asti útlagi okkar dvaldi lengi, er einnig meðal merkustu og um leið skoðunarverðustu sögustaða í hér- aðinu og hefur reyndar, fyrir til- stilli sögunnar, sérstök tengsl við Hegranesþingstað. Saga Hegranesþingstaðar er þó, með vissum hætti, einkum geymd í jörðu, enn sem komið er. Þar eru mikil ummerki eftir þinghaldið forna, fjölmargar tóttir búða og annarra mannvirkja, sem nú eru huldar gróinni mold. Tími er til kominn, að þeim hjúpi verði lyft af menningarminjunum, og þær rann- sakaðar með þeirri tækni og lær- dómi og af þeirri færni, sem best verður fengin. Frumathugun forn- leifafræðinga, smá í sniðum, hefur nýlega farið fram á þessum sögu- stað en ekki er þó á vísan að róa um framhaldið, enn sem komið er. Nauðsyn ber hins vegar til þess, að allar mannaminjar á staðnum verði rannsakaðar á allra næstu árum, í beinu framhaldi af þeirri forkönnun, sem þegar er hafin, og síðan verði gengið frá þeim til varðveislu á þann hátt að allir þeir, sem staðinn sækja heim, hafi fullt gagn af. Er þá að sjálfsögðu ár- íðandi, að við staðinn verði komið fyrir ítarlegum og aðgengilegum upplýsingum um allt það, er við- kemur sögu staðarins og mann- virkjanna sjálfra á grunni al- mennrar menningar- og stjórnskipunarsögu auk héraðssög- unnar, eftir því sem frekast verður við komið, og m.a. notuð til þess nýjasta tækni, bæði myndræn og í textaformi, í samvinnu hinna bestu fagmanna, sem völ er á. Í því augnamiði þarf að reisa hentuga byggingu, upplýsingamiðstöð ferðamanna með tilheyrandi þjón- ustuaðstöðu, hið næsta þing- staðnum sjálfum, án þess þó að með því mannvirki sé neinu spillt af hinum fornu minjum. Einnig kæmi þá mjög til álita, og sýnist reyndar sjálfgefið, að endurbyggð verði, undir þaki, sýnishorn ein- hverra hinna fornu búða þing- sóknarmanna, sem tengist upplýs- ingamiðstöðinni með eðlilegum hætti, þannig að skoðandinn fái sem gleggsta mynd af því, sem helstu máli skiptir um minjafræð- ina, og fræðist sem bestu um þá Hegranesþing- staður í Skagafirði Páll Hreinsson og Páll Sigurðsson skrifa um fornleifarannsóknir Páll Sigurðsson Páll Hreinsson TALSVERT hefur verið fjallað um nýsamþykkt lög um lífeyris- réttindi alþingismanna, ráðherra, hæstaréttardómara og forseta Ís- lands. Enda þótt í lögunum sé sitthvað sem horfir til bóta hafa þau verið gagn- rýnd harðlega fyrir að búa ofangreindum hópum réttindi um- fram það sem aðrir þjóðfélagsþegnar njóta. Sérstaklega hafa menn staðnæmst við réttindi ráðherra sem nú hafa veru- legan umframrétt til að láta af störfum fyrr en gerist hjá þingmönnum al- mennt, að ekki sé minnst á það sem tíðkast hjá íslenskum lífeyr- issjóðum. Þá hefur mörgum þótt sú afstaða sem lögin hvíla á ekki vera til eftirbreytni. Þvert á móti eigi hvers kyns sérréttindahugsun að heyra fortíðinni til. Á þeirri forsendu hef ég barist gegn þess- ari lagasmíð. Enda þótt andmæli í þjóðfélag- inu hafi fyrst og fremst beinst gegn lífeyrisþætti frumvarpsins hafa margir fjölmiðlar staðnæmst við allt aðra hluti og þá sérstak- lega launakjör formanna stjórnar- andstöðuflokkanna. Nú vill svo til að mér er kunn- ugt um það frá fyrstu hendi að hér var um að ræða launahækk- anir af stærðargráðu sem formenn stjórnarand- stöðuflokkanna höfðu efasemdir um þótt þeir væru sammála helstu efnisþáttum frumvarpsins og sam- þykktu þess vegna að það yrði lagt fram til þinglegrar meðferðar. Í fjölmiðlum hefur að mínu mati verið vegið ómaklega að þessum mönnum því ekki hefur verið hirt um að skoða málið í réttu samhengi. Hvert er það samhengi? Á Alþingi fá menn greitt fast þing- fararkaup. Ofan á þetta kaup er síðan 15% álag fyrir þá sem gegna formennsku í nefndum, eru í for- sætisnefnd eða gegna stöðu þing- flokksformanna. Það á til dæmis við um undirritaðan. Þetta eru þó smámunir í samanburði við greiðslur til ráðherra sem fá 80% ofan á þingfararkaupið og eru þannig með næstum helmingi hærri laun en þingmenn almennt. Er þetta eðlileg skipan? Svar mitt er afdráttarlaust neitandi. Þingmenn sem rækja starf sitt af alúð, og það gera langflestir, fylla upp í allan þann tíma sem eðlilegt er að ætlast til af þeim og er vinnuframlag þeirra ekki minna en gerist hjá ráðherrum. Rök fyrir því að nefndarfor- menn, þingflokksformenn, hvað þá ráðherrar, séu á miklum umfram- greiðslum eru ekki sjáanleg frá mínum sjónarhóli. Þetta er hins vegar launakerfið í þinginu og í því samhengi ber að skoða hugmyndirnar um greiðslur til flokksformanna stjórnarand- stöðunnar. Með öðrum orðum, að þeir fái eitthvert hlutfall af þeim greiðslum sem ráðherrar fá. Ef við lítum á málið frá þessu sjón- arhorni þá eru óneitanlega fyrir því ákveðin rök að þeir sem eru í forsvari fyrir flokkana í stjórnar- andstöðu og axla ýmsar skyldur sem því tengjast, gangi inn í launakerfið á jafnréttisgrunni á við stjórnarliða sem raða sér á ráðherrabekkinn. Það er athyglisvert að í þeirri umræðu sem stofnað var til í fjöl- miðlum, skyldi ekki beint kast- ljósum að 80% kaupálagi sem ráð- herrar fá. Hins vegar voru formenn stjórnarandstöðuflokk- anna dregnir upp á forsíður blaða og á sjónvarpsskjái vegna þess að þeim var ætlað 50% álag. Fyrir vikið urðu þeir að blóraböggli í þessu vandræðamáli. Ekki er ég viss um að öllum hafi þótt það með öllu illt. Ef menn telja að allir þingmenn eigi að vera á sama kaupi, óháð því hvort þeir sitja á ráðherrastól eða eru formenn í nefnd eða þing- flokki, þá tek ég ofan fyrir því sjónarmiði. Ef menn hins vegar telja að ráðherrar eigi að vera á umfram- kaupi þá verða menn að svara því heiðarlega hvort það stríði gegn réttlætiskennd þeirra að formenn stjórnarandstöðuflokka fái eitt- hvert hlutfall af því sem fellur til ráðherra. Fyrir mitt leyti segi ég, að fallist menn á annað borð á þennan launastrúktur, þá hljóta menn að viðurkenna að fyrir því séu rök að hafa þennan hátt á. Sitt sýnist hverjum í þessu efni og hafa komið fram ýmsar ábend- ingar í umræðu síðustu daga um þetta mál sem eru íhugunarverð- ar. Þannig hefur verið bent á að æskilegra væri að þessar greiðslur kæmu í gegnum framlög til flokk- anna. Þá hefur verið minnt á að ekki sé það einhlítt að stjórnmálaflokk- ar kjósi formenn og hefur í því sambandi verið vísað til Kvenna- listans. Allt þetta sýnir hins vegar svart á hvítu að í þessu efni sem öðrum hefði þurft að ræða málin betur. Það lagði þingflokkur Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs til að yrði gert með formlegri til- lögu. Hún var felld. Það á einnig við um tillögu þess efnis að fallið yrði frá álagsgreiðslum til formanna stjórnarandstöðuflokkanna og ákvörðun þar að lútandi vísað til Kjaradóms. Einnig þeirri tillögu var hafnað. Um greiðslur til formanna stjórnarandstöðuflokkanna Ögmundur Jónasson skrifar um nýsamþykkt lög um lífeyrisréttindi ’Rök fyrir því aðnefndarformenn, þing- flokksformenn, hvað þá ráðherrar, séu á miklum umframgreiðslum eru ekki sjáanleg frá mínum sjónarhóli. ‘ Ögmundur Jónasson Höfundur er formaður þingflokks VG. VÍSUKORNIN tvö um jóla- sveina, sem ganga um gólf, virð- ast ætla að bjóða sig fram til léttra orðaskipta enn sem fyrr. Rithöfundurinn góði, Guðmundur Andri Thorsson, orðar mig við ósætti innan klerkastéttar út af þessu elskulega söngljóði (Frbl. 8.12.) og Gísli Sigurðsson, vís- indamaður á Árnastofnun, sker upp herör út um gervallt þjóðfé- lagið (Frbl. 13.12.) til varnar því, að jólasveinar fái að ganga um gólf óáreittir af öðrum en Grýlu móður sinni, sem sjálf fái vottfest leyfi til að rassskella þá, þegar hún lýkur við að pússa hjá sér parketið. Og Gísla verður vel ágengt í vitnaleiðslunni, sem sýnir það sem vænta mátti, að „gólf“-gerð fyrri vísunnar má heita nær ein- ráð á 20. öld þótt ekki sé hún al- staðar höfð á sama veg um mik- ilvæg atriði, og eins þótt dæmi um „gáttar“-gerðina skjóti upp kollinum. Upptalningin sýnir það helzt, að kveðskapur af þessu tagi er sífellt að breytast, og enginn veit hvernig vísan sú arna hafði afbakazt þegar Ólafur Davíðsson prentaði hana fyrst um aldamótin 1900. Sjálfur þekkti Ólafur fleiri afbrigði en eitt. Í fræðunum er það sjónarmið í tízku um þessar mundir, að texti, sem birzt hefur, skuli ekki leið- réttur þótt greinilega sé hann af- bakaður og réttmæt leiðrétting virðist blasa við. Textinn skal tal- inn réttur á sínum birtingartíma. Þessi stefna virðist eiga að dylja uppgjöf fræðanna við að skýra á boðlegan hátt ýmsan fornan kveðskap, sem ýmist er óskýr- anlegur eða kynslóðir fræði- manna hafa dúðað hann í ábúð- armiklar spjarir, sem sárt væri að varpa á glæ. Nýlega gerði Gísli Sigurðsson grein fyrir þessum viðhorfum í útvarpsviðtali um Völuspá. Út- varpsmaður færði í tal við hann bækling minn, Maddömuna með kýrhausinn, sem fjallar um Völu- spá, en ekki batt Gísli þann pésa við mál sitt í það sinn, þó að þar kalli ég að leiðrétting á aðalatrið- um blasi við. Allir virðast á einu máli um það, að gáttar-vísan sé sennilegri íslenzkur kveðskapur en gólf-vís- an; enda er erfitt að hugsa sér að nokkrum hafi dottið í hug að yrkja, í alvöru eða gamni, annað eins bull og blessaða gólf-vísuna og auðnazt að koma þvílíkum skáldskap á hvers manns varir með fullri respekt. Vísan er kjör- ið dæmi um hrörnun lausakveð- skapar, sem á það til að týna smám saman utan af sér brag- forminu. Þar er t.d. Þyrnirósar- þulan ömurlegt vitni. Lítum á lín- una „Þá var kátt í hárri höll“, sem á örskömmum tíma hefur fest sig í gerðinni „Þá var kátt í höllinni“, þar sem ljóðstöfum er komið fyrir kattarnef með leir- burði. Svipað er að segja um fleiri línur í ljóðinu því. Og svo mun það framvegis verða sungið af óbornum kynslóðum til dýrðar leiðréttingabanninu sæla. Eldri línan, sem virðist nær uppruna ljóðsins, er fyrr en varir gleymd. Gísli Sigurðsson setur fram þá tilgátu, að gáttar-vísan muni gerð af einum manni. Hvað annað? Auðvitað er hún gerð af einum manni, eins og sérhver gerð og sérhver afbökun allra vísna, í heilu lagi eða smátt og smátt. Að lokum ítreka ég það sem ég hef áður sagt (Mbl. 9.12.), að ég fellst á það með Guðmundi Andra, að gólf-vísan hafi fyrir há- tíðleik jólahaldsins öðlazt smám saman vissan þokka, sem óþarft sé að glutra niður. En mér þykir Gísli Sigurðsson gera sig óþarf- lega myndugan, þegar hann kveður menn geta átt það við samvizku sína, hvort þeir vilji „betrumbæta“ kveðskap á borð við gólf-vísuna. Ég ætla að vona að menn þurfi ekki að standa í tvísýnu samningaþrasi við sam- vizku sína, ef þeim dettur í hug að raula hvern skollann sem þeim sýnist. Svo þakka ég Gísla fyrir ágæta grein, og áður allt hið sama Guð- mundi Andra. Helgi Hálfdanarson Gólf og gátt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.