Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 32
LISTIR 32 FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ENN einu sinni er jólasveinninn Spyrnugaur kominn til byggða og bregst ekki íslenskum knattspyrnu- börnum fremur venju. Segja má að fjölbreytninni sé ekki fyrir að fara í úttroðnum poka fjórtánda íslenska jólasveinsins frekar en fyrri daginn; nú er þar eingöngu bókin Íslensk knattspyrna 2003 – vísvitandi nota ég ekki orðið bara, það gæti misskil- ist – en þessi eina gjöf er fallega slípaður demantur sem endranær. Víðir Sigurðsson, íþróttafrétta- maður á Morgunblaðinu, fer með hlutverk Spyrnugaurs eins og hann hefur gert síðustu tvo áratugi; er höfundur umræddrar bókar og sér til þess að áhugamenn um knatt- spyrnu og allt sem henni við- kemur hérlendis þurfa ekki að fara í jólaköttinn í ár. Kann hlut- verkið orðið vel; bókin er enn ein skrautfjöðrin í hatt Víðis, sem heldur til haga öllu því sem skiptir máli varðandi þessa vinsælu íþrótt og kemur því skilmerkilega til skila. Fjölbreytnin er sem sagt mikil að því leyti; þarna eru upplýsingar um öll úrslit, hvað- an og hvernig mörkin voru gerð, hve mikið markverðirnir vörðu, hverjir meiddust, hvar og hvernig og þar fram eftir götunum. Bókin er með svipuðu sniði og undanfarin ár, sérstaklega er fjallað um hverja deild karla og kvenna á Íslandsmótinu, einnig um keppni yngri flokka, um bikarkeppni KSÍ, landsleiki Íslands, Evrópuleiki fé- lagsliða og Íslendinga sem leika er- lendis. Þá er að finna í bókinni úrslit í öllum leikjum í KSÍ-mótum í öllum aldursflokkum á árinu, skv. sam- starfssamningi bókaútgáfunnar Tinds og Knattspyrnusambands Ís- lands. Tindur hefur nú tekið við út- gáfu Íslenskrar knattspyrnu af Skjaldborg og ekki er annað að sjá en hið nýja útgáfufélag hyggist halda merkinu hátt á loft. Auglýsingar eru nú í fyrsta skipti í bókinni, reyndar ekki margar; bókarhöfundur segir í formála að varlega sé farið í þeim efnum svona fyrsta kastið. Ekkert er athugavert við að selja auglýsingar í svona bók að mínu mati, og þær gerðu kleift, að sögn höfundar, að láta prenta bókina hérlendis að þessu sinni, í fyrsta skipti í fjögur ár, „og það leiddi af sér að unnt var að ná síð- asta stóra viðburði ársins, lands- leiknum gegn Mexíkó þann 20. nóv- ember, inn í hana. Þar með var tryggt að bókin væri tæmandi heim- ild um árið og um leið að allar upp- lýsingar um landsleikjafjölda væru réttar þegar hún kæmi út.“ Að vanda prýða bókina litmyndir af öllum meisturum ársins; lands- og bikarmeisturum allra flokka auk A-landsliðanna. Hefðbundin viðtöl eru að þessu sinni við Kristján Finnbogason, fyrirliða Íslands- meistara KR, og Helenu Ólafsdótt- ur, landsliðsþjálfara kvenna, og ít- arleg viðtöl við þá Eyjólf Sverrisson og Guðna Bergsson, sem báðir lögðu skóna á hilluna á árinu eftir glæsilegan feril. Það eina sem undirritaður fann að bók Víðis í fyrra, var að krakkar á nokkrum myndum voru ekki nafn- greindir. Nú hefur verið úr því bætt í langflestum tilfellum og gerir góða bók enn betri. Enn kemur Spyrnugaur færandi hendi BÆKUR Íþróttir eftir Víði Sigurðsson. 208 bls. Útgefandi Tindur. ÍSLENSK KNATTSPYRNA 2003 Skapti Hallgrímsson Víðir Sigurðsson ÍTALSKI hljómsveitarstjórinn Riccardo Muti heilsar hér áheyr- endum á tónleikum í Feneyjaóper- unni á dögunum. Tónleikarnir voru liður í endurvígslu hússins sem brann nánast til grunna í janúar 1996. Sjö ár tók að endurreisa húsið sem Feneyingar hafa sterkar taugar til. Reuters Feneyjaóperan opnuð á ný NÁMSKEIÐ í spuna verður hald- ið í Þjóðleikhúsinu helgina 3. og 4. janúar og miðvikudaginn 7. og fimmtudaginn 8. janúar frá kl. 17 til 21. Ekki er um hefðbundið leiklist- arnámskeið að ræða, heldur er áherslan lögð á að kynna aðferðir og ýmsar gerðir spuna sem not- aðir hafa verið til að komast að kjarna leiklistar og sköpunar og að laða fram það besta og óvænta í hverjum og einum. Henta líka fólki sem vinnur að annarri listsköpun Þessar aðferðir henta bæði þeim sem eru með brennandi leik- listaráhuga og líka þeim sem eru að vinna að annarri listsköpun, s.s. dansi, innsetningum og vídeó- verkum. Einn- ig gæti þetta námskeið hentað þeim sem eru að vinna með ungu fólki og vilja fara nýjar leiðir. Unnið verður með mismunandi aðferðir nokk- urra helstu leiklistarfrömuða heims. Leiðbeinandi er Gunnar Gunn- steinsson, leikari, leikstjóri og nemi í „dramapedagógík“. Skráning er á netfangi Þjóð- leikhússins, fradsla@leikhusid.is eða hjá Vigdísi Jakobsdóttur deildarstjóra fræðsludeildar. Námskeið í spuna í Þjóðleikhúsinu Gunnar Gunnsteinsson Saga Íslands VI eftir Helga Þor- láksson er komin út. Ritstjóri er Sig- urður Líndal. Þetta nýja bindi tekur til tímans 1520–1640. Í upp- hafi sögunnar stóðu kaþólsku biskuparnir Ögmundur Pálsson og Jón Arason á hátindi valda og mektar og leyfðu sér að deila harkalega inn- byrðis. Árið 1527 sömdu þeir sátt enda lútherskar ófriðarblikur á lofti. Upp úr 1570 var m.a. öflugt útgáfu- starf á Hólum undir forystu Guð- brands biskups Þorlákssonar. Í skjóli Guðbrands var Arngrímur lærði Jónsson og með skrifum hans, sem urðu þekkt víða um lönd, hlutu Íslendingar nýjan skilning á mikilvægi sögu sinnar, bókmennta og tungu. Um 1610 var Ísland komið í þjóð- braut siglingaþjóða og árið 1627 birt- ust Tyrkir svonefndir og unnu greypi- leg herverk. Danir urðu að herða tök sín á landinu og efla eftirlit á miðum. Um 1640 gengu í garð tímar sem voru að ýmsu leyti góðir. Frá þeim segir nánar í VII. bindi, sem verður út gefið fyrrihluta árs 2004. Jafnframt því að 6. bindi lítur nú dagsins ljós, er 5. bindið endur- prentað, en það hefur lengi verið ófá- anlegt eftir að það kom út árið 1990. Ennfremur hefur verið útbúin askja með fyrstu fimm bindunum. Útgefandi er Hið ísl. bókmennta- félag. 458 bls. Verð: 4.500 kr. Saga Náðargáfan les- blinda nefnist nýtt myndband og bók þar sem Axel Guðmunds- son útskýrir Davis- kerfið sem þróað var af Ron Davis. Handrit og umsjón hafði Mar- grét Stefánsdóttir. Í fréttatilkynningu frá útgefanda segir m.a.: „Davis- kerfið hefur skilað ótrúlegum árangri víða um heim til að leiðrétta lesblindu og skylda námsörðugleika. Davis- kerfið varpar ekki aðeins ljósi á já- kvæðar hliðar þeirra hæfileika sem liggja að baki lesblindu, heldur býður það einnig uppá auðveldar og einfald- ar lausnir til að virkja þessa hæfi- leika. Útgefandi er lesblind.com. Verð: 3.000 kr. Lesblinda Ævintýri Artúrs Pym er skáldsaga eftir Edgar Allan Poe í þýðingu Atla Magnússonar. Sagan gerist ár- ið 1827 þegar söguhetjan fer á sjóinn sem laumu- farþegi um borð í hvalveiðiskipinu Grampusi. Fyrr en var- ir steðja að hinar margvíslegustu hættur – uppreisn um borð, fjölda- morð, óveður, skipreiki, hungursneyð og mannát. Um síðir ber Pym og félaga hans, indíánann Peters, alla leið til suðurheimskautsins, eftir að hafa sloppið úr greipum villimanna á undra- eyjunni Tsalal. „Margt bendir til að sagan hafi orðið kveikjan að Moby Dick eftir Herman Melville og Gulleyjunni eftir Robert Louis Stevenson og er þá aðeins nokkuð talið um áhrif hennar,“ segir í fréttatilkynningu frá útgefanda. Útgefandi er Skjaldborg bókaútgáfa. Bókin er 192 bls. Verð: 3.890 kr. Skáldsaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.